Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 13
ngu
Barnabætur
Ekki er heimilt að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum.
Vaxtatekjur koma nú inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum, en voru undanþegnar áður.
Fjárhæðir barnabóta eru að öðru leyti óbreyttar frá fyrra ári.
Vaxtabætur
Allar fjárhæðir og reglur um vaxtabætur eru óbreyttar frá fyrra ári.
Auðlegðarskattur
Á nettóeign einhleypings umfram 90 milljónir kr. og nettóeign hjóna umfram
120 milljónir kr. er lagður 1,25% auðlegðarskattur. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög.
Sjá nánar á www.rsk.is um hvernig telja skal fram hlutabréf vegna auðlegðarskatts.
Tryggingagjald
Tryggingagjald er 5,34% vegna launa sem greidd voru janúar-júní 2009,
en 7% vegna launa sem greidd voru júlí-desember.
Álagning opinberra gjalda 2011
Fjármagnstekjuskattur
Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann.
Frítekjumark vegna leigutekna manna af íbúðahúsnæði er 30% af leigutekjum.
Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði.
Skattlagning lögaðila
Tekjuskattur hlutafélaga og einkahlutafélaga verður 18%.
Tekjuskattur annarra lögaðila verður 32,7%. Gildir það m.a. um sameignar-
og samvinnufélög, þrotabú og dánarbú.
Nánari upplýsingar um skattalagabreytingarnar er að finna á www.rsk.is