Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 10:10
Sýnd kl. 6 og 9
Sýnd kl. 6 og 8
YFIR
92.000
MANNS
Sýnd kl. 6
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
Alvin og Íkornarnir kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 4:40 - 7 - 8 - 10:20 B.i.10 ára
Did you hear about the Morgans kl. 4:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Avatar 2D kl. 4:40 - 8 Lúxus
Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Sýnd kl. 8 og 10:10
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHHH
- Hilmar Karlsson,
Frjáls verslun HHHHH
-Hulda G. Geirsdóttir, Poppland/Rás 2
HHHH
- Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið
HHHH
- Dr. Gunni, Fréttablaðið
i
Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHHHH
-H.K., Bylgjan
HHHHH
-H.S., MBL
YFIR
92.000
MANNS
2 GOLDEN GLOBEVERÐLAUNBESTA MYNDBESTI LEIKSTJÓRI HHHH+-Ó.H.T., Rás 2HHHHH-V.J.V., FBLHHHHH-T.V., Kvikmyndir.is HHHH-Á.J., DV
GEORGE CLOONEY,
VERA FARMIGA OG
ANNA KENDRICK FARA
Á KOSTUM Í ÞESSARI
FRÁBÆRU MYND
"PERFECT CASTING, BRILLIANT
WRITING, FLAWLESS TONE.
A TIMELESS MOVIE OF HUMOR,
HEART AND MIND."
- THE WASHINGTON POST
"GEORGE CLOONEY GIVES THE
PERFORMANCE OF HIS CAREER."
- NEW YORK POST
BEST PICTURE
BROADCAST FILM CRITICS
BEST PICTURE
NEW YORK FILM CRITICS
BEST DIRECTOR
LOS ANGELES FILM CRITICS
STÓRKOSTLEG
MYND SEM
SLEGIÐ HEFUR
RÆKILEGA Í GEGN
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum!
© 2009 UNIVERSAL STUDIOS
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA Á
Í kvöld kl. 20.00 í Kringlubíó
FORSÝNING
KRINGLAN
Kl. 12.10 Duo Harpverk í Norræna
húsinu, Katie Buckley, harpa, og
Frank Aarnink, slagverk. Verk eft-
ir tónsmíðanemendur LHÍ; Þórunni
Grétu Sigurðardóttur, Gunnar Kar-
el Másson, Árna Guðjónsson, Þórð
Hermannsson og Þorbjörn G. Kol-
brúnarson.
Kl. 14 Fyrirlestur í Sölvhóli, sal
Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu
13. John Pickard ræðir um tónlist-
arvitund eyjaskeggja.
Kl. 20 Djasstónleikar í Hafnarborg.
Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleik-
ari og Andrés Þór Gunnlaugsson
gítarleikari. Flutt verða ný verk
eftir listamennina og útsetningar á
íslenskum þjóðlögum.
Myrkir músíkdagar
JASON REITMAN (Juno,Thank You for Smoking)lætur ekki deigan síga semeinn af athyglisverðustu
ungu leikstjórum Vesturheims. Up
in the Air er fágað gamandrama af
bestu gerð, frumleg og sætbeisk sag-
an er ekki síður vel skrifuð, mönnuð
og leikstýrt af syni Ivans, hins
gamalkunna æringja í leikstjóra-
stétt. Sýnilegustu tengslin við Juno,
næstu mynd hans á undan, er í leik-
aravalinu (Bateman, Simmons, El-
liott o.fl.). Up in the Air fer hins veg-
ar með áhorfendur á lítt kunnar
slóðir þeirra sem eru að mestu leyti á
ferð og flugi ofar skýjum og keppast
við að ná ákveðnum heiðursáfanga í
flognum mílum (10 milljón mílur) og
komast þar með í afar þröngan hóp
hinna útvöldu viðskiptavina.
Dapurlegt efnahagsástandið vinn-
ur rækilega með Ryan Bingham
(Clooney), sem starfar sem nútíma-
böðull hjá fyrirtæki Craigs Gregorys
(Bateman); Bingham heggur ekki
hausinn af mönnum heldur rekur þá
úr starfi sínu þegar yfirmenn þeirra
brestur kjark. Þá er hringt í Greg-
ory, sem sendir Bingham á staðinn,
hvert á land sem er, þrælsjóaðan í að
sparka í rass fórnarlambanna og láta
vol þeirra og væl sem vind um eyrun
þjóta. Bingham er fyrir langalöngu
búinn að temja sér snyrtilegar
starfsaðferðir og fyrirtæki Gregorys
er vel búið bæklingum sem lofa þeim
brottreknu að sparkið sé aðeins
undanfari betri tíma. „Crisis means
opportunity“, ekki má gleyma því.
En þegar brottrekstrarnir ganga
betur en nokkru sinni og fórn-
arlömbin eru óþrjótandi í hverri
borg og krummaskuði og Bingham
rótar inn vildarpunktunum kemur
nýtt babb í bátinn í líki hinnar hroka-
fullu og ófyrir-leitnu Natalie Keener
(Kendrick). Hún staðhæfir að það sé
orðin úrelt aðferð að elta menn uppi
landshorna á milli til að reka þá aug-
liti til auglitis og hefur tölvuvætt ras-
saspörkin af aðalskrifstofunni. Ólíkt
hentugri og ódýrari aðferð, en Bing-
ham sér fram á að veröldin, eins og
hann vill hafa hana, er að hrynja og
er ekki á því að taka því þegjandi og
hljóðalaust. Hann fer því með fröken
hrokagikk í kynningarferð um landið
þar sem hann reynir að afsanna
ágæti fjarstýrðra brottrekstra. „Það
verður að tala við fólkið,“ segir hinn
gamal-reyndi refur og hver skyldi
hafa betur?
Þetta er atvinnuhliðin, ein af
mörgum flötum í hinni fólslega
skemmtilegu Up in the Air. Við fáum
nefnilega að kynnast því að Bingham
fer út af sinni fyrir löngu fastmótuðu
vinnurútínu og hversdagsmunstri.
Annar vildarpunktasafnari, hin svell-
andi Alex Goran (Farmiga), verður
æ oftar á vegi hans og forhert pipar-
sveinshjartað í Bingham fer að taka
áður óþekkta fjörkippi. Við erum
kynnt fyrir fjölskyldu hans og til-
finningalegri einangrun sem hann
fer einnig að uppgötva. Er þetta hið
frábæra og heillandi líf?
Up in the Air kraumar af þver-
sögnum um mannlegt eðli; skyndi-
lausnir til að leysa vandamál sem
upp koma eru jafnharðan brotnar á
bak aftur. Við kynnumst í sjónhend-
ing þeim ólánsama herskara sem fær
uppsagnirnar án nokkurrar náðar
eða miskunnar og hinum grátbros-
legu viðbrögðum hans, en fyrst og
síðast lærum við að á bak við sjóað
yfirbragð sérhvers manns býr mýkri
maður, þótt djúpt geti verið á hon-
um.
Það er erfitt að sjá Up in the Air
fyrir sér án Clooneys. Það rifjast upp
sem flestir spáðu þegar hann vakti
fyrst athygli í Bráðavaktinni: Hér er
loksins kominn leikari sem getur náð
fótfestu á tjaldinu. Clooney er ekki
aðeins óvenju heillandi glæsimenni
heldur frábær gamanleikari og hér
tekst honum engu síður upp í lykil-
atriði þegar reynir á dramatíkina.
Hin þokkafulla og varhugaverða
Farmiga nær að hafa í fullu tré við
Clooney, sem er sannkallað afrek.
Lokakaflinn þeirra á milli telst þó
fyrir- sjáanlegur. Bateman, Sim-
mons og öll þessi andlit sem koma og
fara, skapa hrífandi mósaíkverk utan
um eftirminnilegar persónur sem
komast að því að margt er
eftirsóknarvert í lífinu annað en vild-
arpunktar. Reitman hefur tekist í
þriðja sinn að gera eina bestu,
skemmtilegustu og ferskustu mynd
ársins. Ég hvet alla sem hafa ánægju
af bíóferðum að setja Up in the Air
efst á óskalistann.
Væntingar
og vildar-
punktar
Sambíóin, Laugarásbíó
Up in the Air
bbbbm
Leikstjóri: Jason Reitman. Aðalleikarar:
George Clooney, Vera Farmiga, Anna
Kendrick, Danny McBride, Jason Bate-
man, Sam Elliott, J.K. Simmons. 107
mín. Bandaríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Up in the Air
Clooney og
Farmiga.