Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 ÞAÐ ERU sérstakir og erfiðir tímar á Ís- landi í dag og við stöndum frammi fyrir mörgum erfiðum ákvörðunum. Ákvarð- anir sem teknar eru nú skipta máli inn í langa framtíð. Við get- um með réttum ákvörðunum komist hratt upp úr þessari lægð sem við erum í, þrátt fyrir óhjákvæmilegan nið- urskurð, en með röngum ákvörð- unum getum við aukið á vandann og þá verður alveg sama hversu góð velferðar-, mennta- og heilbrigð- iskerfi við höfum í dag, við munum ekki hafa efni á að reka þau. Nú á öðrum vetri þessarar efna- hagslægðar er ljóst að það sem við í velferðarráði gerðum ráð fyrir að gerðist í upphafi kreppunnar hefur því miður gengið eftir. Við gerðum ráð fyrir auknu atvinnuleysi, aukn- ingu í fjárhagsaðstoð, fjölgun mála hjá Barnavernd Reykjavíkur og fjölgun einstaklinga í þörf fyrir ráð- gjöf. Hinn 8. október 2008 sam- þykktum við í velferðarráði að- gerðaáætlun til þess að mæta aukinni þörf fyrir þjónustu og við höfum fylgt þeirri áætlun. Starfs- fólk velferðarsviðs hefur markvisst unnið að því að breyta forgangs- röðun verkefna og vinnufyr- irkomulagi til þess að mæta breytt- um aðstæðum og hefur staðið sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Sam- hliða aðgerðaráætlun velferðarsviðs var sett af stað aðgerðateymi á vel- ferðarsviði sem heldur utan um lyk- iltölur sem lúta að þjónustuþörf og veitingu þjónustu. Út frá þeim mælingum hefur velferðarráð brugðist við breyttum aðstæðum, t.d. með fjölgun stöðugilda hjá Barnavernd Reykjavíkur og með breytingu á reglum um fjárhags- aðstoð. Ný verkefni Í upphafi nýs árs horfum við fram á gríðarlega mikilvægt lang- tíma verkefni. Í lok nóvember voru 6.443 Reykvíkingar skráðir atvinnu- lausir hjá Vinnumálastofnun. Ef við berum það saman við atvinnuleys- istölur frá því í febrúar 2000 voru 1.396 skráð- ir atvinnulausir í Reykjavík og minnst varð atvinnuleysi í Reykjavík 482 ein- staklingar í nóvember 2007. Einstaklingar sem þiggja fjárhags- aðstoð í Reykjavík voru í lok september um 1.300 og hefur fjölgað um u.þ.b.700 frá sama tíma í fyrra. Yfir helmingur at- vinnulausra á Reykja- víkursvæðinu hefur verið án at- vinnu í meira en hálft ár og margir eru þegar að nálgast ár. Þeir sem eru atvinnulausir og/eða þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu eiga fjölskyldur, börn, foreldra, vini og aðra aðstandendur. Erfiðleik- arnir sem þessir einstaklingar glíma við verða þannig erfiðleikar fjölskyldna. Flestir sem lenda í tímabundnum erfiðleikum ná að vinna sig í gegnum þá með hjálp ættingja og vina, en sumir geta það ekki – með þeim vinnum við sem störfum að velferðarmálum í Reykjavík og hjálpum eftir fremsta megni. Það gerum við með því að styðja þá í að takast á við vandann, finna nýjar leiðir, aðstoða og ráð- leggja. Allir geta lagt eitthvað af mörkum Þau ár sem ég hef verið formað- ur velferðarráðs höfum við lagt áherslu á að fólk hafi möguleika á að taka þátt, láta gott af sér leiða og leggja sitt af mörkum til sam- félagsins. Nú þegar svo margir eru án atvinnu og hafa ekki að neinu að hverfa dag hvern er mikilvægt að boðið sé upp á verkefni eða nám- skeið fyrir einstaklinga sem vilja vera virkir á meðan þeir bíða þess að atvinnuástandið breytist. Velferðarráð Reykjavíkur sam- þykkti í ágúst á síðasta ári að setja í gang sérstök virkniúrræði, verk- efni og námskeið til þess að mæta þessari nýju og breyttu stöðu. Nú í janúar munu fara af stað fyrstu námskeiðin sem miða að því að auka virkni og þátttöku ein- staklinga sem fá fjárhagsaðstoð í samfélaginu. Öllum sem sækja um og eiga rétt á fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg verður boðið að sækja þessi námskeið. Þar verða kynnt ítarlega öll þau úrræði og til- boð um virkni sem í boði eru í sam- félaginu fyrir atvinnulausa. Einnig verður farið yfir mikilvægi þess að vera virk/virkur meðan atvinnuleit stendur yfir og upplýst um helstu afleiðingar atvinnuleysis. Þeim, sem óska eftir frekari stuðningi og ráð- gjöf í framhaldinu, verður boðið við- tal hjá ráðgjafa innan tveggja daga og svo annað viðtal innan þriggja mánaða þar sem farið er yfir stöðu mála og aftur boðinn viðeigandi stuðningur. Hvað er í boði? Meðal þess sem einstaklingum verður boðið upp á er þátttaka í verkefnum á sviðum borgarinnar. Þannig geta þeir kynnst marg- víslegum störfum og verkefnum innan borgarinnar og viðhaldið samfélagslegri virkni með því að fá hlutverk og vera hluti af starfs- mannahóp. Um er að ræða ýmis verkefni, s.s. við hellulagnir, hreins- un veggjakrots, viðhald leiktækja og skönnun teikninga svo dæmi sé tekið. Þátttakendur undirrita þátt- tökuyfirlýsingu þar sem þeir skuld- binda sig til þátttöku í verkefni. Gert er ráð fyrir að einstaklingar mæti 2-3 í viku, í 3 tíma í senn allt að 3 mánuði. Í lok verkefna fái þátt- takendur viðurkenningu fyrir þátt- töku ef þeir hafa uppfyllt skilyrði fyrir mætingu. Viðurkenning- arskjalið nýtist svo viðkomandi í áframhaldandi atvinnuleit. Með þessu móti vonumst við til þess að auka lífsgæði þeirra sem taka þátt, bæta með því líðan einstaklingsins og um leið fjölskyldunnar sem að honum snýr. Velferð á viðsjárverðum tímum Eftir Jórunni Frímannsdóttur » Starfsfólk velferð- arsviðs hefur mark- visst gert breytingar á forgangsröðun verkefna og vinnufyrirkomulagi til þess að mæta breytt- um aðstæðum. Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs. RÍKIÐ hafnar ósk- um rafverktaka á út- boðsmarkaði, um að komið verði til móts við þá vegna geng- ishruns íslensku krón- unnar. „Þið getið farið með málið fyrir dóm- stóla ef ykkur sýnist svo“, eru skilaboðin úr fjármálaráðuneyt- inu. „Dýr eru fátækra manna ráð“ segir mál- tækið og það á svo sannarlega við í þessu máli. Málið snýst að mestu um verk- efni sem boðin voru út í aðdrag- anda hrunsins. Algengt er að efn- isþáttur rafverktaka hafi hækkað um 40-60% frá því tilboðið var gert. Ef tekið er tímabilið janúar 2008 til desember 2009 þá hefur byggingarvísitalan hækkað um rúm 30% (þar af er launaliðurinn aðeins 5%) á meðan tollgengi evru hefur hækkað um 95%. Það er öllum ljóst að erfitt getur ver- ið að standa við tilboð við þessar aðstæður. Í sumum tilfellum stendur rafverktakinn frammi fyrir því að þurfa að segja sig af verkinu eða verða gjaldþrota ella. Ódýrara fyrir alla að finna sann- gjarna lausn Ef rafverktakinn segir sig frá verkinu verður verkkaupi að semja við nýjan aðila um að yfirtaka verkið og þá væntanlega á verðum sem miðast við gengið í dag. Sama má segja ef raf- verktakinn fer í þrot, auk þess sem gjaldþrot eru líka kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Nokkrir verkkaupar aðrir en ríki og sveitafélög hafa séð sér hag í að leita sanngjarnra lausna með sín- um verktökum. Þá eru spilin lögð á borðið, menn finna út í samein- ingu hver hinn raunverulegi kostn- aðarauki er vegna breytinga á gengi og ná samkomlagi um skipt- ingu hans. Dómstólaleiðin Eins og fram hefur komið hafn- ar ríkið leiðréttingum og vill frek- ar láta reyna á málaferli með öll- um þeim kostnaði sem því fylgir. Í flestum tilfellum eru rafverktakar undirverktakar og eiga því mikið undir afstöðu aðalverktaka. Undir- verktökum er því sem næst ómög- legt að hefja mál gegn ríkinu öðru vísi en að fá aðalverktakann í lið með sér. Því er mjög mikilvægt að samstaða náist meðal verktaka um að láta reyna á mál af þessu tagi fyrir dómstólum. Skrifa undir verklok með fyrirvara Fari nú svo að mönnum takist að ljúka verkum sínum standandi í báðar fætur án leiðréttinga er ráð- legt við aðstæður þær sem nú eru uppi að skrifa ekki upp á verklok nema með fyrirvara um niðurstöðu dómstóla, þ.e.a.s. fyrirvara um bætur, ef til þeirra muni koma síð- ar. Dýr eru fátækra manna ráð Eftir Ásbjörn R. Jóhannesson » Í sumum tilfellum stendur rafverktak- inn frammi fyrir því að þurfa að segja sig af verkinu eða verða gjald- þrota ella. Ásbjörn R. Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri SART. NÚ ÞEGAR forseti Íslands íhugar hvort hann eigi að staðfesta Icesave-lögin, velta bloggarar fyrir sér hinum ýmsu hliðum málsins. Varla sést svo frétt um málið að henni fylgi ekki tíu til tuttugu bloggfærslur og er það vel. Allar mögulegar skoðanir koma fram – með og móti Icesavesamningnum og með og móti afskiptum forseta. Af ummælum flestra bloggara, auk 60.000 áskorunarundirskrifta, má ráða að fólki ofbýður. Ofbjóði ábyrgð þjóðarinnar á skuldum einkafyrirtækja, ofbjóði framferði og undirlægjuháttur ríkisstjórn- arinnar gagnvart útlendingum með vafasaman málstað, ofbjóði leynimakk og ósannsögli. Og of- bjóði þá ekki síst sú ákvörðun stjórnarflokka sem kenna sig við „lýðræðislegt og réttlátt þjóð- skipulag grundvallað á virkri þátt- töku almennings“, að ákveða á þingi að kjósendur skuli ekki spurðir um Icesave, ekki spurðir hvort þeir vilja fara í aðild- arviðræður við ESB, og loks að þjóðaratkvæði um hugsanlega inn- limun í ESB sé ekki bindandi fyrir alþingi. Flestir hallast núorðið að því að ríkisstjórnin hyggist binda Ice- save-greiðslubyrðina – ósannaða og óhagstæða – á bak þjóðarinnar með hraði, svo hún geti haldið áfram því verki sínu að innlima Ís- lendinga í ESB hvort sem þjóðin vill eða ekki. Allt þetta mál er því miður hið ógeðfelldasta – og hættulegt. Hér má læra Ýmsir hafa gegnum tíðina lagt til að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Hætt er við að sú skoðun hafi myndast vegna ágreinings um framgöngu þess forseta er nú situr, Ólafs Ragnars Grímssonar. Menn skildu varast að rugla saman embættinu og ein- staklingnum er því gegnir á hverj- um tíma. Á þessu augnabliki horfa líklega hátt í hundrað þúsund Íslendingar til forseta síns í von um að hann tryggi þeim réttlæti og ákvörð- unarrétt um alvarlegt mál sem sem skilið getur milli lífs og dauða þjóðarinnar, eins og við þekkjum hana. Forsetinn og vald hans til að koma ákvörðunum þingsins í þjóðaratkvæði, er nú síðasta varn- arlínan milli þjóðarinnar og þess hyldýpis sem íslensk stjórnvöld og erlendir vinir þeirra hafa búið okkur. Ef embætti For- seta Íslands hefði verið lagt niður hefðu handhafar forseta- valds væntanlega ráð- ið málinu. Þetta eru nú forseti hæsta- réttar – sem enginn veit hvernig hefði kosið, Ásta Ragnheið- ur forseti alþingis og Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra. Þar sem meirhluti ræður hefðu tvær þær síðastnefndu undirritað lögin „sem forseti lýðveldisins“. Hvernig sem Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, fer með vald sitt í þessu máli, skulum við vera þakklát fyrir embætti for- seta Íslands og þau völd sem það hefur. Pólitískir vinir forseta Oft heyrist sagt að Ólafur Ragnar geti ekki beitt sér gegn óskum núverandi stjórnvalda, þetta séu allt gamlir flokksfélagar og gæluverkefni þeirra. Hann muni standa uppi vinalaus ef hann synjar lögunum. Svo kann að fara ef hann á óþroskaða vini. Þá má spyrja: Vill hann eiga vini sem ekki skilja að hann er fyrst forseti þjóðarinnar – svo Ólafur vinur þeirra. Vini sem ekki skilja þá hugsun sem liggur að baki því að við skipsskaða fer skipstjóri síð- astur frá borði og lífvörður kastar sér fyrir byssukúlu sem ætluð er þeim sem hann á að verja. Ég treysti því að forseti – eini valdamaðurinn sem kosinn er beint af þjóðinni allri – láti ekki vini sína rugla sig í svo alvarlegu máli sem þetta er. Einnig að hann minnist þess að í sönnu lýðræð- isþjóðfélagi er ekki hægt að kjósa of oft – aðeins of sjaldan. Þá vona ég að hann sé fastur fyrir þegar kemur að forms- atriðum, hugsi til framtíðar þjóð- arinnar og sjái til þess að synjun þýði þjóðaratkvæði – ekki neitt annað. Meira: www.landsmenn.is Forseti undir feldi Eftir Baldur Ágústsson » Þjóðin treystir því að forseti láti ekki vini sína rugla sig í svo alvarlegu máli sem þetta er. Baldur Ágústsson Höfundur er fyrrv. forstjóri og fram- bjóðandi í forsetakosningunum 2004. baldur@landsmenn.is Móttaka aðsendra greina MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (04.01.2010)
https://timarit.is/issue/336494

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (04.01.2010)

Aðgerðir: