Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Himintunglin örva ljónið til þess að taka yfirvegaða áhættu á nýju ári. Ferðalög, tjáskipti, menntun, viðskipti eða viðskiptaáætlanir verða í brennidepli, það finnur hjá sér hvöt til þess að skipta um staðsetningu, liðsmenn eða jafnvel leikreglur. Ljónið finnur sig knúið til þess að yf- irfara og endurnýja daglegar venjur sínar og grafa djúpt eftir rótum tiltekins vandamáls eða til þess að styrkja undirstöðurnar. Róttækar breytingar gera kannski vart við sig í nánu sambandi, rómantískar tilhneigingar, eða hreinn ruglingur og ekki verður alltaf jafn auðvelt að greina þar á milli. Um mitt árið fær ljónið hugsanlega inn- sýn í eigin framtíð, dyr opnast í fjarska. En eitt er víst og það er að ljónið þarf að skipta um næringu, gildir það jafnt um það sem ætilegt er, áhrif úr umhverfinu, vinnu- aðstæður, upplýsingar eða einstaklinga. Ljónið er katt- ardýr með stíl og á að hafa það í huga í viðleitni sinni við að koma lífi sínu í þann farveg sem það vill. Ef svo virðist sem ekkert gangi upp fyrstu mánuði ársins á ljónið að hægja á sér og endurskoða nálgun sína og aðgerðaáætlun. Hugsanlega finnur það fyrir vonbrigðum eða vonbrigði annarra bitna á því en þolinmæðin er eina nytsamlega dyggðin á meðan þetta ástand varir. Í apríl er ekki óhugs- andi að gamlar áhyggjur tengdar peningum eða eyðslu komi upp á yfirborðið á ný. Ef til vill gengur ljónið frá samningi eða greiðsluáætlun, það á að minnsta kosti að fara vandlega yfir eignir og skuldir. Einhverjir í ljóns- merkinu þurfa hugsanlega að fást við nýjar aðstæður tengdar vinnu í lok janúar eða ágúst, sem breyta ábyrgð- arhlutverki eða verksviði ljónsins. Aðrir skipta ef til vill um vinnu vegna óánægju með álag eða tilhögun. Hver sem ástæðan er á heilsusamlegt líferni að vera þungamiðjan í öllum ákvörðunum á árinu. LJÓNIÐ 23. júlí til 23. ágúst Alheimurinn virðist verða fremur vinveittur steingeitinni á nýju ári sem verður engu að síður fremur karmískt. Árið byrjar með fullu tungli í krabba á gamlárskvöld sem gæti leitt til óvenju mikillar tilfinningasemi. Áherslan verður á sjálfsmynd steingeitarinnar og parsambönd þetta árið. Á nýju ári ætti steingeitin að þróa þekkingu sína og færni á tölvur eða önnur tæki. Samskipti og ferðalög munu aukast, sem stækkar tengslanetið og ýtir undir skipti á hug- myndum og upplýsingum. Listræn færni og rithöfund- arhæfileikar fá byr undir báða vængi. Líklegt er að stein- geitin fái verðskuldaða viðurkenningu á árinu, en öllum vegtyllum mun fylgja aukin ábyrgð. Hún mun neyðast til þess að láta alla sóun lönd og leið og gefa vonlausar að- stæður upp á bátinn, til þess að bera eitthvað nytsamlegra og stöðugra úr býtum. Ef steingeitin hefur ekki sett sér langtímamarkmið eða borið skynbragð á örlög sín munu kringumstæður neyða hana til þess að skoða stefnuna sem hún á að taka í framtíðinni af ábyrgð. Þótt hún megi vissu- lega reiða sig á visku og leiðsögn annarra, væru það mis- tök að láta aðra um að taka ákvarðanirnar. Steingeitin á líka að forðast að falla í þá freistni að kenna öðrum um mistök eða rangar athafnir í fortíðinni, sama hversu vel henni líður með það. Hún mun ekki komast upp með að varpa sökinni á aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við ef steingeitin hefur farið illa með trúnaðarstöðu eða vald. Með því að sætta sig við afleiðingar gerða sinna og taka í taumana í eigin lífi vaknar ábyrgðin og þroskinn sem hefja hana á æðra stig, þar sem raunverulega verður hægt að öðlast sanna velgengni og sátt. Steingeitin þarf hugsanlega að horfast í augu við gömul vonbrigði, mistök eða van- rækslu af einhverju tagi, en þá mun hún jafnframt fá ann- að tækifæri. STEINGEITIN 22. desember til 20. janúar 2010 Starfsvettvangur, mannleg samskipti og málefni fjölskyld- unnar verða í brennidepli hjá krabbanum á nýja árinu. Þol- raunir krabbans snúast um náin samskipti, hvað hann á, hvernig honum líður og spurnarfornöfnin hver og hvernig. Nýju ári fylgir afl breytinga, sem munu endurskapa hann og tilvist hans með tímanum, sem og samskiptin við þá sem hann tengist og þá sem hann reiðir sig á. Í sumum til- vikum kemur að endalokum, kannski með dramatískum til- þrifum, eða þá að samband rennur sitt skeið náttúrulega á enda. Samskipti við félaga eða náið samstarfsfólk verða með karmískum blæ, krabbinn þarf að hnýta lausa enda og kveða niður drauga svo hann hafi frelsi til þess að fara nýjar leiðir, eða ákveða að skuldbinda sig frekar til þess að fá notið sambands sem virkilega nærir hann. Einhverjir krabbar laðast ef til vill þráfaldlega að einstaklingi eða kringumstæðum sem kenna honum að gefa eða eiga sam- skipti á nýjan og öðruvísi hátt. Krabbinn á að byrja eitt- hvað nýtt eða klára dæmið í stað þess að festast í að hugsa um hvort hann eigi að fara til hægri eða vinstri. Valdamikl- ir og ákafir einstaklingar munu fá augastað á krabbanum, hver af sínum ástæðum. Fram á sjónarsviðið kemur hugs- anlega einhver sem þykir krabbinn eftirsóknarverður, eða sem keppinautur, og þá þarf hann að gæta þess að haga sér ekki samkvæmt því sem aðrir vilja eða halda að þeir þurfi. Fólk prófar hann eða fer fram á hluti sem þenja mörk þess sem hann þekkir eða er vanur að gera til hins ýtrasta, í einhverjum tilvikum byrjar krabbinn samband sem breytir lífi hans. Krabbinn fær tök á því að hressa upp á starfsframann á nýja árinu í gegnum tengslanet, með því að breyta til eða færa út kvíarnar eða fara í nám eða ferðast og á að reyna að horfa á hlutina í stóru samhengi megnið af árinu. KRABBINN 21. júní til 22. júlí Komandi ár verður ár vinsælda og áhrifa í lífi flestra vatns- bera, sem og árið sem auðveldar þeim að láta til sín taka. Nýtt ár ætti að verða öflugt hjá flestum sem eru í vatns- beramerkinu. Persónutöfrar og segulmagn vatnsberans er með mesta móti, hann heldur sig á beinu brautinni og verð- ur yfirleitt léttur í lundu. Hjálpsemi hans vex á árinu, sem og áhugi á andlegum málefnum, og heilbrigt sjónarhorn á lífið og tilveruna kemur í veg fyrir að álag og annir hvers- dagsins nái of miklum tökum á honum. Áhugi vatnsberans á því að víkka sjóndeildarhringinn vex, hugsanlega með auk- inni menntun, ferðalögum eða kynnum af öðrum menning- arsvæðum og heimspeki. Með honum blundar þráin eftir róttækum breytingum á því hvernig hann sækist eftir því sem hann vill fá út úr lífinu. Kannski er vatnsberinn að spá í breytingar á útliti sínu eða framkomu. Ekki er ólíklegt að þróun verði í fjármálum eða í einkalífi, en líklegra að staðan verði óbreytt hvað varðar starfsvettvang. Reyndar má bú- ast við því að ástarlífið blómstri ef vatnsberinn finnur fleiri skapandi leiðir til þess að tjá sig. Vatnsberinn heldur áfram á réttri leið í peningamálum á árinu og nær tökum á út- gjöldum sínum, ekki síst frá apríl fram á mitt ár, en þá mun hann eiga auðveldara með að draga úr kostnaði. Frá og með ágúst er upplagt að endurskipuleggja fjármálin og byrja samningaviðræður. Vatnsberinn fær tækifæri sem leiða til aukins þroska í samskiptum við aðra í ársbyrjun, ekki væri vitlaust að taka sum sambönd til endurskoðunar og meta önnur úr fjarlægð. Hann á ekki að hika við að draga sig út úr aðstæðum sem á einhvern hátt þrengja að honum persónulega. Stærstu skrefin á þroskabrautinni verða tekin frá apríl fram í september og í október fær vatnsberinn tækifæri til þess að sjá viðleitni sína bera ávöxt. VATNSBERINN 21. janúar til 19. febrúar Meyjan er hvött til þess að herða upp hugann á nýju ári, óstöðugleikinn sem hún kann að hafa upplifað í seinni tíð líður senn hjá. Áhyggjuefni tengt heilsu eða nánu sam- bandi sem hefur leitt til einmanaleika eða aukinnar ábyrgðar ætti að verða úr sögunni eftir mitt ár. Svo virð- ist sem meyjan hafi byrjað upp á nýtt á einhvern máta, endurmetið og snyrt líf sitt ef svo má segja, og þar með búið til rými fyrir einstaklinga eða tækifæri sem munu koma til með að gera henni gott. Meyjan mun samt sem áður þurfa að aðlaga sig frekar á nýju ári, þá líklega í hjónabandi eða samskiptum við viðskiptafélaga. Þótt það geti reynst óþægilegt eða streituvaldandi munu breyting- arnar leiða til þess að meyjan losnar við eitthvað af höml- unum og skyldunum sem hafa hvílt á henni að und- anförnu. Meyjan þarf að leggja nokkuð á sig til þess að auka öryggi sitt á árinu, í flestum tilvikum er um að ræða fjárhagslegt öryggi, en ekki öllum. Endurskipulagning, langtímaáætlanir og naflaskoðun sem leiðir til þess að meyjan finnur ónýttar auðlindir innra með sér eru þýðing- armikil viðfangsefni á næstunni og ekki ólíklegt að ör- lagaríkar ákvarðanir fylgi í kjölfarið. Þessi vinna getur líka verið ávísun á aukið sjálfstraust og nýtt gildismat. Meyjan fær gott tækifæri til þess að umbreyta sjálfri sér og öðlast aukinn skilning á eigin þörfum, hvernig aðrir eiga að koma fram við hana svo henni finnist hún njóta umhyggju, en það gildir að sama skapi um hvernig hún á að fara að því að sýna öðrum umhyggju. Óvæntar breyt- ingar gætu orðið á fjármálum meyjunnar í júlí og ágúst sem kalla á endurskipulagningu, ekki aðeins í peninga- málum heldur á gildismati og því hvernig hún skilgreinir sjálfa sig. Ekki er ólíklegt að meyjan fyllist meiri bjart- sýni og von á næstunni. MEYJAN 23. ágúst til 23. september Fiskurinn á fyrirtaks ár í vændum, persónuleiki hans nýtur sín til hins ýtrasta og himintunglin ýta undir hans náttúrulega þokka. Honum mun líka auðnast að betr- umbæta líf sitt svo um munar, því máttur drauma hans margfaldast. Framundan er heillatími þar sem heim- urinn lætur í ljós velþóknun sína á einstökum hæfi- leikum fisksins sem og útliti. Hann þarf hins vegar að gæta sín á því að reyna ekki um of að ganga í augun á öðrum, með mikillæti eða með því að vilja sýnast meiri en hann er. Það er líka alger óþarfi, fólki mun hvort eð er þykja fiskurinn framúrskarandi. Fiskurinn þarf að gæta þess að bæta ekki á sig um of í öllum gleð- skapnum, en ef hann getur haldið aftur af sér munu heilsa hans og vellíðan ekki bíða skaða af. Fiskar sem gengið hafa of nærri sér undanfarin misseri mættu hins vegar vel við því að fá smákjöt á beinin. Ágætis tækifæri blasa við fiskinum í peningamálum frá og með júnímán- uði, en hann þarf samt að gæta þess að eyða ekki um of. Síðsumars ætti hann að einbeita sér að einhverju sem hefur verið að angra hann og greiða úr því, ekki síst um miðjan ágúst. Fiskurinn á óvenjulegt og örlagaríkt ár í vændum. Tilhugalífið ætti að verða líflegt frá og með ágúst en fiskar sem eru í sambandi mega eiga von á vandræðum heima fyrir á sama tíma og ættu því að fara varlega. Heimili og fjölskylda verða ekki jafn ofarlega í forgangsröðinni á árinu og venjulega því að þessu sinni ætlar fiskurinn að einbeita sér að sjálfum sér og sínum eigin þörfum. Ef ætlunin er að byrja í líkamsrækt er mars besti tíminn en fiskar sem hafa tilhneigingu til svartsýni og sótthræðslu ættu að fara varlega frá og með apríl og muna að hindranir hafa tilgang og leiða til lækningar, ef maður yfirstígur þær. FISKURINN 19. febrúar til 20. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.