Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 6
6 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Kannski fjölgar risaveldunum næstuáratugina, Indland verður senn fjöl-mennasta ríki heims og þar er mikillhagvöxtur eins og í Kína. Bras-
ilíumenn eru nær 200 milljónir og miklar olíu-
lindir hafa fundist í lögsögunni. En Kína hefur
þegar stigið fram á sviðið og aldrei hefur það
verið jafn ljóst og á árinu sem er að líða. Tví-
póla heimur tveggja risavelda er að fæðast á
ný, hversu lengi sem hann varir.
Kínverjar hafa jafnt og þétt styrkt stöðu
sína, þeir stóðu betur af sér fjármálakreppuna
alþjóðlegu en Vesturveldin, amk. í bili, hag-
vöxtur er aftur kominn á skrið og þeir eiga
gríðarlegan forða af dollurum og bandarískum
ríkisskuldabréfum. Risaveldin tvö eru því háð
hvort öðru, ef hrun yrði í efnahag annars
myndi það lenda með braki og brestum á hinu.
Nýja heimsveldið reynir að tryggja sér olíu
og ýmis hráefni í Afríku með stefnu sem um
margt minnir á gamla nýlendustefnu Evrópu-
ríkjanna. Hvað verður gengið langt til að
vernda þessa hagsmuni? Kína er ekki lýðræðis-
ríki og margs konar óánægja fær ekki útrás í
kosningum eins og á Indlandi eða í vestrænum
ríkjum. Mörg þjóðarbrot una illa sínum hag, á
hverju ári er einnig efnt til tugþúsunda ólög-
legra verkfalla og mótmæla, víða fara hroka-
fullir embættismenn sínu fram og hunsa fyrir-
mæli frá Peking. Hu Jintao forseti og menn
hans lifa í stöðugum ótta við að ókyrrðin breið-
ist út og þeir missi stjórn á atburðarásinni.
Vandi lýðræðisríkja er að þau vilja fórna
miklu til að fá Kínverja og Rússa í lið með sér í
baráttu gegn ögrunum Norður-Kóreumanna,
kjarnorkudraumum Írana, kreppu og loftslags-
vanda en hafa um leið áhyggjur af stöðu mann-
réttindamála. Þau vilja líka, hvert um sig, vera
viss um að fá aðgang að kínverskum mörk-
uðum. Ráðamenn í Peking nota hiklaust við-
skiptalegar refsingar gegn ríkjum sem ekki
makka rétt, stefnan ber árangur og þess vegna
halda þeir að sjálfsögðu áfram á sömu braut.
Búrma og Simbabve eru réttilega fordæmd
en Bandaríkin segja nú að tekið verði á brotum
Kínverja og Rússa með „lágværum samræð-
um“ sem merkir m.a. að mál Tíbeta og Uighura
verða að mestu hundsuð. Danir og Frakkar
létu á árinu undan kröfum Kínastjórnar um að
draga ekki taum Dalai Lama, hann fær varla að
hitta oftar ráðherra á ferðum sínum til land-
anna.
Obama og loforðin
Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvernig
Barack Obama fylgdi eftir kosningaloforðum
sínum á sviði utanríkismála. Fyrsta aðgerðin,
strax eftir embættiseiðinn 20. janúar, var að
gefa fyrirheit um lokun Guantanamobúðanna.
Forsetinn hefur lagt sig fram um að nýta sér
vel þann mikla meðbyr sem hann hafði á al-
þjóðavettvangi vegna litarhaftsins og þess að
hann var ekki George W. Bush. Í ræðu í Kaíró
reyndi forsetinn að fá múslíma til að hætta að
líta á Bandaríkin sem óvin. Mýktin réði ríkjum,
hann bauðst til að ræða beint við leiðtoga Írans
og hætti við að að reisa gagnflaugakerfi í Aust-
ur-Evrópu vegna harðrar gagnrýni Rússa sem
álítu að flaugunum væri beint gegn sér.
En um leið uppskar Obama gagnrýni vina-
þjóða í Austur-Evrópu sem fannst að verið
væri að fórna þeim eins og peði til að blíðka
rússneska björninn. Og margir urðu fyrir áfalli
þegar forsetinn tók við friðarverðlaunum Nób-
els og notaði tækifærið til að segja að stundum
væru stríð réttlát. Enn er óljóst hvort Obama
tekst að bæta stöðuna en sem stendur dvína
vinsældir hans stöðugt heima fyrir.
Hér hefur aðeins verið fjallað um stjórn-
málavafstur. En í fyrsta skipti í sögunni sigldu
vöruflutningaskip frá Austur-Asíu til Evrópu
norðausturleiðina svonefndu, þ. e. norðan við
Síberíu. Ef spár um hlýnun rætast gætu orðið
straumhvörf í siglingum vegna þess að það er
svo mikla styttra (og því ódýrara) að fara um
norðurhjara en Súesskurð eða suður fyrir Afr-
íku. Og byltingarkenndar tækniframfarir gætu
á augabragði gerbreytt umræðum um gróður-
húsaáhrif, baráttu gegn hryðjuverkum og
hungur í heiminum. Spádómar um heimsendi
rætast enn sjaldnar en hinir.
Þvingað faðmlag
Bandaríkin og Kína eru risaveldi næstu áratuga Liðið ár sýnir að ríkin
tvö eru svo háð hvort öðru um margt að slagsmál yrðu banabiti beggja
AP
Mælskur Barack Obama forseti þykir hafa
persónutöfra og vera afar snjall ræðumaður.
Skóverksmiðja í Hefei
Kínverjar hafa víða lagt
undir sig alþjóðamarkaði
fyrir fatnað og leikföng.
Reuters
Vinsælt á
Horuð eða falleg? Beit framan afeigin lim
Munnmök engin
fyrirstaða
Rihanna nakin
á netinu? Ísland komið áfram
Svaf uppí hjá mömmu
til fimmtán ára aldurs
Helstu fréttir ársins 2009
11. Sjálfstæðisflokkurinn
logar vegna styrkjanna
Fundað í hverju horni Sjálf-
stæðisflokksins vegna hárra
styrkja Landsbankans og FL
Group
15. Skuld RÚVbreytt í hlutafé
Ríkisstjórnin hefur samþykkt
að breyta ríflega 562 milljóna
kr. skuld Ríkisútvarpsins ohf.
við ríkissjóð í hlutafé
18. MP banki hættir við að
kaupa útibú SPRON
Allt að 40 fyrrum starfsmenn
SPRON fá því ekki vinnu á ný í
útibúum sjóðsins
20. 109 kíló af hörðum
efnum finnast
• Stærsta fíkniefnamál sem
komið hefur upp á Íslandi
• Efnin sótt á skútu langt á
haf út
27. Þingmeirihluti fyrir
aðildarumsókn að ESB
Niðurstaða þingkosninganna
söguleg og stendur upp úr að
vinstriflokkarnir náðu hreinum
meirihluta
27. Eldri hjónum haldið í
gíslingu heima
Tveirmenn réðust inn áheimili
eldrihjónavopnaðirhnífum,stálu
verðmætumoghótuðu lífláti
28. Ósætti um ESB
Steingrímur J. Sigfússon
segist hafa lægt öldurnar en
Atli Gíslason lofar engu um
stuðning við stjórn
30. Illa leikin eftir árás
Stúlknahópur réðst á 15 ára
stúlku í Heiðmörk
Maí
5. ESB-málið til Alþingis
Lending hefur náðst milli
ríkisstjórnarflokkanna um
nálgunina að ESB-aðild
5. Öllum 50 starfsmönnum
Nesprýði sagt upp
11. Ný stjórn mynduð í
skugga kreppu
Fyrsta hreina vinstristjórnin
tekin við völdum
12. Teymi tók yfir skuldir
stjórnenda félagsins
13. Nýskráningumútlendinga
fækkar úr 1.339 í 58
Atvinnurekendur þurfa ekki
lengur að tilkynna ráðningar til
Vinnumálastofnunar
13. Erfiður niðurskurður í
grunnskólum
Hagrætt í grunnskólum Reykja-
víkur um 7% á þessu ári
14. Vantar minnst 10
milljarða til að tryggja
stöðu Sjóvár
15. Formenn undrandi á
tillögu um aðildar-
viðræður við ESB
Fundað með utanríkisráðherra
sem freistar þess að ná breiðri
samstöðu ummálið
16. Mál Milestone og Sjóvár
til rannsóknar
Fjármálaeftirlitið hefur vísað
um 10 málum til opinberrar
rannsóknar
18. Íslenska lagið Is It True
hafnaði í öðru sæti í
Evróvisjón
JóhannaGuðrún jafnaði tíu ára
gamaltmet SelmuBjörnsdóttur
22. Ríkisbankarnir reknir
með tapi
Lækka á innlánsvexti, draga úr
kostnaði og minnka umsvif
23. Nokkrir grunaðir um
auðgunarbrot
• Kaup sjeiksins á hlut í
Kaupþingi til rannsóknar
• Leitað heima hjá fyrrverandi
stjórnendum
Þráteflið vegna kjarnorku-
tilrauna Írana heldur áfram.
Óstöðugleikinn á svæðinu
er svo mikill að menn óttast
að kjarnorkustríð gæti brot-
ist út, hugsanlega fyrir
slysni, ef Íran yrði kjarn-
orkuveldi.
En hve traust er stjórnin í
Teheran? Íranar eru sjálfir
aðeins um helmingur lands-
manna, enginn veit hvenær
önnur þjóðarbrot fara að heimta meiri réttindi
eða jafnvel sjálfstæði. Íran gæti klofnað. Og
mótmælendur í Teheran nota nú sömu slag-
orðin og þegar keisaranum var velt 1979 og
hrópa „Harðstjórinn deyi!“ og snúa út úr öðru
„Sjálfstæði, frelsi, íslamskt lýðveldi!“, hrópa
nú á íranskt en ekki íslamskt lýðveldi. Ofbeldið
sem liðsmenn Mahmouds Ahmadinejads for-
seta hafa beitt gegn stjórnarandstæðingum
hafa fengið suma Írana til að fyllast efasemd-
um um sjálfan grundvöll ríkisins: íslam. Ríki og
trú eru eitt, trúnni er því kennt að hluta til um
vandamál eins og atvinnuleysi, spillingu, fíkni-
efnaneyslu og vændi.
Hinn virti ajatollah Hossein Ali Montazeri,
sem lést rétt fyrir jól, fordæmdi forsetann og
stjórn hans í sumar. Valdaklíkan er því klofin og
þótt voldugasti maður landsins, ajatollah Ali
Khamenei, styðji forsetann tortryggja margir
klerkar Ahmadinejad. Hann er í afar ofstækis-
fullum sértrúarsöfnuði sem hefur ímugust á
klerkum og segir þá munu gjalda á efsta degi
fyrir spillingu sína og pólitískt pot. Ef aftur
verður bylting í Íran er ljóst að trúin verður enn
á dagskrá, en ekki á sama hátt og 1979.
Verður íslam
sökudólgur?
Mahmoud
Ahmadinejad
Ráðstefna Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsmál í
Kaupmannahöfn átti að
tryggja að haldið yrði
áfram á brautinni sem
mörkuð var í Kýóto fyrir 12
árum og í þetta sinn gerðu
margir sér vonir um að
Bandaríkin tækju foryst-
una. En raunverulega um-
ræðuefnið varð ekki hlýnun vegna loftslags-
breytinga heldur beinharðir peningar, deilur
um réttláta skiptingu kostnaðar af aðgerð-
unum. Svo fór að fjallið tók jóðsótt en fæddi
mús.
Skýringin sem blasir við er að mörg voldug
ríki vildu af ýmsum ástæðum aldrei neinn
bindandi alþjóðasamning um samdrátt í losun
koldíoxíðs. Erfitt efnahagsástand á sinn þátt í
tregðunni til að taka á sig dýrar skuldbind-
ingar, ekki bætti úr skák að efasemdir um við-
varanir vísindamanna hafa fengið byr í seglin
síðustu vikurnar. Og ótti almennings við hlýn-
un fer víða minnkandi, þrátt fyrir áróðurs-
herferð stjórnmálamanna og fjölmiðla.
Bandaríkjamenn voru árum saman einir um
að bera því við að það myndi valda miklu tjóni
á efnahag þeirra ef samdráttur í losun yrði
ekki látinn ná einnig til vaxandi iðnvelda eins
og Kína sem losar meira af gróðurhúsa-
lofttegundum en nokkurt annað ríki. En nú
viðurkenna margir Evrópumenn að sams kon-
ar rök gildi um þá; evrópsk fyrirtæki yrðu
undir í samkeppninni ef þau tækju á sig álög-
ur en Kínverjar, Indverjar og fleiri þjóðir
slyppu.
Beinharðir
hagsmunir