Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 gítar skóli ólafs gauks Gítargaman Innritun hefst í dag, mánudaginn 4. janúar! Sláið á þráðinn í síma 588 3730, sendið tölvupóst, ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17, kl. 14-17 virka daga Kennsla hefst 25. janúar FRÍSTUNDAKORT Í FULLU GILDI • Skemmtilegt tónlistarnám, gulli betra • Ævilöng inneign sem aldrei rýrnar • Byrjun, framhald, plokk, þvergrip, rythmagítar, sólógítar 1 og 2 • Gítarar á staðnum, allt kennsluefni innifalið, Geisladiskar með undirleik fylgja öllum námsbrautum. • Lauflétt og lifandi gítarnám fyrir alla, yngri sem eldri, byrjendur eða lengra komna Lögum okkur tímabundið að aðstæðum og LÆKKUM VERÐIÐ VERULEGA hjá þeim sem innritast og ganga frá greiðslu fyrir 15. janúar • Lánum gítara til heimaæfinga endurgjaldlaust meðan birgðir endast • Glænýtt byrjendanámskeið er í boði. Það heitir LÉTT OG LEIKANDI vegna þess hve auðvelt og skemmtilegt það er! ATH! Ný vefsíða: www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook ÞAÐ var við hæfi að fjörugustu tónleikasveitir norðan Alpafjalla slitu erfiðu ári með taumlausri gleði og fölskvalausu fjöri. Stuðsveit- irnar FM Belfast og Retro Stefson troðfylltu Nasa miðvikudags- kvöldið 30. desember og sendu þá sem viðstaddir voru með sælubros á vör og bjartsýni í brjósti á vit nýs árs. Sælu bundið svitakóf Jíhaa! Unnsteinn er maður fólksins. Gleði Færri komust að en vildu á sviðinu um tíma. Morgunblaðið/Eggert Fjöldi Eins og sjá má vantaði ekki upp á mannfjöldann. Hress Unnsteinn Manuel leiddi Retro Stefson af festu. Í FYRRA var alþjóðlega hljóm- sveitakeppnin Wacken Metal Battle haldin í fyrsta sinn hér- lendis. Sjö íslenskar hljómsveitir kepptu þá um sæti á Wacken- hátíðinni í Þýskalandi, stærstu þungarokkshátíð heims, og fór dauðarokkssveitin Benath utan og lék á hátíðinni, atti þar kappi við önnur erlend bönd. Það þykir mik- ill og stór rokkplús í kladdann að spila á þessari virtu hátíð og lönd- uðu Beneath t.a.m. samningi við erlent fyrirtæki í kjölfarið, kali- fornísku útgáfuna Mordbrann og kemur stuttskífan Hollow Empty Void út á hennar vegum nú í jan- úar. Skráning hljómsveita fyrir Me- tal Battle 2010 er hafin en um- sóknarfrestur rennur út 20. janúar 2010. Keppnin fer svo fram 13. mars á Sódóma Reykjavík. Á Wacken 2010 koma nokkur af stærstu nöfnum þungarokksins fram, þ. á m. Iron Maiden, Slayer, Mötley Crüe, Alice Cooper, W.A.S.P og Immortal. Færeysku frændur vorir í sveitinni Týr munu einnig leika og jafnframt hin íslenska Sólstafir. Allar nánari upplýsingar um keppnina hér- lendis gefur Þorsteinn Kolbeins- son í gegnum netfangið thorsteinnk@hive.is Dauðarokk Beneath. Wacken hljómsveita- keppnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.