Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
LITLA upplýsingamiðstöðin við
Lækjartorg sem leigði út reiðhjól
og veitti ferðafólki netaðgang er
orðin að alvöru ferðaskrifstofu
sem selur allskyns ferðir til Íslands
og allra Norðurlandaþjóðanna.
Þar eru nú þrjátíu starfsmenn á Ís-
landi, í Osló og Stokkhólmi, en
engin reiðhjól lengur til að leigja.
Mörg ný fyrirtæki spretta upp í
ferðaþjónustunni og margir sem
vilja spreyta sig þar. Það fylgir
fréttum um velgengni atvinnu-
greinar. Iceland Visitor, nú Nordic
Visitor, er dæmi um fyrirtæki í
miklum vexti.
Salan hjá Nordic Visitor tvöfald-
aðist á síðasta ári og enn meiri
aukning varð á sölu ferða til Ís-
lands.
Ásberg Jónsson framkvæmda-
stjóri sér fram á áframhaldandi
aukningu á þessu ári í kjölfar þess
að fyrirtækið hefur sett upp nýjan
söluvef og er að þróa nýjar ferðir í
tengslum við hann.
Meðal viðskiptavina eru ein-
staklingar með meðaltekjur og þar
yfir sem vilja fá aðstoð við skipu-
lagningu ferða og eru ýmist einir á
ferð í bílaleigubílum eða skipu-
lögðum hópferðum. „Fólk á evru-
svæðinu og syðri hluta Evrópu sem
áður fór í ódýrustu ferðirnar er
allt í einu farið að hafa efni á því
að gera vel við sig. Það kaupir
dýrari ferðir og gerir ekki at-
hugasemdir við verðið,“ segir Ás-
berg. Þá hefur fyrirtækið mikil
viðskipti við fyrirtæki vegna
skipulagningar hvataferða fyrir
starfsmenn.
„Ég kvarta ekki yfir ástandinu.
Umhverfið er hagstætt. Ég fæ gott
starfsfólk til mín og gengið
skemmir ekki fyrir,“ segir Ásberg.
Reiðhjólaleigan orðin
alþjóðleg ferðaskrifstofa
GESTIR á söguslóðum geta átt von á að
hitta sögupersónur augliti til auglitis. Sam-
tök um sögutengda ferðaþjónustu leggja
áherslu á að auka afþreyingu á sögustöð-
unum.
Í samvinnu við leikhópa á stöðunum
verður boðið upp á leikþætti um söguna,
frá fimmtán mínútum upp í klukkutíma.
Fyrir liggur að leikrit sem byggist á sögu
Húsavíkur verður sýnt á Gamla Bauk í
sumar og fleiri verkefni eru í athugun.
Leikið á söguslóðum
OPINBERAR tölur sem sýna að
komum erlendra gesta fækkaði á
síðasti ári um 1,7% segja ekki alla
söguna um komur ferðafólks. Vís-
bendingar eru um að ferða-
mannastraumurinn hafi heldur
aukist og umfang ferðaþjónust-
unnar hefur í öllu falli aukist um-
talsvert.
Talningar Ferðamálastofu á
brottförum erlendra gesta sýna að
tæplega 494 þúsund gestir komu til
landsins á nýliðnu ári. Er það lið-
lega átta þúsund færra en á árinu
2008. Tilgangur farar innan EES er
ekki kannaður þannig að inni í
þessum tölum eru einnig erlendir
verkamenn. Þeim hefur fækkað
verulega milli ára og mun meira en
nemur fækkun í heildartölunni.
Í sömu átt benda tölur um far-
þega frá helstu markaðssvæðum.
Aukning hefur orðið á þeim öllum,
nema frá Bretlandi. Þannig fjölgaði
umtalsvert gestum frá Mið- og Suð-
ur-Evrópu og Norður-Ameríku og
lítilsháttar frá Norðurlöndunum.
Þar fyrir utan eru gestir er-
lendra skemmtiferðaskipa sem ekki
teljast ferðamenn, samkvæmt þess-
ari skilgreiningu þar sem þeir gista
ekki yfir nótt í landinu. Þeir voru
72 þúsund á árinu 2009 og fjölgaði
um 16%.
Því er ljóst að umfang ferðaþjón-
ustunnar hefur í raun aukist tals-
vert, þrátt fyrir að opinberar tölur
bendi til annars við fyrstu sýn.
Brottfarir um Leifsstöð eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára:
2008 2009 Fjöldi %
Norðurlönd 119.204 119.742 538 0,5
Bretland 69.982 31.619 -8.363 -12
Mið-/S-Evrópa 117.727 135.021 17.294 17,7
Norður Ameríka 51.063 54.972 3.909 7,7
Annað 114.696 93.182 -21.514 -18,8
Samtals 472.672 464.536 -8.136 -1,7
Heimild: Ferðamálastofa
Ferðafólki fjölgaði í raun
TVÆR indverskar kvikmyndir, svo-
nefndar Bollywood-myndir, hafa verið
teknar upp hér á landi að hluta til. Vonast
er til að sýning þeirra í heimalandinu verði
til þess að hingað komi fleiri indverskir
ferðamenn.
Heimild er í lögum til að endurgreiða er-
lendum kvikmyndaframleiðendum allt að
20% kostnaðar sem til fellur hér á landi.
Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður
Fjárfestingarstofu Íslands, segir að nokkur verkefni séu í undirbúningi
sem gætu komið til framkvæmda í vor og frameftir hausti.
Rökin fyrir þessum endurgreiðslum voru á sínum tíma að auka þekkingu
á kvikmyndagerð hér á landi og að endurgreiðslurnar skiluðu sér til baka í
auknum tekjum hér innanlands.
Fjárfestingarstofa hefur lagt sérstaka rækt við að fá kvikmyndaverkefni
frá Indlandi og hafa tvær myndir verið teknar upp hér að hluta. Þórður
segir að þótt þeim fylgi ekki mikil umsvif sýni reynslan frá öðrum löndum,
til dæmis Sviss sem oft sést í Bollywood-kvikmyndum, að indverskum
ferðamönnum fjölgi stórlega þegar farið er að sýna myndirnar. Vonast er
til að það sama gerist hér.
Ferðafólk í kjölfar kvikmynda
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
ERLENDAR fjárfestingar heyra til
tíðinda hér á landi þessi dægrin.
Fyrr í vetur festi Færeyjabanki
kaup á 51% hlut í tryggingafélaginu
Verði. Bankinn keypti hlutinn fyrir
550 milljónir króna en auk þess
lagði hann Verði til 600 milljónir í
nýju hlutafé, þannig að heildarvirði
fjárfestingarinnar nemur ríflega 1,1
milljarði.
Janus Petersen, bankastjóri Fær-
eyjabanka, tók sæti í stjórn Varðar
á dögunum. Hann segist sjá mörg
tækifæri hér á landi til lengri tíma
litið þrátt fyrir að ástandið sé með
þeim hætti sem það er um þessar
mundir: „Það er ljóst að á endanum
munu umskipti eiga sér stað í ís-
lenska hagkerfinu. Þar af leiðandi
eru tækifæri fyrir hendi á Íslandi.
Það er alltaf spurning um hvenær
eigi að tímasetja fjárfestingar en við
kusum að fara snemma inn og ég
held að það sé góð leið til þess að
afla okkur frekari þekkingar og
byggja stoðir undir frekari fjárfest-
ingar þegar fram í sækir.“
Rökrétt framhald
Aðspurður hvers vegna Færeyja-
banki hafi fyrst horft til trygg-
ingareksturs þegar hann ákvað að
beina spjótum sínum að Íslandi seg-
ir Janus það hafa verið rökrétt
framhald af starfsemi bankans í
heimalandinu: „Færeyjabanki rekur
einnig tryggingastarfsemi, þannig
að það sem við kunnum er banka-
og tryggingaþjónusta og þar af leið-
andi er eðlilegt að við einblínum á
það þegar kemur að fjárfestingum
erlendis. Reyndar höfum við lagt
meiri áherslu að auka við okkur í
bankastarfseminni, þannig að það
var ekki efst á listanum að fjárfesta
í tryggingastarfsemi. En fjár-
málakreppan hér á landi gerði það
að verkum að það er ekki raunhæft
að fjárfesta í bankakerfi að svo
komnu máli. Einnig spilar það inn í
að tryggingastarfsemin felur ekki í
sér jafnmikla áhættu.“
Janus segir ennfremur að Vörður
hafi að mörgu leyti hentað afar vel,
en félagið er af svipaðri stærðar-
gráðu og tryggingafélagið sem
Færeyjabanki átti fyrir og hefur
svipaðar áherslur í rekstri.
Þrátt fyrir að Færeyjar séu ekki
fjölmennt ríki er Færeyjabanki
meðal tíu stærstu banka Danaveld-
is, auk þess sem staða bankans sýn-
ist mjög traust þegar litið er til
helstu kennitalna í fjármálarekstri.
Einhverjir kynnu að sjá mikil
sóknarfæri fyrir slíkan banka hér á
landi, ekki síst í ljósi þess að traust
almennings á fjármálafyrirtækjum
er sennilega lítið í kjölfar þess
hruns sem átti sér stað haustið
2008.
Rykið að setjast
Þrátt fyrir þetta segir Janus mat
bankans vera að ekki sé tímabært
að skoða beinar fjárfestingar í ís-
lenskri bankastarfsemi: „Að mörgu
leyti er rykið enn að setjast eftir
bankahrunið og landslagið er ekki
enn búið að taka á sig nógu skýra
mynd. Við verðum að sjá hvernig
málin þróast og hvernir hlutir á
borð við eignaverð þróast. En það
er líka flókið mál að fjárfesta á Ís-
landi um þessar mundir þar sem
umhverfið er í mikilli mótun og
gjaldeyrisáhættan er töluverð. Við
lítum á fjárfestingu okkar í Verði
sem góða leið til þess að vera bein-
tengdir við þróun mála og þar af
leiðandi verðum við ágætri aðstöðu
þegar fram í sækir til þess að vega
og meta þau fjárfestingartækifæri
sem kunna að skapast á fjár-
málamarkaðnum á næstu árum. Við
útilokum ekkert í þeim efnum þó
svo að við séum ekki reiðubúnir að
fjárfesta í bankastarfsemi núna,“
segir Janus og ítrekar að það sé
mjög mikilvægt að íslensk og fær-
eysk fyrirtæki fjárfesti og starfi í
báðum löndunum, enda hagnast all-
ir á því að stækka markaðssvæðið.
Sterkara félag
En hvernig metur Janus sam-
keppnisumhverfið í trygginga-
starfsemi hér á landi?
„Ég held að samkeppnisumhverf-
ið styrkist og verði betra eftir að-
komu okkar að Verði. Hafa verður í
huga að við vorum ekki eingöngu að
kaupa í Verði heldur endurfjár-
mögnuðum við félagið líka og í
krafti þess er það vel í stakk búið til
að keppa við stærri tryggingafélög.
Vörður var ekki nægjanlega vel
fjármagnað félag, en nú erum við
búnir að styrkja það verulega og
mikilvægt er að hafa í huga að við
erum fjárfestar sem eru komnir til
að vera og höfðum metnað til þess
að bæta þjónustu við viðskiptavini
okkar.“ Hann segir að það ætti að
styrkja samkeppnisstöðu Varðar
gagnvart öðrum tryggingafélögum
að eignarhaldið sé skýrt og að fjár-
festing Færeyjabanka sé til langs
tíma, á meðan eignarhald sumra
annarra tryggingafélaga sé óljóst
um þessar mundir.
Góðar horfur á Íslandi
Janus segist sannfærður um að
horfurnar hér á landi almennt séu
góðar þrátt fyrir allt. „Ástandið er
vissulega grafalvarlegt og ekki síst
vegna mikilla skulda þjóðarbúsins.
En hins vegar segir sagan okkur að
þegar hagkerfi falla svo hratt og
mikið eins og það íslenska gerði þá
munu þau reisa sig hratt við.“ Janus
segir að endingu að viðreisnin sé
ekki við næsta götuhorn en innan
fárra ára verði íslenska hagkerfið
sennilega búið að rétta verulega úr
kútnum.
Komnir til að
vera á Íslandi
Færeyjabanki fer með meirihluta í tryggingafélaginu Verði
Morgunblaðið/Ómar
Í stjórn Janus Petersen, bankastjóri Færeyjabanka, tók sæti í stjórn Varðar á dögunum.
ANDSTÆÐINGUM Bens Bernankes, seðlabankastjóra
Bandaríkjanna, óx ásmegin á föstudaginn, þegar stuðn-
ingur við endurkjör hans virtist minnka í öldungadeild
Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Baracks Obama hefur unn-
ið að því að afla Bernanke stuðnings, en þrátt fyrir það
virðist stuðningur meðal demókrata í öldungadeildinni
vera óviss, að því er breska dagblaðið Financial Times
segir.
Bernanke hefur legið undir vaxandi ámæli fyrir við-
brögð við fjármálakreppunni, en hann hefur sem kunn-
ugt er lækkað stýrivexti vestra og eru þeir nú nærri núll-
inu. Gagnrýnendur hans hafa haldið því fram að það hafi
verið of lágir stýrivextir sem ýttu undir skuldabóluna
sem á endanum sprakk, með því að gera fólki auðveldara
að taka meira að láni og eyða í neyslu, í stað þess að
hætta að lifa um efni fram.
Obama tilkynnti um endurtilnefningu Bernankes á
síðasta ári, en kjörtímabili seðlabankastjórans lýkur
hinn 31. janúar. Öldungadeild Bandaríkjaþings verður
að staðfesta tilnefninguna fyrir þann tíma og þarf Bern-
anke 60 atkvæði til að halda embættinu í fjögur ár til við-
bótar. ivarpall@mbl.is
Bætir í mótvind Bernankes