Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 31
Góð Nicole Vala Cariglia
Það er gömul og ný saga aðjólin séu árviss tónlistar-hátíð og framboðið af tón-leikum og tónlistarflutningi
feikimikið.
Hefðin í vali tónlistar er oft vana-
bundin, en tónleikarnir sem hér eru
til umfjöllunar brugðu af viðtekinni
leið jólahefðar á ýmsa lund.
Þar var ungt fólk að flytja nýja
tónlist í nýja og glæsilega menning-
arhúsinu Bergi á Dalvík.
Berg býður mann strax velkominn
og rammar þá viðburði með glæstri
umgjörð, sem stillti bæði önd og
hönd vel inn á það sem í vændum var.
Ég varð strax bergnuminn af hús-
inu, og Nicole Vala auðveldaði áheyr-
endum aðgengi að tónverkum með
einstaklega greinargóðum munn-
legum skýringum.
Endurhljómur í salnum var full-
mikill og bitnaði það á framsögn
texta og eins stundum í hraðari leik-
runum.
Þetta er örugglega stillingaratriði
og hægt að laga með fullkomnum
hljómburðarbúnaði salarins.
Einleiksverkin á tónleikunum
hrifu mig mest og sér í lagi Sept Pa-
pillions eftir Saariaho.
Þar fór saman glæsilegt verk flutt
af glæsilegum sellóleikara á einkar
glæsilegan máta.
Þar voru þolrif bæði hljóðfæris og
áheyrenda reynd í þaula, með fulln-
aðarsigri verks og flytjanda í lokin.
Tónverkið: „The Grain of Voiced
Silence “ eftir David Cucchiara var
frumflutt degi fyrr í Laugarborg og
var nú flutt að öðru sinni.
Verkið er ljóðrænt og býr yfir
áhrifamætti í andstæðum stefja og
hljóðfalls. Það naut sín mjög vel í ein-
lægum og hrífandi flutningi Nicole
Völu.
Ég var ekki eins ánægður með
flutninginn á verkum Chopin og
Bach.
Næturljóðið er upphaflega samið
fyrir píanó og mér fannst skorta
meiri undiröldu og tilfinningaspennu
í þessari útfærslu.
Sónata Bach naut sín ekki sem
skyldi þar sem píanóið er ekki nógu
gott, þ.e. ekki er kominn í Berg sá
góði flygill sem þar á að vera.
Þessir annmarkar skyggðu ekki á
það að tónleikarnir í heild sinni gripu
mann sterkum tökum.
Menningarhúsið Berg er og verð-
ur gersemi!
Til hamingju Dalvíkingar!
Bergnuminn
Tónlist
Sellótónleikar í Menningarhúsinu
Bergi á Dalvík bbbbn
Á efnisskrá:
Einleiksverk fyrir selló eftir Judith Weir,
David Cucchiara og Kaiju Saariaho,
Chopin og Jóhann Sebastian Bach.
Flytjendur: Nicole Vala Cariglia á selló
og David Cucchiara á píanó. Mánudag-
inn 28. des. kl. 20.30.
JÓN HLÖÐVER
ÁSKELSSON
TÓNLIST
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Í HOLLYWOOD
er nú búið að
smíða kvikmynd
eftir löngu
gleymdu handriti
Tennessee Willi-
ams. Williams er
hvað þekktastur
fyrir leikrit sitt
Sporvagninn
Girnd, en kvik-
mynd gerð eftir
því, með þeim Vivien Leigh og Mar-
lon Brando hlaut tólf óskarstilnefn-
ingar og fern Óskarsverðlaun árið
1951.
Nýja verkið heitir The Loss of a
Teardrop Diamond og með aðal-
hlutverk fer Bryce Dallas Howard
dóttir leikstjórans Ron Howard og
þekkt úr myndum eins og Spider-
man III og The Village.
„Mér fannst næstum óhugsandi
að ég gæti fengið slíkt tækifæri,“
hefur Los Angeles Times eftir leik-
konunni. „Sú staðreynd að þarna er
um að ræða áður óflutt en fullgert
verk eftir Tennesse Williams, og að
ég yrði partur áf því fimmtíu árum
eftir að það var samið … það krefst
gríðarlegrar ábyrgðar. Tennessee
Williams er látinn og ég fann til þess
að þessari vinnu þyrfti að sinna af al-
úð og ábyrgð.“
Sögusviðið er Memphisborg í
Tennessee ríki á þriðja áratug síð-
ustu aldar. Fisher Willow, sem How-
ard leikur er frökk og uppreisn-
argjörn ung Suðurríkjakona og
erfingi veldis föður síns. Hún á í sál-
arkreppu þegar hún snýr aftur til
Memphis eftir dvöl í Evrópu og þarf
að takast á við syndir feðranna.
Mótleikari hennar í myndinni er
Chris Evans en leikstjórinn er ný-
græðingur í kvikmyndabransanum,
Jodie Markell.
Myndin var frumsýnd vestra um
áramótin.
Hvarf
dropalaga
demantsins
Ný mynd eftir
gleymdu verki
Tennessee Williams
Suðurríkjadama Bryce Howard dá-
ist að sérstæðum demantseyrnalokki
sem leikur lykilhlutverk í myndinni.
Tennessee
Williams
FYRIR skömmu hlaut
Hákon Bjarnason píanó-
leikari styrk að fjárhæð
1.500.000 kr. úr Minn-
ingarsjóði um Birgi Ein-
arsson apótekara. Þetta
er 16. styrkurinn sem
veittur er úr sjóðnum
frá því ekkja Birgis,
Anna Egilsdóttir Einarsson, stofnaði sjóðinn 28.
apríl 1995, tæpum mánuði fyrir andlát sitt, en
Birgir lést 30. nóvember 1994. Vegna styrkveit-
ingarinnar leikur Hákon Bjarnason á tónleikum í
Selinu á Stokkalæk á þrettándanum, 6. janúar, kl.
20. Þar leikur hann verk eftir Joseph Haydn,
Hanns Eisler, Rachmaninoff og Johann Sebastian
Bach. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Hákon Bjarnason
leikur á Stokkalæk
Hákon Bjarnason
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
Íslands byrjar nýtt ár að vanda
með Vínartónleikum. Fernir
tónleikar eru á dagskrá, þeir
fyrstu á miðvikudagskvöld kl.
19.30, svo á fimmtudags- og
föstudagskvöld á sama tíma og
þeir síðustu á laugardag kl. 17.
Í ár eru það Finnur Bjarnason
og Þóra Einarsdóttir sem stíga
á svið með hljómsveitinni á
þessum vinsælustu tónleikum
og segir í frétt frá hljómsveitinni að ferna tónleika
þurfi til að allir komist að sem vilji og ráð sé að
tryggja sér miða í tíma. Á efnisskrá verða sígildar
Vínarperlur eftir Strauss-feðga og fleiri, þar á
meðal Dónárvalsinn og Radetzky-marsinn.
Tónlist
Vínartónleikar
Sinfó að hefjast
Þóra
Einarsdóttir
EINS og sést er lítið um að
vera í skipulagðri menningar-
starfsemi svona í upphafi árs –
nú nema í tónlistinni. Þannig
er fyrsti viðburðurinn á Bóka-
safni Seltjarnarness árið 2010
tónleikar í röðinni Te og tón-
list. Þeir verða haldnir í dag,
mánudaginn 4. janúar kl.
17.30. Á tónleikunum er boðið
upp á samleik Sólrúnar Gunn-
arsdóttur á fiðlu og Sólveigar
Thoroddsen á hörpu. Allir eru velkomnir. Að-
gangur ókeypis. Te og tónlist er í samstarfi við
Tónlistarskóla Seltjarnarness en eftir um mánuð
eða svo eru aðrir tónleikar raðarinnar og mun
Hinrik Bjarnason þá leika á gítar.
Tónlist
Te og tónlist á
Seltjarnarnesi
Sólrún
Gunnarsdóttir
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
MELODIA, plata Kammerkórsins
Carmina er ein besta plata síðasta
árs að mati Gramophone, stærsta og
virtasta tónlistarblaðs Evrópu.
Melodia kom út á Íslandi 2007 og
fékk þá íslensku tónlistarverðlaunin
en var ekki dreift í Englandi fyrr en
á nýliðnu ári og tímarit eins og
Gramophone fjalla ekki um diska
fyrr en þeir fara í dreifingu ytra.
„Við áttum ekki von á að enn
myndi aukast við upphefð okkar á
þessu ári en það er alltaf skemmti-
legt að fá góða dóma. Þetta er mjög
óvæntur en ánægjulegur heiður,“
sagði Árni Heimir Ingólfsson tón-
listarfræðingur kórstjóri í samtali
við Morgunblaðið rétt fyrir áramót.
„Allur diskurinn er stórsigur“
Í umsögninni í Gramophone skrif-
ar David Fallows að diskurinn bæti
miklu við þekkingu manna á tónlist
þjóðar sem hafi hingað til verið
kunnari fyrir bókmenntaarf sinn.
Hann hrósar sérstaklega sópran-
söngkonunum Kirstínu Ernu Blön-
dal og Mörtu Guðrúnu Halldórs-
dóttur fyrir „stórfenglega tærar
raddir sínar“ og bendir jafnframt á
þátt Árna Heimis, sem hafi útsett
nokkur laganna, stjórni kórnum og
ritað ítarlegan inngang að diskinum.
„Þetta er stórmerkt söngvasafn,
framsett af kunnáttu og fullkomnu
músíkalíteti. Allur diskurinn er stór-
sigur“, skrifar Fallows.
„Diskurinn hefur selst mjög vel í
Bretlandi og á Amazon [á netinu], og
önnur mjög virt tímarit hafa sett sig
í samband við okkur og vilja fjalla
um diskinn og starfsemi okkar,“ seg-
ir Árni Heimir, spurður um áhrif
umfjöllunarinnar í Gramophone.
Á diskinum flytur Carmina tónlist
úr íslensku handriti frá 17. öld.
Kórinn Carmina varð til sumarið
2004 „eiginlega bæði til þess að flytja
fyrir Íslendinga eitthvað af gullald-
artónlist Evrópu frá endurreisnar-
tímanum og ekki síður að kynna fyrir
Íslendingum og umheiminum gömlu
tónlistina sem við eigum sjálf.“
Nýr diskur er væntanlegur í vor
þar sem kórinn flytur tónlist úr ís-
lensku handriti frá miðri 18. öld og
næstu tónleikar á Íslandi verða á
Listahátíð í Reykjavík í maí, í
Kristskirkju. Þar verður boðið upp á
tónlist eftir meistara endurreisnar-
innar, Josquin, Tallis og fleiri
Starf Carmina er aukabúgrein hjá
öllum sem í kórnum eru; hann skipa
atvinnumenn í söng og því er starfið
stopult. „Við höldum fáa tónleika.
Komum saman í mesta lagi tvisvar á
ári en tökum þá góðar skorpur,“ seg-
ir Árni Heimir.
Gramophone segir plötu Kammerkórsins Carmina eina þá bestu á síðasta ári
„Mjög óvænt en ánægjulegt“
Morgunblaðið/ÞÖK
Meðbyr „Einstaklega ánægjulegt að uppskera svona ríkulega fyrir það sem maður er að gera. Það gefur manni
aukinn kraft og meðbyr inn í nýtt ár,“ segir Árni Heimir Ingólfsson kórstjóri Carminu.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt
ár og einstaklega ánægjulegt að
uppskera svona ríkulega fyrir það
sem maður er að gera. Það gefur
manni aukinn kraft og meðbyr
inn í nýtt ár,“ segir Árni Heimir.
Ekki er vitað hvort kórinn komi
fram erlendis í framhaldi hinnar
lofsamlegu umfjöllunar í Gra-
mophone en það sé ekki úti-
lokað. „Það er óljóst hvernig
tíma mínum verður varið á næst-
unni og svo er þetta ekki heppi-
legasti tíminn, vegna gengis-
þróunar, að fara með 15 manna
hóp í víking. Við eigum þó inni
boð um að koma fram sem
gestakór í Westminster Abbey,“
segir Árni Heimir. „Það boð kom
fyrir nokkru en okkur hefur skort
fjármagn til að fara. En koma
tíma og koma ráð,“ segir hann
um möguleikann á því að kórinn
syngi í þessari frægu kirkju í
London. Þá hefur Árna Heimi ver-
ið boðið að halda fyrirlestra um
handritið og umhverfið sem það
er sprottið úr, t.d. í Harvard í
október sl. og í New York í mars í
vetur.
Boðið að syngja í Westminster Abbey
„ …Ég þarf frið. Al-
geran frið. Tóma
dagbók og núll áreiti.“38
»