Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ gerum ráð fyrir að á þessu ári
verði gert átak í því að vinna gegn
kynbundnu ofbeldi á og við skemmti-
staði í samvinnu við m.a. veitinga-
húsaeigendur, lögregluna og Lýð-
heilsustöð,“ segir Anna Kristins-
dóttir, mannréttindastjóri
Reykjavíkurborgar. Bendir hún á að
forsenda þess að hægt sé að fara í
slíkt átak sé að til sé fjármagn, en
borgin, ásamt fleirum hérlendis,
hlaut nýverið styrk úr Progress eða
Jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evr-
ópusambandsins. Samkvæmt
upplýsingum frá Lindu Rós Alfreðs-
dóttur, verkefnisstjóra í félags- og
tryggingamálaráðuneytinu, koma
tæplega 2,5 milljónir króna í hlut
borgarinnar, en alls fengu íslensk
verkefni 43 milljónir úr Progress.
Úrbætur kynntar í júní 2008
Forsaga málsins er sú að í lok árs
2007 skipaði mannréttindaráð starfs-
hóp sem ætlað var að kynna sér ör-
yggismál á og við skemmtistaði
borgarinnar og koma með tillögur
sem spornað gætu við kynferðisof-
beldi á og við skemmtistaði. Hóp-
urinn skilaði niðurstöðum í júní 2008
og í sama mánuði var skýrslan kynnt
í borgarráði. Ákveðið var að starfs-
hópurinn héldi áfram að útfæra nán-
ar þær tillögur og verkefni sem lagt
var til í skýrslunni.
Meðal þess sem lagt var til í
skýrslunni var að hugað væri betur
að öryggi gesta á skemmtistöðum
með auknu eftirlit á salernum, auk
þess sem komið væri fyrir öryggis-
hnöppum og öryggismyndavélum á
salernum, bætt yrði úr lýsingu í
húsasundum og öðrum svæðum sem
talist geta hættuleg. Einnig var lagt
til að borgaryfirvöld ynnu námsefni
til kennslu á námskeiðum fyrir dyra-
verði þar sem áhersla væri lögð á
forvarnir vegna kynferðisbrota á og
við skemmtistaði og að eigendur
veitinga- og skemmtistaða, starfsfólk
og almenningur allur yrði fræddur
um kynferðisafbrot og ofbeldi á og
við skemmtistaði með það að mark-
miði að vekja fólk til vitundar um
slíkt brot, koma í veg fyrir brot og
efla öryggistilfinningu almennings í
miðborginni.
„Skýrslan sýndi að það var úrbóta
þörf,“ segir Anna og tekur fram að
hún vonist til þess að verkefnið verði
komið á fullt skrið með vorinu en
ráðgert sé að átakið standi út 2010.
Seinagangur vonbrigði
„Það er auðvitað ánægjulegt ef
loksins á að hrinda einhverju af þess-
um ábendingum í framkvæmd,“ seg-
ir Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri
Neyðarmóttöku nauðgana í Fossvogi
sem átti sæti í starfshópnum á sínum
tíma. Hún segir vonbrigði að lítið
sem ekkert hafi gerst síðan starfs-
hópurinn skilaði af sér skýrslu um
mitt ár 2008, sérstaklega í ljósi þess
að úrbæturnar þurfi ekki að vera
kostnaðarsamar, t.d. við að bæta
læsingar á salernum og auka fræðslu
meðal starfsfólks um þessi brot, svo
það sé t.d. vakandi fyrir ölvunar-
ástandi gesta. Spurð hvort hún kunni
skýringar á því hversu lítið hafi gerst
segir Eyrún ljóst að málið hafi fallið í
skuggann af þeim pólitísku hrær-
ingum sem ríktu í borginni í fram-
haldinu af REI-málinu. Innt eftir því
hvaða úrbætur séu mikilvægastar að
hennar mati segir Eyrún allar
ábendingar skýrslunnar jafngildar.
„Það hefði alveg verið hægt að
bregðast skjótt við með því t.d. að
skipuleggja námskeið fyrir starfs-
fólk og koma upp áberandi skiltum
um að gæsla væri á salernum stað-
anna og kaupa örfáar öryggismynda-
vélar, ef vilji hefði verið fyrir hendi.“
Loks í framkvæmd
Borgin hyggst nýta nýfenginn styrk til þess að auka öryggis-
mál og sporna við kynferðisofbeldi á og við skemmtistaði
Morgunblaðið/Ásdís
Bættar læsingar á salernum Síðla árs 2006 réðust fjórir karlmenn á hjón á skemmtistaðnum Café Victor í mið-
borginni. Tildrög málsins voru þau að mennirnir gengu inn á konuna á salerni staðarins, en læsingin var biluð.
Kynferðisofbeldi á
og við skemmtistaði
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
Upplýsingar úr ársskýrslum Stígamóta
10
7
4
8
6
14
5
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FORSTÖÐUMENN stærstu hjúkr-
unarheimilanna í landinu, Hrafnistu
og Grundar, telja afar brýnt að vist-
unarmat fyrir aldraða verði endur-
skoðað og fagna því að sú vinna eigi
að hefjast. Jafnframt bendir forstjóri
Hrafnistu á að kostnaður geti í mörg-
um tilvikum verið meiri í heima-
hjúkrun en að viðkomandi einstak-
lingur fái inni á hjúkrunarheimili.
Getur þar munað nokkur þúsund
krónum á dag.
Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri
Grundar, segir brýnt að endurskoða
vistunarmatið. „Þegar fólk fer í vist-
unarmat fær það vistun í dvöl eða
hjúkrun eftir því hvernig fólkið er á
sig komið. Við fáum oft hingað til
okkar roskið fólk sem hefur ekki
fengið mat í hjúkrun heldur dvöl, fólk
sem jafnvel er komið á níræðis- eða
tíræðisaldur. Það fær ekki mat í
hjúkrun því það getur hugsað um sig
að einhverju leyti sjálft eins og klætt
sig og matast en það er kannski eðli
málsins samkvæmt orðið óöruggt
heima og þreytt, jafnvel einmana og
vill komast í öryggi og ekki síður fé-
lagsskap. Oft er það mat okkar að
þeir sem fá mat í dvöl hefðu í raun
þurft mat í hjúkrun,“ segir Guðrún
en Grund er með 187 hjúkrunarrými
á meðan dvalarrýmisplássin eru 26.
Úrræðum fyrir fólk sem er með mat í
dvalarrými fer fækkandi. Dvalar-
rýmisplássin eru nú 117 í Reykjavík
en hjúkrunarplássin eru um 1.000.
Boginn spenntur of hátt
Pétur Magnússon, forstjóri
Hrafnistu, segir tveggja ára reynslu
vera komna af breyttu vistunarmati.
Þó að margt hafi gengið vel þá sé
mikilvægt að ráða bót á ýmsum þátt-
um. „Boginn var spenntur of hátt og
það er réttlætismál að draga þetta
eitthvað til baka,“ segir Pétur en með
breyttu vistunarmati var m.a. lögð
áhersla á að gefa öldruðum kost á að
dvelja eins lengi heima og mögulegt
er, með möguleika á heimahjúkrun
eða -þjónustu.
Í fyrsta lagi bendir Pétur á að að-
eins þeir einstaklingar sem þurfa
mikla umönnun fái vistunarmat í
dag.
Öldruðum sé að fjölga og veikum
öldruðum ekki að fækka þó að bið-
listar styttist. Þessi hópur hefði feng-
ið vistun áður en matinu var breytt.
„Þeir sem fá vistunarmat verða veik-
ari og veikari og við verðum vör við að
þeim fækkar verulega sem bíða eftir
rými,“ segir Pétur og bendir jafn-
framt á að fjármunir til rekstrar
hjúkrunarheimila hafi á sama tíma
minnkað. Það sé ekki í samræmi við
þá þróun að stöðugt veikari einstak-
lingar fái inni á hjúkrunarheimilun-
um. Meiri kröfur séu gerðar á hjúkr-
unarheimilin og ráða þurfi fleiri í
umönnunarstörf.
„Sú stefna er sjálfsögð að gefa fólki
kost á að vera heima eins lengi og það
getur og vill. En sumir eru félagslega
einangraðir heima hjá sér, eiga fáa
ættingja og vilja fá inni á hjúkrunar-
heimili. Þann rétt skortir í heildar-
myndina eins og hún er í dag. Við
verðum oft vör við að fólk sem flytur
til okkar hreinlega lifnar við og öðlast
nýtt líf við að komast innan um annað
fólk,“ segir Pétur.
Hann dregur einnig útreikninga
stórlega í efa um að dýrara sé að hafa
aldraða á hjúkrunarheimilum en
heima hjá sér. Hrafnista hafi reiknað
það út að í mörgum tilvikum sé ódýr-
ara að vera á hjúkrunarheimili, sé
tekið tillit til kostnaðar við heima-
hjúkrun og heimaþjónustu hjá fólki
sem þarf mikla umönnun, ekki síst til
langs tíma.
Fagna boðaðri
endurskoðun
á vistunarmati
Heimahjúkrun getur verið dýrari leið
Í HNOTSKURN
»Á Hrafnistuheimilunumdvelja um 600 manns og öll
rými eru jafnan fullnýtt.
»Á heimilunum létust um150 manns árið 2008.
»Langur biðlisti er eftirhvíldarinnlögnum, en um
70 manns geta komið á Hrafn-
istu til hvíldar í sex vikur.
»Á biðlista eftir hjúkr-unarrými á höfuðborg-
arsvæðinu eru um 100 manns.
Pétur
Magnússon
Guðrún Birna
Gísladóttir
ÁGÚST Hilmar Þor-
björnsson, fv. útgerðar-
maður og skipstjóri á
Höfn lést á heimili sínu
þann 10. janúar sl., 57
ára að aldri. Ágúst var
fæddur á Höfn í Horna-
firði 17. október 1952
og bjó þar æ síðan.
Foreldrar hans voru
Þorbjörn Sigurðsson,
umboðsmaður Flug-
félags Íslands og vita-
vörður og kona hans
Ágústa M. Vignisdóttir
húsmóðir og síðar vita-
vörður. Ágúst lauk
skipstjórnarprófi frá Stýrimanna-
skóla Íslands 1973. Hann var einn af
eigendum og stofnendum útgerðar-
félagsins Garðeyjar, sem hann vann
við til ársins 2003, en þá var útgerðin
seld. Félagið gerði út vélbátinn
Garðey SF 22 og um
tíma frystiskipið And-
ey. Ágúst lagði stund á
ýmis konar veiðiskap
og má m.a. eigna hon-
um heiðurinn af því að
viðhalda aldagamalli
þekkingu um veiðar og
vinnslu á lúru á Horna-
firði. Einnig var hann
áhugamaður og frum-
kvöðull um veiðar og
nýtingu á ál.
Ágúst kvæntist árið
1977 Halldóru Berg-
ljótu Jónsdóttur.
Þau eignuðust fjög-
ur börn, Jón Þorbjörn, Gísla Karl,
Ólaf Pétur og Bergþóru Ólafíu.
Barnabörnin eru orðin fimm. Útför
Ágústs verður gerð frá Hafn-
arkirkju laugardaginn 16. janúar kl.
14.
Andlát
Ágúst H. Þorbjörnsson
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi efnir til málefnafundar um íþrótta- og
æskulýðsmál í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna hinn 23. janúar.
Fundurinn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 12. janúar, kl. 17:00 á
kosningaskrifstofu Kjartans að Ármúla 18.
● Til hvaða aðgerða hefur borgarstjórn gripið til að
tryggja að kreppan komi ekki niður á æskulýðsstarfi?
● Hvar verður hagrætt til að bregðast við ástandinu?
● Hvað hefur áunnist og hver eru verkefnin framundan?
Allir velkomnir!
Kjartan Magnússon
Íþróttir og æska í kreppu