Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
ÞRÁTT fyrir að ekki mældist nægi-
lega mikið af loðnu til að gefa út upp-
hafskvóta benda útgerðarmenn á að
lítið vanti upp á. Þeir binda vonir við
að frekari loðnuleit á rannsókna-
skipinu Árna Friðrikssyni og Súl-
unni frá Akureyri skili þeim árangri
að meira finnist af loðnu. „Auðvitað
hefðum við viljað sjá meira af loðnu,
en við erum langt í frá búnir að gefa
upp vonina,“ segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Í loðnuleiðangri síðustu daga
mældust alls 360 þúsund tonn af
loðnu, þar af mældist hrygningar-
stofninn um 355 þúsund tonn. Út af
Austfjörðum mældust 180 þúsund
tonn, út af Norðausturlandi tæp 120
þús. tonn og út af vestanverðu Norð-
urlandi mældust 61 þúsund tonn.
Aðstæður til mælinga voru góðar
að undanskildu því að hafís hamlaði
leit á töluvert stóru svæði vestur og
norður af Vestfjörðum, sem kann að
hafa haft áhrif á niðurstöður.
Aflaregla við loðnuveiðar byggist
á að skilja 400 þúsund tonn eftir til
hrygningar. Því leggur Hafrann-
sóknastofnunin til að loðnuveiðar
verði ekki hafnar að svo stöddu. Þor-
steinn Sigurðsson, sviðsstjóri á
nytjasviði, segir að þessi mæling sé
ekki langt frá viðmiðunum og með
það í huga að einhver ósvissa sé með
mælingar á norðvestursvæðinu
vegna íss sé ekki útilokað að meira
finnist af loðnu á næstu dögum.
Mikil verðmæti í húfi
„Það góða við þessar niðurstöður
er að við erum búin að fá nokkurn
veginn nóg af hrygningarloðnu sem
aftur skilar veiðiárgangi,“ segir
Friðrik J. Arngrímsson. Hann bend-
ir líka á að nú mældist 215 þúsund
tonnum meira af hrygningarloðnu
en í mælingu í desember. Mest
veiddist af loðnu hér við land 2002,
en þá fór aflinn yfir milljón lestir.
Næstu þrjú ár þar á eftir var aflinn
frá 515 og upp í 675 þús. lestir. Síðan
hallaði undan fæti og í fyrravetur
var aðeins heimilað að veiða um 16
þúsund tonn og fór sá afli nánast all-
ur í hrognatöku og frystingu, verð-
mætustu afurðirnar. Útflutnings-
verðmætið var eigi að síður 2,8
milljarðar króna.
Verð fyrir lýsi og mjöl er hátt um
þessar mundir auk þess sem gengið
er útflytjendum hagstætt. Áætla má
að 500 þús. tonna afli gæti gefið hátt
í 25 milljarða í útflutningsverðmæti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á miðunum Loðnukvóti hefur ekki verið gefin út og óvissa er um vertíð í vetur. Myndin er tekin undan Garðsskaga fyrir tveimur árum.
Vonir bundnar við frekari
loðnuleit á næstunni
Hrygningarstofn loðnu ætti að
geta skilað góðum veiðiárgangi
eftir þrjú ár. Hins vegar hefur
ekki fundist nóg til að gefa út
veiðikvóta. Áfram verður leitað
enda gífurleg verðmæti í húfi.
Loðnuafli 1999–2009
Veiddur afli í tonnum Útflutningsverðmæti í milljörðum króna
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
69
9.
68
0 88
4
.8
58
91
8.
4
17
1.
0
78
.8
18
67
5.
62
5
51
5.
58
1
59
4
.6
32
17
7.
82
8
29
4
.0
66
13
8.
0
89
16
.0
0
0
10
,3 10
,8
15
,4
20
,5
11
,8
9,
4
9,
3
6,
3
9,
5
8,
8
2,
8
„Við erum alls ekki úrkula vonar eftir þessa mælingu og í raun bjartsýnni
en áður en þessar niðurstöður lágu fyrir,“ segir Eggert B. Guðmundsson,
forstjóri HB Granda. Fyrirtækið hefur staðið í miklum framkvæmdum í
Vopnafirði og á Akranesi til að taka á móti loðnu og öðrum uppsjávar-
afla.
„Þetta eru miklar fjárfestingar og við erum með allt til alls til að tak-
ast á við stóra loðnuvertíð. Fyrirtækið er með hátt í 20% kvótans, með
þrjú skip tilbúin til veiða og það fjórða á hliðarlínunni. Í landi er að-
staðan mjög góð, hvort sem er til frystingar, hrognavinnslu eða bræðslu.
Vonandi finnst meira af loðnu á næstunni og menn fara ekki að örvænta
fyrr en kemur fram í febrúar,“ segir Eggert og bætir því við að loðnan
hafi gífurleg áhrif afkomu á fólks, fyrirtækja og ekki síst margra sveitar-
félaga, allt frá Vopnafirði suður og vestur um til Akraness.
Örvæntum ekki fyrr en kemur fram í febrúar
GIRNILEGT &
GOTT!
kr.
pk.259
Passion
ata
Prosciu
tto og s
alami
einfalt & ódýrt!
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VEGAGERÐIN er að athuga hvort
hægt sé að fresta fækkun á ferðum
Grímseyjarferjunnar Sæfara til
haustsins. Ferðum ferjunnar var
fækkað um áramótin úr þremur á
viku í tvær og átti það að gilda fram
á vor. Nú siglir Sæfari á mánudög-
um og fimmtudögum en sigldi áður á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Kristján L. Möller,
samgönguráðherra, kvaðst hafa
fengið ábendingu úr Grímsey um að
fækkun ferða nú komi illa niður á
fiskflutningum.
„Ég fékk beiðni um að skoða hvort
ekki væri hægt að fækka ferðum
Sæfara frekar að haustinu. Ég setti
Vegagerðina strax í málið og bað
hana að skoða þetta. Það er nú til
skoðunar hvort við getum víxlað
þessu,“ sagði Kristján. Hann sagði
að ráðuneytinu og stofnunum þess
hefði verið gert að skera niður
kostnað um 10% og að allra leiða
væri leitað til að mæta þeirri kröfu.
„Okkur finnst andstyggilega kom-
ið fram við okkur,“ sagði Gylfi Þ.
Gunnarsson, útgerðarmaður í
Grímsey, um fækkun ferða Sæfara
um þriðjung. „Ég er ekki farinn að
sjá að nokkrir aðrir hafi þurft að
verða fyrir 33% niðurskurði á sam-
göngum.“
Gylfi sagði mikla óánægju meðal
fólks í eynni með þetta. Safnað var
undirskriftum í Grímsey til að mót-
mæla fækkun ferða og skrifaði hvert
einasta mannsbarn, sem valdið gat
penna, á listann.
Gylfi sagði að fækkun ferða þýddi
verulegt tekjutap fyrir sjávarútveg-
inn í Grímsey. Þaðan færi töluvert
mikið af fiski á markað. Fiskur sem
t.d. kæmist ekki með ferjunni á
fimmtudegi yrði nú ekki boðinn upp
fyrr en á þriðjudegi.
„Það segir sig sjálft að við hljótum
að fá töluvert minna fyrir þennan
fisk. Eins höfum við verið að selja
fersk hrogn og fleira. Þetta gengur
ekki. Þetta er á allan hátt hið versta
mál,“ sagði Gylfi.
Óánægja í Grímsey með
fækkun ferða Sæfara
Morgunblaðið/RAX
Grímsey Gylfi Gunnarsson segir
Grímseyinga mjög óánægða.
NEFND skipuð af fyrrverandi
dómsmálaráðherra leggur í ný-
framlögðu frumvarpi til veigamikl-
ar breytingar á barnalögum. Lagt
er til að dómurum verði heimilt að
ákveða að foreldrar skuli fara sam-
eiginlega með forsjá barns þótt
annað foreldra sé því andvígt.
Einnig er lagt til að dómurum
verði veitt heimild til að leysa
sérstaklega úr ágreiningi foreldra
um lögheimili án þess að forsjármál
sé rekið samhliða. Þá er hlutverk
foreldra afmarkað nánar miðað við
gildandi lög.
Barnalögum
verði breytt
KRAFA Baldurs
Guðlaugssonar,
fyrrverandi ráðu-
neytisstjóra, um
að kyrrsetning
eigna hans yrði
dæmd ógild var í
gær tekin til með-
ferðar fyrir Hér-
aðsdómi Reykja-
víkur. Björn
Þorvaldsson saksóknari krafðist frá-
vísunar þar sem Baldur gæti ekki
kært kyrrsetninguna á grundvelli
þess lagaákvæðis sem vísað var til.
Sýslumaðurinn í Reykjavík kyrr-
setti í nóvember, að beiðni sérstaks
saksóknara, nær 193 milljóna sölu-
hagnað Baldurs á hlutabréfum í
Landsbankanum sem hann seldi
stuttu fyrir hrun, í september 2008.
Kyrrsetningu er beitt ef hætta er
á undanskotum eigna, þær glatist
eða rýrni að mun.
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður
Baldurs, sagði kyrrsetningu eign-
anna óvægna, tilefnislausa og nær
fordæmalausa og að mál Baldurs
uppfyllti ekki þrjú skilyrði kyrrsetn-
ingar. Ákvæðinu væri afar sjaldan
beitt og það hefði jafnvel staðið til að
fella það úr nýju sakamálalögunum.
Björn sagði ákvæði um kyrrsetn-
ingu m.a. metið eftir eðli brota. Þá
vísaði hann til fjársvikamáls í Trygg-
ingastofnun ríkisins en þar hefði
kyrrsetningu verið beitt athuga-
semdalaust gegn fjölda aðila.
Vænta má niðurstöðu í máli Bald-
urs innan mánaðar.
sigrunrosa@mbl.is
Ógildingar
á kyrrsetn-
ingu krafist
Baldur
Guðlaugsson
Sögð vera bæði óvæg-
in og tilefnislaus