Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 4

Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 BERGÞÓRA og Thelma eru byrjendur í golf- íþróttinni en þær vita að æfingin skapar meist- arann. Að undanförnu hefur verið frábært veður til þess að æfa sveifluna og stúlkurnar láta ekki segja sér það tvisvar heldur nýta hverja frístund vel á golfvellinum í Grafarvogi. Aðalatriðið er að taka sér góðan tíma, beita líkamanum rétt, horfa á golfkúluna og slá af öryggi að hætti meistara. STÚLKURNAR ÆFA SVEIFLUNA Í GRAFARVOGI Morgunblaðið/Golli UMRÆÐA fer nú vaxandi í mörgum sóknarnefndum í Reykjavík um hvort nauðsynlegt sé orðið að setja upp ör- yggismyndavélar við kirkjur. Nú þegar hefur Digranes- kirkja sett upp slíkan eftirlitsbúnað eftir að rúður voru brotnar þar á síðasta ári og skemmst er að minnast skemmdarverka á Grensáskirkju á gamlársdag þar sem rúður voru brotnar og rauðri málningu slett. Auk skemmdarverka hefur borið á því að í kringum stórhátíðir, þegar kirkjugestum fjölgar mjög, laumist þjófar í anddyrin og steli úr vösum yfirhafna. Skemmdarverk tilgangslaus og þróunin sorgleg Að sögn Ólafs Jóhannssonar, prests í Grensáskirkju og formanns prestafélagsins, velta því nú ýmsir fyrir sér hvort tímabært sé orðið að vakta kirkjurnar. „Fáeinir prestar hafa nefnt það við mig að þeir séu að hugsa um að gera þetta, en þetta er náttúrlega fokdýrt.“ Ólafur segir málið auk þess viðkvæmt, fólk komi til kirkju í ýmsum erindagjörðum og tilhugsunin um sam- félag undir vökulu auga eftirlitsmyndavéla þyki fæstum heillandi. „En auðvitað vill maður að kirkjurnar séu látn- ar í friði og almennt má segja að þessi skemmdarverk séu sorgleg þróun. Munurinn á skemmdarverki og þjófnaði til dæmis er að með þjófnaði er fólk að reyna að komast yfir einhver verðmæti sem það getur mögulega selt, en með skemmdarverki græðir enginn og það er svo til- gangslaust.“ una@mbl.is Eftirlitsmyndavélum við kirkjur kann að fjölga Morgunblaðið/Ómar Vargar Aðkoman að Grensáskirkju var ljót á nýársdag. Skemmdarverk og þjófnaður við kirkjur dapurleg þróun HRANNAR B. Arnarsson, að- stoðarmaður for- sætisráðherra, segir Facebook- síðu sína ekki op- inberan vett- vang. Athygli vakti þegar hann tíndi til nei- kvæða erlenda umfjöllun um Ísland í Icesave- málinu á síðunni og lét fylgja með að hún væri „með kveðju frá Bessa- stöðum“. Hafa sumir túlkað þetta þannig að embættismaðurinn hafi verið að hæðast að forsetanum eða ákvörðun hans. Facebook-síðan er lokuð og ekki hafa aðrir aðgang að henni en vinir hans á Facebook- vefnum. Aðspurður segir Hrannar að hann komi ekki fram sem talsmað- ur ríkisstjórnarinnar á síðunni, heldur birti hann þar ýmislegt sem viðkomi hans lífi og starfi, fyrir sína vini og kunningja. Með teng- ingunni við Bessastaði hafi hann einfaldlega verið að benda á upp- runa þeirra frétta sem dundu á Ís- lendingum þann daginn. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið. Eins og að tjá sig í eldhúsinu Hann tekur skýrt fram á síðunni að hún sé óopinber og ætluð fjöl- skyldu hans, vinum, kunningjum og öðrum sem vilji halda tengslum við hann. „Hér vil ég geta tjáð mig eins og ég geri í eldhúsinu heima. Ekk- ert á síðunni er ætlað til opinberrar birtingar,“ segir í lýsingu síðunnar. Þess má þó geta að skráðir vinir Hrannars á Facebook, sem hafa fullan aðgang að vefsvæði hans þar, eru 1.729 talsins. onundur@mbl.is Fésbókar- síðan ekki opinber Háð í garð forsetans ekki í krafti starfsins Hrannar Björn Arnarsson Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur og Önund Pál Ragnarsson MÁNAÐARLAUN stórmeistara í skák eru 257.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðu- neytinu. Nú eru fimm stórmeistarar á slíkum launum hjá ríkinu. Ásdís Bragadóttir, framkvæmda- stjóri Skáksambands Íslands, segir menntamálaráðuneytið setja regl- urnar, þegar spurt er um skilyrði til launagreiðslnanna og vísar hún í lög frá 1990 um launasjóð stórmeistara. Hún segist ekki vita til að sett hafi verið reglugerð með lögunum um nánari framkvæmd þeirra. Mennta- málaráðuneytið vísaði á SÍ þegar spurt var hversu mikið stórmeistarar þyrftu að tefla á mótum til að halda laununum. Í pistli Hrafns Jökulssonar um skák í Viðskiptablaðinu á fimmtudag sagði að aðeins tveir þeirra stórmeist- ara sem eru virkir í skák í dag hefðu síðustu mánuði teflt kappskákir, þó svo fimm þeirra séu á launum. Ekki skýr krafa um framlag Í lögunum er áskilið að þeir sem fái laun úr sjóðnum skuli sinna skák- kennslu við Skákskóla Íslands eða fræðslu á vegum skólans, sinna rann- sóknum á sviði skáklistar, auk þess að tefla fyrir Íslands hönd á skákmótum heima og erlendis. Ekkert er kveðið á um virkni þeirra er njóta greiðslna úr sjóðnum og segir Ásdís kennsluskyldu stór- meistara það eina sem snúi að SÍ en í lögunum sé ekki tilgreint hve mikil hún þurfi að vera. Ásdís segir stór- meistarana tefla fyrir Ísland hönd en í lögunum sé ekki skýrt hversu mikið. Stórmeistarar haldi titli sínum þegar hann sé fenginn. Á bak við hann séu 2.500 ELO stig og þrír áfangar á þremur sterkum alþjóðlegum mót- um. Stórmeistarar haldi stigunum hætti þeir að tefla. Þegar spurt er hve lengi sé greitt segir Ásdís það óskýrt. Í raun fái stórmeistarar greitt þar til þeir hætti sjálfir eða sé sagt upp af ríkinu. Sá eini sem fékk tímabundnar greiðslur er nýjasti launþegi sjóðsins. Þess má geta að með frumvarpi til laganna fylgdu drög að reglugerð. Þar var m.a. lagt til að sótt yrði um til tveggja ára í senn, að kennsluskylda jafnaðist á við lektora við Háskóla Ís- lands og gera mætti undanþágur vegna undirbúnings móta. Óskýrar reglur um laun  Stórmeistarar fá laun frá ríkinu fyrir óskilgreint framlag til skákíþróttarinnar  Virðast ekki til reglur um hversu lengi slíkar greiðslur skulu standa Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöltefli Rökhugsun skákarinnar þekkir engin aldurstakmörk. UNGI maðurinn sem lést í brun- anum á Hverf- isgötu 28 þann 7. janúar sl. hét Kristinn Freyr Arason. Hann var 24 ára, ókvæntur og barnlaus, skráður til heimilis að Hverfisgötu 28. Kristinn Freyr hefði orðið 25 ára 10. janúar. Lést í bruna á Hverfisgötu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.