Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 23
Afi var eins og afar eiga að vera, afi var góður. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku afi takk fyrir allar góðu minningarnar, við gleymum þér aldrei. Elsku amma, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinunn Dögg, Steinarr Logi og Auðun. Þegar ég kynntist Ragga mínum í Svíþjóð var hann alltaf að tala um frábæru ömmu og afa á Ís- landi. Afi hans, Eggert, var búinn að kenna honum svo mikið t.d. á tölvur og skíði. Þegar ég svo kom til Íslands fyrst fyrir 10 árum og hitti Eggert var hann alveg eins yndislegur og ég hafði búist við. Ég hreifst af því hvað hann var klár og upplýstur um allt og alla. Hann og amma vissu nákvæmlega hvað allir í fjölskyldunni voru að bralla og sýndu öllu mikinn og ein- lægan áhuga. Það tók ekki langan tíma áður en þau fóru að fylgjast náið með minni skólagöngu og körfuboltanum. Eggert var alltaf svo hlýr og skemmtilegur og fékk mann alltaf til að finnast maður vera velkominn. Það er skrítið að koma heim til ömmu og afa núna og enginn brosandi afi Eggert sem tekur á móti manni með föstu faðmlagi, kossi og skemmtilegum athugasemdum. Ég er svo glöð að hafa kynnst Eggerti og á alltaf eftir að muna eftir öllum sögunum hans. Ég er svo þakklát fyrir að Nói og Leó fengu að kynnast honum og að litli Max fékk stutta stund í faðmi hans. Ég finn svo til með Ragga mínum, tengdamömmu minni og öllum í fjölskyldunni sem sakna afa svo sárt. Mest hugsa ég til ömmu Steinunnar sem núna þarf að kveðja ástkæran eigin- mann. Hann var besti tengdaafi og langafi barnanna minna sem hægt er að hugsa sér. Við eigum alltaf eftir að sakna afa Eggerts og hann mun alltaf eiga stað í hjörtum okk- ar. Cecilia Steinsen „tengdabarnabarn“. Aðeins fáein orð til að kveðja góðan vin okkar Svövu til 40 ára. Minningar um ógleymanlegar samverustundir með honum og Steinunni fylla hugann. Umhyggja hans fyrir fjölskyld- unni var eins og rauður þráður í gegnum líf hans. Samband hans og Steinunnar var alla tíð afar elskulegt og til fyrirmyndar. Hún á nú um sárt að binda. Guð styrki hana og fjölskylduna í sorginni og blessi að eilífu minn- ingu hins mæta manns Eggerts Steinsen. Guðmundur og Svava. Kveðja frá SR Látinn er okkar kæri vinur Egg- ert Steinsen, fyrrverandi formaður Skautafélags Reykjavíkur. Íþróttir voru honum mikið áhugamál og var hann virkur á Akureyri á sín- um yngri árum, var í fararbroddi enda staðfastur og trúr í sínum störfum. Ég kynntist Eggerti í SR árið 1951, þá á Reykjavíkurtjörn. Íshokkídeild SR var stofnuð 12. desember 1966. 1979 fór ég í stjórn SR og var það okkar aðalbaráttumál að fá vélfryst svell til skautaiðkunar, sem tókst að lokum. Byrjað var að æfa 1991 á nýju vélfrystu útisvelli, en það var vígt í mars 1992. Egg- ert kom með tillögu á aðalfundi SR 1991 að Svava tæki að sér að stofna listskautadeild, sem var gert 1992 og hefur deildin dafnað vel síðan. Eggert var í mörg ár í skauta- nefnd ÍSÍ og vann hann að því að Skautasamband Íslands var stofn- að 1995 og deildaskipt í hokkí- og hlaupadeild. Við vígslu skautahallarinnar í mars 1998 var Eggert sæmdur gullmerki ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur, sem er viðurkenning er afar fáum hlotnast, en aðeins 19 einstaklingar höfðu þá fengið merkið á 50 ára starfstíma ÍBR. Áður hafði hann hlotið gullmerki ÍSÍ fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttanna. Eggert átti góða eiginkonu, börn og afabörn, var hann líka stoltur af sinni stóru myndarlegu fjölskyldu. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hans verður sárt saknað og við kveðjum góðan, tryggan félaga með þakklæti í huga. Blessuð sé minning Eggerts Steinsen. F.h. listskautadeildar SR, Svava Sigurjónsdóttir. Ég kynntist Eggert Steinsen á æskuárunum mínum. Ég sé hann fyrir mér renna sér liðlega á skautum og snúa sér í hringi á svellinu á Pollinum á Akureyri. Hann var einn af bestu skauta- mönnum landsins og einnig var hann góður skíðamaður. Við þessir yngri horfðum á með aðdáun og öfund, en Eggert var fjórum árum eldri en ég. Síðar kynntist ég hon- um betur og kom á heimili hans. Þar úði og grúði af vírum og radíó- tækjum sem hann gerði upp eða smíðaði. Hann var radíóamatör og hafði fjarskiptasamband við menn í öðrum löndum. Þarna hafði hann líka flúrperu sem blikkaði í takt við morsið án þess að vera tengd beint í rafmagn. Þetta hafði sjálf- sagt áhrif á mig og báðir urðum við rafmagnsverkfræðingar síðar. Við áttum báðir heimili í Kópavog- inum og þar kynntumst við Pétri Maack heitnum. Stundum á síð- kvöldum þegar börnin voru sofnuð komum við í skyndiheimsóknir hver til annars. Við vorum allir skapstórir og nokkuð hávaðasamir í samtölum svo að ókunnugir héldu að við værum svarnir óvinir þegar við vorum ósammála. En það styrkti bara vináttuna því ný sjón- armið lærðust en við bárum virð- ingu fyrir skoðunum hvers annars. Þeir voru stofnfélagar í Rótarý- klúbb Kópavogs og kynntu mér markmið klúbbsins og hvöttu mig til að ganga í hann. Ég var tregur í fyrstu, en komst að því að þetta var félagsskapur með hugsjónir sem ég átti samleið með þar sem allir gátu tjáð sig um hvaða mál sem var. Það skapaðist mikil vinátta milli fjölskyldna okkar Eggerts og Pét- urs. Konur okkar þriggja, Stef- anía, Agla og Steinunn, hafa í mörg ár fengið sér súpu heima á meðan við höfum setið á Rótarýf- undum. Eggert var mikill Rótarýs- inni með 100% fundarsetu. Hann var víðsýnn og hafði margvíslega tækniþekkingu enda las hann mik- ið og sögu Akureyrar þekkti hann vel en tók þó ávallt fram að ekki væri hann nú fæddur þar heldur í Reykjavík. Góður vinur, Eggert, skilur eftir margar góðar minn- ingar. Við Stefanía María og fjöl- skylda vottum Steinunni og afkom- endum þeirra innilega samúð okkar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Ólafur Tómasson. Kæri Eggert. Þú varst einstak- ur maður. Studdir okkur 100% í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hversu fáránlegar hug- myndir sem maður hafði fannst þér alltaf þess virði að prófa þær. Þú treystir alltaf á að skynsemi okkar myndi ráða að lokum. Þann- ig persóna ætla ég að verða. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, ég hefði viljað að þær hefðu orðið fleiri. Elsku Eggert og Steinunn, takk fyrir að taka svona vel á móti mér og mínum börnum í fjölskylduna ykkar, það eitt lýsir ykkur svo vel. Þetta viðmót ykkar er nokkuð sem margir gætu tekið sér til fyrir- myndar. Elsku Steinunn mín, ég bið góð- an guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Sverrir Andreassen. Það ríkir sorg í hjarta meðal skautafólks um land allt við fráfall Eggerts Steinsen. Eggert var ár- um saman einn helsti hvatamaður skautaíþrótta, hvaða nafni sem þær nefndust, listhlaup, langhlaup og sérstaklega íshokkí sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Egg- ert var fæddur í innbænum á Ak- ureyri þar sem hann ungur kynnt- ist skautaíþróttum hjá Gunnari Thorarensen kaupmanni. Eggert tók virkan þátt í end- urreisn Skautafélags Reykjavíkur haustið 1965 en þá hafði starfsemi félagsins legið niðri um nokkuð skeið. Hann ásamt dugmiklum hópi félaga sinna lagði á sig gríðar mikla vinnu við að halda starfsem- inni gangandi þrátt fyrir afar erf- iðar aðstæður. Þessi þrotlausa vinna bar loksins ávöxt eftir 25 ár þegar vélfryst skautasvell var byggt í Laugardal árið 1990. En þá blómstraði loks félagið sem hann hafði unnið svo mikið fyrir. Eggert var jafnvígur bæði sem ís- hokkíleikmaður og skautahlaupari og dansari. Hann var eini íshokkí- leikmaðurinn sem ávallt spilaði ís- hokkí á listskautum. Eggert gegndi mörgum trúnað- arstöðum fyrir skautahreyfinguna í gegnum árin, þessum verkefnum sinnti hann af trúmennsku og ein- lægni. Hann var sæmdur gull- merki Íþróttabandalags Reykja- víkur árið 1998 fyrir eljusamt uppbyggingarstarf sitt. Á síðustu árum var hann reglulegur gestur á pöllum Skautahallarinnar í Laug- ardal, þar fylgdist hann reglulega með uppbyggingarstarfi skauta- félaganna og dáðist að færni þeirra ungu. Skautafólk allt stendur í þakk- arskuld við Eggert Steinsen fyrir það sem hann fékk áorkað á þeim tíma þegar aðstöðuleysi og áhuga- leysi yfirvalda á þessum íþróttum var algert. Fjölskyldu Eggerts og ástvinum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. F.h. Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson formaður. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Eggert Steinsen, heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Kópavogs, er látinn. Eggert var þó ekki aðeins einn af félögum klúbbsins, heldur hefur hann verið einn af burðarásum hans í nær hálfa öld. Hann varð, ungur að árum, einn af stofnend- um klúbbsins árið 1961. Eggert var fagurt dæmi um hinn góða Rótarýfélaga sem vann alla tíð af samviskusemi og alúð að málefn- um Rótarý. Þau voru til dæmis ófá árin sem Eggert var með fulla mætingu á Rótarýfundi og ef hann gat starfa sinna vegna ekki sótt fund í eigin klúbbi bætti hann það upp með mætingu í öðrum klúbb- um. Eins og gefur að skilja sýndu Rótarýfélagarnir slíkum manni mikinn trúnað og völdu Eggert í áranna rás til flestra þeirra trún- aðarstarfa sem til eru innan Rót- arý. Til að sýna þakklæti sitt kusu klúbbfélagar Eggert heiðursfélaga Rótarýklúbbs Kópavogs. Síðast nutu Rótarýfélagarnir nærveru Eggerts á jólafundi klúbbsins. Koma hans á fundinn var klúbbfélögum fagnaðarefni því vitað var að hann ætti við sjúkdóm að stríða. Að leiðarlokum minnist Rótarýklubbur Kópavogs mikils og góðs Rótarýmanns sem lagði í nær hálfa öld drjúgt til starfsins og var fyrirmynd annarra í störfum sýn- um fyrir Rótarý. Rótarýklúbbur Kópavogs sendir fjölskyldu Egg- ert hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. F.h. stjórnar Rótarýklúbbs Kópavogs, Haukur Ingibergsson. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Sveinseyri, Tálknafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði þriðjudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Stóra-Laugardalskirkju laugar- daginn 30. janúar kl. 14.00. Halldóra Bjarnadóttir, Magnús Guðmundsson, Pétur Bjarnason, Greta Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Hannes Bjarnason og ömmubörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ALDA EYJÓLFSDÓTTIR Hringbraut 2b, Hafnarfirði, lést 20. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 27. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Ragnar Hafliðason, Kristín Ósk Kristinsdóttir, Vigfús Björgvinsson, Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir, Arnar Hilmarsson, Ágústa Ragnarsdóttir, Jónas Hilmarsson, Óskar Hafliði Ragnarsson, Sigríður Líney Lúðvíksdóttir, Ragnar Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mágkona mín, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Víkingavatni, Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést 16. janúar sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Sigurborg Jónasdóttir. Ástkær móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR Skipum, Stokkseyrarhreppi, lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs föstudaginn 22. janúar. Gísli V. Jónsson, Herdís J. Hermannsdóttir, Móeiður Jónsdóttir, Ólafur Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR JÓHANNSSON fv. bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, lést föstudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 13:30. Sigríður Margrét Hreiðarsdóttir, Ragnheiður María Harðardóttir, Hermann Stefánsson, Katrín Harðardóttir, Jóhann Sigurvinsson, Kolbrún Harðardóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.