Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
HINDÚAR bíða eftir ferju á Ganges-fljóti á leið
til Sagar-eyjar á Indlandi þar sem þeir ætla að
taka þátt í hátíðinni Makar Sankranti á morgun.
Gert er ráð fyrir því að um fimm milljónir
hindúa baði sig þá í hinu helga fljóti Ganges þar
sem það rennur út í Bengal-flóa.
Reuters
MILLJÓNIR HINDÚA Í BAÐ Í GANGES-FLJÓTI
Stuðningurinn
við Verka-
mannaflokkinn í
Bretlandi hefur
minnkað um tvö
prósentustig á
einum mánuði og
hefur ekki verið
jafnlítill frá því í
september, sam-
kvæmt nýrri
könnun sem dagblaðið The Times
birti í gær. Um 28% aðspurðra
sögðust styðja Verkamannaflokk-
inn en stuðningurinn við Íhalds-
flokkinn jókst um þrjú prósentustig
í 41%.
Næstu þingkosningar í Bretlandi
eiga að fara fram ekki síðar en í
júní. Engum breskum stjórn-
málaflokki hefur tekist að vinna
upp svo mikið forskot á jafn-
skömmum tíma fyrir kosningar, að
sögn The Times.
Íhaldsmenn í
Bretlandi auka
forskot sitt
Gordon Brown
AÐEINS þrjár
konur klæðast
búrku að jafnaði
í Danmörku,
samkvæmt rann-
sókn fræðimanna
við Kaupmanna-
hafnarháskóla
fyrir danska
þingnefnd sem
fjallar um tillögu
Íhaldsflokksins
um bann við íslömskum fatnaði sem
hylur konuna frá hvirfli til ilja.
Rannsóknin leiddi í ljós að 150-200
konur í Danmörku klæðast niqab,
sem líkist búrkunni en er ekki með
net fyrir augunum.
Íhaldsflokkurinn ætlar að halda
tillögunni um bannið til streitu
þrátt fyrir þessa niðurstöðu.
Aðeins þrjár konur í
búrku í Danmörku
Afgönsk kona í ísl-
amskri búrku.
FJÖGURRA ára
gömlum pilti hef-
ur verið stíað frá
bekkjarsyst-
kinum sínum og
gert að sitja einn
í bókasafni
barnaskóla í einu
úthverfa Dallas-
borgar í Texas
vegna þess að
hann er með síð-
ara hár en reglur skólans heimila.
Stjórnendur skólans féllust á að
slaka til en sögðu þó að hárið mætti
alls ekki ná niður fyrir eyru. For-
eldrar piltsins, sem heitir Taylor
Pugh, höfnuðu þessari tilslökun á
fundi sem haldinn var í fyrradag.
Pilturinn verður því áfram í ein-
angrun í skólanum að sögn frétta-
stofunnar AP í gær.
Deilt um bann við
síðu hári í skóla
Taylor er sagður
með of sítt hár.
VAXANDI bjartsýni gætir meðal Afgana um
þróunina í landinu, ef marka má viðhorfskönn-
un sem gerð var á vegum breska ríkisútvarps-
ins, ABC-sjónvarpsins í Bandaríkjunum og
ARD-sjónvarpsins í Þýskalandi.
Rúm 70% aðspurðra sögðust telja að ástand-
ið í Afganistan myndi batna á næstu tólf mán-
uðum, en aðeins 40% Afgana voru þeirrar
skoðunar í samskonar könnun fyrir ári. Um
68% Afgana styðja nú bandaríska herliðið í
landinu, um fimm prósentustigum fleiri en fyr-
ir ári. Stuðningurinn við hersveitir undir stjórn
Atlantshafsbandalagsins hefur aukist úr 59% í
62%, ef marka má könnunina, sem náði til 1.500
Afgana í öllum héruðum landsins.
Könnunin leiddi ennfremur í ljós vaxandi
andúð í garð talibana sem hafa barist gegn afg-
önsku ríkisstjórninni og erlendu hersveitun-
um. Um 90% aðspurðra sögðust vilja núver-
andi stjórnkerfi og aðeins 6% vildu að landið
yrði undir stjórn talibana.
Um 69% sögðust telja að landinu stafaði
mest hætta af talibönum og 66% kenndu
talibönum, al-Qaeda og erlendum íslamistum
um ofbeldið í Afganistan. Um 83% sögðust
telja að innrás erlendu hersveitanna árið 2001
til að steypa stjórn talibana af stóli hefði verið
af hinu góða. 69% voru þessarar skoðunar fyrir
ári.
Um 74% aðspurðra sögðust vera mjög
ánægð eða fremur ánægð með niðurstöðu um-
deildra forsetakosninga í Afganistan í fyrra
þrátt fyrir ásakanir um stórfelld kosningasvik.
Mikil ánægja með forsetann
Um 72% sögðu að Hamid Karzai forseti
hefði staðið sig vel eða frábærlega í embætti,
um 20 prósentustigum fleiri en fyrir ári. Um
60% sögðu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel eða
frábærlega og aðeins 10% töldu hana hafa
staðið sig illa. Um 95% sögðust þó telja að spill-
ing í stjórnkerfinu og lögreglunni væri vanda-
mál, þar af töldu 76% spillinguna vera stórt
vandmál. bogi@mbl.is
Mikil bjartsýni meðal Afgana
Rúm 70% landsmanna telja að ástandið í Afganistan batni á næstu misserum Vaxandi andúð í garð
talibana og aukin ánægja með afgönsku ráðamennina Stuðningurinn við erlendu hersveitirnar eykst
» Um 69% telja að landinu stafi mest hætta af talibönum
» Um 68% landsmanna styðja bandaríska herliðið í Afganistan
» 90% vilja núverandi stjórnkerfi og aðeins 10% vilja talibana
KRÍAN flýgur meira en 70.000 kíló-
metra á árlegu farflugi sínu á milli
pólanna og sumar þeirra fljúga sem
samsvarar þremur ferðum til
tunglsins og til baka á ævinni.
Þetta er á meðal þess sem kemur
fram í nýrri grein í bandaríska vís-
indatímaritinu Proceedings of the
National Academy of Sciences.
Greinin byggist á niðurstöðum
rannsóknar hóps vísindamanna frá
Grænlandi, Danmörku, Bandaríkj-
unum, Bretlandi og Íslandi, en þeir
hafa kortlagt nákvæmlega farflug
kríunnar frá varpstöðvunum á noð-
urslóðum til vetrarheimkynna við
suðurskautið. Á meðal greinarhöf-
undanna er Ævar Petersen, fugla-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, og skýrt er frá niðurstöð-
unum á vef stofnunarinnar,
www.ni.is.
Við rannsóknina var beitt nýlegri
tækni, 1,4 gramma ljósrita („geo-
locator“), sem komið var fyrir á
fæti fugla. Rannsóknin leiddi meðal
annars í ljós að eftir að kríurnar
fóru frá varpstöðvunum síðsumars
höfðu þær um það bil mánaðar-
langa viðdvöl á miðju Norður-
Atlantshafi, um þúsund kílómetra
norðan við Asoreyjar. Fuglarnir
héldu síðan áfram suður á bóginn
undan ströndum Norðvestur-
Afríku en nálægt Grænhöfðaeyjum
gerðist nokkuð sem ekki var vitað
áður. Í stað þess að halda áfram
suður undan ströndum Afríku
sveigði um helmingur fuglanna
vestur yfir Atlantshaf og hélt áfram
suður með ströndum Suður-
Ameríku. Þegar fuglarnir voru
komnir suður undir Argentínu fóru
sumir þeirra beina leið til vetrar-
stöðvanna í Weddellhafi en vísinda-
mönnum til undrunar héldu aðrar
kríur með staðvindum beint austur
til Suður-Afríku. Þaðan héldu fugl-
arnir til vetrarstöðvanna eftir mis-
munandi leiðum. Sumar kríur,
þeirra á meðal ein íslensk, fóru
langleiðina austur til Ástralíu áður
en þær sneru aftur vestur á bóginn
til Weddellhafsins. Þar voru fugl-
arnir í þrjá til fjóra mánuði meðan
vetur var á norðurslóðum.
Fara ekki stystu leið
Rannsóknin leiddi ennfremur í
ljós að kríur velja aðra leið norður
á bóginn en í suðurferðinni og fara
ekki stystu leið. Þær fljúga í norður
eftir S-laga ferli sem er nokkur
þúsund kílómetrum lengri en bein-
asta leið sem þær gætu farið.
Þannig nýta kríurnar sér
ríkjandi veðurkerfi, sem stjórnast
af snúningi jarðar, og spara mikla
orku, að því er fram kemur á vef
náttúrufræðistofnunar.
Fljúga yfir 70.000 km á ári
Hulunni svipt af farflugi kríunnar milli varpstöðvanna á norðurslóðum og
vetrarheimkynna Sumar fljúga sem samsvarar þremur tunglferðum á ævinni
Farflug Gulu línurnar sýna leiðir kríunnar suður á bóginn með viðkomu á
Atlantshafi (lítill hringur). Hvíta línan sýnir leið kríunnar norður á bóginn.