Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Ind- lands hófst í gær í Mumbaí en í heimsókninni fer forsetinn einnig til Delhí og Bangalore. Í fylgd með for- setanum eru Dorrit Mousaieff for- setafrú, embættismenn, vísinda- menn og sérfræðingar við Háskóla Íslands, forystumenn í orkumálum og fulltrúar ýmissa íslenskra fyrir- tækja. Enginn ráðherra er með í för en til stóð að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra færi utan. Það breyttist eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar og bar þau undir þjóðina. Indlandsheimsóknin hófst í gær með málþingi um tækni, orku og við- skipti. Í lok málþingsins var undir- ritaður samningur milli íslenska jarðhitafyrirtækisins Reykjavik Geothermal og indverska orkufyr- irtækisins Thermax um jarðhita- rannsóknir á Indlandi. Einnig var undirritaður samningur milli orku- tæknifyrirtækisins Marorku og Un- ique Maritime Group á Indlandi. Ísland sem tökustaður Í dag verður sérstök kynning á möguleikum indverskra kvikmynda- fyrirtækja til að nýta Ísland sem tökustað. Verða fulltrúar íslenskra kvikmyndafyrirtækja viðstaddir kynninguna. Í tilkynningu forseta- embættisins segir að á Indlandi séu framleiddar fleiri kvikmyndir en í nokkru öðru landi. Þarlend kvik- myndafyrirtæki hafi í vaxandi mæli leitað til landa þar sem völ er á „ein- stæðri náttúru og hæfileikaríku samstarfsfólki“. Alls eru um 30 manns í Indlands- ferðinni, þar af 11 í föruneyti forset- ans, m.a. Guðmundur Eiríksson sendiherra, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, og Þórður Hilmarsson, forstöðumað- ur Fjárfestingarstofu. Til viðbótar er viðskiptasendinefnd, skipuð 18 fulltrúum 12 fyrirtækja og stofnana. Þau eru Össur, Landsvirkjun Power, Lýsi, Mænuskaðastofnunin, Alvarr, ProIce, Reykjavik Geothermal, LS Retail, Verkís, Kaldara, Marorka og Actavis. bjb@mbl.is Indlandsheimsókn forseta Íslands hafin Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Indland Forsetahjónin heimsóttu skóla í Mumbaí í gær en þann dag fagnaði Dorrit Moussaieff sextugsafmæli sínu.  Um 30 manna sendinefnd með í för en enginn ráðherra  Samið í gær um jarðhitarannsóknir Íslendinga á Indlandi Hápunktur heimsóknar forseta Ís- lands til Indlands er á morgun, fimmtudag. Hefst dagskráin þá með háttíðarmóttöku við forseta- höllina þar sem forseti og for- sætisráðherra Indlands taka á móti forseta Íslands. Síðan mun Ólafur Ragnar leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að leiði Mahatma Gandhi. Að því loknu hefjast fundir með indverskum ráðamönnum og forystumönnum í viðskiptalífi. Síð- degis verður sérstök hátíðar- samkoma þar sem forsetinn mun taka við Nehru-verðlaununum að viðstöddum fjölda indverskra ráðamanna, að því er segir í til- kynningu frá forsetaembættinu. Eru verðlaunin ein helsta viður- kenning sem Indland veitir en þau fær Ólafur Ragnar fyrir framlag á alþjóðlegum vettvangi og baráttu fyrir samstarfi sex þjóðarleiðtoga um frið og afvopnun. Fær Nehru-verðlaunin afhent á morgun EITRUNARMIÐSTÖÐ Landspít- alans og fleiri stofnanir á heilbrigð- issviði hafa vakið athygli á því að hægt er að kaupa á netinu svo- nefnda „kraftaverkalausn“ eða MMS sem getur valdið alvarlegu líkamstjóni. Ekki er þó vitað um nein dæmi um slys hér á landi. En bent er á að mikilvægt sé að til- kynna til yfirvalda ef grunur leikur á eitrun af völdum lausnarinnar, segir Guðborg Guðjónsdóttir, yf- irmaður Eitrunarmiðstöðvarinnar. Hún er í sambandi við starfssystkin sín víða um heim og fær sendar við- varanir frá þeim ef talin er hætta á slysum. „Í Frakklandi kom nýlega upp til- felli og þeir eru að grennslast fyrir um það hvort eitthvað slíkt hafi gerst í grannlöndunum,“ segir Guð- borg. „Einnig kom upp tilfelli í Nor- egi í október þar sem tveggja ára barn komst í svona flösku og varð veikt og sagt hefur verið frá fleiri eitrunum á ráðstefnum.“ Umrædd „kraftaverkalausn“ er seld undir heitinu Miracle mineral solution eða MMS en einnig stundum Miracle mineral supplement. Í lausninni er 28% natríum klórít (NaClO2) sem ætlað er að lækna ýmsa sjúkdóma. Guðborg bend- ir á að ekki er um að ræða natríumklóríð, sem er venjulegt matarsalt. „Natríumklórít er hins vegar mjög öflugt efni, mjög svipað og natríumhypóklórít sem oft er notað til að bleikja. Ætlast er til að fólk þynni MMS en hættan er að það sé ekki rétt gert og svo geta börn auðvitað komist óvart í efnið.“ Í tilkynningu frá sóttvarnalækni, Lyfjastofnun, Matvælastofnun, Um- hverfisstofnun og Eitrunarmiðstöð- inni segir að engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem styðji notkun MMS við sjúkdómum. Natríumklórít geti valdið metrauðablæði, skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun. Efni frá sama fyrirtæki, natríum- klórdíoxíð, hefur verið á boðstólum í versluninni Góð heilsa gulli betri í Reykjavík en hefur nú verið tekið úr sölu í bili, að sögn talsmanns versl- unarinnar í gær. Skylt er að veita Matvælastofnun upplýsingar um fæðubótarefni sem seld eru hér á landi en stofnunin mun ekki hafa fengið neina tilkynningu um MMS. „Ólæknandi sjúkdómar“ sagðir læknaðir með efninu Á heimasíðu MMS er vitnað í um- sagnir mexíkóskra lækna sem hrósa efninu. „Kraftaverkalausn 21. ald- arinnar“ er fyrirsögnin á einni greininni og er þar fullyrt að hund- ruðum mannslífa hafi verið bjargað fyrir tilstuðlan lyfsins. Á hverjum degi berist skýrslur um að tekist hafi að lækna „ólæknandi sjúk- dóma“ með MMS og seldar séu um 10.000 flöskur á mánuði hverjum. kjon@mbl.is Vara við efninu MMS RÓSA Guðbjarts- dóttir bæj- arfulltrúi gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Hafn- arfirði í prófkjöri 30. janúar nk. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2006 og á sæti í bæjarráði. Rósa sækist eftir 1. sætinu í firðinum MARTA Guðjóns- dóttir, formaður Varðar, full- trúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík og vara- borgarfulltrúi, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Marta stefnir á 3. sætið í Reykjavík ELÍNBJÖRG Bára Magnúsdóttir sæk- ist eftir 5. sætinu í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hún hefur lengi gegnt trúnaðarstörfum fyrir verkafólk og starfar nú sem fiskverkakona og í umönnun. Elínbjörg sækist eftir 5. sæti HILDUR Sverr- isdóttir lögfræð- ingur sækist eftir stuðningi í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Hildur starfar hjá 365 miðlum en áður m.a. sem fram- kvæmdastjóri V-dags-samtakanna. Hildur gefur kost á sér í 4.-5. sæti ODDNÝ Sturlu- dóttir gefur kost á sér í 2. sætið á lista Samfylking- arinnar í Reykja- vík. Hún hefur set- ið eitt kjörtímabil í borgarstjórn og helgað sig mennta-, frístunda-, menningar- og atvinnumálum. Oddný gefur kost á sér í 2. sætið ÞORKELL Ragn- arsson gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og sækist eftir 5. sæti. Þorkell er m.a. í stjórn íbúða- samtakanna Betra Breiðholt og sit- ur í hverfisráði Breiðholts. Þorkell býður sig fram í 5. sætið KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. . Kosningar árið 2010 PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram 30. janúar næst- komandi. Kjörnefnd bárust 13 lögmæt framboð. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér: Elín Sigríður Óladóttir, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir, Helga Ragn- heiður Stefánsdóttir, Jóhanna Fríða Dalkvist, Kristinn Andersen, María Kristín Gylfadóttir, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sig- urlaug Anna Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Orri Björnsson, Valdimar Svav- arsson og Þóroddur Steinn Skaptason. Þrettán gefa kost á sér í Hafnarfirði • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.