Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Bogmaðurinn kveður árið með trukki og dýfu og byrjar
fyrsta daginn kannski nokkuð laskaður, að loknum eft-
irminnilegum gleðskap. Árið sem nú fer í hönd markar hins
vegar upphafið að nýjum 12 ára lærdóms- og lífsreynslu-
kafla. Hvað eða hver sem verður á vegi bogmannsins síðari
helming janúar gæti reynst hvatinn sem blæs honum í
brjóst löngun til þess að leggja út í nýtt framtak af ein-
hverju tagi. Möguleikinn á varanlegum breytingum á lífi
hans er í farvatninu. Hvort sem um er að ræða nýtt fyr-
irtæki eða annan starfsvettvang mun bogmaðurinn tileinka
sér nýja færni, annaðhvort með formlegri menntun eða ít-
arlegri þjálfun. Aðstæður verða jafnframt hagstæðar til
langferða á nýja árinu, sem og fyrir skriftir, útgáfu eða
stöðuhækkun. Nú er svo sannarlega rétti tíminn til þess að
fara yfir á næsta stig og eflaust mun bogmaðurinn víkka
sjóndeildarhringinn svo um munar. Menning og andleg
hugðarefni fá hugsanlega meira vægi á heimili bogmannsins
á nýja árinu og líklegt að hann dusti rykið af þekkingu sem
legið hefur í láginni, dragi fram gamlar bækur og taki aftur
til við jóga og hugleiðslu, svo dæmi sé tekið, eða álíka.
Einnig virðist liggja fyrir bogmanninum að stækka við sig á
nýju ári, hann mun að líkindum selja eitthvað sem tengist
heimilinu eða heimilið sjálft og ef svo fer verður nið-
urstaðan honum furðanlega hagstæð og fjölskyldan og fjöl-
skyldumál verða í brennidepli. Margir í bogmannsmerki
finna hjá sér hvöt til þess að festa ráð sitt á nýju ári á með-
an aðrir leggja út í nýtt ástarævintýri eða binda skyndilega
enda á ástarsamband. Óvenjulegar og óhefðbundnar að-
stæður og persónur í tilhugalífinu munu vekja áhuga bog-
mannsins. Hann ætti að vera heilsuhraustur á nýju ári, ekki
síst ef hann heldur sig við sína hefðbundnu íþróttaiðkunar-
og heilsuræktarrútínu.
BOGMAÐURINN
22. nóvember til 21. desember
Stjörnuspá fyrir árið
Nýtt ár fær skrykkjóta byrjun hjá hrútnum sem þarf að
búa sig undir vandræði eða rugling í tengslum við starfs-
feril, lífsstíl eða tilhugalíf; ekki er víst að honum takist að
koma sínum málum í réttan farveg fyrstu mánuðina. Hann
ætti því að nota tímann til þess að horfa inn á við og ein-
beita sér að skapandi eða andlegum hugðarefnum þar til
hægt er að stíga næstu skref. Hrúturinn hefur nægan
tíma, þótt eðlislæg óþolinmæðin komi ef til vill í veg fyrir
að hann sjái það, ekki síst eftir fyrstu vikuna í mars, en þá
nær hann sér á strik á þeim sviðum sem áður voru nefnd. Í
júní kemur algerlega óvæntur möguleiki upp með hvelli í
lífi hrútsins. Því er best fyrir hann að vera á varðbergi.
Sambönd hrútsins við aðrar manneskjur verða helstu
vaxtarbroddar hans og leið til þroska á nýju ári, þegar ný
tengsl myndast eða hann vex í burtu frá öðrum. Hann
hressir hugsanlega upp á gömul sambönd eða endurmótar í
samræmi við nýjar þarfir í starfi eða einkalífi. Einhleypi
hrúturinn ætti að búa sig undir skuldbindingu sem breytir
lífi hans á nýja árinu. Hrútar sem þegar eru lofaðir end-
urbyggja eða upplifa tilfærslu á valdajafnvægi í núverandi
sambandi sem gerbreytir undirstöðum þess. Snurða gæti
hlaupið á þráðinn í peningamálum á haustmánuðum, ann-
aðhvort tekst hrútnum ekki að verða sér út um fjármuni
sem hann þarfnast eða þá að hann þarf að semja upp á
nýtt til þess að geta mætt núverandi skuldbindingum. Á
vormánuðum er hugsanlegt að hrúturinn beini orku sinni
inn á andlegar eða skapandi brautir. Viðfangsefni tengt
vinnu eða heilsu getur af sér nýjar hugmyndir eða venjur
sem munu koma til með að leiða til breytinga með tím-
anum. Á þessu ári á hrúturinn ekki að hika við að takast
erfið verkefni á hendur eða gera róttækar breytingar á
starfsferlinum.
Vogin virðist eiga mikilvægt ár í vændum, eins og fleiri,
þar sem hún verður reiðubúin til þess að taka rækilega
til í lífi sínu og beina sjónum að gæðum í stað magns. Nú
fer í hönd tímabil sem auðveldar henni að draga úr
óreiðu og ringulreið. Þessi orka verður fyrir hendi í rúm-
lega tvö ár til viðbótar og mun líklega vekja löngun hjá
voginni til algerrar endurnýjunar á lífi sínu, þar sem úr
sér gengin sambönd, viðhorf og aðferðir verða látin lönd
og leið og stefnan sem hún vill taka er metin upp á nýtt.
Meiriháttar breytingar tengdar heimili eru ekki ósenni-
legar, annaðhvort í fjölskyldu eða einkalífi. Svo virðist
sem upp komi aðstæður sem krefjast athygli vogarinnar
og kalla á umskipti, nánar tiltekið í upphafi nýs árs og
einnig í ágúst. Tækifæri til þess að venda sínu kvæði í
kross koma upp á sama tíma, sem auðvelda voginni að
byrja upp á nýtt þar sem það er nauðsynlegt. Mögulegt
er að vogin þurfi að gera skyndilegar eða óvenjulegar
breytingar á venjum sínum á vormánuðum og ekki óhugs-
andi að þær tengist heilsufari. Í júlí er ekki ólíklegt að
reyni á sveigjanleika vogarinnar í samskiptum við aðra,
ekki síst í parsambandi eða sambandi við viðskiptafélaga.
Svo virðist sem einhverjir verði ekki jafn áreiðanlegir og
venjulega eða þá að þeir munu hegða sér á óvæntan hátt,
einhverra hluta vegna. Þar af leiðandi verður vogin ef til
vill undir talsverðum þrýstingi eða þarf að axla meiri
ábyrgð en henni þykir þægilegt. Góðu fréttirnar eru hins
vegar þær að þetta tímabil getur jafnframt reynst mjög
frelsandi, þar eð breytingarnar sem verða auðvelda vog-
inni að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni eða losa sig
undan hömlum sem hún hefur glímt við. Góðar líkur eru
á því að ástin verði á vegi einhleypra í vogarmerki í upp-
hafi nýs árs.
VOGIN
23. september til 22. október
Nautið byrjar árið með látum og getur átt von á því að ná
áfanga sem reynst hefur utan seilingar að undanförnu.
Óvissa og ruglingur hafa gert nautinu erfitt fyrir við að
leysa vandamál tengd starfsframa eða finna nýjan sjón-
deildarhring, enda hefur það ekki vitað hvað það vildi í
staðinn fyrir það sem það hefur. Nýir tengiliðir, vinir, ný
vitneskja og nýjungar í formi hugmynda, hópa eða við-
fangsefna verða ekki bara rúsínan í pylsuendanum, heldur
pylsan öll á þessu ári. Nautið ferðast, nemur, víkkar sjón-
deildarhringinn eða auðgar líf sitt í gegnum tengslanet,
skoðar sjálft sig í stærra samhengi og finnur loks hvar það
passar. Það mun hafa heppnina með sér á nýju ári og tæki-
færin munu ekki láta á sér standa, ef það gætir þess að
leyfa hjartanu að ráða för. Samskipti við yfirvald af ein-
hverju tagi reyna ef til vill á þolrif nautsins síðustu vik-
urnar í maí og það gætti átt erfitt með ákvarðanatöku.
Lykillinn að áframhaldandi velgengni felst hins vegar í því
að reiða sig á fallvötnin hið innra þar til innsæið og inn-
blásturinn vísa veginn. Naut sem leita lífsfyllingar í tilhuga-
lífinu eða eru á höttunum eftir fjármagni ættu að vera opin
fyrir möguleikum sem koma upp á fjarlægum slóðum. Ein-
hleypu nautin finna sér hugsanlega félaga í gegnum ævin-
týramennsku af einhverju tagi, eða með samskiptum við
fólk sem er með annan bakgrunn en það sjálft. Lofuðu
nautin víkka sjóndeildarhringinn með ferðalögum, námi eða
nýjum vinum eða áhugamálum. Ferðalag eða ný hæfni sem
nautið tileinkar sér gæti verið kryddið sem nauðsynlegt er
til að hressa upp á tilveruna. Nautið má búa sig undir
breytingar sem tengjast vinnu og heilsu í apríl og júní og
þarf að leggja meira á sig en venjulega á báðum sviðum
með því að takast nýjar skyldur á herðar og taka sér tak
hvað varðar mataræði og hreyfingu.
NAUTIÐ
20. apríl til 21. maí
Svo virðist sem komið sé að kaflaskiptum hjá sporðdrek-
anum á nýju ári, hann losnar út úr aðstæðum sem hann
hefur þurft að glíma við undanfarin misseri, hugsanleg
tengdar vini, hópi sem hann tilheyrir eða barni annarrar
manneskju. Hann gæti þurft að hnýta lausa enda sem
tengjast fyrrgreindum aðstæðum snemma á árinu, en eftir
það fær hann ráðrúm til þess að búa sig undir nýtt skeið í
lífinu sem brátt verður innan seilingar. Þar sem um er að
ræða undirbúningstímabil, ekki endilega nýtt upphaf þarf
sporðdrekinn að gæta sín á því að reyna ekki að flýta fyrir
þróuninni. Hann þarf að ganga í gegnum vissa atburði, öðl-
ast skilning og jafnvel einhvers konar uppljómun sem mun
auðvelda honum að ákveða í hvaða átt hann á að stefna síð-
ar meir, þegar þar að kemur. Óvænt eða óvenjuleg þróun
sem gæti orðið í júlí eða ágúst mun líklega opna nýjar leið-
ir af einhverju tagi eða auka skilning sporðdrekans á sjálf-
um sér, annaðhvort á sál eða líkama. Aukið innsæi gæti
hugsanlega orðið til í janúar eða febrúar eða síðari hluta
ágústmánaðar, í framhaldi af spennutímabili þar sem lífs-
viðhorfi sporðdrekans og skilningi hans á sjálfum sér og
því sem knýr hann áfram er ögrað. Ekki er ólíklegt að
hann endurmeti samband sitt við aðra, hugsanlega við
systkini, eða önnur sambönd þar sem stuðningur er fyrir
hendi á báða bóga. Einkalífið, fjölskyldan og eignir sporð-
drekans eru líkleg uppspretta tækifæra og hamingju í lífi
sporðdrekans á næstunni, í það minnsta fyrstu vikur árs-
ins. Þá er rétti tíminn til að laga ágreining sem mögulega
hefur komið upp, reyna að stækka fjölskylduna eða flytja í
stærra húsnæði. Í júní er ekki ósennilegt að annríki aukist
til muna í lífi sporðdrekans og að breytingar verði á dag-
legum venjum, annaðhvort vegna aukinna verkefna eða
heilsufars.
SPORÐDREKINN
23. október til 21. nóvember
Fjármunir eru möndullinn sem allt hverfist um á nýju ári,
bæði þeir sem tvíburinn á einn og fé sem hann hefur að-
gang að eða á í félagi við aðra. Hann á að treysta und-
irstöður sínar með nýjum eða breyttum áætlunum, ráð-
gjöfum og félögum. Stundum þarf að tæma bátinn til þess
að koma honum aftur á flot. Stundum þarf að draga hann
að landi til þess að sinna nauðsynlegum viðgerðum. Brim-
aldan ber tvíburann að nýjum sjóndeildarhring á nýju ári
og aska fortíðarinnar verður að frjósömum jarðvegi nýrra
ráðagerða og áætlana. Tvíburinn eflist með félaga sem lum-
ar á réttu aðferðunum og býr yfir sveigjanleika og skilningi
en jafnframt nægri staðfestu. Þeir sem finna rétta félagann
uppgötva nýja styrkleika og traustar undirstöður fyrir lífið
framundan. Leiðin framundan er einungis ætluð þeim hug-
umstóru og tvíburinn mun þurfa að reiða sig á fleira en
sína meðfæddu snilli og viðbragðsflýti til þess að nýta spilin
sem hann er með á hendi. Tvíburinn á að einbeita sér að
lífsmátanum sem hann vill, en hann þarf að hafa fyrir hon-
um og vilja taka áhættu. Einhverjir tvíburar finna ástina á
árinu eða endurnýja ástarsamband, aðrir munu hugsanlega
axla aukna ábyrgð vegna barns sem ef til vill er með sér-
þarfir. Framundan er nýtt líf. Ef tvíburinn vill eitthvað á
hann að skuldbinda sig á nýju ári, sama hvað það útheimtir.
Núna er tíminn til að marka stefnuna og nema ný lönd.
Þótt ábyrgðin hvíli á tvíburanum mun handleiðsla sanns fé-
laga vísa veginn og reynast stuðningurinn sem hann þarf
mest á að halda. Hvort sem um er að ræða ástarsamband
eða náið samband af öðru tagi á tvíburinn að njóta þeirrar
gjafar og jafnvægisins sem það færir og vilja leggja eitt-
hvað á sig. Hann á að leitast við að halda áhyggjum og
streituvöldum í lágmarki á nýja árinu og herða sig í mark-
miðum sem efla huga og líkama.
TVÍBURINN
21. maí til 20. júní
HRÚTURINN
20. mars til 20. apríl