Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 1 Ísland og Noregur gerðu jafn-tefli, 1:1, í hörkuleik í undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli 5. september, en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn. Hver skoraði mark Íslands?  a) Eiður Smári Guðjohnsen  b) Heiðar Helguson  c) Veigar Páll Gunnarsson  d) Emil Hallfreðsson 2 Íraskur blaðamaður fékkþriggja ára fangelsisdóm í mars fyrir að móðga George W. Bush, þá- verandi Bandaríkjaforseta, árið 2008. Hvað gerði maðurinn af sér?  a) Sneri berum afturendanum að Bush í þingsal  b) Fleygði skónum sínum að Bush  c) Sagði í blaðagrein að Bush væri liðónýtur kúreki  d) Nefndi grís í höfuðið á Bush 3 Leikfélag Kvennaskólans íReykjavík, Fúría, setti upp leik- rit sem olli deilum. Hvað hét það?  a) Pínku píkuleikrit  b) Karlaskammir  c) Kvenhetjur  d) Fallið 4 Hver sendi frá sér mannasiðabókfyrir jólin?  a) Geir Ólafsson  b) Bergþór Pálsson  c) Egill, Gillzenegger, Einarsson  d) Páll Óskar Hjálmtýsson 5 Íslensku knattspyrnumennirnirGunnleifur Gunnleifsson, Guð- mundur Steinarsson og Stefán Þór Þórðarson léku fyrri hluta ársins með Vaduz í svissnesku A- deildinni. Vaduz er samt ekki frá Sviss en frá hvaða landi er félagið?  a) Þýskalandi  b) Austurríki  c) Liechtenstein  d) Ítalíu 6 Bandaríski poppsöngvarinnMichael Jackson dó í júní, að sögn vegna hjartaáfalls. Hvað varð hann gamall?  a) 50 ára  b) 39 ára  c) 45 ára  d) 40 ára 7 Mikilvæg stofnun lokaði útibúisínu í Flatey á Breiðafirði í sparn- aðarskyni. Hvaða stofnun?  a) Glitnir  b) Embætti ríkisskattstjóra  c) Bifreiðaeftirlitið  d) Íslandspóstur 8 16 ára stelpa sendi frá sér skáld-söguna Galdrasteinn fyrir jólin. Hvað heitir rithöfundurinn ungi?  a) Hanna Birna Halldórsdóttir  b) Harpa Dís Hákonardóttir  c) Dís Hannesdóttir  d) Viktoría Mjöll Aronsdóttir 9 Samtök íslenskra tölvuleikja-framleiðenda voru stofnuð á árinu og bera enskt heiti. Hvert er heiti samtakanna?  a) Icelandic Game Companies  b) Icelandic Computer Games  c) Association of Icelandic Gaming  d) Icelandic Gaming Industry 10 Þrír íslenskir landsliðsmennspila með einu af sterkustu handboltaliðum Þýskalands. Hvaða lið er það?  a) Kiel  b) Lemgo  c) Gummersbach  d) Rhein-Neckar Löwen 11 Ákveðið var í desember að fjölgaum 30.000 manns í herliði Bandaríkjanna í Afganistan. Hvað heitir öflugasta uppreisnar- hreyfingin í Afganistan?  a) Talíbanar  b) Tamíl-tígrar  c) Mongólar  d) Úsbekar 12 Erlent fyrirtæki keypti á árinustóran hlut í HS Orku. Hvað heitir það?  a) Multinational United  b) Magma Energy  c) Venture Industries  d) Umbrella Corporation 13 Pascal Pinon er:  a) Bíómynd  b) Hljómsveit  c) Jógúrttegund  d) Snyrtivörulína 14 Merki skyndibitakeðjunnarMcDonald’s hvarf héðan af landi á árinu. Hvað vörumerki tók við?  a) Metro  b) Motor  c) Marco  d) Polo 15 Guðmundur E. Stephensenvarð Íslandsmeistari karla í borðtennis 16. árið í röð. Hann samdi seint á árinu við sænskt úr- valsdeildarlið. Hvað heitir það?  a) Warta  b) Djurgården  c) Malmö  d) Eslövs 16 Kolkrabbar í Asíu reyndustvera þróaðri en menn höfðu talið og birtust af þeim myndir í des- ember sem sönnuðu það. Hvaða snilld sýndu þeir?  a) Stálu mat úr lest frystitogara  b) Drápu hákarl með því að troða grjóti í tálknopin  c) Gerðu sér skýli úr kókos- hnetuskurn  d) Ræktuðu ýsuseiði í ryðguðu fuglabúri á hafsbotni 17 Sagt var í sumar frá óvenju-legum gæludýrum skálavarða í Langadal í Þórsmörk. Hvaða dýrum?  a) Risakóngulóm  b) Minkum  c) Yrðlingum  d) Moskusuxum 18 Hvaða hljómsveit vann Músík-tilraunir í ár?  a) Spelkur  b) Agent Fresco  c) Greifarnir  d) Bróðir Svartúlfs 19 Hvað mun íslenska ríkið eigastóran hlut í Nýja Landsbank- anum eftir endurskipulagningu?  a) 60%  b) 70%  c) 80%  d) 93% 20 Íslenskur knattspyrnumaðurlék á árinu sinn 300. leik í ensku úrvalsdeildinni. Hver er það?  a) Grétar Rafn Steinsson  b) Hermann Hreiðarsson  c) Ívar Ingimarsson  d) Brynjar Björn Gunnarsson 21 Ný farþegaþota Boeing-verksmiðjanna í Bandaríkj- unum fór í sitt fyrsta reynsluflug í desember. Hvað heitir vélin?  a) Darthvader  b) Skymaster  c) Airbuster  d) Dreamliner 22 Jón Gunnar Benjamínsson fórí langferð á fjórhjóli frá Mý- vatni yfir hálendið suður til Þing- valla og loks til Reykjavíkur. Hvað var það í fari Jóns sem vakti einkum athygli fjölmiðla?  a) Hann er 228 cm á hæð  b) Hann klæddist eingöngu sundskýlu alla ferðina  c) Hann er lamaður fyrir neðan mitti  d) Hann villtist aldrei í ferðinni 2009 | 2010 Unglingagetraun 12-18 ára Verðlaun 1. Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson (útgefandi Forlagið) 2. Þjófadrengurinn Lee Raven eftir Zizou Corder (útgefandi Bjartur) 3. Nýtt tungl eftir Stephenie Meyer (útgefandi Forlagið) Svör sendist í Hádegismóa 2, 110 Reykjavík, merkt Morgunblaðið, Barnagetraun. Skilafrestur til 11. janúar 2010 Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sími: 38 23 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.