Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 25
13. janúar 1949
Fyrsta íslenska talmyndin í lit-
um og fullri lengd, „Milli fjalls
og fjöru“ eftir Loft Guðmunds-
son, var frumsýnd. Hún var
sýnd sjötíu sinnum í Gamla
bíói, oftar en nokkur önnur
mynd fram að því.
13. janúar 1960
Togarinn Úranus fannst en far-
ið var að óttast um hann vegna
þess að ekkert hafði heyrst til
hans í þrjá daga. Hann var á
leið af Nýfundnalandsmiðum
en senditækin höfðu bilað.
„Fagnaðarbylgja fór um
Reykjavík er gleðitíðindin bár-
ust,“ sagði á forsíðu Morg-
unblaðsins daginn eftir.
13. janúar 1970
Byrjað var að merkja síga-
rettupakka með áletrunum um
skaðsemi reykinga: „Viðvörun:
Vindlingareykingar geta vald-
ið krabbameini í lungum og
hjartasjúkdómum.“
13. janúar 1985
Hitt leikhúsið frumsýndi söng-
leikinn „Litlu hryllingsbúðina“
í Gamla bíói. „Einkar faglega
unnin sýning,“ sagði Morg-
unblaðið. Sýningar urðu rúm-
lega eitt hundrað og áhorf-
endur um 50 þúsund.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
7 4
5 9 1 6 4
6 5 3 8
3 9 7
1 9 4
5 8 6
8 9 1 3
7
6
5
6 5 2 4 1 3
1 2 6 9
3
7 4
3 5 9
4 9 1
9 2 3 6 4
7 5 3
7 3 5
3 2 1 7
4
1 3
2 8
6 5 1 9
9 5 8
8
4 7 6
9 4 8 5 3 2 1 7 6
5 6 1 8 4 7 9 2 3
7 3 2 6 9 1 8 5 4
6 5 9 2 7 3 4 1 8
3 2 4 1 8 9 7 6 5
1 8 7 4 5 6 2 3 9
8 1 6 9 2 5 3 4 7
2 9 3 7 6 4 5 8 1
4 7 5 3 1 8 6 9 2
8 4 7 6 3 1 2 5 9
3 2 6 5 7 9 4 8 1
1 9 5 4 8 2 3 7 6
5 1 3 2 6 7 8 9 4
4 6 9 3 5 8 7 1 2
7 8 2 9 1 4 6 3 5
2 5 1 7 4 3 9 6 8
6 3 4 8 9 5 1 2 7
9 7 8 1 2 6 5 4 3
5 8 7 4 2 6 1 3 9
3 9 1 7 8 5 4 6 2
2 6 4 9 3 1 5 8 7
8 4 9 5 7 3 2 1 6
6 3 5 2 1 4 7 9 8
1 7 2 8 6 9 3 5 4
4 5 3 6 9 2 8 7 1
7 1 6 3 4 8 9 2 5
9 2 8 1 5 7 6 4 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 13. janúar,
13. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Þú hefur elskað réttlæti
og hatað ranglæti. Því hefur Guð,
þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu
fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.)
Ámeðan frost og fannfergi ríkirvíðast hvar í Evrópu og sam-
göngur hafa víða verið erfiðar og leg-
ið niðri hafa hlýindi verið á Íslandi.
Nú er reyndar að hlýna á meginlandi
Evrópu. Þótt enn sé frost í norður-
hluta álfunnar, nálgast kvikasilfrið nú
núllið, en fyrir nokkrum dögum mun-
aði tugum gráða á Íslandi og norður-
hluta meginlandsins.
x x x
Víkverji ók um helgina norður áSauðárkrók og til baka og voru
vegir auðir alla leiðina og hvergi
hálkublett að finna. Þetta átti bæði
við á Holtavörðuheiði og Þverárfjalli.
Það var helst þegar komið var inn á
Sauðárkrók að eitthvað var að færð,
klakabunkar á götum og hálka. Hita-
mælir á staðnum sýndi hins vegar níu
gráður á selsíuskvarða á laugardag
og hlýtur það að teljast nær sum-
arveðri en vetrarveðri, sem er harla
óvenjulegt í byrjun janúar.
x x x
Víkverja brá í brún þegar hann fórút í garð á sunnudag til að tína
saman leifar stórskotahríðar áramót-
anna og þrettándans og sá að laukar
voru farnir að gægjast upp úr mold-
inni. Á Íslandi eru hlýindin sem sé
slík á þessum árstíma að gróður læt-
ur blekkjast og vaknar af dvala.
x x x
Um leið og kólnar á byggðu bóliumfram það sem fólk á að venj-
ast hefjast umræður um það hvort
fullyrðingar um hlýnun jarðar séu
ekki úr lausu lofti gripnar. Í þessum
efnum þarf hins vegar að líta á jörð-
ina alla. Evrópa og Norður-Ameríka
eru ekki allur heimurinn. Víkverji
lagðist í fremur óvísindalegt netráf
þegar hann var að velta þessu fyrir
sér og sá ekki betur en óvenju hlýtt
hlyti að nú vera í Síberíu, í það
minnsta var ekki nema um 20 stiga
frost í Omsk í gær, en þar er getur
frostið hæglega farið niður í 70 gráð-
ur á þessum árstíma. Þaðan berast
hins vegar engar fréttir af veðurfari,
sennilega vegna þess að fremur er fá-
mennt á þeim slóðum og líf þeirra fáu,
sem þar búa, umturnast ekki vegna
duttlunga í veðri. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 landræmur, 4
létu af hendi, 7 karl, 8
fim, 9 líkamshlutum, 11
siga, 13 aular, 14 tang-
inn, 15 bráðum, 17
slæmt, 20 augnalok, 22
skræfa, 23 læsir, 24 illa,
25 mannsnafn.
Lóðrétt | 1 staga, 2
konu, 3 magurt, 4 vers, 5
látin, 6 ótti, 10 bjargbú-
ar, 12 elska, 13 hvíldi, 15
mergð, 16 er ólatur, 18
höndin, 19 hreinar, 20
drepa, 21 haka.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gemlingur, 8 galli, 9 rígur, 10 tel, 11 syrgi, 13
aurar, 15 hafts, 18 fagur, 21 Týr, 22 skera, 23 ertan, 24
skapanorn.
Lóðrétt: 2 eflir, 3 leiti, 4 nurla, 5 ungur, 6 agns, 7 grár,
12 gat, 14 uxa, 15 hása, 16 flesk, 17 staup, 18 fregn, 19
getur, 20 röng.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Db6 5. Rb3 e6 6. Rc3 Rf6 7. De2 d6 8.
g4 Be7 9. Be3 Dc7 10. g5 Rd7 11. O-
O-O a6 12. f4 b5 13. Bg2 Bb7 14. Kb1
Hc8 15. Df2 b4 16. Ra4 O-O 17. Rb6
Rxb6 18. Bxb6 Db8 19. h4 Bd8 20. Be3
a5 21. Rd4 Rxd4 22. Bxd4 Da8 23. De3
a4 24. h5 b3 25. cxb3 axb3 26. axb3 e5
27. Bc3 exf4 28. Dxf4 f5 29. h6 g6 30.
Hxd6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Groningen í
Hollandi. Sigurvegari mótsins, hið 13
ára undrabarn Illya Nyzhnik (2434)
frá Úkraínu, hafði svart gegn heima-
manninum Benjamin Bok (2337). 30…
Bxg5! 31. De5 Bxe4+ 32. Bxe4 Dxe4+
33. Dxe4 fxe4 34. Hd5 Bf4 35. He1 e3
36. Bd4 Bxh6 37. b4 Hfe8 svartur hef-
ur nú yfirburðarstöðu og innbyrti vinn-
inginn skömmu síðar.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Varnarsagnir.
Norður
♠43
♥ÁK975
♦6
♣KD954
Vestur Austur
♠ÁKG62 ♠85
♥83 ♥G104
♦K742 ♦ÁD1093
♣107 ♣832
Suður
♠D1097
♥D62
♦G85
♣ÁG6
Suður spilar 4♥.
Það gleymist stundum hvað sagnir
eru þýðingarmikill hluti af vörninni.
Spil dagsins sýnir þetta vel, en það er
frá fjórðu umferð Reykjavíkurmótsins
í síðustu viku.
Með allar hendur uppi er ljóst að
vörnin á að hafa betur. Bókin fæst á
stuttliti blinds, en síðan má uppfæra
úrslitaslaginn á tromp með því að spila
þriðja spaðanum. Þessi vörn reyndist
þó flestum keppendum um megn. Ekki
þó Halldóri Þorvaldssyni og Magnúsi
Sverrissyni. Við þeirra borð sýndi
norður tvílita hönd með því að segja 2♠
við Precision-opnun Halldórs á 1♠.
Magnús á ekki mikið, en sagði þó 3♦ í
upplýsingaskyni. Það dugði til að
teikna upp vörnina síðar: Halldór kom
út með ♠Á og skipti yfir í tígul. Magn-
ús drap, spilaði spaða um hæl og þriðji
spaðinn tryggði slag á tromp.
Hrútur Öfundin er af hinu illa svo þú skalt
varast að láta hana ná tökum á þér. Stað-
setning himintunglanna beina sjónum að
meðferð þinni á fjármunum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Fólk í þessu merki mun fá auknin
tækifæri til ferðalaga og framhalds-
menntunar á þessu ári. Mundu að hrósa
öðrum. Göngutúrarnir þínir hafa setið á
hakanum vegna anna.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Í dag viltu vera umvafin/n fólki.
Hlustaðu vel á þinn innri mann, þú býrð
sjálf/ur yfir lausninni. Mataræðið er ekki
upp á marga fiska hjá þér, taktu þér tak.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Aðstoð annarra kann að koma fyr-
ir lítið og vera hindrun í raun. Leggðu
aukna áherslu á að fegra heimili þitt, það
að mála getur gert kraftaverk.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Bjartsýni er þér eðlislæg. Ekki
bregðast við á sama gamla háttinn, þann-
ig tryggir þú best þinn innri frið. Órói á
vinnustað skemmir fyrir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Allt það erfiði sem þú hefur lagt á
þig undanfarið mun skila árangri. Ekki er
öll nótt úti enn varðandi það að skipta um
starfsvettvang.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú verður beðin/n um að stýra verk-
efni sem þig hefur lengi dreymt um. Ekki
hika við að taka það að þér. Samband fer
út um þúfur, þú vissir að svona færi.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert farin/n að sjá fyrir end-
ann á verkefni sem hefur tekið allan þinn
tíma. Farðu að undirbúa framhaldið.
Himintunglin benda til fjölgunar í kjarna-
fjölskyldunni. Mundu að þú ert frábær.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú þarft að varast svo harða
framgöngu að heilsu þinni kunni að stafa
hætta af. Svaraðu bréfum og skilaboðum
strax til að forðast misskilning.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það eru miklar líkur á að þú
rekist á fyrrverandi maka þinn eða kær-
asta/kærustu þessa dagana. Mundu að
það kostar ekkert að hlusta á það sem
aðrir hafa að segja.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Finnist þér þú ganga á vegg,
hvert sem þú snýrð þér, ættirðu að setjast
niður og íhuga þinn gang. Nöldur er
hvimleitt, ekki festast í því. Heimsókn til
læknis tekur óvænta stefnu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ef þú býst alltaf við vandræðum,
leita þau þig uppi. Vertu jákvæðari, þá
gengur allt betur. Allt hefur sinn tíma.
Nýttu útsölurnar.
Stjörnuspá
Jón M. Jónsson
fyrrverandi
bóndi í Hvítanesi,
V-Landeyjum er
níræður í dag 13.
janúar. Ekki
verður boðið til
veislu en það
verður heitt á
könnunni þennan
dag eins og aðra daga.
90 ára
„ÉG er á leið til Spánar í stutta ferð,“ segir Tinna
Karen Gunnarsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur
hjá MENINGA.IS, sem fagnar þrítugsafmæli sínu í
dag.
Að sögn Tinnu verður samt ekkert sérstakt af-
mælistilstand í ferðinni, það bíður febrúarmán-
aðar. „Þá fagnar mamma stórafmæli og af því til-
efni er fjölskyldan að fara til Bretlands að fylgjast
með leik Manchester United og Portsmouth á Old
Trafford,“ segir Tinna, sem er mikil fótbolta-
áhugakona og hefur sjálf spilað í um tuttugu ár,
fyrst með Val, síðan Fjölni og núna með ÍR-
drottningunum.
Að sögn Tinnu er fjölskyldan búin að tryggja sér miða réttu megin
á áhorfendapöllunum, þ.e. þeim megin þar sem áhangendur Man-
chester United sitja þannig að hún geti notið þess að samfagna liðinu.
Spurð um eftirminnileg afmæli í gegnum tíðina segir Tinna engan
afmælisdag sérstaklega standa upp úr í minningunni. „Þegar ég
hugsa til baka finnst mér alltaf eins og það hafi verið vont veður á af-
mælisdeginum, yfirleitt brjálaður snjóstormur,“ segir Tinna.
silja@mbl.is
Tinna Karen Gunnarsdóttir 30 ára
Fótboltaferð í tilefni afmælis
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is