Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
Svokallaðurstöð-ugleikasátt-
máli hefur öðru
hvoru verið í
umræðunni. Fljótt
á litið virtist þar á ferð samn-
ingur með löngu nafni en litlu
efni. En hann var engu að síð-
ur mikilvægur vegna þess að
hann var umbúnaður um frið á
vinnumarkaði, þegar átök voru
engum til gagns og öllum til
bölvunar. Margir áttu um sárt
að binda og eiga enn, atvinnu-
öryggi ótryggt og forráða-
menn fyrirtækja þurftu á öllu
sínu að halda til að halda þeim
á floti. Vinnudeilur hefðu verið
olía á eld. Ríkisstjórninni var
ætlaður nokkur hlutur í samn-
ingsgerðinni, en skemmst er
frá því að segja að hann liggur
allur eftir.
Samtök atvinnulífsins gengu
mjög langt í að samþykkja eða
una skattaálögum og skemmd-
um á skattkerfi og liggur við
að þessi samtök hafi tekið á
þeim pólitíska ábyrgð. Því til
viðbótar stunduðu for-
ráðamenn samtakanna er-
indrekstur fyrir ríkisstjórnina
gagnvart stjórnarandstöðu í
Icesave-málinu og voru til-
búnir til að láta senda sig á
fund forseta í sömu erindum,
en hann afþakkaði pent. Þarna
voru samtökin komin á hreinar
villigötur. En skýringin á þess-
ari umframfylgispekt við rík-
isstjórnina var
ekki síst sú, að SA
trúðu því að þau
hefðu tryggt að
friður í atvinnulífi
næði jafnframt til
sjávarútvegsins á Íslandi. At-
vinnugreinar, sem menn sjá nú
aftur í réttu ljósi eftir hrun út-
rásar og loftbólustarfsemi. En
vilyrði um sáttatíma í sjávar-
útvegi, sem aldrei hefur verið
mikilvægari, hafa öll verið
svikin. Ráðist hefur verið að
sjómannaafslættinum, sér-
íslensku fyrirbæri í sköttum
sem fremur er ástæða til að
standa vörð um en eyðileggja.
Hótanir um fyrningarleið
veikja traust á stöðu fyr-
irtækjanna í sjávarútvegi til
frambúðar og skref sem hafa
verið í stigin í þá átt sýna að
loforð um samráð og samstarf
voru innihaldslaus froða.
Einar Guðfinnsson, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra,
segir nýverið að íslenska rík-
isstjórnin sé mestur skaðvald-
ur í einni höfuðgrein þjóð-
arinnar. Þarna er fast kveðið
að, en við blasir að þingmað-
urinn hefur mikið til síns máls.
Það er ekki ástæða til að ætla
að núverandi sjávarútvegs-
ráðherra sé ekki í hjarta sínu
velviljaður því sem hann á að
standa vörð um. En hann er
augljóslega með lítinn eða eng-
an stuðning hjá samráðherrum
sínum.
Atlaga ríkisstjórnar
að íslenskum sjávar-
útvegi er óskiljanleg}
Svikin fyrirheit
við sjávarútveg
Árásirnar hinn11. september
2001, þar sem flug-
vélar, fullsetnar
farþegum, voru
notaðar sem vopn
gegn almennum
borgurum, fylltu
veröldina skelf-
ingu. Hryðjuverkamenn sýndu
að þeim væru engin mörk sett.
Viðbrögðin urðu auðvitað
harkaleg og ef tími til yfirveg-
unar hefði verið meiri hefði
sjálfsagt færra farið úrskeiðis.
Hugmynd að bráðabirgða-
fangabúðum Bandaríkjamanna
á öryfirráðasvæði þeirra í
Kúbu var við þessar aðstæður
skiljanleg. En hún hafði ekki
verið hugsuð til enda og stjórn
Bush var orðin óróleg yfir búð-
unum og var byrjuð að feta sig
út úr þeirri aðgerð en hafði
ekki fundið endanlega né full-
nægjandi lausn.
Obama, núverandi forseti,
gaf áberandi kosningaloforð
um að loka fangabúðunum inn-
an árs frá því að hann tæki við
embætti. Við það hefur hann
ekki getað staðið. Bandaríska
dómskerfið er orð-
ið órólegt og
mannréttinda-
frömuðir hafa frá
öndverðu verið
mjög gagnrýnir.
Nú virðist sem
hugmyndin sé að
45 fanganna, sem
enginn vill taka við, verði með
stjórnvaldsákvörðun og án
dómsmeðferðar af nokkru tagi
geymdir til lífstíðar í fangelsi
til öryggis. Þótt ekki liggi fyrir
um hvaða einstaklinga er
þarna að ræða og þótt ekki sé
ástæða til að efast um að í hópi
þeirra séu flestir, ef ekki allir,
stórhættulegir menn, þá er
lausn af þessu tagi ógerleg fyr-
ir Bandaríkin.
Það hlýtur að vera ófrávíkj-
anleg regla að frelsissvipting
manna, svo ekki sé talað um til
lífstíðar, fái málsmeðferð sem
stenst skoðun réttarríkis. Því
það er svo, að hverfi for-
ysturíki lýðræðis í heiminum
til slíkrar niðurstöðu, þá geta
þeir sem síst skyldi helst
hlakkað yfir því og hagnýtt sér
það.
Jafnvel í tilvikum
verstu illvirkja og
þrjóta má ekki víkja
algjörlega frá
reglum réttar-
ríkisins}
Fangabúðir og réttarríki
H
ann var sætur sigurinn á Dönum.
Íslendingum er þá ekki alls varn-
að. Eftirminnilegt að heyra lýs-
inguna:
„Og sjáið þið Róbert, hvernig
hann nær boltanum! Kastar sér þarna eins og
gráðugt ljón á bráð, alveg eins og ljón sem hefur
verið svelt í þrjár vikur!“
Þetta skiptir máli. Að berjast eins og ljón. Orri
Steinarsson, sem búsettur er í Hollandi, lýsti því
í sunnudagsmogganum á dögunum að ímynd Ís-
lands hefði beðið hnekki þar í landi í kjölfar Ice-
save og bankahrunsins, en fyrst og fremst í við-
skiptum. „Sem betur fer hafa listamenn eins og
Sigur Rós, Múm og Mugison komið landinu veg-
lega á kortið í Hollandi og sú ímynd er enn mjög
jákvæð. Það er stórlega vanmetið hversu mikil
áhrif ungt listafólk hefur á ímynd landsins.“
Auðvitað er þetta rétt hjá Orra. Gróskan í íslensku listalífi
hefur skipt sköpum fyrir ímynd landsins. Fyrir vikið eru Ís-
lendingar ekki óskrifað blað í augum umheimsins. Tónninn
var gefinn með Björk, alhliða listamanni sem er frumleg og
úthugsuð í öllum sínum verkum. Það á ekki aðeins við um
tónlistina, heldur líka leiklistina og hönnunina; það varð
mælistikan sem allir mældu sig við og íslenskt listalíf hefur
uppskorið síðan.
Og það skiptir máli fyrir ímynd þjóðarinnar, að á sama
tíma og þýskir bankar töpuðu stórfé á íslenskum bönkum, þá
sló Emilíana Torrini í gegn þar í landi og Jungle Drum var í
efsta sæti vinsældalistans í heilar átta vikur!
Við erum líka lánsamari en Norðmenn, sem
sitja uppi með gleðipoppsveitina Aha, og Danir
með sína Aqua, „I’m a Barbie girl, in a Barbie
world. Life in plastic, it’s fantastic!“ Það er enda-
stöð.
Um þessar mundir er Íslendingum ítrekað
boðið upp á listviðburði á heimsmælikvarða.
Nefna má Faust í uppfærslu Vesturports og
Borgarleikhússins, þar sem Goethe öðlast nýjan
þrótt, án þess þó að sneitt sé hjá grundvall-
arspurningum. Og sýningu Ragnars Kjart-
anssonar í Hafnarborg á The End, framlagi Ís-
lands á Feneyjatvíæringnum. Þar er sleginn nýr
tónn sem mun óma víða.
Ekki má gleyma Carnegie Art Award, þar
sem Kristján Guðmundsson er í öndvegi.
Þó er áhyggjuefni að á meðan gróskan er
mikil í listalífinu, þá virðist forgangsröðunin
hafa brenglast, ekki aðeins meðal stjórnmálamanna, heldur
líka listamannanna sjálfra. Og tugir milljarða fara í tónlist-
arhús og menningarhús um allt land. Hvað hefði ekki verið
hægt að gera við þá fjármuni í listsköpuninni sjálfri, í stað
þess að framleiða steinsteypu?
Ímynd þjóðarinnar verður ekki bjargað af einni „stof-
unni“ enn eða innantómum slagorðum. Þjóðin sjálf skapar
ímyndina með frumkvæði sínu og framtaki. Ef við spjörum
okkur í samfélagi þjóðanna, berjumst eins og ljón, þá
ávinnum við okkur virðingu, stöndum vörð um sjálfsvirð-
inguna, og ryðjum með því brautina fyrir komandi kyn-
slóðir. Það skiptir máli. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Það sem skiptir máli
Leigumarkaður
íbúða allur að lifna
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
E
ftirspurnin er mikil,“
segir Halldór Jensson,
sölustjóri á leigumiðl-
uninni Rentus. Fyrir-
tækið er nú með um 30
íbúðir á skrá á höfuðborgarsvæðinu. Í
janúar í fyrra voru þær sextíu. Hann
segir mikinn fjölda íbúða koma í út-
leigu þessa dagana, þótt framboðið sé
minna en fyrir hrun. Þær íbúðir sem
komi í útleigu stoppi heldur ekki jafn-
lengi. Leiguverð hefur hækkað og er
mánaðarleigan á þriggja herbergja
íbúð í blokk nú í kringum 120 þúsund
krónur. „Þetta er að nálgast verðið
sem var fyrir hrun,“ segir hann.
Hilmar Þór Hafsteinsson, löggiltur
fasteignasali og leigumiðlari hjá fast-
eignasölunni Eignamiðlun, staðfestir
að leigumarkaður hafi tekið við sér og
leiguverð hækkað þótt það hafi ekki
náð sömu hæðum og fyrir kreppu.
Ekki á hvaða verði sem er
„Kaupgeta fólks er minni og það er
ekki tilbúið að leigja á hvaða verði
sem er,“ segir Hilmar Þór. Skortur sé
engu að síður á íbúðarhúsnæði og
óskirnar um leiguhúsnæði margfalt
fleiri en íbúðirnar sem fyrirtækið hafi
á skrá. Hilmar Þór fær að meðaltali
tvö símtöl á dag frá fólki í leit að
leiguíbúð. Eignamiðlun er nú með
tvær eignir á skrá, en á sama tíma
fyrir ári voru þær tuttugu. Hann seg-
ir húseignir líka seljast betur en fyrir
ári og því sé minna um að eignir sem
ekki seljast fari í leigu.
Lítil breyting hefur hins vegar orð-
ið á eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði.
Eignir með atvinnuhúsnæði á skrá
eru nú 30-40 sem er svipað hlutfall og
í fyrra.
Hjá Félagsbústöðum í Reykjavík
er minni eftirspurn eftir leiguíbúðum
en var til skamms tíma. Fólk á bið-
lista eftir félagslegu húsnæði hefur í
vaxandi mæli fært sig yfir á almenna
markaðinn þar sem eignir bjóðast í
ákveðnum tilvikum á lægra verði en
áður. Einkum á það við um stærri
íbúðir.
Eignir og tekjur ráða
„Almenni markaðurinn hefur
komið sterkt inn að undanförnu,“
segir Sigurður K. Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða.
„Framboð á eignum þar er meira og
því hefur verð lækkað. Það á sér-
staklega við um stærri eignir. Við er-
um hins vegar mest í minni eignum,
80% okkar íbúða eru þriggja her-
bergja eða minni. Margir sem voru á
biðlista eftir stærri íbúðum hjá okk-
ur hafa fært sig yfir á almenna
markaðinn, bæði til að komast strax
í húsnæði og eins er leiguverðið á
slíkum íbúðum jafnvel hagstæðara
en hjá okkur. Í minni eignum erum
við hins vegar með lægra verð. Einn-
ig verðum við þess vör að fólk gerir
nokkrar kröfur um staðsetningu.
Vill gjarnan fá íbúð í þeim borg-
arhluta þar sem félagslegt bakland
þess er.“
Félagsbústaðir eiga alls 2.158
íbúðir, þar af rúmlega 300 þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða. Fyrir liggja alls
650 umsóknir eftir félagslegu leigu-
húsnæði. Velferðarsvið Reykjavík-
urborgar úthlutar íbúðunum sem
fara aðeins til þeirra sem eru með
tekjur og eignir undir ákveðnum
mörkum.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hús Fjármálastofnanir hafa undanfarið leyst til sín fjölda eigna sem þeim
er skynsamlegra að leigja út en selja á hrakvirði, að mati leigumiðlara.
Mikil eftirspurn er eftir leigu-
húsnæði á almenna markaðnum
og verðið hækkar. Hjá Félags-
bústöðum í Reykjavík eru færri á
biðlista en áður. Einkum á það
við um stærri íbúðir.
„LEIGUMARKAÐURINN mun
bara stækka á næstu misserum.
Fjöldi fólks hefur misst eignir sínar
eða er illa statt af öðrum ástæðum
og hefur ekki annan kost en leigja
sér íbúð,“ segir Guðlaugur Örn
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Leigulistans. Hann segir eftirspurn
eftir íbúðarhúsnæði hafa aukist
mikið að undanförnu. Fyrst eftir
hrunið hafi fyrirtækið verið með
um 1.100 eignir á skrá en í dag séu
þær 300 til 400.
Á höfuðborgarsvæðinu er tals-
vert um hálfbyggt íbúðarhúsnæði
sem fjármálastofnanir hafa leyst til
sín. Guðlaugur segir sitt mat að fyr-
ir núverandi eigendur sé skynsam-
legast að koma eignunum í nothæft
stand og leigja út. Ekki borgi sig að
selja þær, því við núverandi að-
stæður seljist eignirnar aðeins fyrir
hrakvirði á markaði sem sé í raun
steindauður sem sakir standi.
MARKAÐUR
STÆKKAR
››
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon