Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Á ÞÍN
REKSTRAR-
HUGMYND
HEIMA Í
HÖRPU?
EFNT ER TIL FORVALS Á VERSLUNAR- OG VEITINGAÞJÓNUSTU
Í HÖRPU, TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU Í REYKJAVÍK
Ago, dótturfélag Portusar, leitar að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem verður opnað vorið 2011. Við
val á þeim verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og nýbreytni lögð til grundvallar.
Forvalsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Portusar, Austurstræti 17, 5. hæð, 101 Reykjavík frá og með
föstudeginum 8. janúar.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, föstudaginn
29. janúar, merktum: Ago – viðskiptatækifæri: FORVAL.
Sérstök athygli er vakin á kynningarfundi sem verður haldinn á Grand Hóteli, fimmtudaginn
7. janúar kl. 15. Þar verða veittar nánari upplýsingar um forvalið og forvalsgögnum dreift.
Almennar upplýsingar á: www.portusgroup.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/P
O
R
48
60
7
12
/0
9
FYLGI Samfylkingarinnar minnkar
um 2% á milli mánaða og mældist
24% í síðasta Þjóðarpúlsi Gallups.
Stuðningur við ríkisstjórnina
minnkar lítið eitt á sama tímabili, frá
nóvember til desember, og fer úr
47% í 46%. Bendir það til að óvinsæl-
ar skattahækkanir og afgreiðsla Ice-
save, mál sem voru í brennidepli á
tímabilinu, hafi haft óveruleg áhrif á
stuðninginn við stjórnina, að
minnsta kosti enn sem komið er.
Um þriðjungur kjósenda, eða
33%, kveðst styðja Sjálfstæðisflokk-
inn sem bætir við sig prósentustigi á
milli kannana. Fylgi við Vinstri-
hreyfinguna – grænt framboð er
hins vegar óbreytt og mælist 23%.
Framsókn missir fylgi
Um sjöttungur kjósenda eða tæp-
lega 15% styðja Framsóknarflokk-
inn, prósentustigi minna en síðast,
og einn af hverjum hundrað, eða 1%,
Hreyfinguna, klofningsbrot
Borgarahreyfingarinnnar.
Um 4% kjósenda lýsa yfir stuðn-
ingi við önnur framboð í könnuninni
sem byggð er á netkönnun Capacent
Gallup dagana 30. nóvember til 28.
desember 2009. Svarhlutfall var
70,4% og úrtaksstærð 3.659 manns.
Vikmörk eru áætluð 0,5-2,1% og
eru breytingar á fylgi flokkanna því
innan skekkjumarka.
Tæp 12% svarenda tóku ekki af-
stöðu eða neituðu að gefa hana upp
og um 14% sögðust myndu skila
auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði nú.
Lítil hreyfing
á fylgi stjórn-
málaflokka
FERÐAFÉLAG Ísland hefur
hrundið af stað verkefninu Eitt fjall
á viku, sem hefst strax á nýju ári.
Sett hefur verið upp skipulögð dag-
skrá þar sem til stendur að ganga á
eitt fjall í viku hverri allt næst ár.
Helgafell við Hafnarfjörð er fyrst
fjalla á dagskránni, þangað verður
gengið sunnudaginn 9. janúar. Viku
síðar verður arkað á Úlfarsfell.
„Við ætlum til að byrja með að
kemba öll fjöll sem sjást af Reykja-
víkursvæðinu. Þegar líður á árið
færum við okkur út á land, ætlum
þá að ganga á Heklu, Hvannadags-
hnjúk og Snæfellsjökul. Herðubreið
tökum við síðla sumars,“ segir Páll
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands.
Páll verður leiðangursstjóri í öll-
um þessum ferðum þar sem í hverj-
um hóp verða að hámarki 52 þátt-
takendur. Reynist áhuginn mikill
verða myndaðir fleiri hópar með
sama hámarksfjölda þar sem einn
fararstjóri verður jafnan í fylking-
arbrjósti.
„Hugsun okkar með þessu er að
hvetja fólk til útiveru og ferðalaga.
Ein fjallaferð á viku sem er tveggja
til fjögurra stunda löng er góður
lífsstíll sem við viljum vekja athygli
á,“ segir Páll. Ferðafélagsfólk held-
ur fræðslufund um verkefnið á
fimmtudag í næstu viku og þá eru
aðeins fáeinir dagar uns gengið
verður á fyrsta fjallið. sbs@mbl.is
Ætla að
ganga á 52
fjöll á árinu
Morgunblaðið/Eyþór
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, sæmdi tíu Íslendinga heið-
ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á
Bessastöðum á nýársdag.
Þeir sem fengu fálkaorðuna eru:
Áshildur Haraldsdóttir tónlist-
armaður, Reykjavík, riddarakross
fyrir störf á vettvangi íslenskrar tón-
listar.
Einar Kárason rithöfundur,
Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf
og framlag til íslenskra bókmennta.
Geir Jón Þórisson yfirlög-
regluþjónn, Reykjavík, riddarakross
fyrir störf í þágu löggæslu og félags-
mála. Helgi Seljan, fyrrverandi al-
þingismaður, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir störf á opinberum
vettvangi og í þágu bindindis- og vel-
ferðarmála.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur, Reykjavík, riddarakross fyrir
rannsóknir í fiskifræði og hafvís-
indum. Högna Sigurðardóttir arki-
tekt, Frakklandi, riddarakross fyrir
framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar
húsagerðarlistar. Pétur Ágústsson
framkvæmdastjóri og skipstjóri,
Stykkishólmi, riddarakross fyrir
frumkvæði í ferðaþjónustu. Ragn-
hildur Guðrún Guðmundsdóttir, for-
maður Mæðrastyrksnefndar Reykja-
víkur, riddarakross fyrir störf í þágu
samfélagshjálpar. Sigríður Jóna
Kristjánsdóttir útskurðarmeistari,
Tíu Íslendingar
sæmdir fálkaorðu
Grund II, Flóahreppi, riddarakross
fyrir framlag til þjóðlegrar listar.
Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkr-
unarfræðingur á barna- og unglinga-
geðdeild Landspítala, riddarakross
fyrir framlag til heilbrigðismála og
umönnunar ungmenna.