Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 F í t o n / S Í A Í GÓÐUM MÁLUM Hollustan og heilsan eru málið á nýju ári. Ívar og Arnar mæla með reglulegri hreyfingu og hollum bita á Nesti. Renndu við og fáðu þér fitusnauðan og næringarríkan mat og drykk þegar þér hentar. Þá ertu alltaf í góðum málum. Á NÝJU ÁRI UM 1.250 þúsund krónur höfðu safnast til stuðn- ings íslensku alþjóðabjörgun- arsveitinni í átaki fjögurra bókaforlaga í samvinnu við Ey- mundsson síð- degis á sunnudag. Allur ágóði af sölu valinna bóka þessa helgina rennur óskertur til að endurnýja búnað sveitarinnar sem skilinn var eftir á Haítí. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Penn- anum, stóðu vonir til að næðist að safna 1,5 milljónum króna fyrir lok átaksins. „Söfnunin gekk ágætlega á laugardag. Það var mikið um út- skriftir frá Háskólanum í Reykjavík svo það seldist talsvert af bókum þá,“ segir Bryndís. kjartan@mbl.is Bókasala í þágu björgunarsveit- arinnar gekk ágætlega Eftir Sigmund Sigurgeirsson SAMÞYKKT var á almennum safn- aðarfundi á Selfossi í gær að krefjast þess af biskupi, að presti sem taka á til starfa í Selfossprestakalli verði fal- ið að stýra og bera ábyrgð á öllu kirkjustarfi í Selfosskirkju. Ágrein- ingur var um tillöguna en hún sam- þykkt með 64 atkvæðum gegn tíu. Þar sem fleiri en einn prestur starfa innan sömu sóknar skal, sam- kvæmt starfsreglum, verkaskipting fara fram undir forystu sóknarprests. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Selfossprestakalli, á ekki von á öðru en svo verði áfram. Lög og starfsreglur kveði á um ábyrgð sóknarpresta og hann segist ekki skorast undan þeim skyldum. Hann beri ábyrgð á starfi sem fram fer í kirkjum prestakallsins. Fjölmenni var á safnaðarfundinum sem var boðaður vegna nýlegrar sam- einingar Selfossprestakalls og Hraungerðisprestakalls. Hart var deilt á hvernig sú sameining kom til, en hún var ákveðin á kirkjuþingi í nóvember síðastliðnum. Árni Valdimarsson, einn fundar- manna, sagðist í samtali við Morgun- blaðið þess fullviss að þorri fundar- manna hefði ekki gert sér grein fyrir því hvað var verið að samþykkja. Samkvæmt áskoruninni væri fundur- inn í raun að krefjast þess að biskup svipti sóknarprest forræði yfir stærstu kirkjudeildinni í prestakall- inu. Á fundinum beindi Árni því til fundarmanna að tillaga að áskorun- inni yrði ekki lögð fram en fylgdi því hins vegar ekki eftir. Greinilegt væri hvernig til fundarins var boðað, fylg- ismenn séra Óskars Hafsteins Ósk- arssonar, starfandi afleysingaprests á Selfossi, hefðu smalað á fundinn til að koma í gegn ályktuninni og því hefði verið þýðingarlaust að bera upp breytingartillögur, eða frávísun. Þórður Árnason, sem lagði tillög- una fram, segir að líta megi svo á að farið sé fram á að sóknarpresturinn afsali sér völdum í kirkjunni. Hann sé þó ávallt yfirmaður starfsins. Þórður neitar því að sérstaklega hafi verið smalað á fundinn af sinni hálfu. Frestur til að sækja um stöðu prests á Selfossi rennur út í dag, og tekur hann að óbreyttu til starfa 1. mars nk. Nýr prestur stýri og beri ábyrgð á kirkjustarfinu  Fjölmennt á fundi Selfosssafnaðar  Ágreiningur um samþykkta tillögu Morgunblaðið/Ómar ALLS eru 27 erlendir skiptinemar í námi við Háskólann á Akureyri á vorönn, þar af 24 í staðbundnu námi en þrír í verknámi. Aldrei áður hafa eins margir skiptinemar verið við HA á einu skólaári og er það líklega vegna stöðu íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, að því er fram kemur á vefsetri skólans. Nemendur koma frá ellefu þjóð- löndum og er dreifing milli landa svipuð og síðustu ár. Hins vegar er einn nemandi frá nýjum samstarfs- skóla HA í Rúmeníu. Akureyrar- skólinn er stöðugt að auka við nem- enda- og kennaraskiptasamninga sem gefur nemendum einnig fjöl- breyttari möguleika á skiptinámi. Skiptinemar og -kennarar eru sagði setja alþjóðlegan blæ á há- Morgunblaðið/Kristján Akureyri Sífellt fleiri koma frá öðr- um löndum til háskólanáms fyrir norðan. Hagstæð króna heillar háskólafólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.