Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
var ljóst að spennan var að
byggjast upp og viðbúnaður
okkar tók mið af því. Upp úr
sauð þegar Stöð 2 hélt
Kryddsíldarveislu sína með
stjórnmálamönnum á gaml-
ársdag og var þá ljóst að
meira gæti gerst.“
Eldfimt ástand
Aðgerðastjórn á átaka-
vettvangi er sérstakt fag í
fræðum lögreglu. Hópur manna stendur í
fremstu víglínu og er þess albúinn að stíga feti
framar, en gerir slíkt ekki nema liðsstjórnendur
telji ástæðu til. Þannig stóðu tugir ef ekki
hundruð lögreglumanna varðstöðu við Alþing-
ishúsið daga og nætur í janúar þar sem Arnar
og hans menn stýrðu aðgerðum í samræmi við
hvernig þeir lásu stöðuna.
„Við vorum á hárfínni línu. Það er oft betra að
taka á sig hnjask en fara út í beinar aðgerðir því
í jafneldfimu ástandi og þarna var ófyrirséð
Arnar Rúnar
Marteinsson
Strax við fall bankanna mótaði lögreglanþá stefnu að hafa langt í spottanum ogsýna mótmælendum umburðarlyndi.
Margir áttu um sárt að binda og eðlilegt er að
þykkni í fólki þegar það tapar jafnvel öllu sínu.
Þetta tel ég hafa verið rétta stefnu því í búsá-
haldabyltingunni mátti ekki miklu muna að verr
færi,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, yf-
irmaður óeirðadeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hiti var í fólki þegar Alþingi kom saman að
loknu jólaleyfi 20. janúar. Hundruð flykktust á
Austurvöll þar sem fólk barði potta og pönnur
og hafði hátt. Í aðdraganda þessa hafði lögregla
fengið upplýsingar um hvað í vændum væri
enda höfðu margir samband og sögðu frá því
hvað sagt væri til dæmis á samskiptasíðum á
netinu. „Frá því mótmælaaðgerðir hófust vor-
um við að sjá út eitthvert mynstur, sem var
helst að uppákomurnar urðu með sífellt
skemmra millibili. Einstaka aðgerðir virtust
virka þannig að mestu gufunni var hleypt út en
síðan komu rólegir dagar á milli. Eigi að síður
hvernig þær gætu endað. Sorglegast og raunar
alvarlegast fannst mér að lögreglumenn væru
til dæmis grýttir. Nokkrir úr liðinu þurftu á
slysadeild vegna meiðsla sem þeir hlutu og
sumir hafa enn ekki náð sér,“ segir Arnar.
Búsáhaldabyltingin stóð frá miðjum degi 20.
janúar fram á aðfaranótt 23. janúar, þá í kjölfar
fundar á vegum Samfylkingar í Þjóðleik-
húskjallaranum þar sem þess var krafist að rík-
isstjórn Geirs H. Haarde færi frá. Eftir þann
fund flykkist fólk frá Hverfisgötu að þinghúsi
þar sem ólæti voru fram eftir nóttu.
„Þarna sáum við meðal annars þekkta brota-
menn og ýmsa sem töldu sig eiga lögreglunni
grátt að gjalda. Einnig var komið á vettvang
fólk í leit að látum enda kyntu fjölmiðlarnir
undir að þarna væri fjörið. En þarna var líka
fjöldi heiðvirðra borgara sem þessa síðustu nótt
átakanna tóku beinlínis að sér að verja þing-
húsið svo örþreyttir lögreglumenn gætu tekið
sér hlé stundarkorn,“ segir Arnar. Þá gátu lög-
reglumenn kastað mæðinni og fengið sér hænu-
blund annaðhvort í þinghúsinu eða á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu þar sem komið
hafði verið fyrir svefnbekkjum.
Mikill stuðningur
„Þetta þjappaði mannskapnum saman, en í
þetta verkefni fóru allir verkfærir menn í lög-
regluliði höfuðborgarsvæðisins, frá sérsveit
ríkislögreglustjóra og menn úr Keflavík og frá
Selfossi sem við kölluðum til. Í eftirleiknum höf-
um við farið nákvæmlega yfir hvernig við stóð-
um að öllum aðgerðum. Ég tel okkur hafa verið
á réttri línu og það segir nokkuð um vinnu-
brögðin að enginn hefur kært lögreglu fyrir að
hafa gengið of harkalega fram. Okkur fannst
líka ómetanlegt að finna stuðning almennings,
sem við fundum með ýmsu móti. Hingað
streymdu blóm, matarsendingar, skeyti og
fleira slíkt. Við vorum lögregla fólksins og það
er góður vitnisburður. Lögreglumenn hlutu
reynslu á meðan á þessum atburðum stóð, sem
ekki eiga sér hliðstæðu hér á landi, og liðið í
held hefði auðvitað kosið annað en þurfa að
standa í átökum við borgarana.“ sbs@mbl.is
Á hárfínni línu
Morgunblaðið/Golli
Átök Lögregla beitti táragasi á mótmælendur á Austurvelli aðfaranótt 23. janúar. Fólk sló potta og pönnur uppstyttulítið í um tvo sólarhringa og ríkisstjórninni blæddi út.
Arnar Rúnar Marteinsson stýrði lögregluliðinu í búsáhaldabyltingunni
Fólk í fréttum á liðnu ári
Viðburðaríkt ár er á enda. Búsáhaldabylting leiddi til stjórnarskipta og umræðunni um Icesave linnti ekki. En fleira bar við, ís-
lenska kvennalandsliðið í knattspyrnu keppti á HM í Finnlandi og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir varð í öðru sæti í Evróvisjón.
Noregsdvölin átti að vera fjög-urra mánaða ævintýraleit.Hingað komum við í vor og
ætluðum okkur að vera fram á haust.
Það verður hins vegar að segjast að
okkur hefur líkað afskaplega vel og
mér finnst sennilegt að við verðum
hér næstu tvö árin,“ segir Guðrún
Elsa Giljan Kristjánsdóttir.
Margir á vesturströndinni
Guðrún Elsa og Grímur Rúnarsson
eiginmaður hennar fluttust með
tveimur börnum út til Noregs í maí sl.
og settust að í Vennesla, sem er fjór-
tán þúsund manna bær skammt norð-
an við Kristiansand.
Kreppan hefur valdið því að vel á
annað þúsund Íslendingar hafa flust
til Noregs á árinu og margir hafa sest
að á vesturströndinni þar sem næga
vinnu er að fá meðal annars vegna
áhrifa frá olíuvinnslunni í Norðursjó.
Í samtali við Morgunblaðið sl. sumar
sagði sr. Arna Grétarsdóttir Íslands-
prestur í Noregi að talsvert af því
fólki sem kæmi að heiman og settist
að flytti þangað þar sem því væri það
nauðugur einn kostur vegna atvinnu-
missis, erfiðrar fjárhagsstöðu og fleiri
sambærilegra þátta. Fyrir vikið væri
þetta fólk lengri tíma að ná sátt við
lífið og tilveruna en ef aðstæður þess
væru hagfelldari.
„Íslendingum hér í Noregi fjölgar
stöðugt. Mér finnst ég sífellt oftar
heyra íslensku hér, til dæmis þegar
ég fer út í búð. Stærstur hluti þess
hóps sem hingað kemur hefur mér
virst vera milli þrítugs og fertugs þar
sem fjölskyldufaðirinn er iðnaðar-
maður, enda er atvinnuástand meðal
þeirra heima á Íslandi mjög slæmt.
Því miður óttast ég að landflóttinn
muni vaxa mjög á næstu misserum.
Að heiman fæ ég fjölda símhringinga
og tölvupóst þar sem fólk spyr mig
hvernig atvinnuástandið sé, hvernig
eigi að útvega sér atvinnu, húsnæði,
koma börnum í skóla og svo fram-
vegis. Þegar fólk hyggst hasla sér völl
í nýju landi er góður undirbúningur
mikilvægur,“ segir Guðrún sem lætur
vel af afkomu fjölskyldunnar í Nor-
egi. Sér og sínum vegni vel. Eig-
inmaður hennar er húsamálari en
sjálf er hún í fæðingarorlofi en reikn-
ar með að fara aftur út á vinnumark-
aðinn þegar því lýkur snemma á nýju
ári.
Sýna Íslendingum skilning
„Dóttir okkar sem er níu ára er
komin með fín tök á norskunni og
sjálf erum við hjónin að ná málinu,“
segir Guðrún Elsa sem kveðst ekki
hafa skynjað annað en jákvæð viðhorf
Norðmanna gagnvart Íslendingum
sem eru að hasla sér völl í nýju landi.
Orðrómur hefur verið um að norskum
iðnaðarmönnum hugnist ekki, að
starfsbræður þeirra frá Íslandi séu að
sækja þangað vinnu en þetta segist
Guðrún þó hvergi hafa orðið vör við.
„Ég kann afar vel við Norðmenn-
ina og þeir sem ég hef rætt við sýna
stöðu okkar Íslendinga mikinn skiln-
ing. Þjónustufulltrúinn minn í bank-
anum orðaði þetta svo, að sér þætti
sárt að sjá hvernig örfáir menn gætu
kafsiglt landið sitt. Viðhorf annarra
er á þessa lund. Fólk sýnir okkur Ís-
lendingum skilning og ég kann ákaf-
lega vel við norskt samfélag sem er
alls ekki ólíkt hinu íslenska. Mér
finnst ég oft raunar ekki vera í út-
löndum, áður bjuggum við í Kópavogi
en bærinn þar sem við búum nú
minnir mig stundum á Akureyri.“
sbs@mbl.is
Ég óttast landflóttann
Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir og fjölskylda í Noregi
Ný heimkynni Fjögurra mánaða ævintýraleit Guðrúnar Elsu Giljan Krist-
jánsdóttur og fjölskyldu í Noregi varð að lengri dvöl.