Morgunblaðið - 13.01.2010, Qupperneq 28
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
LAUGARDAGINN 16. janúar n.k. mun plötusnúðurinn Óli Ofur
koma fram á Nasa og spilar þar í c.a. 6 tíma - einn og óstuddur.
Stóreflis veggspjöld hanga nú uppi um stræti og torg og auðséð að
Óli er að leggja í þetta ævintýri af miklum heilindum og metnaði. En
hví?
„Þetta var spurning um að hrökkva eða stökkva,“ segir plötu-
snúðurinn. „Ég stend og fell með þessu giggi en ég er að láta gaml-
an draum rætast með þessu. Ég legg allt í þetta.“
Hingað koma reglubundið erlendir plötusnúðar, sem
eru iðulega lítt þekktir, hjá almenningi alltént, en þetta
er í fyrsta sinn sem Íslendingur er settur í öndvegi.
„Íslendingar hafa auðvitað haldið uppi heilum kvöld-
um hér áður en þá eru það margir plötusnúðar sem ná
stundum að spila í c.a. hálftíma. Þú nærð ekki að gera
neitt á þeim tíma; það þarf lengri tíma til að byggja
upp stemningu, flæði o.s.frv., að stilla upp því sem þú
getur og kannt. Ég mun því byggja upp allt kvöldið sjálfur frá a - ö.“
Óli segir að ofurdásömun á plötusnúðum erlendist frá hafi á vissan
hátt þreytt senuna.
„Stundum er ekki innistæða fyrir því, þó margir séu þeir vissulega
góðir.“
Óli segir að þrátt fyrir að leggja mikið í að markaðssetja þetta
kvöld verður kostnaður í lágmarki, aðeins mun kosta þúsund krónur
inn og greitt er við innganginn.
„Ég hef hitað upp fyrir heilan helling af plötusnúðum en þetta er í
fyrsta sinn sem ég er miðpunkturinn á svona stóru giggi Ég mun
ekki græða neitt á þessu kvöldi. Þetta er hugsjón, gamall
draumur eins og ég sagði áður. Í mínum huga er þetta
mikilvægasta og metnaðarfyllsta partí sem ég hef sett
upp til þessa og ekkert myndi gleðja mig meira en að
geta spilað danstónlist í hæsta gæðaflokki fyrir fullu
húsi fram á rauða nótt.“
Óli Ofur uppfyllir gamlan draum
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
Ný plata er væntanleg frá Ís-
landsvininum í Brian Jonestown
Massacre, Anton Newcombe. Fyr-
ir u.þ.b. þremur árum eða svo var
Newcombe tíður gestur hér á landi
og komst m.a. í vinfengi við með-
limi rokksveitarinnar Singapore
Sling. Newcombe var þá þekktur
fyrir einstök afköst, bæði hvað
drykkju og tónsmíðar varðar og
var grein gerð fyrir þessum þáttum
að hluta til í heimildarmyndinni
Dig!, sem þykir ein best heppnaða
rokkheimildarmynd síðustu ára.
Nýja platan ber hinn skemmti-
lega titil Who Killed Sgt. Pepper?
og var hljóðrituð í Berlín og hér á
landi. Fjöllistakonan Unnur Andrea
Einarsdottir ljær einu laginu rödd
sína og eitt þeirra kallast „Tunger
Hnifur“, vísun í fleyga setningu úr
Hrafninn flýgur. Búið er að bóka
hljómleikaferðalag um Bandaríkin,
spurning hvort menn stoppi hér?
Hnífurinn þungi
fer víða
Fólk
Gestir eru greinilega ánægðir
með rómantíska sýn Þorra Hrings-
sonar myndlistarmanns á Aðaldal-
inn; á sinuhaga, Laxá og Hvamms-
heiðina. Þorri hefur síðasta áratug
eytt öllum sumrum í vinnustofu
sinni fyrir norðan og málað um-
hverfið á sinn persónulega og
rómantíska hátt. Fjölmenni var á
opnun sýningar Þorra í Listasafni
ASÍ á laugardaginn var, en þar
sýndi hann úrval verka frá síðustu
tveimur árum. Gestir kunnu sýni-
lega vel að meta listina, því nær öll
verkin seldust upp á fyrstu klukku-
stundinni; rauðir blettir staðfestu
sölu á öllum málverkunum, utan
tveimur.
Málverk Þorra úr
Aðaldalnum vinsæl
Takk fyrir segir á vefsíðu hins
þekkta tónlistarblaðs Clash, þó með
aðeins grófari hætti. Þakkirnar
beinast að íslensku hljómsveitinni
FM Belfast en blaðið hefur valið
lag hljómsveitarinnar „I Can Feel
Love“ inn á safnplötu sem hægt er
að hlaða niður af síðunni. Platan
inniheldur lög með hljómsveitum
sem mælt er með fyrir þetta ár.
„Íslenska partýhljómsveitin kom
efni sínu loksins út,“ segir á síðunni
og greinilegt á skrifunum að hjá
Clash leynast einlægir aðdáendur.
Lýsingarnar eru ekki af verri end-
anum og segir meðal annars frá því
að hljómsveitin hafi samstundis
tekið sér fótfestu í þeirra hjörtum
er hún komu fram á Airwaves fyrir
tveimur árum. „„I Can Feel Love“
hefur allt það sem bandið hefur upp
á að bjóða, hávært og hjartnæmt
pop, flutt beint frá hjartanu af tón-
listarstríðsmönnum.“
FM Belfast vekur
athygli erlendis
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG get alveg sagt þér strax að ég
tek bullandi afstöðu í þessari mynd,
ég er ekki skoðunarlaus. Ég hef
skoðanir á þessum hlutum, mér
finnst þetta ekki rétt og fer að leita
mér upplýsinga,“ segir Gunnar Sig-
urðsson leikstjóri um heimildarmynd
sína Maybe I Should Have – Frásögn
af efnahagsundrinu Íslandi.
Myndin verður frumsýnd 20. jan-
úar næstkomandi í Háskólabíói og
fer í almennar sýningar 5. febrúar í
Sambíóinu í Kringlunni.
Eins og nafn myndarinnar gefur til
kynna fjallar hún um íslenska efna-
hagshrunið.
„Þetta er úttekt á eftirleik hruns-
ins, við förum auðvitað aðeins í gegn-
um hrunið og skoðum af hverju allir
þessir hlutir gerðust, en þetta er
mjög persónuleg saga.“
Ertu að segja þína sögu?
„Já að mörgu leyti, mína sögu og
margra annarra í leiðinni, held ég
bara. Ég tala um þetta allt á persónu-
legum nótum og bendi á það sem mér
finnst og á það sem ég trúði á því ég
hélt að þetta væri í lagi. Ég komst að
því haustið 2008 að þetta er ekki í lagi
og hefur ekki verið í lagi í mörg mörg
ár,“ svarar Gunnar.
Hófu vinnu í júní 2009
Gunnar hóf að vinna myndina í júní
í fyrra eftir að hafa verið virkur á
borgarafundum og í mótmælum.
„Ég heimsótti vinkonu mína, Lilju
Skaptadóttur, til Frakklands í fyrra
og þar fórum við að kjafta um hrunið
yfir mat, okkur datt þá í hug að gera
svona mynd, eitt leiddi af öðru og við
hófum að vinna í handritinu þegar
heim kom. Síðan þá höfum við verið
að vinna við myndina jafnt og þétt,“
segir Gunnar um tilurð myndarinnar.
Myndin einskorðast ekki við Ís-
land heldur ferðast þau víða um heim
við gerð hennar. „Við förum um allt,
frá Íslandi til London, þaðan til Gu-
ernsey, Berlínar, Lúxemborgar,
Washington og Tortola. Á Tortola
ræðum við m.a. við landstjórann og
spyrjum hann að því hvernig þetta
virkar hjá þeim. Hann segir okkur
bara að þeir séu svona eyja sem bjóði
upp á þessa þjónustu. Við fengum
mikið af upplýsingum þar.
Í Washington lendum við á hag-
fræðingaráðstefnu og spjöllum við
marga hagfræðinga, meðal annars
William Black, sem skrifaði bókina
The Best Way to Rob a Bank is to
Own One. Við komumst að því að
hagfræðingarnar vissu allir um Ís-
land og töluðu um það af mikilli þekk-
ingu og áhuga. Við erum orðin skóla-
bókardæmi um eitthvað sem við
viljum ekki endilega vera skólabók-
ardæmi um. Síðan ræðum við við
Björgólf Thor Björgólfsson, Evu Joly
og Jón Gnarr. Skopmyndir eftir Hall-
dór Baldursson koma svo við sögu og
við búum til smá leikrit.
Við tölum bæði við Íslendinga og
venjulegt launafólk og ellilífeyris-
þega í Guernsey sem töpuðu öllu sínu
fé hjá Landsbankanum. Fólk sem
lagði peninginn sinn inn í banka, svo
var bankanum bara lokað og pening-
arnir hurfu. Við fórum út um allt og
hittum allskonar fólk og skoðuðum
margt.“
Kom margt á óvart?
„Það sem kom mér mest á óvart
við þennan eltingarleik er hvað mað-
ur hefur sjálfur verið blindur í mörg
mörg ár fyrir því í hverskonar fjár-
svikalandi við búum. Maður lokaði
augunum fyrir því hvað þetta kunn-
ingja- og vinasamfélag háir okkur að
mörgu leyti en er auðvitað ofsalega
þægilegt að öðru leiti. Í myndinni för-
um við líka í gegnum spillinguna á Ís-
landi og hvers vegna og hvað. Þetta
er svona vegamynd, við erum bara að
leita svara.“
Finnið þið þau?
„Já að sumu leyti, öðru leyti ekki,“
svarar Gunnar leyndardómsfullur.
Er myndin í anda annarrar hrun-
myndar; Guð blessi Ísland?
„Nei, þetta er allt allt öðruvísi
mynd. Í engri líkingu við Guð blessi
Ísland, við erum að segja sögu, setj-
um hluti í samhengi, þetta er bíó-
mynd.“
Gerð án opinberra styrkja
Gunnar er sjálfur leikstjóri mynd-
arinnar og Herbert Sveinbjörnsson
sér um kvikmyndatöku. Lilja Skapta-
dóttir er framleiðandi og eigandi
Argoutfilm sem býr myndina til.
„Myndin er gerð án allra opin-
berra styrkja, án allra styrkja frá fé-
lögum og félagasamtökum. Hún er
algjörlega fjármögnuð af einum aðila,
Lilju Skaptadóttur. Þetta er ekki dýr
mynd þó hún líti út fyrir að vera það.
Við höfum unnið okkar vinnu fyrir
lág laun og lítil sem engin laun og
leitað til vina og vandamanna með
ýmis málefni til að leysa úr.“ segir
Gunnar.
Stefnið þið að því að selja þessa
mynd til erlendra aðila?
„Já fyrstu 25 mínúturnar í mynd-
inni eru bara útskýringar á ástandinu
eins og það gerðist. Kynning á því og
svo byrjar leitin, við eltum pen-
ingana, eitt leiðir af öðru, þetta er
bara ferðalag. Við erum bara venju-
legt fólk að leita svara.
Við ætlum að fylgja myndinni eftir,
koma henni á kvikmyndahátíðir og í
sjónvarp í öðrum Evrópulöndum.“
Leitar svara Gunnar Sigurðsson leikstjóri fer meðal annars til eyjunnar Tortola til að leita svara við íslenska efnahagshruninu.
Eftirleikur hrunsins
Maybe I Should Have – Frásögn af efnahagsundrinu Íslandi frumsýnd 20.
janúar Persónuleg saga segir Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar
„Titill myndarinnar, Maybe I
Should Have, er ekki eingöngu til-
vísun í svar Geirs H. Haarde þegar
hann var spurður afhverju hann
hefði ekki hringt í Gordon Brown
þegar hann setti á okkur hryðju-
verkalög. Þá svaraði Geir eins og
víðfrægt er orðið: „Maybe I should
have“. Þessi tilvitnun er ekki ein-
göngu vísun í þetta svar Geirs,
hún er bara góð fyrir okkur öll,“
segir Gunnar um titil myndar
sinnar.
Maybe I Should Have
www.argoutfilm.com
Sjá nánar á www.ofur.is
Metnaður Óli Ofur