Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 35

Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 IDOL stjörnudómarinn Simon Co- well hefur ákveðið að hætta í hinum sívinsæla „American Idol“ þætti. Simon hefur sett mikinn svip á þætt- ina þar sem hann er þekktur fyrir að segja sínar skoðanir á keppendunum umbúðalaust. Bretinn hefur tilkynnt að eftir næstu Idol keppni mun hann koma til með að dæma bandarísku útgáfu af X-factor. „Þetta snýst ekki um peninga, mér var boðin stór upphæð fyrir að halda áfram í Idolinu,“ sagði Símon Cowell, skv. bandaríska tímaritinu AP. „Mig langar að prófa eitthvað nýtt, láta reyna á nýja hluti.“ Stjörnudómarinn segir að mesti munurinn á milli þessara þátta sé líklega sá að í X-factor er ekkert aldurstakmark, en í Idolinu máttu ekki vera eldri en 29 ára. Hann hef- ur ekki verið sáttur með að það skuli aldurstakmark inn í Idolið og bendir á breska nýstirnið Susan Boyle, sem sönnun á því að hæfileikar hafa ekk- ert með aldur að gera. Simon kveður þáttinn sáttur. „Ég er stoltur af vin- sældum þáttarins og mér finnst rétti tíminn að hætta meðan þátturinn er ennþá á toppnum, sagði Simon að lokum.“ Simon hættir í Idol Simon Cowell Færir sig um set. Reuters AVATAR er nú orðin næst tekju- hæsta kvikmynd Íslandssögunnar. En Mamma Mía er enn í fyrsta sæti yfir tekjuhæstu myndina hér- lendis. Líklegt þykir þó að Avatar muni slá hana út um næstu helgi. Að sögn Guðmundar Breiðfjörð, markaðs- og sölustjóra Senu, hafa þessar miklu vinsældir orðið til þess að ákveðið var að fresta frumsýningu á þriðju myndinni í hinum geysivinsæla þríleik Stiegs Larssons – Loftkastalinn sem hrundi til 19. febrúar. Fólk ætti því að fá nægan tíma til að rúlla yfir bókina Stieg víkur fyrir Avatar Morgunblaðið/Eggert Noomi Rapace Aðalleikona Stiegs Larssons myndanna. SÖGUSAGNIR hafa verið á kreiki um að tökum á Spiderman 4 hafi verið frestað og að jafnvel verði hætt við gerð myndarinnar. Miklar deilur hafa verið milli Sam Raimi, leikstjóra fyrri Spiderman mynd- anna og framleiðenda Sony Pict- ures. Að sögn Jóns Gunnars Geirdal, markaðstjóra Senu, hafa framleið- endur Spiderman ákveðið að finna nýjan leikstjóra og nýjan leikara til að taka að sér hlutverk köngulóar- mannsins. Framleiðendur myndarinnar, Col- umbia Pictures og Marvel Studios, hafa tilkynnt að framleiðsla mynd- arinnar muni verða eftir handriti James Vanderbilt. Þar mun hinn ungi Peter Parker kljást við vanda- mál sem venjuleg manneskja þarf að fást við ásamt þeim vandamálum sem fylgir því að vera ofurhetja. Leikstjórinn Sam Raimi segir Spiderman myndirnar hafi veitt honum mikla reynslu. „Þessi breyt- ing mun gefa Spiderman myndaröð- inni tækifæri á að fara nýja leið. Ég er viss um að þetta eigi eftir að verða frábært,“ sagði Raimi. Stefnt er að að Spiderman 4 muni koma í kvikmyndahús árið 2012. Spiderman 4 fær nýjan leikstjóra Tobey Maguire Bæ bæ Spiderman. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af hornsófum SWS horntungusófi boston lux horntunga Boston delux tunga aspen paris boston-lux Bonn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 man-75 leður bogasófi p-8185 Hornsófi 2H2 295.1 10 kr Verð áður 327.9 00kr 299.9 00 kr Verð áður 469.0 00kr ASPEN Endalausir möguleikar paris bonn horntunga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.