Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
SOFFÍA Haraldsdóttir tók um sl.
áramót við starfi framkvæmda-
stjóra mbl.is af Ingvari Hjálm-
arssyni.
Ingvar hefur stýrt mbl.is frá upp-
hafi en 2. febrúar nk. verða 12 ár
liðin frá opnun vefjarins. Undir
hans stjórn hefur vefurinn um langt
árabil verið mest sótti vefur lands-
ins. Ingvar sinnir nú ráðgjafar-
störfum fyrir mbl.is ásamt ýmsum
öðrum verkefnum hjá útgáfufélag-
inu Árvakri enda hefur hann tæp-
lega 45 ára reynslu að baki hjá fé-
laginu.
Soffía stýrir nú þróun og rekstri
mbl.is en fréttastjórn er í höndum
Guðmundar Hermannssonar, frétta-
stjóra mbl.is, og Hlyns Sigurðs-
sonar, fréttastjóra sjónvarpsfrétta
mbl.is. Soffía er viðskiptafræðingur
með meistaragráðu í stefnumótun
og starfaði á viðskiptaritstjórn
Morgunblaðsins á árum áður.
Lyklaskipti á mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Framkvæmdastjóraskipti Fréttavefur mbl.is hefur undir stjórn Ingvars
Hjálmarssonar verið mest sótti vefur landsins um árabil.
KYNNINGARFUNDUR um nýjar
leiðir til að efla sveitarstjórnar-
stigið verður haldinn á Hótel
Blönduósi miðvikudaginn 27. jan-
úar 2010. Að fundinum standa sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Samband íslenskra sveitarfélaga og
Samtök sveitarfélaga á Norður-
landi vestra (SSNV), en til hans er
boðað í kjölfar þess að nýlega und-
irrituðu samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra og formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
yfirlýsingu um að skipa samstarfs-
nefnd til að ræða og meta samein-
ingarkosti sveitarfélaga í hverjum
landshluta.
Efling sveitar-
stjórnarstigsins
rædd á Blönduósi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
BABYDAN, sem framleiðir örygg-
isbúnað fyrir börn, hefur innkallað
barnavagnsbeisli af tegundinni
Dan2 af öryggisástæðum vegna
galla í sylgju sem getur brotnað.
Beislin sem um ræðir voru seld hér
á landi í verslunum BabySam árið
2009.
Þeir viðskiptavinir sem keyptu
Dan2-beisli á árinu 2009 eru beðnir
um að hætta að nota þau og skila
þeim í verslanir BabySam í Skeif-
unni 8 eða Smáralind gegn fullri
endurgreiðslu. Umrædd beisli eru
merkt Dan2 og 2009 hjá þvottamið-
anum innan í beislinu. Nánari upp-
lýsingar má fá í síma 568 2200.
Barnavagnsbeisli innkölluð vegna galla í sylgju
Innkölluð Sylgja gölluðu öryggis-
beltanna getur brotnað.
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
FORSTJÓRAR Kragasjúkrahús-
anna gagnrýndu harðlega í sunnu-
dagsmogganum um helgina skýrslu
sem heilbrigðisráðuneytið lét gera
um endurskipulagningu sjúkra-
húsþjónustu á suðvesturhorninu.
Aðalgagnrýni forstjóranna virðist
beinast að skorti á langtíma-
stefnumótun í heilbrigðisráðuneyt-
inu eftir setu þriggja ráðherra á einu
ári þar sem hver hafi haft sínar
áherslur. Álfheiður Ingadóttir heil-
brigðisráðherra segist geta tekið
undir það. „Hér stefndi allt í bull-
andi einkavæðingu heilbrigðisþjón-
ustunnar fram til 1. janúar 2009 og
það kostar auðvitað mikinn tíma að
vinda ofan af slíkum hugmyndum og
slíkri stefnu.“
Segir skýrsluna gott verkfæri
Forstjórarnir gagnrýndu mál-
flutning stjórnenda Landspítalans í
kjölfar skýrslunnar sem hafi verið
ómálefnalegur og töluðu m.a. um
trúnaðarbrest. Björn Zoëga, for-
stjóri Landspítala, vísar því alfarið á
bug og segist ekki skilja hvað þetta
ágæta fólk eigi við. Frá því að
skýrslan hafi verið birt hafi hann
lagt áherslu á þau tækifæri fyrir
heilbrigðiskerfið sem felist í heild í
skýrslunni. Álfheiður segir greining-
arvinnu við skýrsluna hafa verið
unna í ágætri samvinnu við forstjóra
Kragasjúkrahúsa. Þó hafi komið
fram hjá þeim ábendingar um stað-
reyndavillur og misskilning sem
verði leiðréttur. „Þó að heildarniður-
staðan sé ekki 100% rétt þá held ég
að hún sé mjög góð vísbending og
mjög gott verkfæri til að vinna með.
En hún er enginn allsherjardómur
og það stóð aldrei til að fara í blindni
eftir þessari skýrslu.“
Tækifæri til meiri samvinnu
Forstjórarnir gagnrýndu einnig
skiptingu verkefna á milli Kraga-
sjúkrahúsa og Landspítala en gert
væri ráð fyrir 1.700 milljóna sparn-
aði með flutningi verkefna til LSH
án þess að gert væri ráð fyrir aukn-
um rekstrarkostnaði eða stofnkostn-
aði. Álfheiður segir umræddan
sparnað einnig fela í sér tilfærslu
verkefna frá LSH og vissulega sé
tækifæri í að auka samvinnu Kraga-
sjúkrahúsa og LSH. Hún tekur til-
færslu legusjúklinga sem dæmi en
með því að færa um 30% þeirra til
Kragasjúkrahúsa sparist um 453
milljónir. Ábati af því að flytja
skurðlækninga-, fæðinga- og kven-
sjúkdómaþjónustu til LSH sé um
1.277 milljónir. Heildarábati af til-
færslunum nemi því rúmum 1.700
milljónum.
„Enginn allsherjardómur“
Deilt um Kragaskýrslu heilbrigðisráðuneytisins Forstjórar Kragasjúkrahús-
anna gagnrýna skort á langtímastefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi
Morgunblaðið/ÞÖK
LSH Áframhaldandi niðurskurður innan heilbrigðiskerfisins veldur deilum
Álfheiður
Ingadóttir
Björn
Zoëga
Í HNOTSKURN
»Kragasjúkrahúsin svoköll-uðu eru Heilbrigðisstofn-
anir Suðurnesja, Suðurlands
og Vesturlands og St. Jós-
efsspítali – Sólvangur.
Í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins á
laugardaginn um prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins í Mosfellsbæ var
ranglega sagt að Herdís Sigurjóns-
dóttir væri forseti bæjarstjórnar.
Hið rétta er að Herdís er formaður
bæjarráðs Mosfellsbæjar. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Herdís er formaður
bæjarráðs