Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Hótel Valhöll á Þingvöllum eyðilagðist í eldsvoða í júlí.
Ekki urðu slys á fólki. Þar með lauk rúmlega aldar
gömlum rekstri gisti- og veitingastaðar innan þing-
helginnar. Þegar eldurinn kom upp í eldhúsi hótelsins,
síðdegis á föstudegi, voru flestir gesta hótelsins úti í
góða veðrinu en þeim sem voru inni tókst að komast
fljótt út. Starfsfólkið náði ekki að slökkva eldinn og
þegar slökkvilið kom á staðinn varð ekki við neitt ráðið
og húsið brann til grunna. Leifarnar voru fjarlægðar
næstu daga og tyrft yfir.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Hótel Valhöll brennur til grunna
Svínainflúensan lék einstök byggð-
arlög, skóla og vinnustaði grátt í
haust þegar faraldur náði hámarki
hér á landi. Alls hafa liðlega 700
einstaklingar greinst með inflúens-
una A(H1N1) og tæplega tíu þúsund
með inflúensulík einkenni. Það þýð-
ir að tugir þúsunda Íslendinga hafa
fengið flensuna. Fjöldi fólks hefur
þurft að leggjast inn á spítala og
sumir á gjörgæslu. Tveir Íslend-
ingar hafa látist af völdum sýking-
arinnar eða fylgikvilla. Hátt í átta-
tíu þúsund höfðu látið bólusetja sig
um miðjan desember og fjölmargir
fengu einnig bólusetningu við ár-
legu flensunni eins og Tryggvi Þór
Herbertsson alþingismaður.
Svínainflúensa gengur yfir landið
Morgunblaðið/Ómar
Lögreglan lagði hald á um 109 kíló af fíkniefnum sem reynt var að smygla
til landsins með belgísku skútunni Sirtaki í apríl. Þar af voru 55 kíló af am-
fetamíni sem er mesta magn sem reynt hefur verið að smygla til landsins.
Skútan fannst austur af landinu eftir víðtæka leit skipa og flugvéla Land-
helgisgæslunnar. Fíkniefnin voru flutt úr skútunni til Djúpavogs með hrað-
skreiðum slöngubát og skipað þar upp í bíl sem lögreglan stöðvaði við Höfn
í Hornafirði. Tveir karlmenn voru dæmdir til tíu ára fangelsisvistar fyrir
skipulagningu og innflutning fíkniefnanna og fjórir til viðbótar í þriggja til
níu ára fangelsi fyrir að taka þátt í innflutningnum. Varðskipið Týr fylgdi
skútunni Sirtaki til hafnar á Eskifirði eftir að áhöfn hennar hafði verið
handtekin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynt að smygla 109 kg með skútu
Hvalskip Hvals hf. veiddu 125 lang-
reyðar í sumar. Þá voru leyfðar
magnveiðar á hval hér við land á
ný, eftir 26 ára hlé. Eina und-
antekningin var 7 langreyðar sem
veiddar voru árið 2006. Fyrrver-
andi sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra heimilaði veiðar á
150 skepnum en þær sem ekki náð-
ust í sumar færast til næsta árs.
Hvalur 9 var á leiðinni til Hval-
fjarðar með tvær langreyðar á síð-
unni.
Morgunblaðið/RAX
Hvalveiðar
hafnar á ný
MBL.IS | FLEIRI MYNDIR Á MBL.IS
Morgunblaðið/Golli
Litlu munaði að illa færi þegar ísinn á Reykjavík-
urtjörn gaf sig undan þyngd tólf hrossa og jafn margra
knapa sem féllu ofan í kalt vatnið svo aðeins höfuðið
stóð upp úr. Tilefnið var blaðamannafundur til kynn-
ingar hestamóti en slysið gerðist í lokin þegar hross-
unum var stillt upp í breiðfylkingu. Eftir hálftíma bar-
áttu hafði tekist að koma öllum hrossunum á fast land
en þau voru þá orðin þrekuð.
Óvænt sundreið í Tjörninni