Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 23

Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Sonja Sigurð- ardóttir ✝ Sonja Sigurð-ardóttir fæddist í Reykja- vík 7. janúar 1937. Hún lést 17. des- ember 2009. For- eldrar hennar voru Ólöf Stefanía Valdimarsdóttir, f. í Stórholti í Saur- bæjarhreppi, Dal. 1905, d. 1974, og Sig- urður Árnason Stefánsson, f. 1907, d. 1970. Tvíburabróðir Sonju var Birgir, en hann lést 1988. Hálfsyskini að föður eru Sigurður R.S., f.1934, Stefán, f. 1944, og Þórdís, f. 1946. Sonur Sonju er Daði, f. 7. ágúst 1961, kjörforeldrar Daði Guðbrandsson, f. 1924, og Eygló Halldórsdóttir, f. 1925. Dóttir Daða er Hrefna Daðadóttir, f. 1988. Sonur Sonju og Jóns Árnasonar, f. 1941, d. 1998, er Ólafur Valdimars, f. 5. apríl 1974. Útför Sonju var gerð frá Fossvogs- kapellu 7. janúar sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Sverri, við pjakkarnir skríðandi á gólfinu með matchbox-bílana, Ásta í eldhúsinu við heimilisstörfin syngj- andi sálma og ættjarðarlög en hún var söngkona góð, svo heyrðist kall- að „drekkutími“ og þá var búið að smyrja brauð og baka kökur sem við kunnum vel að meta og gerðum góð skil, þetta eru ljúfar minningar um góða tíma. Ástu heimsótti ég ásamt konu minni sumarið 2008 þar sem við gengum frá máli sem var okkur báðum hugfólgið, þá skynjaði ég að Ásta var farin að reskjast og þakka ég guði fyrir að þeim fundi var ekki frestað. Það var ekki deilt um Ástu eða hennar störf, öllum þótti vænt um hana sem til hennar þekktu og hún var ekki að láta bera á sér eða trana sér fram í fremstu röð, það var henni ekki eðlislægt, hún vann sín verk vel og var alltaf til taks nótt sem dag, vetur sem sumar. Ásta var ekki hávaxin kona en stærri var hún í mínum huga en flestir aðrir. Elsku Gummi, Bogga, Heiður, Gísli og fjölskyldur við Dagný, syst- ur mínar og móðir biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hringur Baldvinsson. Hún var kölluð Ásta ljósa og tók á móti flestum börnum sem fædd- ust á sunnanverðum Vestfjörðum og hafði gert það svo lengi sem elstu menn mundu. Hún var hvers manns hugljúfi á Patreksfirði þar sem hún bjó alla tíð, þekkti alla og allir þekktu hana. Undirritaður átti því láni að fagna að vera samstarfs- maður hennar í nokkur ár og mér telst til að saman höfum við tekið á móti hátt í hundrað börnum. Þetta var á þeim tíma þegar flestar konur fæddu í heimabyggð og voru ekki sendar til Reykjavíkur nema eitt- hvað væri augljóslega að. Álagið var því talsvert á ljósmóðurinni og mikið reið á hún kynni sitt fag. Og það kunni Ásta Gísladóttir ljósmóð- ir upp á sína tíu fingur, þótt hún flíkaði þeirri kunnáttu aldrei né stærði sig af henni. Aldrei hélt hún lærða fyrirlestra, aldrei skýrði hún frá flóknum sjúkratilfellum, aldrei setti hún sig á háan hest, heldur vann sitt verk í kyrrþey af fullkom- inni fagmennsku. Í ljósmóðurstarfinu getur ýmis- legt komið uppá sem vekur kvíða eða fát og oft vill þá verða handa- gangur í öskjunni. Þetta gerðist aldrei þegar Ásta var nærri, hún var þannig skapi farin að ekkert gat komið henni úr jafnvægi, hún haggaðist aldrei, sama á hverju gekk. Þetta gat verið óvænt uppá- koma í miðri fæðingu eða glannaleg flugferð til Reykjavíkur í óveðri þar sem flugstjórinn sat sveittur við stýrið og barðist við að halda jafn- vægi en Ásta sinnti sínu verki í mestu rólegheitum aftast vélinni og sagði eina sögu eða tvær í leiðinni. Allir í þorpinu kunnu sögur af Ástu ljósu. Í saumaklúbbum þorps- ins skiptust konurnar á fæðingar- sögum yfir prjónunum og alltaf var Ásta í aðalhlutverki og allir báru henni vel söguna. Mesti sagnasnill- ingurinn var samt Ásta sjálf. Hún hafði einstaka hæfileika til að segja sögu. Sögurnar hennar höfðu sér- stakan stíl. Í þeim var sambland af góðlátlegri kímni, spennandi fram- vindu og óvæntum endi. Fáar stundir voru mér jafn kærar og þegar við Ásta settumst niður í eld- húsinu á Sjúkrahúsinu á Patreks- firði að afstaðinni fæðingu, drukk- um marga kaffibolla og Ásta sagði sögur. Nú er þessi tími liðinn og Ásta segir ekki fleiri sögur, en minningin um hana lifir áfram í hugum okkar sem þekktu hana og við munum halda áfram að segja öðrum sög- urnar hennar þar til okkar tími kemur. Hallgrímur Magnússon, læknir. Ásta ljósa verður alltaf Ásta ljósa í hugum þeirra sem henni kynntust. Ég hafði lengi fylgst með henni úr fjarlægð í lotningu fyrir þessari hæglátu ljósmóður. Lýsingar henn- ar á fæðingum kvennanna sem hún annaðist, voru einstakar. Svo til- gerðarlausar, persónulegar og ein- lægar – svo eðlilegar að þær urðu einstakar. Þessu tók ég strax eftir sem ljósmóðurnemi og síðast heyrði ég vitnað af aðdáun í fæðingarlýs- ingu frá Ástu ljósu nú í haust. Aðeins fáein ár eru síðan Ásta ljósa lét af störfum og hafði þá staðið vaktina fyrir fjölskyldur í Vestur-Barðastrandarsýslu í tugi ára af sömu stóísku rónni, öryggi og lítillæti. Ekki er nema ár síðan hún sagði mér að sér þætti enn skrítið að bregða sér út fyrir bæj- armörkin á Patreksfirði án þess að tilkynna það sérstaklega, enda var hún alltaf til taks fyrir þá sem á henni þurftu að halda. Sveitungar hennar sýndu henni þann virðingarvott að heiðra hana sl. vor og það sama gerðu kollegar hennar er hún var kjörin heiðurs- félagi Ljósmæðrafélags Íslands. Ástu ljósu fylgja margar hlýjar kveðjur með þökk fyrir hennar ein- lægu störf. Guðlaug Einarsdóttir. Lágvaxin, hljóðlát kona með stórt og göfugt hjarta hefur lokið jarðvist sinni. Hún var ein af þessum ótrú- lega sterku íslenzku konum, sem marka spor í líf hvers þess, sem ber gæfu til að kynnast þeim; ekki með dramatískum tilþrifum og háværum yfirlýsingum, heldur með góðri nærveru, umburðarlyndi, fórnfýsi og æðruleysi. Þessa jákvæðu eig- inleika átti Ásta Gísladóttir, ljós- móðir, til að bera í ríkum mæli og marga fleiri. Sá sem þessar línur ritar naut þeirra forréttinda að fá að starfa við hlið þessarar einstöku mann- eskju í sex ár. Aldrei bar skugga á það samstarf, sem smám saman varð það náið, að orð voru nánast óþörf, þegar unnið var saman að hinum ýmsu verkefnum, oftast í tengslum við meðgöngu og fæðing- ar. Faglegt innsæi Ástu var aðdá- unarvert og áratuga ferill hennar sem ljósmóðir við Sjúkrahúsið á Patreksfirði var farsæll og flekk- laus. Húmor hennar var óborgan- legur, og Ásta bar ábyrgð á mörg- um innilegum hlátrasköllum, sem ómuðu um sjúkrahúsið að aflokinni fæðingu barns um miðja nótt, en þá settist hún gjarnan með okkur hin- um í reykhorn sjúkrahússins, fékk sér eina af sínum sjaldgæfu sígar- ettum og sagði sögur. Ásta varð fyrir miklum áföllum í sínu persónulega lífi; missti son sinn ungan í bílslysi og mann sinn fyrir allmörgum árum. Alltaf stóð hún keik og sterk og æðrulaus og lét umhyggju fyrir öðrum sitja í fyrirrúmi. Forsjóninni þakka ég að hafa fengið að kynnast og starfa með Ástu ljósu. Hún styrkti löngun okkar hinna til að verða að betri manneskjum. Blessuð sé minning hennar. Ættingjum hennar vottum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð. Jósep Ó. Blöndal. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÚN SNORRADÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 22. desember, verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00. Birgir Þórhallsson, Snorri Sigfús Birgisson, Guðrún Sigríður Birgisdóttir, Martial Nardeau, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, STEFÁN SÖRENSSON fyrrum háskólaritari, sem andaðist á heimili okkar fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstu- daginn 15. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Perla Kolka. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓNSSON, Dalbraut 27, sem andaðist að morgni jóladags, verður jarðsung- inn frá Áskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Anna Þórðardóttir, Bergur Jón Þórðarson, Eydís Ólafsdóttir, Árnína Jónsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elsku hjartans sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR JÓHANN THORSTEINSSON, lést miðvikudaginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir, Dóra Thorsteinsson, Sigurður Ólafsson, Geir Thorsteinsson, Halldóra Æsa Aradóttir, Pjetur Stefánsson, María Árnadóttir, Helga Sigríður Thorsteinsson, Jón Helgi Jónsson og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra GUÐMUNDAR HEIÐARS GUÐJÓNSSONAR frá Bakkagerði, Ystaseli 21, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Sigurðardóttir, Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir, Andrew James Scrimshaw, Sigurjón Már Stefánsson, Ásta Sólveig Stefánsdóttir, Guðjón Guðmundsson, systkini og afastrákar. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Máshólum 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 8. janúar. Guðlaug Kristófersdóttir, Birgit Guðjónsdóttir, Christian Alexander Klempert, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Kristinn Helgi Guðjónsson, Jóna Svava Sigurðardóttir og barnabörn. Minningar á mbl.is Hannes Árni Wöhler Höfundar: Hinrik Wöhler Eyþór Aron Wöhler Frans Vikar Wöhler Lárus Árni Wöhler Sonja Sigurðardóttir Höfundur: Ingvi Rúnar Einarsson Þorkell Sigmundsson Höfundur: Tryggvi Guðmundsson Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.