Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 14
14 Spegill ársins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég neita að láta kreppuna brjóta migniður! Ég ætla ekki að leggjast í böl-móð og gefast upp!“Á því ári sem nú er að kveðja hafa sem betur fer setningar í þessum dúr hrotið af vörum margra þeirra sem byggja þessa litlu eyju hér í norðrinu. Að kjósa það að standa upp og berjast frekar en að leggjast í kör, er hugar- far sem við þurfum á að halda til að mæta því mótlæti sem lagst hefur yfir mörlandann undanfarið. Vissulega komum við misvel undan þessu fyrsta ári erfiðleikanna eftir hið margumrædda hrun sem litað hefur líf okkar Íslendinga á öll- um sviðum. En þegar horft er til baka er aðdá- unarvert hversu fólk hefur verið fljótt að til- einka sér sjálfsbjargarviðleitni. Fjöldi fólks hefur rokið til og plægt garða sína til að rækta eigin matvörur, hvort sem það eru kartöflur, grænmeti eða annað kjarnfóður til manneldis. Sumir hafa jafnvel smíðað hænsnakofa og fengið sér nokkrar pútur sem skaffa egg í bakstur, því bakstur hefur líka stór- aukist. Nú reiða margir fram heitt og dásam- legt daglegt brauð úr ofninum heima og eru stoltir af. Og mega líka vera það. Allir sem vettlingi geta valdið tóku slátur í haust og fylltu frystikistur af ódýrum mat fyrir harðan vetur. Sviðakjammar, innmatur, lifrarpylsa og blóðmör eru járnrík og orkumikil fæða sem sést nú oftar á borðum ólíklegustu heimila. Prjónar og saumavélar tifa sem aldrei fyrr á íslenskum heimilum, sumir dusta rykið af gam- alli kunnáttu, aðrir yngri taka sig til og læra lykkjusmíðina og hanna jafnvel sín eigin munst- ur. Lopapeysur og aðrar prjónavörur spretta frá skapandi höndum í svo miklum mæli að eftirspurn eftir lopa hefur aukist um þúsundir tonna og ullarvaran selst eins og heitar lumm- ur. Útlendingarnir elska þessi rammíslensku og þjóðlegu klæði. Enn og aftur hefur blessuð sauðkindin sann- að sig. Ullin af henni er gull. Jólagjafir og aðrar gjafir eru föndraðar heima. Aðrir taka þetta skrefinu lengra og setja heimagerðar vörur sínar á markað, hvort sem það eru matvörur eða eitthvað annað. Ótal fyrirtæki hafa orðið til þar sem sköp- unarkrafturinn ræður för. Íslensk hönnun blómstrar sem aldrei fyrr. Nú er landinn líka meira en tilbúinn að styðja íslenska framleiðslu. Við erum meðvituð um að við spörum gjaldeyri með því að kaupa frekar það sem búið er til hér heima en það sem flutt er inn. Við stöndum nefnilega saman þegar á reynir og við kunnum að bjarga okkur. Við ræktum okkar eigið korn og framleiðum meira að segja geitaís. Og fólk nýtur gleðinnar sem fylgir því að finna leiðir til að spara og búa til sjálft. Það er gaman að vera saman við sláturgerð, brytja mör, sauma keppi og hakka lifur. Það er eitthvað fallegt við það að hjálpast að við að búa til mat ofan í sína nánustu. Og það er góð til- finning sem fylgir því að klæða barnið sitt í flík sem við prjónuðum eða saumuðum sjálf. Við verslum stolt í Góða hirðinum og við höf- um ferðast meira um landið okkar undanfarið ár en áður, í stað þess að fara til útlanda. Lítil kaffihús spretta upp á ólíklegustu stöðum og ferðaþjónustan eflist með hverjum deginum. Ný gildi hafa fest sig í sessi. Andleg verðmæti hafa verið sett ofar þeim efnislegu. Margir eru dauðfegnir að losna und- an tómleika veraldlega hjómsins. Á undaförnu ári hefur samvera með fólki skipt meira máli en það að geta stært sig af húsi sem samanstendur af hundruðum rúmmetra af steinsteypu. Núna er hallærislegt að aka um á svörtum Range Rover, ganga í rándýrri merkjavöru eða berast á með yfirborðslegum hætti á einhvern annan hátt. Aftur á móti er flottast að vera í heimasaumuðu og endurnýttu. Fólk gramsar í fataskápunum og finnur þar margt gullið. Ömmu- og afaföt eru dregin fram og það er notalegt að tengja þannig saman kyn- slóðir. Við getum meira að segja tengt okkur inn í heimsbókmenntirnar með því að skapa klæði úr óvæntum efniviði. Saumaði Scarlett O’Hara sér ekki kjól úr gardínum þar sem hún háði harða lífsbaráttu í Á hverfanda hveli? Sjálfsbjargarviðleitni  Fólk ræktar sínar eigin kartöflur og grænmeti, prjónar og saumar  Flestir kjósa að leggjast ekki í kör heldur rísa upp til nýrra dáða Lopapeysan Hún stendur fyrir sínu og vart finnst sá Íslendingur sem ekki á eina slíka. Safnað í sarpinn Landinn tók slátur af miklum móð síðastliðið haust, enda bæði ódýr og holl fæða. Morgunblaðið/Kristinn Vinsælt á Hluti af starfinu að sofa hjá Jagger Fegurðardrottning deyr eftir lýtaaðgerð Tekur c-strengur við af g-streng? Konu og 2 ára syni hennar vísað úr flugvél Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss Woods flúði reiða eiginkonu Helstu fréttir ársins 2009 20. Rikið ber mikla gengis- áhættu vegna Icesave Kostnaður getur aukist um hundruð milljarða 22. „Tilviljun að þær flugu ekki saman“ Talið að aðeins um 56 fet hafi verið á milli flugvéla við Viðey 23. Eigið fé Byrs alltof lítið Lengri tíma hefur tekið að endurskipuleggja sjóðinn en reiknað var með 28. Afskrifa líklegamilljarða vegna lánaJötunsHolding Fékk 17 milljarða að láni þegar valdabaráttan í Glitni banka stóð sem hæst 29. Nota forðann í afborganir lána Andvirði 100 ma.kr. bættist í gjaldeyrisforða Seðlabankans 31. Högum ætlað að standa undir 60 milljarða skuld Stjórnarmenn í Nýja Kaupþingi neita allir að tjá sig um mögulegar afskriftir Nóvember 2. Tugmilljarða afskriftir? Forsvarsmenn Nýja Kaupþings játa hvorki né neita því að tugir milljarða verði afskrifaðir hjá eigendum Haga 4. 620 milljarðar gætu fallið á ríkið Hár reikningur ef neyðarlög- unum verður hnekkt fyrir dómi 6. Ný 139 milljarða krafa Skuldabréf upp á 139 milljarða voru ekki færð sem skuld í bókhaldi Glitnis 7. Skulda milljarð eftir jarðakaup á Mýrum Sex stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund og fengu 400milljónir að láni 9. Áhersla á auðlindirnar Fyrsti fundur samninganefndar Íslands við ESB framundan 10. Tugmilljarða hækkanir á sköttum eru í pípunum • Leggst misjafnlega á hjón • Reynt að hlífa tekjulágum • „Þetta er allt á floti“ 12. Lánshæfiseinkunn OR er komin í ruslflokk „Áttum aldrei séns,“ segir stjórnarformaður OR 13. Ríkustu fjölskyldurnar skera sig úr hópnum Tölur embættis ríkisskatt- stjóra sýna að á Íslandi er hópur fólks sem er mjög vel efnum búinn 14. Hætta á greiðslufalli OR Orkuveitan má ekki við því að íslenska króna falli mikið meira í verði 18. Ráðherrar fyrir dóm? Þeirri spurningu velt upp í nýrri bók hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar varði við lög 19. 50 milljarða króna skattahækkanir Skattar hækka á laun yfir 270 þúsund krónum 23. Gæti sparað Íslendingum 185 milljarða Daniel Gros spyr hvort Bretum og Hollendingum beri að veita Íslandi lán á sömu vöxtum og eigin tryggingarsjóðum 25. Tryggingabótasvik mikið vandamál Margra barna faðir skráði lögheimili hjá fyrrverandi tengdaforeldrum sínum 27. Stórhætta skapaðist Bensínleki varð í dælustöð í olíubirgðastöðinni í Örfirisey Mörg ung íslensk fyrir- tæki hafa blómstrað á árinu og má þar sér- staklega nefna þau sem tengjast íslenskri hönn- un. Kærustuparið Hug- rún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eiga verslanirnar Kron og Kronkron, en þau eru gott dæmi um ungt fólk á uppleið með hugvit, frumleika og sköpun að vopni. Þau hafa unnið ötullega að fyrirtæki sínu undanfarin níu ár, eða frá því þau stofnuðu Kron. Fyrir fimm árum bættist svo Kronkron við og haustið 2008 komu þau sterk inn með skólínu sína sem heitir Kron by Kronkron. Þetta var einmitt þegar krepp- an skall á og einhver hefði kannski haldið að ekki væri nokkurt vit í því að blása í lúðra og reyna að selja fólki sérhannaða gæðaskó. En þeim Hugrúnu Dögg og Magna hefur gengið mjög vel, bæði hér heima og erlendis. Skórnir þeirra hafa heldur betur slegið í gegn og fást nú í nokkrum tugum verslana um víða veröld. Þau hafa verið í öllum helstu tískublöðum heims, eins og til dæmis Vogue og Elle og einnig voru þau val- in inn í væntanlega bók um bestu skólín- urnar frá árinu 1950 til samtímans, en út- gefandi þeirrar bókar er einn virtasti listabókaútgefandi heims, bókaútgáfan Tha- mes & Hudson. Skórnir þeirra eru nú líka komnir á Asíu- markað, en ótrúlegur fjöldi fóta tilheyrir þeim heimshluta. Þetta unga par er sannar- lega góð fyrirmynd og á framtíðina fyrir sér. Íslenskir skór um allan heim Hugrún Dögg og Magni. Þegar harðnar á dalnum verður fólk sólgið í andleg verðmæti. Við buddukreppu kreppir líka að sálinni. Við finnum áþreifanlega fyrir því að við lifum ekki á brauðinu einu saman. Við þurfum eitthvað meira, eitthvað sem snertir okkur djúpt. Lætur okkur finna til, líka með öðrum. Við þörfnumst samhljómsins sem gerir okkur að manneskjum. Eitt merki um mikla þörf fyrir andleg verð- mæti á þessum síðustu og verstu tímum, er þorsti fólks eftir ljóðum. Ljóðum um það sem skiptir máli. Ingunn Snædal, metsöluskáldið af Jökuldal, er eitt þeirra skálda sem hefur gengið ein- staklega vel undanfarið. Hún nær til fólksins í landinu með ljóðum sínum þar sem fjallað er um innstu tilfinningar af miklu hispursleysi. Sífellt er verið að spá dauða ljóðsins en viti menn, það lifir fjarska góðu lífi, öðlast vængi með nýju fólki, til dæmis þessari ungu konu sem situr heima hjá sér í Brúarási á Fljótsdals- héraði og yrkir ljóð af holdi og blóði. Þriðja og nýjasta ljóðabókin hennar, Komin til að vera, nóttin; flaug enn hærra en síðustu bækur hennar, sem þó flugu hátt. Hún er vaxandi skáld á umbrotatímum, gott dæmi um að það sem kemur frá hjartanu ratar til sinna. Ingunn er gott dæmi um að auðurinn býr í okkur sjálfum. Auðurinn býr í okkur sjálfum Ingunn Snædal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.