Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 20

Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Í HÆSTARÉTTI Íslands eru níu dóm- arar, skipaðir til ævi- loka. Þar á meðal er Jón Steinar Gunn- laugsson. Jón Steinar braut blað í sögunni þegar hann svaraði gagnrýni opinberlega, fyrstur hæstarétt- ardómara, á afstöðu sína í dómsmáli. Hér var um að ræða sér- atkvæði sem hann skilaði inn í hæstaréttarmáli nr. 148/2005 (en andstætt hinum dómurunum í mál- inu vildi Jón Steinar sýkna ákærða). Málið var höfðað að frumkvæði stúlku nokkurrar sem kærði fyrrverandi sambýlismann móður sinnar fyrir kynferðisofbeldi gegn sér. Forstöðumaður Barna- húss, Vigdís Erlendsdóttir, tók við- töl við stúlkuna. Fram kom að Vig- dís teldi allt benda til þess að stúlkan hefði verið misnotuð frá unga aldri. Jón Steinar hafði m.a. þetta um málið að segja í grein sem birtist í tímaritinu Lögréttu í júlí 2008: „Svona greinargerð skiptir að mínum dómi yfirleitt ekki máli fyrir sönnunarfærsluna, enda kemur sú frásögn brotaþola, sem greinargerð byggist á, venju- lega fram í því sem brotaþolinn ber sjálfur fyrir dóminum.“ Með þessum orðum hefur Jón Steinar lýst því opinberlega yfir að hann taki yfirleitt lítið sem ekkert mark á álitsgerðum sálfræðinga, enda endursegja þeir bara það sem brotaþoli segir sjálfur fyrir dómi að hans mati. Ekki ber á öðru en að áralangt nám og sérmenntun sálfræðinga sé að engu höfð. Stað- reyndin er samt sem áður sú að sálfræðingar sem koma fyrir rétt eru ekkert síður þjálfaðir í að greina ummerki um andlega áverka en augnlæknar eru sér- þjálfaðir í að greina gláku. Ef sál- fræðingum og geðlæknum er ekki treystandi til að meta andlegt ástand fólks á faglegan hátt, hverj- um er þá treystandi til þess? Ég gaf nýlega út bókina Á mannamáli, sem fjallar um kyn- bundið og kynferð- islegt ofbeldi. Þar velti ég ofangreindum spurningum fyrir mér. Ég er ekki ein um að hafa sett spurning- armerki við afstöðu Jóns Steinars. Guð- mundur Andri Thors- son rithöfundur komst svo að orði í pistli í ágúst 2008: „Enn er Jón Steinar að berjast fyrir því að í dómum sé litið framhjá hvers kyns vitnisburði um sálrænt áfall eftir kynferðisofbeldi. Hann lætur eins og hann trúi ekki á fyrirbærið.“ Áfallastreituröskun, ein alvarleg- asta andlega afleiðing áfalls, er fyrirbæri sem Jón Steinar gefur lítið fyrir. Í áðurnefndri grein sinni hafði hann eftirfarandi um áfallastreituröskun að segja: „Menn verða að sætta sig við að afbrot sem engin vitni eru að verða yfirleitt ekki sönnuð með því að láta kunnáttumenn fara inn í heilabú fórnarlambs eða sakborn- ings og kanna sannleiksgildi frá- sagna þeirra. Réttmæt þrá eftir því að afbrotamenn sleppi ekki við refsingu má ekki valda því að bún- ar séu til aðferðir af þessu tagi við sönnunarfærslu.“ Hér er vert að minnast þess að áfallastreituröskun er ekki tól sem var sérstaklega fundið upp til að auðvelda sönnun í kynferðisbrota- málum, og er síður en svo einungis tengd þeim brotaflokki. Fræðiheit- ið var sett fram við greiningu á þeim geðrænu vandamálum sem bandarískir hermenn glímdu við í kjölfar Víetnamstríðsins á áttunda áratug síðustu aldar. Margir þeirra sem sneru aftur úr stríðinu áttu í svefn- og einbeitingarörðugleikum, glímdu við þunglyndi, doða og áleitnar minningar um atvik sem þeir höfðu orðið vitni að eða tekið þátt í. Ástandið leiddi suma að lok- um til sjálfsvígs. Árið 2005 sviptu 17 fyrrverandi hermenn sig lífi á hverjum degi í Bandaríkjunum, eða um 120 á viku. Jón Steinar sagði jafnframt um áfallastreituröskun að það væri „sjaldgæft eða jafnvel óþekkt að ákæruvald reyni sönnunarfærslu af þessu tagi í öðrum flokkum af- brota, jafnvel þó að þar kunni að vera skortur á raunverulegum sönnunargögnum um afbrot sem ákært er fyrir“. Leit á vefsíðu héraðsdómstóla landsins leiddi í ljós að kærandi bæri merki um eða þjáðist af áfallastreituröskun í: a) líkamsárásarmálum (S-1978/ 2007, S-1010/2007, S-534/2007, S-396/2006) b) broti gegn valdstjórninni (S-395/ 2007) og síðast en ekki síst c) í líkamsárásarmáli (nr. 381/2007) í Hæstarétti, en í því dæmdi Jón Steinar sjálfur. Lítið hefur verið fjallað um áðurnefndar yfirlýsingar, þrátt fyr- ir að hér sé á ferðinni einn af æðstu handhöfum dómsvalds á Ís- landi. Þykir það ekki sæta tíð- indum þegar manneskja í slíkri stöðu grefur undan heilli starfs- stétt? Ef ráðuneytisstjóri umhverf- isráðuneytisins lýsti því yfir að ekki væri mark takandi á álits- gerðum líffræðinga, myndi það vekja meiri athygli? Afstaða Jóns Steinars gengur þvert gegn vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum um sálrænt tjón. Sú vitundarvakning endurspeglast m.a. í ráðleggingu formanns Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra yfirvalda ár- ið 2005 um að styðjast við álit sál- fræðinga í nauðgunarmálum. Eftir stendur spurningin: Ber að taka mark á mati sálfræðinga á and- legum áverkum fyrir íslenskum dómstólum? Ef svarið er já, hvaða þýðingu hefur yfirlýst andstaða hæstaréttardómarans Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar við því? Jón Steinar og sálfræðingarnir Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur » Í Hæstarétti Íslands eru níu dómarar, skipaðir til æviloka. Þar á meðal er Jón Steinar Gunnlaugsson. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Höfundur skrifaði bókina Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli. BOÐUÐ fyrning- arleið ríkisstjórn- arinnar í sjávarútvegi er fjarri því að vera eitthvert einkamál stjórnmálamanna og útvegsmanna. Þessi óá- byrga leið, sem er ekk- ert annað en hrein og klár eignaupptaka, snýst þegar öllu er á botninn hvolft um at- vinnu og afkomu venju- legs fólks um land allt, sérstaklega þó á landsbyggðinni. Þessar óútfærðu tillögur hafa þegar kallað fram óvissu og óöryggi sem teygir sig langt út fyrir raðir útgerðar og fiskvinnslu. Stjórnvöld verða að átta sig á því að með því að vega að rekstrargrund- velli sjávarútvegsfyrirtækja eru þau að vega að hagsmunum almennings. Hvað þýðir 5% árleg skerðing afla- heimilda fyrir Vestfirði? Munum við áfram halda 9% botnfiskkvótans þótt íbúarnir séu ekki nema 2% lands- manna? Eða verður kvótinn fluttur „til fólksins“ eins og það er kallað og þannig safnað saman á höfuð- borgarsvæðinu? Þar býr meginþorri landsmanna. Það er harla fátt um svör. Það er holur hljómur í þessum tillögum stjórnvalda enda hafa menn augljóslega ekki hugsað dæmið til enda. Fiskveiðistjórnun býr ekki til fisk Það vill gleymast í umræðunni um sjávar- útveginn að það er Al- þingi sem setur leik- reglurnar; hverjir mega veiða, hversu mikið, hvar, hvenær og á hvernig skipum. En það er sama hvaða nafni fiskiveiðistjórnun nefn- ist, hún býr ekki til fisk. Strandveiðarnar síðasta sumar eru gott dæmi um þetta. Þar var heimilt að veiða 4000 tonn af fiski, aðallega þorski, sem tekin voru af veiðiheim- ildum aflamarksskipa. Sjávarútvegur snýst ekki um að gogga óslægðum fiski upp á bryggju á sólbjörtum sum- ardegi. Sjávarútvegur er keðja margra samverkandi þátta; veiða og skynsamlegrar nýtingar auðlind- arinnar, hátæknivinnslu, gæðaeft- irlits, skipulags og sölu- og markaðs- starfs. Þetta þarf allt að vinna saman svo hægt sé að ná hámarksarðsemi í sjávarútvegi. Hagræðing í sjávarútvegi hefur kostað miklar fjárfestingar. Fyrir tíma kvótakerfisins vorum við í frjáls- um veiðum. Það var ekki að okkar beiðni að við vorum sviptir stórum hluta þess afla sem við höfðum áður veitt. Við Vestfirðingar vorum í raun alfarið á móti kvótakerfinu. Enginn deilir heldur um að hagræðingin kostaði fórnir, það þekkjum við Vest- firðingar kannski manna best. Undan þessu varð hins vegar ekki vikist og það var atvinnugreinin sjálf sem tók þann slag. Án nokkurs atbeina rík- isins tókum við afleiðingunum af lög- um, þar sem okkur var gert að kaupa aflaheimildir ættu fyrirtækin á annað borð að lifa; kaupa þá út sem ekki höfðu nægar heimildir. Hagræðing – betri rekstur Áræðni, drifkraftur og útsjónar- semi hafa gerbreytt rekstraraf- komunni til hins betra – jafnvel þótt þorskaflinn sé innan við helmingur þess sem var fyrir 20 árum. Það segir sína sögu. Væri t.d. rekstrar- grundvöllur fyrir útgerð Páls Páls- sonar ÍS í dag ef ekki hefðu verið keyptar aflaheimildir til að vega upp niðurskurðinn? Nú á að refsa mönn- um fyrir viðsnúninginn með því að taka af þeim aflaheimildir sem þeir hafa keypt samkvæmt lögum frá Al- þingi. Fyrningarleiðin grefur undan grundvelli fiskveiðistjórnunarinnar. Hún hvetur ekki til ábyrgrar afstöðu og góðrar umgengni um auðlindir sjávarins með langtímaafrakstur fiskistofnanna í huga, heldur stuðlar að því að útgerðarfyrirtækin verða þvinguð til að líta fremur til skamm- tímahagsmuna í rekstri sínum, vegna óvissunar um varanleika veiðiheim- ildanna. Óöryggið grefur undan öllum Fyrningarleiðin, eða upptökuleiðin eins og ég vil frekar nefna það, er ávísun á afturhvarf til ríkisvæðingar og miðstýringar og rekstrar- umhverfis, sem við höfum unnið okk- ur markvisst út úr á 20 árum. Fyrn- ingarleiðin er ávísun á óöryggi. Hún leiðir til þess að enginn fæst til þess að fjárfesta í sjávarútvegi. Og það sem er alvarlegast: Hún leiðir til þess að eignir óbreytts almennings hér á Vestfjörðum, hvort sem hann hefur einhver tengsl við sjávarútveginn eða ekki, munu falla enn frekar í verði. Óöryggið grefur undan okkur öllum. Fyrningarleið ógnar atvinnu og afkomu fólks á landsbyggðinni Eftir Einar Val Kristjánsson » Fyrningarleiðin, eða upptökuleiðin eins og ég vil frekar nefna það, er ávísun á aftur- hvarf til ríkisvæðingar og miðstýringar Einar Valur Kristjánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. á Ísafirði. NÚ HEFUR það opinberast endanlega að vinstristjórnin er ekki fær um að verja hagsmuni þjóðarinnar gagnvart erlendum ríkjum. Blaðamannafundurinn í stjórnarráðinu hefði allt eins getað verið haldinn í Downings- stræti 10. Í stað þess að nota tækifærið og kynna málstað okkar fór fundurinn í að skamm- ast út í forseta lýðveldisins og mála skrattann á vegginn. Á næstu vikum munum við verða vitni að hræðsluherferð ríkisstjórnarinnar, markmiðið verður að hræða þjóðina til hlýðni við Icesave nauðasamn- inginn, sem pólitískir embætt- ismenn nenntu ekki að verjast. Hræða til hlýðni svo stjórnin haldi velli. Íslendingar eru lítil þjóð sem þessa stundina er stjórnað af stjórnmálamönnum með lítið hjarta. Ljósið í myrkrinu er að enn lifir þó lýðræðið. Það er þjóðin sem er með stórt hjarta og með réttlætið að vopni mun hún sigra. Sanngjarn samningur er krafa fólksins, krafa þeirra sem eiga að borga. Birgir Þórarinsson Leiðtogar með lítið hjarta Höfundur er varaþingmaður. NÚ BER svo við að forseti Íslands hefur ákveðið að vera sam- kvæmur sjálfum sér og auk þess hlusta á rödd þjóðar sinnar og alþing- ismanna hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eður ei. Margir tóku andköf þegar forsetinn neitaði að skrifa undir rík- isábyrgðina. Gífuryrðin létu ekki á sér standa og mátti sjá fréttamenn fara offari í spurningum sínum, svo mikil voru tíðindin. Enda kom þetta á óvart. Forsetinn hafði neitað óskabarni sínu um undirritun á vondan víxil. Börnin hans fóru sam- stundis í fýlu og sögðu að allt væri ónýtt. Svo mikið kom þeim þetta á óvart að þau virtust engan veginn tilbúin til þess að mæta þessum tíð- indum. Afleiðingar hroka þeirra mátti strax sjá í illa upplýstum er- lendum fjölmiðlum og barnalegum viðbrögðum þeirra um vilja ekki ferðast með forsetanum. Þrátt fyrir að þetta mál hafi verið reifað endalaust að því virðist á Al- þingi þá er einnig merkilegt að sjá og heyra hversu margir eru illa upp- lýstir um þennan samning. Það er kannski ekki furða þar sem almanna- tengsl Íslands og sér í lagi núverandi ríkisstjórnar, og þeirrar sem var í hruninu, hafa verið til skammar. Margir héldu til að mynda að nú væri verið að kjósa um samninginn sjálfan eða jafnvel að borga ekki neitt. Hið rétta er auðvitað að í lok ágúst 2009 samþykktu íslensk stjórnvöld að þau myndu standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart innistæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Það hefur ekk- ert breyst. Það sætir því furðu þetta upphlaup í erlendum fjölmiðlum sem og íslenskum. Nú er verið að kjósa um útvatnaða fyrirvara frá því í októ- ber um ríkisábyrgð. Það sem er afar sárt að sjá í íslenskri umræðu er að sumir virðast afskrifa þetta mál eins og að nóg sé komið og að þetta sé svo „leiðinlegt“. Mörg verk eru leiðinleg en nauðsyn þeirra verður að vera í fyrirrúmi. Þegar velta á fyrir sér hvers vegna u.þ.b. 60.000 Íslendingar hvöttu til að forseti undirritaði ekki þennan víxil þarf að hafa eft- irfarandi í huga áður málið er sett til hliðar sem „leiðinlegt“. Frá því í janúar 2009 hafa Íslendingar greitt eða munu greiða vexti af „láni“ Breta og Hol- lendinga. Þetta eru 100.000.000 á dag. Það hefur aldrei ver- ið raunhæft að Ísland myndi sleppa alfarið við að greiða þetta „lán“ til baka þrátt fyrir gallaða löggjöf. Ísland mun greiða meira en inni- stæðutrygginguna vegna vaxta og kostnaðar Breta og Hollendinga við umstangið. Hvort 300.000 manna örþjóð getur staðið undir þessum skuldbindingum hafa verið skiptar skoðanir um, því miður virðast þær vera hápólitískar frekar en raunhæfar. Skattar af innistæðum í Bretalandi og Hollandi fóru til þarlendra stjórn- valda. AGS hefur gefið út að þessi höfnun skipti ekki máli. Allar hótanir ríkistjórnarinnar um „hrikalegar“ afleiðingar hafa ekki gengið eftir frá því að krafan um und- irritun hófst. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi en umhugs- unarverður. Ég tel að það verði enn „leiðinlegra“ að greiða þessar fjár- hæðir til baka með blóði, svita og tár- um barna okkar og barnabarna ef þau kjósa að eiga hér heima. Þegar við horfum fram á bága heilbrigð- isþjónustu og svelt menntakerfi mun- um við hugsa til baka og sjá að þol- inmæði og kraft þarf til að ganga í erfið verk. Uppgjöf á grundvelli þess að hlutirnir séu „leiðinlegir“ er ekki í boði fyrir þá framtíð sem okkur sár- vantar að trúa núna á. Leiðinlegt mál Eftir Karenu Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir »Uppgjöf á grundvelli þess að hlutirnir séu „leiðinlegir“ er ekki í boði... Höfundur er BA í sálfræði og MS í mannauðsstjórnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.