Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
fyrst og fremst ódýr
kr.
pk.399
Fiskibollur
540g
Heimilisbol
lur, pizzu f
iskibollur,
laukbollur o
g suðrænar
bollur
Iceslave
safna 800
þúsundum
NOKKUR hundr-
uð manns hafa gef-
ið samanlagt 800
þúsund krónur til
að reisa minnis-
varða um þá þing-
menn sem sam-
þykktu
Icesave-frum-
varpið.
Að sögn Sigríð-
ar Andersen, sem fer fyrir Iceslave-
hópnum sem staðið hefur að söfn-
uninni, stendur leit yfir að lista-
manni til að hanna minnisvarðann.
Viðkomandi listamaður muni ákveða
í hvaða formi minnisvarðinn verður,
og eins taka þátt í að ákveða hvar
hann verður staðsettur. Helst sé litið
til opinberra svæða í miðborg
Reykjavíkur. „En það koma auðvit-
að önnur sveitarfélög til greina líka.“
Sigríður segist vongóð um að
Reykjavíkurborg veiti leyfi til að
reisa umræddan minnisvarða, enda
verði hann „smekklegur og ætti að
verða til yndisauka þótt áminningin
komi ekki af góðu.“
Einnig sé mögulegt að hann verði
staðsettur í rými í eigu einkaaðila en
opnu almenningi. Sigríður segir að
skrifi forsetinn undir lögin verður
nafn hans einnig á minnisvarðanum.
hlynurorri@mbl.is
Sigríður
Andersen
Reisa minnisvarða
um þá sem sögðu já
Nokkur hundruð manns komu saman við Bessastaði á laugardag þar sem
talsmenn samtakanna InDefence funduðu með Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru blys tendruð, og
er engu líkara en eldar geisi á Bessastöðum. Svo var þó ekki og fór sam-
koman nokkuð friðsamlega fram. Á fundinum afhentu talsmenn InDefence
forsetanum lista með undirskriftum rúmlega 56 þúsund manns, en undir-
skriftunum hafði verið safnað á netsíðu samtakanna þar sem skorað er á
forseta að synja Icesave-lögunum staðfestingar.
Morgunblaðið/RAX
FJÖLMÖRG BLYS TENDRUÐ Á BESSASTÖÐUM
FORSETI Íslands tók sér ekki
nema tæpan sólarhrings umhugs-
unartíma þegar hann hafnaði stað-
festingu fjölmiðlalaganna árið 2004.
Ólafur Ragnar Grímsson fékk fjöl-
miðlalögin til staðfestingar síðdegis
1. júní en kynnti ákvörðun sína á
blaðamannafundi daginn eftir.
Á fundinum fór Ólafur Ragnar
yfir mikilvægi fjölmiðla og sagði
svo: „Því miður hefur skort sam-
hljóminn sem þarf að vera milli
þings og þjóðar í svo mikilvægu
máli. Fjölmiðlarnir eru sá horn-
steinn í lýðræðisskipan og menn-
ingu okkar Íslendinga að ekki er
farsælt að varanlega verði djúp gjá
milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka
gjá þarf að brúa.
Það verður best gert með því að
þjóðin fái í hendur þann rétt sem
henni er veittur í stjórnarskrá lýð-
veldisins og meti lagafrumvarpið í
þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Tæplega 32 þúsund einstaklingar
höfðu skrifað undir áskorun til for-
setans um að skrifa ekki undir fjöl-
miðlalögin, og verður að teljast lík-
legt að til þess hafi hann meðal
annars verið að vísa þegar hann
talaði um gjá milli þings og þjóðar.
Þegar þetta er skrifað hafa tæp-
lega 62 þúsund nöfn verið sett á
undirskrifalista InDefence sem á
laugardag var afhentur forset-
anum.
Fjölmiðlalögin fóru aldrei í þjóð-
aratkvæðagreiðslu þótt Ólafur
Ragnar hafi ekki staðfest þau enda
setti Alþingi síðar lög sem felldi
þau úr gildi. hlynurorri@mbl.is
Fjölmiðlalög biðu í sólarhring
Gjá milli þings og þjóðar, er 32 þúsund skoruðu á forseta
Morgunblaðið/Rax
Ákvörðun kynnt Ólafur Ragnar tilkynnti hinn 2. júní 2004 að hann myndi
ekki staðfesta fjölmiðlalögin sem hann fékk í hendur daginn áður.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
SLÆMT er að búa við það óvissu-
ástand sem ríkir sökum þess að for-
seti Íslands hefur ekki skorið úr um
hvort hann staðfesti Icesave-lögin,
segja stjórnmálafræðingarnir Ólaf-
ur Harðarson og Eiríkur Berg-
mann.
„Það er ábyrgðarhluti að láta
heila þjóð bíða í ofvæni eftir nið-
urstöðu eins manns. Það er í sjálfu
sér ekkert sérstaklega lýðræð-
islegt,“ segir Eiríkur. Hann bendir á
að burtséð frá því hvaða ákvörðun
forseti tekur, sé hætta á að Ísland
fái þá ímynd á alþjóðavettvangi að
vera óstöðugt ríki, dragi forsetinn
ákvörðunina mikið lengur.
Ólafur segist gera ráð fyrir að for-
setinn tilkynni ákvörðun sína í dag,
enda væri mjög óheppilegt að draga
það mikið lengur.
Sigurður Lín-
dal lagaprófessor
segir hins vegar
ekkert undarlegt
við það að forset-
inn taki sér þenn-
an tíma til að fara
yfir málið, enda
sé það um margt
einstakt. Auk
þess hafi gögn er málið varða borist
þinginu rétt fyrir afgreiðslu frum-
varpsins, sem skiljanlegt sé að for-
setinn vilji kynna sér.
Þá bendir Sigurður á að Ólafur
Ragnar hafi gefið út yfirlýsingar
sem hann verði að gefa gaum, en
eins og frægt er sagði forsetinn er
hann rökstuddi ákvörðun sína um að
skrifa ekki undir fjölmiðlalögin, að
mikilvægt væri að ekki sé gjá á milli
þingvilja og þjóðarvilja.
Þá staðfesti Ólafur Ragnar Ice-
save-lögin frá því í sumar með sér-
stakri tilvísun til fyrirvara Alþingis,
sem margir vilja meina að séu nú að
engu orðnir.
Skilur ekkert í óðagotinu
„Ég skil ekkert í þessu óðagoti,“
segir Sigurður þegar borin eru und-
ir hann þær fullyrðingar að óvissan
um staðfestingu Icesave-laganna sé
slæm. Hann bendir á að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hafi t.d. lýst því
yfir að lánveiting sé ekki háð lyktum
Icesave-málsins.
Þeir Ólafur og Eiríkur segja báðir
erfitt að meta hvaða niðurstöðu for-
setinn muni loks komast að. Þeir
segja að vel megi vera að forsetinn
hafi þegar tekið ákvörðun, en velji að
draga að kynna hana til að undir-
strika alvarleika málsins. Eiríkur
segir forseta mögulega með þessu
vilja senda þau skilaboð til umheims-
ins að lögin séu Íslendingum erfið.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
voru þrír og hálfur sólarhringur frá
því forseti fékk lögin í hendur.
Þjóðin bíður ákvörðunar forseta
„Ábyrgðarhluti að láta heila þjóð bíða í ofvæni eftir niðurstöðu eins manns,“ segir Eiríkur Bergmann
Ólafur Harðarson telur óvissuna óheppilega Sigurður Líndal segir ekkert athugavert við biðina
Ólafur Harðarson Eiríkur Bergman Sigurður Líndal