Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Hrólfur Ölvisson
hefur verið ráð-
inn fram-
kvæmdastjóri
Framsóknar-
flokksins og tók
hann formlega
til starfa 1. jan-
úar.
Hrólfur hefur
verið virkur fé-
lagi í Framsóknarflokknum sl. 30
ár og verið fulltrúi í miðstjórn
flokksins um árabil og var á árum
áður m.a. framkvæmdastjóri Sam-
bands ungra framsóknarmanna.
Hrólfur hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Framsókn-
arflokkinn. Hann var fram-
kvæmdastjóri dagblaðsins Tímans
frá 1988-1993 og sat sem fulltrúi
flokksins í bankaráði Búnaðar-
banka Íslands frá 1998-2001. Jafn-
framt hefur Hrólfur gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum og var
m.a. fyrsti formaður stjórnar
Vinnumálastofnunar frá 1998-
2007.
Nýr framkvæmda-
stjóri Framsóknar-
flokksins
Hrólfur Ölvisson
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„BRUNI Krýsuvíkurkirkju er miss-
ir fyrir þjóðminjavörsluna í landinu,
enda ein af elstu timburkirkjum
landsins í húsa-
safni okkar.
Kirkjan var hluti
af menningar-
sögu þjóðarinnar
ekki síður en hún
hafði í margra
vitund trúar- og
tilfinningalegt
gildi,“ segir Mar-
grét Hallgríms-
dóttir þjóðminja-
vörður.
Lögreglan rannsakar hvað olli því
að Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra
kola aðfaranótt 2. janúar. Rannsókn
er á frumstigi. Slökkvilið Grindavík-
ur var kallað út laust eftir klukkan
tvö um nóttina. Þegar komið var á
vettvang var kirkjan fallin.
Íbúðarhús um skeið
Krýsuvíkurkirkja var byggð árið
1857 og var notuð sem sóknarkirkja
til 1910. Var aflögð sem guðshús
1917 og notuð til íbúðar frá 1929 en
síðan aftur breytt í kirkju fyrir til-
stuðlan bæjaryfirvalda í Hafnarfirði
sem færðu Þjóðminjasafninu húsið
til varðveislu haustið 1964. Kirkjan
var úr timbri og af eldri gerð turn-
lausra kirkna. Viðamiklar viðgerðir
fóru fram á húsinu árið 1986 sem þá
var fært til upprunalegrar gerðar.
„Það eru mikil verðmæti fólgin í
hinum lágstemmda menningararfi
okkar en þjóðin hefur á síðustu mán-
uðum eða eftir efnahagshrunið verið
að vakna til vitundar um hvaða verð-
mæti felast í þessari arfleifð,“ segir
Margrét sem ekki vill trúa öðru en
slys fremur en ásetningur sé orsök
eldsvoðans. Að svo komnu máli vilji
hún ekki gera neinum upp að hafa
vísvitandi borið eld að kirkjunni.
Mælt og myndað
Hugmyndir um endurreisn kirkj-
unnar í Krýsuvík hafa þegar verið
nefndar í fjölmiðlum. Margrét Hall-
grímsdóttir segir hins vegar að
skaðinn sé skeður og verði kirkjan
endurreist verði það ekki á for-
sendum minjavörslu. Hins vegar sé
bót í máli að fræðimenn á vegum
Þjóðminjasafns og Húsafriðunar-
nefndar hafi bæði myndað og mælt
kirkjuna mjög nákvæmlega sem
auðveldi uppbyggingu verði í hana
farið.
Kirkjubruninn er mikill missir
Endurreisnin verður ekki á forsendum
minjavörslu, segir þjóðminjavörður
Ljósmynd/Ómar Smári
Rústir Kirkjan í Krýsuvík var rústir einar þegar slökkvilið kom á vettvang.
Kirkjan var rúmlega 150 ára og hafði sögulegt gildi og tilfinningalegt.
Margrét
Hallgrímsdóttir
„FLUGELDASÖLUNNI er ekki
lokið því þrettándinn er ennþá eft-
ir,“ segir Ólöf Snæhólm Baldurs-
dóttir, upplýsingafulltrúi Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar innt
eftir því hvernig flugeldasalan fyrir
áramótin gekk hjá björgunar-
sveitunum. „En salan gekk nokkuð
vel fyrir áramótin og það er mjög
gott hljóð í fólkinu á sölustöð-
unum.“
Hún segir björgunarsveitirnar
fjárhagslega sjálfstæðar einingar
og því sé ekki vitað hvenær endan-
legar sölutölur liggi fyrir. „Ég hef
heyrt að salan hafi gengið betur en
í fyrra, og að aukningin nemi
kannski um 10 prósentum. Það er í
rauninni framar okkar vonum.“
Hún segist ekki vita hvort salan
hafi verið svona góð vegna þess að
almennt hafi verið keypt meira af
flugeldum nú en í fyrra eða vegna
þess að fólk hafi frekar beint við-
skiptum sínum til hjálparsveitanna
fremur en annarra. „Við finnum þó
vel fyrir því að fólk vill styðja
björgunarsveitirnar.“
Ekki liggja sölutölur fyrir hjá
þeim íþróttafélögum sem haft var
samband við. Kristinn R. Jónsson
framkvæmdastjóri Fram segir þó
að heldur hafi selst minna af flug-
eldum í ár en áður. Jónas Kristins-
son, framkvæmdastjóri KR, segir
söluna hafa gengið þokkalega og
hún hafi verið svipuð og á síðasta
ári. „Við erum bara ánægðir með
að fólk skuli skila sér til íþrótta-
félaganna líka því sumir fá meira
pláss en aðrir í þessari umfjöllun.“
Morgunblaðið/Ómar
Flugeldar Fólk naut ljósadýrðar-
innar um áramótin.
Flugelda-
sala gekk
misvel
Landsbjörg segir söl-
una betri en í fyrra
FROSTIÐ hefur sennilega bitið hressilega í
kinnar feðganna Ágústs Jóels Magnússonar flug-
stjóra og Magnúsar, sonar hans, þar sem þeir
voru á flugi yfir Hafnarfirði á laugardag í 10
gráða frosti á um 100 kílómetra hraða. Vindkæl-
ingin hefur því verið töluverð og sennilega ekki
heppilegt að hafa dyrnar á farkostinum opnar
mjög lengi í senn þannig að Kári næði að blása á
óvarin andlit. Þótt vélin, sem er af gerðinni Pip-
er Cub hafi borið þá feðga yfir lönd og strönd er
hún hálfgerður forngripur því hún nær 64 ára
aldri á árinu. Hún var smíðuð árið 1946 og á
mörg þúsund flugtíma að baki svo óhætt er að
segja að hún hafi þjónað flugmönnum og farþeg-
um vel í gegnum tíðina.
Stillur og fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin
Morgunblaðið/RAX
Feðgar á flugi í vetrarfrostinu
EKKI eru nýjar rekstrarheimildir fyrir hjúkrun-
arheimili á gildandi fjárlögum, þrátt fyrir áform
um að opna hjúkrunarheimili með a.m.k. 154 rým-
um á árinu. Nýju plássin verða því fyrst og fremst
nýtt til að bæta aðstöðu og fækka fjölbýlum á
hjúkrunarheimilum.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið tilkynnti á
miðvikudag að hjúkrunarheimilunum á Vífilsstöð-
um og í Víðinesi yrði lokað 1. september næst-
komandi og heimilisfólk yrði flutt á nýtt hjúkr-
unarheimili við Suðurlandsbraut.
Að sögn Vilborgar Ingólfsdóttur, skrifstofu-
stjóra í félagsmálaráðuneytinu, verða 110 rými á
nýja heimilinu en 88 pláss eru nú á Vífilstöðum og
í Víðinesi. Hjúkrunarrýmum mun þó ekki fjölga
um þau 22 pláss sem umfram eru á nýja heimilinu.
„Það eru engar nýjar rekstarheimildir á fjárlög-
um núna svo ekki er um neina raunfjölgun að
ræða. Verið er að flytja heimildir til, bæta aðstöðu
og fækka fjölbýlum.“ Auk heimilisins við Suður-
landsbraut verður nýtt heimili með 44 rýmum
opnað við Boðaþing í vor, að sögn Vilborgar.
Síðastliðið sumar lýsti ríkisstjórnin því yfir að til
stæði að halda í áætlanir um uppbyggingu 400
nýrra hjúkrunarrýma fram til ársins 2012, þrátt
fyrir að mun færri séu á biðlistum eftir rýmum.
Biðlistarnir hafa raunar styst verulega undanfarin
misseri; úr 464 í árslok 2007 og í 60 – 70 um mán-
aðarmót nóvember/desember sl. skv. vistunar-
matsskrá.
Að sögn Önnu Bjargar Aradóttur, sviðsstjóra
hjá Landslæknisembættinu sem heldur utan um
vistunarmatsskrána, er skýringuna að finna í
strangara vistunarmati nú en áður og betri nýtingu
annarra úrræða en stofnanavistun.
Rekstur heimilanna í Víðinesi og á Vífilsstöðum
hefur verið í höndum Hrafnistu en samningar þar
um renna út í lok ágúst. Að sögn Vilborgar verður
auglýst eftir rekstaraðila að nýja heimilinu á
Suðurlandsbraut á næstu vikum.
Engar nýjar rekstrarheimildir
A.m.k. 154 ný hjúkrunarrými opnuð á árinu Plássin nýtt til að bæta aðstöðu í
stað þess að stytta biðlista Milli 60 og 70 í bið í nóvember sl. í stað 464 árið 2007
Í HNOTSKURN
»Í maí sl. voru um 240 manns á bið eftirhjúkrunarrými en aukin áhersla á
heimahjúkrun og dagvistunarúrræði hefur
stytt biðlista til muna.
»Hjúkrunarheimilið í Víðinesi var end-urnýjað árið 1999 en gagngerar end-
urbætur voru gerðar á Vífilsstöðum árið
2004, sem kostuðu um 300 milljónir króna.