Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 36

Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. )..,. )).,/0 *1,)). *),./ )-,000 )*),2 ),+1.. ).1,20 )-.,0  345  3 )*" 6 7 4 *8)8 )*1,8. *88,+. )*8,* *1,). **,810 )-,282 )*),.1 ),+0+/ ).0,*+ )/8 *++,)/82 %  9: )*1,+. *88,// )*8,00 *1,*2) **,)) )-,20- )**,*/ ),+0-- ).0,/) )/8,0 Heitast 5°C | Kaldast -3 °C  Suðaustan 10-18 síð- degis, hvassast með suðvesturströndinni og bætir í úrkomu. Hiti víðast 0 til 5 stig. » 10 Ferguson var vin- sælasta dráttar- vélategundin hér- lendis og nýleg bók um vélina seldist vel fyrir nýliðin jól. »30 AF LISTUM» Ferguson vinsæll SJÓNVARP» Simon Cowell hættir í American Idol. »35 Frönsk kvik- myndahátíð verður haldin í Háskólabíói 15. til 28. janúar og verða sýndar 10 myndir. »32 KVIKMYNDIR» Frönsk hátíð í 10. sinn INNSETNING» Ingunn Fjóla með garn í Hafnarborg. »27 TÓNLIST» Fimmtán sveitir í hljóm- sveitakeppni. »31 Menning VEÐUR» 1. Var veitt hjartahnoð eftir áfall 2. Ragnhildur og Eva María óléttar 3. Forstjóraskipti í Húsasmiðju 4. Quest tekur málstað Íslands  Íslenska krónan styrktist um 0,2% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Kylfingurinn Haraldur Frank- lín Magnús sigr- aði á alþjóðlegri mótaröð fyrir 19 ára og yngri í des- ember. Mennta- skólaneminn úr MR heillaðist af golfíþróttinni þeg- ar hann var 12 ára gamall og stefnir hann á að komast í háskólanám samhliða golfiðkun í Bandaríkj- unum á næstu misserum. „Árangur minn á Junior Masters verður von- andi til þess að auka möguleika mína á að komast að,“ segir Har- aldur. GOLF Íslenskur kylfingur sigraði á alþjóðlegri mótaröð  Greinilegt er að Gunnar Einars- son, bæjarstjóri í Garðabæ, nýtur hylli bæjarbúa. Skoðanakönnun, sem Frjáls verslun lét framkvæma fyrir skömmu, leiddi í ljós að 66% að- spurðra töldu að Gunnar hefði staðið sig vel. 21% aðspurðra taldi að Gunnar hefði hvorki staðið sig vel né illa en aðeins 2% töldu að hann hefði staðið sig illa. Af þeim sem afstöðu tóku lýstu 74% yfir ánægju með störf bæjar- stjórans í Garðabæ. GARÐABÆR Gunnar Einarsson nýtur greinilega hylli bæjarbúa  Magnús okkar Scheving, íþróttaálfur og at- hafnamaður, var tekinn í viðtal á Rauða dreglinum í Los Angeles um helgina. Magnús leikur aukahlutverk í nýjustu mynd Jackies Chans, The Spy Next Door, og leikur Rússa, eins og Íslendingar gera svo gjarnan um þessar mundir. Magnús var mættur með alla fjöl- skylduna með sér, var hinn kátasti og lék á als oddi. Myndskeið af „frammistöðunni“ má nálgast á you- tube. KVIKMYNDIR Magnús Scheving stendur sig vel á Rauða dreglinum Morgunblaðið/RAX Glaðir í bragði Það er létt yfir Jóhannesi og félögum hans í Múlakaffi, enda mikill annatími framundan. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Súran pung og sviðapressu saman étið. Harðfiskinn og hangiketið. Hákarlinn þó best þið metið. Síðan verður dansað dátt og duflað meira. Drekka sumir munu mikið. Margir fara yfir strikið. ÞANNIG orti Jón Gissurarson í fyrra í tilefni af sameiginlegu þorra- blóti fjögurra hreppa sem haldið var á Sauðárkróki. Nú styttist í þorrann en hann hefst á bóndadaginn sem er 23. janúar. Þorrinn var fjórði mán- uður ársins samkvæmt gömlu tíma- tali og margvíslegar hefðir tengjast honum. Þeir eru margir sem skófla þá í sig af mikilli áfergju hnossgæti eins og kæstum hákarli og súrsuðum selshreifum en smakka samt þennan mat aðeins einu sinni á ári. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt að markaðssetja þessa þjóðlegu hefð, leyfa erlendum ferðamönnum að kynnast óvenju- legum mat sem vissulega þefjar undarlega og er ekki allur aðlaðandi á að líta en er – skrítinn. Kannski spennandi? Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra (og bóndi), lagði til í bloggi fyrir sex ár- um að kannski væri það líklegra til árangurs en að verja ótöldum millj- ónum í að markaðssetja íslenska lambakjötið erlendis. „Komin aftur með hvalrengið“ Jóhannes Stefánsson, veitinga- maður í Múlakaffi, hefur reynslu af þorraveislum en fyrirtækið hefur staðið fyrir þeim í 46 ár. „Lokaund- irbúningurinn er í gangi,“ segir hann. „Nú erum við komin aftur með hvalrengið, það er aftur í trogunum okkar en var ekki í fyrra. Ég vildi það ekki fyrr en ég væri búinn að ná í alvörurengi. Nú fékk ég það hjá Kristjáni Loftssyni í Hval hf. Mér sýnist að aðsóknin verði jafn- vel meiri en í fyrra, þetta fer gríð- arlega vel af stað. Þetta eru í kring- um 15 tonn af mat, allt ramm- íslenskt, sviðasultan, hangikjötið, allt þetta dæmi. Þyngst vegur súr- maturinn. Við byrjum alltaf að leggja í súr í byrjun september, byrjum á hrútspungunum, sviðasult- unni og lundaböggunum og þetta hefur alltaf tekist vel.“ Súr pungur og sviðapressa Aftur rengi í trog- unum hjá Múla- kaffi á þorranum ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik karla mætir Portúgal í kvöld í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Leikurinn er sá eini sem íslenska liðið leikur hér á landi áður en Evrópumeistaramótið hefst í Austurríki í næstu viku. Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur nokkra daga til þess að gera upp hug sinn áður en hann velur leikmannahópinn sem fer á EM. Í gær tóku meiðsli sig upp hjá Þóri Ólafssyni og er ljóst að horna- maðurinn verður ekki með á EM. Logi Geirsson er einnig í kapp- hlaupi við tímann en hann fær tækifæri gegn Portúgal til þess að sýna sig og sanna. „Við látum reyna á það í leiknum við Portú- gala hvort Logi Geirsson getur far- ið með okkur á EM eða ekki. Það er ekki hægt að bíða lengur eftir að fá svar við þeirri spurningu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið í gær. | Íþróttir Morgunblaðið/Golli Tíminn líður Logi Geirsson þarf að sýna sig og sanna í kvöld. Úrslitastund hjá Loga Geirssyni gegn Portúgal Heimildarmyndin Maybe I Should Have – Frásögn af efnahagsundrinu Íslandi verður frumsýnd í Háskóla- bíói 20. janúar næstkomandi. „Ég hef skoðanir á þessum hlutum, mér finnst þetta ekki rétt og fer að leita mér upplýsinga,“ segir Gunnar Sig- urðsson leikstjóri um mynd sína. Gunnar segir að myndin sé úttekt á eftirleik hrunsins og að mörgu leyti segi hann eigin sögu og margra annarra í leiðinni. „Ég tala um þetta allt á persónulegum nótum.“ | 28 Frumsýning nálgast Hver er uppruni þorrablóta? Í heiðni hefur fólk komið saman til að fagna því að veturinn var hálfn- aður. Siðurinn varð mikil tíska aftur seint á 19. öld eftir að trúfrelsi var lögtekið 1874. En áhuginn dvínaði smám saman í kaupstöðum. Hvenær voru þau endurvakin? Halldór heitinn Gröndal, veitinga- maður í Naustinu og síðar prestur, hóf árið 1958 að bjóða upp á hefð- bundinn þorramat í trogum. Má segja að eftir það hafi hefðin end- anlega fest sig í sessi á ný. Íslendingar gerðu lítið af því að geyma mat í salti. Af hverju? Útlent salt var dýrt og þjóðin blá- fátæk. Hægt var að vinna salt úr sjó en til þess þurfti mikinn eldivið. Þess vegna gerðu menn meira af því að þurrka, reykja, kæsa og súrsa. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.