Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hægt er að skoða allt um-hverfið í kringum sig íeinni ljósmynd, meðsérstakri tækni sem Ólafur Haraldsson, gagnvirkur hönnuður og áhugaljósmyndari, hefur verið að þróa. Ekki aðeins allan sjóndeildarhringinn heldur er einnig hægt að skoða umhverfið jafnt á degi sem nóttu. Þá getur áhorfandinn farið út fyrir myndina og skoðað heim hennar utan frá. Grunnurinn er alltaf risastór ljós- mynd sem sett er saman úr mörg hundruð myndum. Ólafur Haraldsson lauk námi í gagnvirkri hönnun frá Hönn- unarskólanum (Design skolen) í Kolding í Danmörku síðastliðið vor. Sjónræn upplifun Ólafur fékkst við hefðbundin verkefni á þessu sviði í skólanum. Námið tók hins vegar óvænta stefnu þegar Ólafur fór sem skiptinemi í háskólann í Sydney í Ástralíu á haustönn 2008. Hann fékk ekki að skrá sig í þau fög sem eðlilegast var að hann tæki vegna námsins í Danmörku. „Ég fór í staðinn í ljósmyndadeildina og það kveikti löngun til að vinna með ljósmyndir og gagnvirka hönnun saman. Veita þá sjónrænu upplifun sem þessi tækni býður upp á,“ segir Ólafur. Hann er forfallinn áhugaljós- myndari og hefur meðal annars tekið mikið af risastórum víð- myndum, bæði venjulegar pano- ramamyndir og myndir sem sýna allan sjóndeildarhringinn, í 360 gráður. Þegar hann byrjaði að taka slíkar myndir, fyrir fjórum árum, var tæknin skammt á veg komin. Þróunin hefur verið ör og tölvuforritin sem notuð eru til að setja myndirnar saman hafa tekið miklum framförum. Víðmynd getur verið úr nokkr- um myndum en gjarnan eru not- aðir tugir ljósmynda og stundum hundruð í eina mynd. Heillaður af tækni „Ég hef alltaf verið heillaður af tækni og ljósmyndun og viljað nýta saman. Þarna gafst mér tækifæri til þess,“ segir Ólafur. „Mér hefur oft fundist vanta í ljósmyndina þau áhrif sem við verðum fyrir þegar við sjáum hlut- ina sjálf. Venjuleg ljósmynd sýnir aðeins hluta af rýminu. Tæknin býður hins vegar upp á möguleika til að fletja út rýmið og skoða það allt,“ segir hann. Ólafur fór að gera tilraunir sem miðuðu að því að áhorfandi mynd- ar gæti sjálfur ráðið ferðinni og upplifunin yrði sem líkust því að hann væri sjálfur á staðnum. Lausnin var að varpa 360 gráðu víðmynd á tjald og nota fjarstýr- ingu úr leikjatölvu til að stýra því hvernig upplýsingarnar birtast. Tímaþættinum bætt við „Ég vildi kafa dýpra í þetta efni,“ segir Ólafur. Það lá því beint við að halda áfram og nota það sem BA-verkefni á lokaönn- inni í Hönnunarskólanum í Kold- ing. Hann ákvað að bæta tímaþætt- inum við. Leyfa áhorfandanum að ráða því hvenær sólarhringsins hann skoðaði umhverfið. Ólafur smíðaði vélmenni til að auðvelda myndatökuna. Þar sem hann var í Danmörku og ekki hægt að fara upp á hæsta fjallið varð hann að finna aðrar leiðir. Kom í ljós að hæsta mann- virkið í Kolding er nýr krani við höfnina. Fékk hann leyfi til að festa vélmennið efst í krananum og tók myndir í gríð og erg í tæp- an sólarhring. Hann notaði síðan hátt í þúsund myndir til setja saman víðmynd í 360 gráður og úr varð kúla sem myndar útlínur þessarar samsettu risaljósmyndar. Niðurstöður BA-verkefnisins sýndi Ólafur á stóru kúptu tjaldi sem lokaði sjónsviði áhorfandans. Hægt er að ferðast um myndina og út fyrir hana og velja hvenær sólarhringsins það er gert. Hann gekk skrefinu lengra í tækninni, sleppti fjarstýringunni og notar skynjara til að kalla fram mynd- irnar. Myndin fylgir þannig hreyf- ingu notandans. Áhorfandinn get- ur þannig skoðað sig um og jafnframt valið myndir frá hvaða tíma sólarhringsins sem er. Vegna þess hversu miklar upp- lýsingar eru í þessum stóru mynd- um er mögulegt að skoða ýmis smáatriði sem augað greinir ekki úr fjarlægð. Ólafur fékk hæstu einkunn fyrir verkefnið við útskriftina í vor og það hefur verið valið til að sýna möguleika gagnvirkrar hönnunar þegar Hönnunarskólinn verður kynntur fyrir stjórnmálamönnum og skólafólki í tilefni þess að hann hefur sótt um formlega stöðu sem háskóli. Komst að í Hollywood Ólafur er byrjaður í meistara- námi við skólann. Byrjaði þar á hönnunarverkefni sem ekki teng- ist ljósmyndun á nokkurn hátt. „Ég hef verið að vinna í því alla önnina að finna fyrirtæki sem gæti tekið mig í starfsnám,“ segir hann. Hann hefur verið í sambandi við ýmis fyrirtæki og fengið tilboð sem ekki gengu upp. „Ég hef fylgst með litlu fyrirtæki í Los Angeles, xRez, þar sem tveir menn úr kvikmyndaiðnaðinum vinna að ýmsum listrænum verk- efnum með risastórar panorama- ljósmyndir, fyrir kvikmyndir, aug- lýsingar og fleira. Ég prófaði að skrifa og eftir að þeir höfðu metið þekkingu mína og reynslu sam- þykktu þeir að taka mig í ár,“ seg- ir Ólafur. Hann er kominn til Hollywood eftir að hafa loksins tekist að fá öll tilskilin leyfi og er spenntur fyrir þessum nýju verkefnum. xRez hefur gert Yosemite- þjóðgarðinum skil með þessari ljósmyndatækni og Ólafur mun taka þátt í að taka Miklagljúfur (Grand Canyon) í Arizonaríki fyrir með sama hætti. Ljósmyndin er grunnurinn Segja má að Ólafur sé kominn ansi langt frá upphafsreitnum, þegar hann byrjaði fyrir sjö árum að taka ljósmyndir fyrir alvöru og notaði til þess Pentax-myndavél föður síns, myndavél sem er nokkrum árum eldri en hann sjálf- ur. „Ljósmyndin sjálf er grunn- urinn að öllu því sem ég geri. Tæknin gerir mér hins vegar kleift að auka upplýsingarnar og nota þær meira,“ segir Ólafur Haraldsson. Ljósmynd/Ólafur Haraldsson Víðmynd Mitre Peak, keilan í fjarska, er mest myndaða fjall Nýja-Sjálands. Þar tók Ólafur þessa víðmynd. Hún er sett saman úr tugum mynda og nær yfir nærri 200 gráður sjóndeildarhringsins. Áhorfandinn ræður för  Ólafur Haraldsson, gagnvirkur hönnuður, þróar tækni sem auðveldar áhorfandanum að ráða ferðinni þegar hann skoðar ljósmynd  Upplifun sem líkist því að vera sjálfur á staðnum  Grunnurinn er risastórar víðmyndir sem settar eru saman úr hundruðum ljósmynda Morgunblaðið/Golli Áhugi Ólafur Haraldsson sameinar áhugamálið og nám/vinnu með því að nota ljósmyndir sem hráefni í gagnvirkri hönn- un. Hann er nú kominn til starfa hjá fyrirtæki sem notar risastórar panoramamyndir í kvikmyndum og auglýsingum. Ólafur Haraldsson bendir ljósmyndaáhugafólki sem vill spreyta sig á víð- myndatökum á nokkur atriði:  Notið traustan þrífót með panorama-haus.  Stillið vélina handvirkt, jafnt ljós/hraða, lithita og fókus. Hafið sömu lýsingu í öllum myndunum.  Mælt er með að myndirnar séu látnar skarast um 25-30%.  Nota má ýmis forrit til að raða myndunum saman, til dæmis Photo- merge í Adobe Photoshop, AutoPano eða Hugin.  Gefið ykkur góðan tíma og sýnið þolinmæði. Góð ráð við víðmyndatökurÍ HNOTSKURN »Ólafur Haraldsson er 24ára, alinn upp í Hafnar- firði. »Hann lærði fjölmiðlatæknií Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og fékk ljós- myndaáhugann þegar hann var skiptinemi á Nýja-Sjálandi í eitt ár. »Ólafur lærði gagnvirkahönnun í Danmörku og Ástralíu og ljósmyndin hefur sífellt orðið fyrirferðarmeira hráefni í verkefnum hans. »Hann er nú kominn til„Borgar englanna“ til að vinna með risastórar víð- myndir fyrir kvikmyndir og auglýsingar. www.olihar.com dskd.dk xrez.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.