Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þegar Stein-grímur J.Sigfússon fjármálaráðherra segir á fundi um skattamál „you ain’t seen nothing yet“, um breytingar á skatt- kerfinu, þá er full ástæða til að taka hótunina alvarlega. Ekki þarf að rifja upp skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar, en hún hefur hækkað nánast alla skatta og gjöld sem til voru, auk þess að finna upp nýja skatta. Ríkisstjórnin hef- ur á skömmum valdaferli um- bylt skattkerfinu og í raun af- lagt staðgreiðslukerfi skatta, þannig að þegar fjármálaráð- herra talar með þessum hætti hljóta menn að hlusta og velta því fyrir sér hvað kunni að vera framundan. Í þessu sambandi er nauð- synlegt að hafa í huga aðdrag- anda þeirra gríðarlegu skatta- hækkana sem dunið hafa yfir. Síðastliðið vor fóru fram kosningar og fyrir þær var meðal annars mikið rætt um skatta. Núverandi stjórn- arflokkar útilokuðu ekki skattahækkanir en þeir gerðu ekki heldur mikið úr áformum sínum á því sviði. Þvert á móti brugðust þeir ókvæða við þeg- ar því var haldið fram að þeir myndu fara út í skattahækk- anir. Sem dæmi birtist auglýsing skömmu fyrir kosningar þar sem því var haldið fram að vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna áformaði að hækka skatta verulega. Framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar brást við með því að segja að í auglýsingunni væri „því ranglega haldið fram að Samfylkingin áformi umtalsverðar og margvíslegar skattahækkanir. Hið rétta er að Samfylkingin hef- ur ítrekað sagt að vandinn í rík- isfjármálum verði ekki leystur með skattahækkunum heldur verði megináhersla lögð á að mæta halla ríkissjóðs með að- haldi, niðurskurði og baráttu gegn skattsvikum.“ Einn frambjóðenda Vinstri grænna brást ekki síður illa við aug- lýsingunni og sagði að „meint- ar skattahækkanir“ væru „ýktar og uppspunnar“. Frambjóðandinn sagði einnig: „Sannleikurinn er svona: Í samþykktum ályktunum VG um efnahagsmál var talað um að taka upp sanngjarnan eignaskatt. Það voru nú öll herlegheitin. Engar út- færslur. Forysta flokksins hefur á síðari stigum rætt lauslega um að setja á eigna- skatt fyrir stóreignafólk sem er líka með háar tekjur.“ Það er í þessu samhengi sem skattgreiðendur hljóta að skoða ummæli fjármála- ráðherra og formanns Vinstri grænna um að þær breytingar sem þegar hafi verið gerðar séu ekkert á við það sem í vændum sé. Um leið hlýtur almenningur að vera farinn að lýjast að sitja undir sífelldum hótunum stjórnvalda um framtíðina. Hótanirnar hafa lengi dunið á fólki vegna afgreiðslu Ice- save-málsins, áður var hót- unum beitt til að koma um- sókn um aðild að Evrópusam- bandinu í gegnum Alþingi og nú er hótað stórfelldum skattahækkunum. Getur verið að það sé svona sem velferðar- stjórn kemur fram við al- menning í landinu? Í ljósi reynslunnar er ástæða til að taka orð fjármálaráð- herra alvarlega} Fjármálaráðherra hótar meiri skattahækkunum Alain Lipietzsagði nokkur orð til stuðnings hagsmunum Ís- lendinga. Viðbrögð stjórnarliða eru af- ar athyglisverð. Lipietz, sem er franskur þing- maður á Evrópuþinginu, leyfði sér að færa fyrir því rök að Ís- land ætti alls ekki að greiða hina svokölluðu Icesave- skuldbindingu því að ábyrgðin væri Breta og Hollendinga. Lipietz hefur mikla reynslu og þekkir vel til á þessu sviði þannig að stuðningur hans við hagsmuni Íslendinga gæti reynst gagnlegur. Flest stjórnvöld tækju slíku fagn- andi, en hér gerð- ist það að for- sætisráðherra sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu til að andmæla sjónarmiðum Li- pietz. Hið sama gerðu þing- menn bæði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Hvað í ósköpunum rak þetta fólk fram á ritvöllinn til að veitast að erlendum stuðn- ingsmanni Íslendinga? Er þeim ómögulegt að tala ekki gegn hagsmunum Íslands? Stjórnvöld gátu ekki stillt sig um að veikja málstað Íslands } Gegn hagsmunum Íslands S vartir janúardagar eru þungir á sál- inni. Það er skrýtið hvaða áhrif þetta blessaða skammdegi getur haft á annars léttlyndasta fólk. Sjálfri líður mér eins og vekjara- klukkan og alheimurinn hafi tekið höndum saman í stórfelldu samsæri gegn mér þegar hringingin rekur mig á fætur á morgnana. Jan- úar er erfiðasti mánuður ársins að þessu leyti því þrátt fyrir að daginn sé tæknilega séð tekið að lengja verður myrkrið allt í einu svo svart þegar jólaljósin slokkna og næsta tilhlökkunar- efni er í sex mánaða fjarlægð: sumarið. Ó elsku íslenska sumar, hvað ég þrái þig heitt. Eftir að gjaldeyrishöft og gengishrun hertóku Ísland og færðu það með einhverjum hætti mun norðar á bóginn og fjær umheim- inum en það hafði nokkurn tíma áður verið hefur mér oft orðið hugsað til þess hvað ég er heppin að það skuli þó að minnsta kosti vera hér sem ég sit föst í gjaldeyrishöft- unum. Hér þar sem ferðaþráin hefur þrátt fyrir allt næg tækifæri til að fá útrás þótt ekki sé það utan landstein- anna. Ekki síst get ég yljað mér við þessa hugsun nú í verstu skammdegisþyngslunum þegar tilhlökkunin til sumarsins heldur í manni lífinu. Ég get ekki gert upp við mig hvert mig langar mest til að fara þetta árið; á Hornstrandir eða Austfirði? Í Þjórs- árver eða Lónsöræfi? Núpsstaðaskógur eða Langisjór, Herðubreiðarlindir eða Tröllaskagi? Eða að Fjallabaki, þar sem ég get endalaust farið og alltaf fundist ég vera að sjá heiminn í fyrsta skipti enda ber landslagið því vitni að skaparinn hafi verið í trylltu skapi þegar hann galdraði það fram. Ég veit að ég kemst ekki yfir allt saman þetta sumarið en get huggað mig við að eiga nóg framundan næstu sumur á eftir. Það má vera að það sé klisja, en staðreyndin er sú að kreppan er aldrei fjarlægari en á fjöll- um. Hvernig er líka hægt að hugsa um pen- inga eða skuldir þegar öræfin blasa við og skynfærin bregðast þér: þá er ekki fullnægj- andi að sjá fegurðina, þig langar líka til þess að synda í fegurðinni, gleypa hana, faðma feg- urðina, syngja hana, vera hluti af henni. Ég hef alltaf fundið til með þeim Íslendingum sem njóta ekki náttúrunnar hér því hún er það besta sem við eigum og án hennar væri þetta harla lítt spennandi sker að búa á. Reykjavík er ekki sér- staklega skemmtileg borg eða falleg. Þær eru margar borgirnar í öðrum löndum sem skáka Reykjavík í þeim efnum enda væri ég sennilega löngu flutt héðan burt ef borgarlífið væri það eina sem þetta land hefði upp á að bjóða, hvað þá í þessu blessaða skammdegisslabbi. Það er svolítið erfitt að vera Íslendingur þessi dægrin, þegar heiðarleiki okkar er umdeildur á heimsvísu, við er- um slypp, snauð og hrakin og svo skammdegisþunglynd í ofanálag. Það er aðeins ein leið til að vinna sig upp úr svo- leiðis ástandi og það er að hafa eitthvert markmið til að stefna að og hlakka til. Til skamms tíma litið er það sum- arið, til lengri tíma bjartari tíð. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Landið faðminn breiðir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is V egagerðin er að ræða möguleika á uppsetningu vegriða milli akbrauta á 2+2-vegum víðar en nú er. Auður Þóra Árna- dóttir, forstöðumaður umferð- ardeildar Vegagerðarinnar, sagði að í gildandi veghönnunarreglum væri al- mennt ekki, frekar en í mörgum öðr- um löndum, gert ráð fyrir vegriði milli akstursstefna þegar 13 metra bil er á milli akbrauta. Þegar umferðarþungi á slíkum vegum nær 20 þúsund bílum á dag á samkvæmt reglunum að skoða hvort þörf sé á vegriði. Hver kílómetri af vegriði kostar yfir 10 milljónir króna. Vegagerðin byrjaði í fyrra að setja vegrið milli akstursstefna á Kringlu- mýrarbraut. Komið er vegrið frá Bústaðabrú og langleiðina að Kópa- vogslæk. „Við erum að fikra okkur suðureftir og byrjuðum þar sem umferðin er mest,“ sagði Auður. Á Hafnar- fjarðarvegi, norðan Arnarneshæðar, er umferðarþungi nú um 42.000 bílar á dag. Auður benti á að vegurinn hefði verið hannaður fyrir meira en 20 árum þegar aðrar reglur giltu og umferðin var minni. Hún taldi að í ljósi umferð- arþunga ætti tvímælalaust að vera þar vegrið milli akbrauta. Vegagerðin vinnur eftir áætlun stjórnvalda um umferðaröryggi. Auð- ur sagði að í fyrra hefði 210 milljónum verið varið til að auka umferðaröryggi á 60 stöðum í þjóðvegakerfinu en það er samtals um 13.000 km. Slysastaðir voru lagfærðir og unnar fyrir- byggjandi aðgerðir á borð við grjót- hreinsun vegkanta og lengingu vegr- iða við brýr. Auður sagði það vera mat lögregl- unnar að víravegriðið sem sett var milli akbrauta í Svínahrauni hefði komið í veg fyrir alvarleg slys. Hún benti á að einnig þyrfti að huga að um- ferðarþungum 1+1-vegum, t.d. Vest- urlandsvegi á Kjalarnesi og þeim kafla Reykjanesbrautar suður frá Hafn- arfirði sem eftir er að tvöfalda. FÍB skorar á stjórnvöld Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur skorað á stjórnvöld að setja upp vegrið á samtals 47,2 km köflum tvöfaldra vega sem eru án vegriðs. Kostnaður við það myndi nema um 500 milljónum króna. Ólafur Kr. Guðmundsson, varafor- maður FÍB, sagði að setja þyrfti vegr- ið milli akreina 2+2-vega því þar væri leyfður meira en 70 km hraði. Hann nefndi t.d. Reykjanesbraut, Hafn- arfjarðarveg, Vesturlandsveg að Mos- fellsbæ, Kringlumýrarbraut, Miklu- braut og kafla í Ártúnsbrekku. Ólafur sagði mörg dæmi um að bílar á 2+2-vegum hefðu farið yfir á öfugan vegarhelming. Sem kunnugt er varð nýlega hörmulegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi þegar bíll fór á milli akbrauta og ók á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Þrír menn létu lífið. Ólafur sagði að frá því að víravegrið var sett á milli akreina í Svínahrauni fyrir rúmum þremur árum hefði verið keyrt á það um 65 sinnum. Þar af væri vitað að í a.m.k. sex tilvikum hefði ver- ið hætta á að bíllinn sem ók á vegriðið lenti framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt en vegriðið kom í veg fyrir það. Uppsetning vegriða milli akbrauta skoðuð Morgunblaðið/RAX Vegrið Í Svínahrauni eru akreinar aðskildar með vegriði. Ljóst þykir að það hafi komið í veg fyrir slys þótt bílar hafi skemmst við að aka á vegriðið. Vegagerðin er að skoða mögu- leika á að setja víðar vegrið á milli akbrauta 2+2-vega en þau eru nú. FÍB hefur skorað á stjórn- völd að setja upp slík vegrið. Það kostar um 500 milljónir króna. „Ég fagna því sem FÍB og aðrir eru gera í þágu umferðar- öryggis,“ sagði Kristján L. Möll- er samgönguráðherra um það markmið FÍB að útrýma bana- slysum í umferðinni með svo- nefndri núllsýn. „Auðvitað er það markmið okkar allra að ekkert banaslys verði í umferðinni,“ sagði Krist- ján og minnti á að hvorki hefði orðið banaslys á sjó eða í lofti á árinu 2008. Kristján sagði að í fyrra hefði alls 367 milljónum kr. verið var- ið til umferðaröryggisáætlunar. Hann sagði að umferðar- öryggismálum yrðu gerð góð skil í nýrri samgönguáætlun sem leggja á fram í febrúar n.k.. „Við ætlum okkur að gera meira í umferðaröryggismálum, ekki síst á höfuðborgarsvæð- inu, á næstunni,“ sagði Krist- ján. „Það er okkar hjartans mál að fækka slysum. Þá er mikill þjóðhagslegur sparnaður fólg- inn í því að fækka slysum að ekki sé talað um sársaukann sem slysunum fylgir. Allt sem gert er til að fækka slysum kemur margfalt til baka.“ Fækkum slysum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.