Morgunblaðið - 13.01.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Í ÞESSARI viku var ýtt úr vör al-
þjóðlegu ári líffræðilegrar fjöl-
breytni. Að verkefninu standa Al-
þjóðasamtök búvöruframleiðenda
(IFAP). Þetta er mikið hagsmuna-
mál fyrir bændur um allan heim
þar sem líffræðileg fjölbreytni og
landbúnaður eru háð innbyrðis.
IFAP hyggst á þessu ári beina at-
hygli að því lykilhlutverki sem
bændur gegna í hlutverki vistkerfa.
Samtökin skora einnig á ríkis-
stjórnir og þjóðir heims að setja í
gildi áætlanir um að tryggja fram-
tíð líffræðilegrar fjölbreytni jarðar
um leið og tryggt verði að bændur
hafi nauðsynleg úrræði til að auka
matvælaframleiðslu um 70% fyrir
árið 2050 til þess að fæða vaxandi
fjölda jarðarbúa.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Líffræðilegur fjölbreytileiki skiptir
alla bændur miklu máli.
Bændur og vistkerfi
Á FÖSTUDAG nk. verður haldið
málþing um kyn og völd í íslenskum
stjórnmálum og efnahagslífi á veg-
um Rannsóknarstofu í kvenna- og
kynjafræðum (RIKK), Jafnrétt-
isstofu og EDDU – öndvegisseturs.
Á málþinginu verðar kynntar nið-
urstöður íslensks hluta samnorræna
rannsóknarverkefnisins „Kyn og
völd á Norðurlöndum“. Verkefnið
var unnið hjá norrænu kvenna- og
kynjarannsóknarstofnuninni að ósk
norrænu ráðherranefndarinnar.
Umsjón með hinum íslenska hluta
rannsóknarinnar hafði RIKK.
Málþingið fer fram á Háskólatorgi
Háskóla Íslands, stofu 102, kl. 14.30-
16.30.
Kyn og völd á
Norðurlöndum
SM Kvótaþing og Eimskip stóðu
fyrir söfnun um jólin þar sem leit-
að var til útgerðarfyrirtækja og
fiskverkanda, svo og annarra
fyrirtækja tengd sjávarútvegi,
með það fyrir augum að safna
fiski fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Ekki stóð á viðbrögðum og söfn-
uðust tæplega 13 tonn af fisk-
afurðum, sem jafngildir um 52.000
matarskömmtum. Auk fisks söfn-
uðust 700 flöskur af lýsi og pen-
ingaframlag. Gylfi Sigfússon, for-
stjóri Eimskips, afhenti
Mæðrastyrksnefnd einnig
1.750.000 kr. sem söfnuðust í ár-
legi skötuveislu félagsins þann 7.
janúar sl.
Söfnuðu fyrir
Mæðrastyrksnefnd
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÚTLIT er fyrir að Icesave verði að
kosningamáli í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Hollandi í mars og að það
muni eiga þátt í að grafa undan fylgi
flokksbræðra
Wouter Bos
fjármála-
ráðherra í
Verka-
mannaflokknum.
Þetta er mat
Sylvester Eijff-
inger, prófessors
í hagfræði við
Tilburg-háskóla í
Hollandi, en
hann er jafn-
framt einn nánustu ráðgjafa Jan
Peter Balkenende forsætisráðherra.
Inntur eftir þeirri skoðun fjögurra
hollenskra blaðamanna sem Morg-
unblaðið ræddi við í gær að samúð
með málstað Íslands í deilunni hefði
farið vaxandi í Hollandi að undan-
förnu segir Eijffinger það af og frá.
Hollenskur almenningur sé þvert
á móti almennt þeirrar skoðunar að
Íslendingum beri að bæta tjón inni-
stæðueigenda. Svo bætir hann því
við að blaðamennirnir fjórir starfi
hjá blöðum sem séu til vinstri en
sjálfur er hann til hægri og í hópi
helstu ráðgjafa Kristilega demó-
krataflokksins, flokks Balkenende.
Blandast í kosningabaráttuna
Spurður út í pólitísk áhrif Icesave-
málsins í Hollandi telur Eijffinger
það munu hafa áhrif í sveitarstjórn-
arkosningunum í mars en ranglega
var fullyrt í áðurnefndri grein að
framundan væru þingkosningar í
Hollandi og leiðréttist það hér með.
Þingkosningar fara fram í maí á
næsta ári og segir Eijffinger rúmt ár
þar til kosningabaráttan hefjist.
Spurður hvaða áhrif það hefði í
Hollandi ef Íslendingar höfnuðu Ice-
save-lögunum í fyrirhugaðri þjóðar-
atkvæðagreiðslu eins og útlit sé fyrir
segir Eijffinger það mundu verða til
þess að auka hörkuna í málflutningi
stjórnarflokkanna, sem muni verjast
gagnrýni á tök sín á málinu.
Inntur eftir stöðu Verkamanna-
flokksins, flokks fjármálaráðherra,
segir Eijffinger á þessari stundu útlit
fyrir að hann tapi helmingi þingsæta
sinna í þingkosningunum.
Veik staða jafnaðarmanna
Fari svo verði jafnaðarmenn utan
stjórnar en Frelsis- og lýðræðisflokk-
urinn (VVD) að líkindum í stjórn, sem
aftur muni að óbreyttu herða á þeirri
kröfu í hollenskum stjórnmálum að Ís-
land standi við Icesave-samkomulagið.
Ekki þarf að ræða lengi við Eijff-
inger til að átta sig á að hann er ein-
dregið þeirrar skoðunar að Íslend-
ingum beri að bæta tap hollenskra
sparifjáreigenda að fullu.
Bos sætir gagnrýni
Spurður um stöðu Bos fjár-
málaráðherra segir Eijffinger hann
hafa sætt gagnrýni fyrir að tryggja
innistæður sparifjáreigenda hjá Ice-
save upp að 100.000 evrum, eða sem
svarar um 18 milljónum króna, og
taka þar með ábyrgðina úr höndum ís-
lenskra yfirvalda. Alls nemi fjárhæðin
1,3 milljörðum evra, um 234 millj-
örðum króna á núverandi gengi.
En hann telur fjármálaráðherrann
ekki hafa átt neinn annan kost í miðju
fjármálafárviðrinu haustið 2008 en að
ábyrgjast innistæðurnar.
Eijffinger víkur einnig að synjun
forseta Íslands á Icesave-lögunum
sem hann undrast, enda beri forseta
að staðfesta lög sem lýðræðislega
kjörið þing hefur samþykkt.
„Hlutverk hans í ferlinu er heldur
vafasamt,“ segir Eijffinger og bætir
því við að bótaskylda Íslands sé skýr
en óvissa um eignir Landsbankans.
Engar líkur á eftirgjöf
Ráðgjafi forsætisráðherra Hollands í Icesave-málinu segir stjórnina ekki munu
gefa kröfuna eftir Icesave mun hafa áhrif í sveitarstjórnarkosningum í mars
Reuters
Frá Amsterdam Ólík sjónarmið eru uppi um hvort hollenskur almenningur
sé að mildast í afstöðunni til Íslendinga vegna Icesave-málsins.
Í HNOTSKURN
»Jan Peter Balkenende hef-ur verið forsætisráðherra
Hollands frá því í júlí 2002.
»Hann leiðir Kristilegademókrata sem mynduðu
stjórn með Verkamanna-
flokknum og Kristilega lýð-
ræðisflokknum í febrúar 2007.
»Balkenende hafði þá leystupp þingið árið áður og
boðað til kosninga eftir að
minnsti stjórnarflokkurinn
(D66) sleit samstarfinu í kjöl-
far embættisverka Ritu Ver-
donk, ráðherra innflytjenda-
mála.
Meirihluti Hollendinga er enn
þeirrar skoðunar að Íslendingum
beri að bæta hollenskum spari-
fjáreigendum tjónið sem þeir
urðu fyrir við fall Icesave, að
mati ráðgjafa stjórnarinnar.
Sylvester
Eijffinger
„Ég teldi það
góða hugmynd
ef íslenskir ráð-
herrar færu til
Hollands og
skýrðu út sjón-
armið Íslands.
Þannig tel ég að
hægt yrði að ná
fram lausn í
málinu sem
væri ásættan-
leg fyrir báða aðila,“ sagði Jan
Gerritsen, blaðamaður hjá hol-
lenska viðskiptablaðinu NRC Hand-
elsblad, í viðtali við Hlyn Sigurðs-
son á vefsjónvarpi Morgunblaðsins
í gærkvöldi. Gerritsen er ekki í vafa
um að slík kynning myndi vekja at-
hygli, enda hafi íslenskir ráðamenn
„gleymt að upplýsa almenning í
Hollandi og Bretlandi“.
„Hollendingar sjá Icesave-málið
eingöngu út frá því sjónarmiði að
þeir vilja fá peningana sína aftur. En
þeir eru ekki upplýstir um hve
íþyngjandi Icesave-greiðslurnar
yrðu fyrir íslenska ríkið.“
Að lokum má geta þess að tals-
kona hollenska fjármálaráðuneyt-
isins greindi frá því í gær að ráðu-
neytið ætti í ekki viðræðum við
íslensk stjórnvöld varðandi nýtt
Icesave-samkomulag.
Kynning myndi vekja mikla athygli
Jan
Gerritsen
FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs verður haldinn á Akureyri
næstu helgi en flokksráðið er
æðsta vald flokksins milli lands-
funda.
Að þessu sinni má búast við að
komandi kosningar setji svip sinn
á umræðuna, bæði þjóðarat-
kvæðagreiðslan um Icesave og
sveitarstjórnarkosningar í vor.
Í flokksráði eiga sæti 30 lands-
fundarkjörnir fulltrúar en auk
þeirra skipa flokksráð allir kjörn-
ir sveitarstjórnarfulltrúar, al-
þingismenn, varaalþingismenn,
formaður Ungra Vinstri-grænna,
formenn svæðisfélaga og for-
menn kjördæmisráða.
Fundurinn er opinn öllum fé-
lögum í VG og er búist við góðri
þátttöku alls staðar að af landinu,
segir í tilkynningu.
Vinstri græn funda
á Akureyri
ÞEGAR Lanks-
bankinn varð
gjaldþrota og hol-
lenskir innistæðu-
eigendur töpuðu
fé sem þeir höfðu
lagt inn á Icesave-
sparireikninginn
áttu stjórnvöld í
Hollandi ekki að
grípa inn í og
bæta skaðann, að mati Kees Cools,
prófessors í fjármálum fyrirtækja hjá
háskólanum í Groningen.
Cools er gagnrýninn á Wouter Bos,
fjármálaráðherra Hollands, og segir
hann hafa gert mistök með því að
bæta innistæður á Icesave upp að
100.000 evrum fyrir samtals 1,3 millj-
arða evra og senda síðan Íslending-
um reikninginn í formi láns.
Hvorki hafi stafað kerfislæg hætta
af falli Icesave fyrir hollenska banka-
kerfið né verið skýrt kveðið á um
lagaskyldu til að bæta tjónið.
Hann hafi sjálfur hvorki talið það
nauðsynlegt né viturlegt að stíga
þetta skref á sínum tíma og sé því
ekki að gagnrýna það eftir á.
Skoðun hans sé sú að íslenskum
stjórnvöldum hafi borið að skera úr
um hvort þau hygðust bæta hol-
lenskum sparifjáreigendum tjón sitt.
Inntur eftir þeirri skoðun Sylvest-
ers Eijffingers, prófessors í hagfræði
við Tilburg-háskóla í Hollandi, að hol-
lenska stjórnin muni ekki geta gefið
eftir í Icesave-deilunni af ótta við að
missa fylgi í aðdraganda komandi
sveitarstjórnar- og þingkosninga
kveðst Cools því ósammála.
Icesave-málið sé ekki það stórt að
það hafi slík áhrif í stjórnmálum.
Minnihluti vill endurskoðun
Spurður um afstöðu hollensks al-
mennings til málsins á þessari stundu
kveðst Cools telja með fyrirvara að
30-40% Hollendinga séu fylgjandi því
að semja á ný um Icesave í ljósi upp-
lýsinga um að Ísland geti ekki staðið
undir skuldunum. Þetta hlutfall muni
ekki breytast mikið á næstunni.
Þá bendir Cools á að þar sem Hol-
land hafi lánað Íslendingum fé til að
bæta innistæðueigendum tjónið, þjóð
sem standi utan Evrópusambandsins,
sé verið að skapa fordæmi sem allt
eins gæti átt við hvaða annað ríki sem
er. Með því að leggja fé inn á Icesave
hafi hollenskir sparifjáreigendur tek-
ið áhættu. Taka verði afleiðingunum.
Mistök að tryggja
innistæðurnar
Fall Icesave ekki ógn við bankakerfið
Kees Cools
„ÉG færi rök fyr-
ir tvennu í grein
minni. Annars
vegar set ég
spurningarmerki
við hvort [Wou-
ter] Bos [fjár-
málaráðherra]
hafi verið í rétti
til að gera það
sem hann gerði.
Síðan velti ég því
upp hvort Íslendingum bæri lagaleg
skylda til að bæta hollenskum spari-
fjáreigendum tjónið umfram
greiðslugetu tryggingasjóðs inni-
stæðueigenda,“ segir Sweder van
Wijnbergen, prófessor í hagfræði
við Háskólann í Amsterdam, um
grein sína um Icesave-málið í hol-
lenska dagblaðinu NRC Handels-
blad í fyrradag.
„Svo benti ég á að hvað sem for-
sögunni líður er staðan sú að Ísland
stendur frammi fyrir skuldum sem
það getur ekki staðið undir. Staða
ykkar er svipuð og hjá Mexíkó fyrir
rúmum hálfum öðrum áratug þegar
samið var um skuldir ríkisins upp á
nýtt í kjölfar skuldakreppu í þriðja
heiminum í lok níunda áratugarins.“
Van Wijnbergen víkur því næst að
því skrefi Wouter Bos fjármála-
ráðherra að hækka þak á innistæðu-
tryggingum úr 40.000 í 100.000 evr-
ur eftir fjármálahrunið.
Bos í vafasömum leiðangri
Hann hafi síðan sent Íslendingum
reikninginn fyrir tryggingunni.
„Ráðherranum bar ekki nauðsyn
til að gera þetta. Ég raunar leyfi
mér að efast um að hann hafi haft
heimild til þess. Það sem ráðherrann
gerði var að svipta Íslendinga því
tækifæri að láta kanna lagalegan
grundvöll krafna um bætur fyrir
tapaðar innistæður, með því að bæta
sparifjáreigendum tjónið.“
Van Wijnbergen bendir því næst á
að ekki sé kveðið á um slíka bóta-
skyldu í evrópskum tilskipunum og
að þar sé ekki skilgreint hversu hátt
hlutfall af innistæðum eigi að vera í
innistæðutryggingasjóðum. Þá sé
ekki hefð fyrir því að trygginga-
sjóðir bæti tapað sparifé að fullu.
„Frá mínum bæjardyrum séð er
ekki skýrt að Ísland hafi brotið evr-
ópskar reglur, líkt og Bos heldur
fram. Ég held að hann hafi á röngu
að standa,“ segir Van Wijnbergen.
Átelur stjórnina
fyrir framgönguna
Prófessor ver málstað Íslands í grein
Sweder
van Wijnbergen