Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 • Rótgróið bakarí með góðan hagnað. • Heildverslun með fatnað og vefnaðarvörur. Ársvelta 100 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir heimili. Ársvelta 70 mkr. • Lítil heildverslun með snyrtivörur. • Heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 250 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Rótgróið byggingafyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurnýjun. Ársvelta 24 millj. EUR. EBITDA 2,8 millj. EUR. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Ársvelta 220 mkr. • Rótgróið útgáfafyrirtæki tengt ferðaþjónustu. EBITDA 5 mkr. • MOTORS. Tískuverslun á Laugavegi með sterk vörumerki í einkasölu og sérvörur fyrir mótorhjólafólk. Gæti hentað vel til sameiningar. • Rótgróið iðnfyrirtæki með bygginga- og viðhaldsvörur. Ársvelta 90 mkr. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með álprófíla og plexigler. Ársvelta 50 mkr. • Lítið framleiðslufyrirtæki með örugga viðskiptavini. Tvö stöðugildi. Ársvelta 55 mkr. EBITDA 15 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. • Rógróið iðnfyrirtæki með öruggan markað. Ársvelta 220 mkr. • Rótgróið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Signý Kolbeinsdóttir hönnuður UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 20 mismunandi bækur Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka3-7. 110Reykjavík. Sími5150000. www.oddi.is STÓRMERKI eru nú uppi hjá útgerð- armönnum. Um árabil hafa þeir neitað að horfast í augu við þann möguleika að þurfa hugsanlega að skila þjóðinni til baka þeim aflaheimildum sem þeim hefur árlega verið úthlutað að gjöf í því skyni að auka hag- ræðingu og arðsemi í sjávarútvegi. Þeim var meira að segja gert kleift að framselja réttinn til viðtöku gjaf- anna sín á milli gegn greiðslu. En þegar þeir vildu fá að veðsetja þennan rétt var því hafnað. Engu að síður fundu þeir, í samstarfi við bankana, leið til að koma veðsetn- ingunni á, og hafa nú skuldsett at- vinnugreinina upp í rjáfur. Nú er afneitunarstigið yfirstaðið. Sumir útgerðarmenn eru að vakna upp með timburmenn eftir partíið sem fylgdi afleiðuviðskiptunum og kvótabraskinu. Niðurstaðan varð ævintýraleg skuldsetn- ing sem nemur a.m.k 550 milljörðum króna, um 3 mkr. á hvern vinnandi mann í land- inu. Það lætur nærri að vera tvöföld sú upp- hæð sem ætla má að Icesave-ævintýrið hafi bakað þjóðinni. Nú standa þeir einn- ig frammi fyrir þeirri staðreynd að andlag skuldanna hefur aldrei verið í þeirra eign. Vissulega er til fjöldi útgerða sem reknar hafa verið á arðsaman hátt án þess að ótæpilega hafi verið teknir út úr þeim fjármunir. Til eru stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa verið meðvitaðir um þá samfélagslegu ábyrgð sem því fylgir að nýta sameiginlegar auð- lindir landsmanna. Þessir útgerð- armenn hafa bent á hversu mikið fé skapast af þessum rekstri til launa- og skattgreiðslna án þess að vera um leið að ýja að því að sá kostn- aður sé þeim ofviða. Þeir vita sem er að það er okkar allra að sjá til þess að hér þrífist heilbrigt hag- kerfi og fram til síðasta árs hefur atvinnuleysi verið nær óþekkt hér. Meira að segja eftir hrun er at- vinnuleysi hér enn töluvert minna en í flestum Evrópulöndum. Kvótakerfið brást væntingum sem til þess voru gerðar í upphafi. Fyrsta árið var þorskaflinn tæp 300 þúsund tonn og þurfti að fara aftur til áranna 1947 og 1948 til að finna svo lágar aflatölur. Núna þykja 150 þúsund tonn ásættanlegt. Sumir hafa haldið því fram að fyrning- arleiðin – stundum kölluð innköll- unarleið – sé nýtt stjórnkerfi fisk- veiða sem skapi mikla óvissu í greininni. Það er það ekki. Við núverandi aðstæður er ekki hægt að nema fyrirvaralaust burt þá meinsemd sem kvótakerfið er, án alvarlegra eftirkasta fyrir sjúk- linginn. Þess vegna er lögð til hóf- söm leið – svokölluð fyrningarleið – á 20 árum. Hú felur í sér meðferð sem greinin þarf til að hægt sé að koma á breytingum í fiskveiði- stjórnarkerfinu á hæfilega löngum aðlögunartíma. Útgerðarmenn kunna auðvitað að færa bókhald og kveinka sér ekki yfir því að afskrifa lyftara eða frystiklefa um 10% á ári. Svo virðist sem þeir myndu frekar kveinka sér undan því að fá ekki að afskrifa efn- islegar eignir sínar, þar sem slíkt myndi valda hærri skattgreiðslum. Þeir eru hins vegar gripnir örvænt- ingu yfir að þurfa hugsanlega að standa þjóð sinni skil á þjóðareign- inni með því að fyrna árlega 5% af veiðiheimildum en eiga í staðinn möguleika á að gera samninga um að veiða sama magn, gegn leigu- gjaldi, jafnvel til margra ára í senn. Virðist sem hrein skelfing hafi grip- ið suma útgerðarmenn við þessa til- hugsun. Fimmtudaginn 21. janúar stefndu allir útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum skipum sínum í land. Því heyrðist reyndar fleygt að ástæðan væri sú að gámaskipin lesti fisk í Vestmannaeyjum á fimmtu- dögum og föstudögum. Einhverjir bentu á að spáð hefði verið stormi á miðunum umræddan dag – en lát- um það vera. Útgerðarmenn segjast hafa verið að tryggja að sem flestir sem hafi hagsmuni af því að hafna fyrningarleiðinni gætu mætt á bar- áttufund þeirra í Vestmannaeyjum. Þeir segja nefnilega að störfum sjó- manna sé stefnt í voða. Vegna þessa vil ég minna á eitt mikilvægt atriði. Þær aflaheimildir sem fyrirhugað er að fyrna verða áfram veiddar. Til þess þarf sjó- menn. Störfum íslenskra sjómanna er því ekki stefnt í voða vegna þeirrar fyrirhuguðu innköllunar og endurhúthlutunar fiskveiðiheimilda sem nefnd hefur verið fyrning- arleið. Skelfing útgerðarmanna Eftir Ólínu Þorvarðardóttur »Engu starfi er stefnt í voða vegna fyrir- hugaðrar innköllunar og endurúthlutunar veiði- heimilda. Fiskurinn verður áfram veiddur og unninn. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Í FYRSTA sinn frá lýðveldisstofnun hafa Íslendingar tækifæri á að taka þátt í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Því ber að fagna því nú fær þjóðin sjálf að segja skoðun sína í beinni kosningu. Í upphafi skal á það bent að sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem fram fer hinn 6. mars nk. er bindandi fyrir stjórnvöld því hún byggist á 26. gr. stjórn- arskrárinnar. Þjóðin hefur því síðasta orðið. Þegar ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslu eru í stjórnarskrá þá er hún bindandi að lögum – öfugt við þjóðaratkvæðagreiðslur sem ákvarðaðar eru af stjórnvöldum eins og t.d. þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Sú atkvæðagreiðsla verður ekki bindandi fyrir stjórnvöld því ekki er að finna fullveldisafsal í stjórnarskránni. Alþingi hefur því lokaákvörðunarvald. Þrígreining rík- isvaldsins er skýr í Stjórnarskrá Ís- lands nr. 33/1944. Er þrígreining rík- isvaldsins sótt í valdtemprunarhugmyndir Montes- quieu fransks stjórnvitrings frá árinu 1748. Hugmyndir hans gengu út á að löggjaf- arvaldið, fram- kvæmdavaldið og dómsvaldið í hverju ríki eiga að vera full- komlega sjálfstæð og tempra vald hvert ann- ars. Því velti ég því fyrir mér hví stjórnvöld skirrtust við í fyrstu að boða til þessarar þjóð- aratkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum. Samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar er réttur forset- ans til að hafna lögum skýr því hlut- verk forseta Íslands samkvæmt henni er að tempra vald – að vera nokkurs konar öryggisventill þjóð- arinnar – gegn valdníðslu stjórnvalda sem hafa þjóðina ekki með sér í ein- stökum málum. Er þessi öryggisvent- ill stjórnarskrárinnar sérlega mik- ilvægur okkur Íslendingum því mikil hefð er fyrir meirihlutaríkisstjórnum hér á landi, öfugt við t.d. Norð- urlandaþjóðirnar, sem hafa í gegnum tíðina byggt á minnihlutarík- isstjórnum. Nú verða Íslendingar að standa saman um að þrýsta á stjórn- völd til að fá að nýta stjórnarskrár- varinn rétt sinn og greiða atkvæði um hin umdeildu Icesave-lög sem fram- kvæmdavaldið neyddi löggjafarvaldið til að samþykkja hinn 30. desember síðastliðinn. Undanbrögð ríkisstjórn- arinnar verða ekki liðin. Kraftur þjóðarinnar leystist úr læðingi hinn 6. mars nk. og eiga niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar eftir að vekja at- hygli um heim allan. Samfélagið okk- ar byggist á styrkum stoðum lýðræðishefðar. Sýnum umheiminum að við höfum þor sem þjóð að hafna græðgisvæðingu bankakerfisins. Ég skora á alla Íslendinga að hafna Ice- save lögunum hinn 6. mars nk. því ekki er réttlætanlegt að skuldir óreiðumanna séu ríkisvæddar og lagðar á komandi kynslóðir í aukinni skattheimtu. Til hamingju, Íslendingar, með 6. mars Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Nú verða Íslend- ingar að standa sam- an um að þrýsta á stjórnvöld til að fá að nýta stjórnarskrárvar- inn rétt sinn og greiða atkvæði um hin um- deildu Icesave-lög... Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.