Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 ÞAÐ SKIPTIR engu hvort þú ert Ís- lendingur eða útlend- ingur, afleiðingar kreppunnar eru jafn- slæmar fyrir báða hópa. Í kjölfar hruns- ins sneru margir inn- flytjendur til sinna heimalanda en hér búa engu að síður 22.000 innflytjendur eða sjö prósent af íbúafjölda í lok ársins 2009 sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu. Ef við teljum með þá innflytjendur sem þegar teljast til Íslendinga er hlutfallið jafnvel hærra en sjö pró- sent. Við megum ekki horfa fram hjá þessum tölum. Það hefur lítið breyst í efnahags- málum þjóðarinnar síðastliðið ár. Við verðum engu að síður að horfa til framtíðar og skapa þjóð sem er sanngjörn og góð við alla þegna sína. Innflytjendur eiga að sjálf- sögðu að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þegar við förum yfir drög að framtíðarsýn innflytjendamála, þá á ég mér þá ósk, sem því miður hefur ekki verið uppfyllt und- anfarin ár, að innflytjendur hafi persónulegri mynd í umræðunni. Jafnvel þótt mikið hafi áunnist í málefnum innflytjenda þá virðist mér innflytjendur enn vera hópur nafnlausra manna og kvenna og andlitslausra. Dæmi um þetta sést best í um- fjöllun fjölmiðla um innflytjendur. Þar er t.d. sagt frá „fjölda erlendra verkamanna“ og birt hópmynd af ein- hverjum bygging- arvinnustað eða sagt frá mikilvægi íslensku- kunnáttu útlendinga og svipuð hópmynd dregin upp. Sjaldnast er talað við útlending, enginn fær að kynnast því hverjir þessir inn- flytjendur eru í raun, hvað þeir hugsa og sjá á Íslandi. Fjölmargar kannanir á viðhorfum innflytjenda ná ef til vill að sýna ákveðna hluti en persónuleiki inn- flytjenda hverfur í tölfræðinni. Afleiðingarnar eru þær að inn- flytjendur birtast Íslendingum sem ópersónulegur hópur. Ég er ekki að segja að umfjöllun fjölmiðlanna sé vond eða kannanirnar. En oft skortir að haft sé fyrir því að tala við innflytjendur, þannig að þeir öðlist andlit – jafnvel þótt það gæti vel verið hluti af frétt. Það er alls ekki gott ef þjóðin upplifir innflytj- endur sem „ópersónulegan hóp“ eða „ókunnugan hóp“. Slíkir hópar er jú oft fórnarlömb fordóma eða ástæða mismununar. Við þurfum því að vinna með þetta mál, svo að litið verði á innflytjendur sem hluta af hóp, hluta af íslensku þjóðinni en ekki utan hennar. Að sjálfsögðu er þetta verkefni ekki einungis í höndum Íslendinga. Við innflytjendur verðum að vera virkir í að kynna okkur sjálfa fyrir Íslendingum líka og vera vakandi fyrir því. En hvað eigum við inn- flytjendur þá að gera til þess að sýna andlit okkar? Það sem hver einstaklingur get- ur lagt til er ef til vill takmarkað en þess vegna verðum við að vera vakandi og halda viðleitninni áfram. Til þess að auðvelda fólki að skilja hvað ég hef í huga langar mig að segja frá því sem ég reyni sjálfur að gera. Það sem ég bendi á hér á sérstaklega við um innflytj- endur sem hafa búið lengi á Íslandi og geta tjáð sig ágætlega á ís- lensku. Ég reyni að nota öll tækifæri, eins og þegar mér er boðið í út- varpsþátt eða á fund til þess að halda erindi. Ég er ekki svo dug- legur að tala íslensku og bæði mál- fræðin og framburðurinn er ófull- kominn hjá mér. Stundum langar mig bara að afþakka tækifærið, sérstaklega þegar um útvarpsþátt er að ræða, fremur en að tala lé- lega íslensku. En þá verða engar framfarir. Það er nefnilega einnig þýðingarmikið að leyfa áheyr- endum útvarpsins að heyra ís- lensku með framandi hreim. Í öðru lagi leitast ég við að segja aðeins frá sjálfum mér eða fjöl- skyldu minni, ef hægt er, þó að er- indi mitt sé ef til vill formlega út af starfi mínu. Ég er með eigin vef- síðu, þar sem fólk getur fræðst um starf mitt sem prests innflytjenda, en þar eru einnig síður um tóm- stundagaman mitt og um börnin mín. Sumir gagnrýna mig fyrir að blanda saman starfi og einka- málum, en ég geri það meðvitað í þeim tilgangi að innflytjandi birtist fyrir augum Íslendinga sem sams- konar manneskja og aðrir – mann- eskja sem gleðst, móðgast, skynjar fegurð eða elskar. Hvað varðar blogg eða Facebo- ok, þá segi ég jafnvel meira um einkamál mín, t.d. um erfiðleikana sem ég á stundum í með íslensk- una, og ýmsar reynslusögur, bæði af góðum hlutum og eins af mistök- um. Ég held sumum málum bara fyrir mig en ég reyni að gefa sem mest af mér. Stundum held ég námskeið undir yfirskriftinni „Að kynnast annarri manneskju“ og kanna hvernig við- horf þátttakenda breytist gagnvart ákveðnum manni eftir að þeir hafa hlustað á hann tala við sjálfan sig í rúman hálftíma. Ég trúi því að 40 mínútuna kynning á manneskju breyti því hvernig fólk í kringum hana sér hana – og þarf sennilega ekki svo mikinn tíma til. Ef Íslend- ingar – sérstaklega fjölmiðlamenn – sjá innflytjendur eins og hóp fólks án andlits og ef innflytjendur opna sig ekki fyrir Íslendingum mun bilið á milli þeirra verða stærra og dýpra, fremur en að vera óbreytt. En það má losna við þetta bil með því einu að gefa innflytj- endum andlit. Það ætti að vera einn hluti af uppbyggingu hinnar nýju íslensku þjóðar. Hvar er andlit innflytjenda? Eftir Toshiki Toma Toshiki Toma » Það er alls ekki gott ef þjóðin upplifir innflytjendur sem „ópersónulegan hóp“ eða „ókunnugan hóp“. Höfundur er prestur innflytjenda. AÐGANGUR að læknum og heilsu- gæslu er okkur öllum mikilvægt sama hvar við búum á landinu. Við viljum geta leitað til læknis þegar þess er þörf og geta nýtt okkur til fulls það ör- yggisnet sem heilsu- gæsla landsins er. Íbú- ar Fjarðabyggðar hafa undanfarna mánuði mátt búa við hörmungarástand í læknamálum sínum og hafa því miður ekki mætt miklum skilningi yfirvalda í þeim efnum. Í hádegisfréttum útvarpsins hinn 13. janúar sl. sagði Birna Jóns- dóttir, formaður læknafélagsins: „Faglega séð er hörmungarástand í Fjarðabyggð, þeir sem þjást þar eru íbúar Fjarðabyggðar sem eru meira og minna í læknisleysi.“ Þetta voru orð í tíma töluð og eitthvað sem yf- irvöld ættu að okkar mati að taka mjög alvarlega. Forsaga málsins er ein löng hörm- ungarsaga sem ekki verður rakin hér nema í stuttu máli. Í upphafi árs 2009 ákvað stjórn HSA (Heilbrigð- isstofnunar Austurlands) að láta rannsaka meintan fjárdrátt yf- irlæknis heilsugæslu Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Hannesar Sigmars- sonar, og víkja honum um leið frá störfum. Í stuttu máli sagt fór það svo að ekkert af þeim embættum sem fékk málið til rannsóknar sá ástæðu til að aðhafast nokkuð í mál- inu. Þá hélt fólk sennilega að málinu væri lokið og læknirinn gæti snúið aftur til starfa, en svo fór þó ekki. Hinn 29. desember sl. var yfirlækn- inum sagt upp störfum og enn hefur HSA ekki getað gefið út nokkra haldbæra skýringu á þeirri uppsögn. Ekki getur ástæðan verið meintur fjárdráttur enda var læknirinn ekki sekur fundinn um slíkt. Framkoma HSA í garð læknisins virðist með öllu óútskýranleg og upp koma spurningar um hvað fyrir þeim hafi vakað. Ef fyrir þeim vakti að bæta þjónustu HSA í Fjarðabyggð hefur það mistekist hrapallega. Enginn læknir til staðar eftir áramót Á meðan á þessu öllu hefur staðið hefur einn læknir sinnt störfum á Eskifirði og Reyðarfirði, og fengið sér til aðstoðar fjöldann allan af að- stoðar- og afleysingalæknum. Það fer ekki milli mála að álagið hefur verið gríðarlegt og það fór því svo að læknirinn baðst lausnar frá störfum um áramótin, tímabundið að minnsta kosti, og staðan er því sú að enginn læknir er að störfum á svæðinu. Stjórn HSA auglýsti starf læknis en fékk engin viðbrögð frekar en venju- lega. Og þá vaknar sú spurning, kemur það eitthvað á óvart? Getur verið að læknar sem fylgst hafa með málum í Fjarðabyggð einfaldlega treysti sér ekki til að vinna með yf- irstjórn HSA? Okkur finnst að þetta séu spurningar sem yfirstjórn HSA og heilbrigðiráðuneytið þurfi virki- lega að fara að velta fyrir sér. Í viðtali við fréttamann RÚV var Stefán Þórarinsson lækninga- forstjóri reyndar með það alveg á hreinu hvað það væri sem ylli lang- varandi læknaskorti. Í hans huga var málið afar einfalt. Það er íbúum Fjarðabyggðar að kenna! Þeir hafa nefnilega núna í einhvern tíman vog- að sér að mótmæla því hörmung- arástandi sem ríkir í málefnum heilsugæslunnar og látið vel í sér heyra hvað það varðar. Það á greini- lega ekki upp á pallborðið hjá áð- urnefndum Stefáni og hann leyfir sér að segja í raun að íbúar Fjarða- byggðar geti bara hreinlega sjálfum sér um kennt. Þeir hafi bara einfald- lega hagað sér illa og eigi því ekkert betra skilið. Þvílíkur og annar eins rakalaus þvættingur ætti að sjálf- sögðu ekki að heyrast frá háttsettum embættismanni og spurning fyrir hin ágæta lækningaforstjóra að líta sér nær þegar hann reynir að finna út hvers vegna hann fær ekki fólk til starfa hjá sér. Að öllu þessu sögðu er ljóst að málefni heilsugæslu Eskifjarðar og Reyðarfjarðar eru í algerum ólestri og brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Alltof margir hafa þurft að líða fyrir þetta ástand. Um það höfum við mörg dæmi. Það er von okkar að bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og heil- brigðisyfirvöld beiti sér af hörku fyr- ir því að þessum málum verði kippt í liðinn hið fyrsta. Þolinmæði fólksins er á þrotum, það vill úrbætur og það strax Málefni heilsugæslu Fjarðabyggðar í ólestri Eftir Þórð Vilberg Guðmundsson og Björgvin Þ. Pálsson » Íbúar Fjarðabyggð- ar hafa undanfarna mánuði mátt búa við hörmungarástand í læknamálum sínum og hafa því miður ekki mætt skilningi yfirvalda í þeim efnum. Björgvin Þ. Pálsson Þórður Vilberg er varabæjarfulltri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og Björgvin er sjúkraflutningamaður. Þórður Vilberg Guðmundsson Í SKUGGA þeirra hamfara er yfir þjóðina hafa gengið á sviði fjár- mála verður ekki séð að neinar raunhæfar lausnir séu á leiðinni. Múgæsing fólks sem birst hefur í ýmsum myndum og fengið margs konar ímyndir hefur beinst að röngum forsendum. Ástandið á sviði fjármála í þjóð- félaginu er græðgi margra ein- staklinga sem ekki vildu sjá klæð- leysi útrásarvíkinganna. Þeir voru klæðlausir eins og keisarinn sem átti að fá ný föt en fékk aðeins niðurlæg- ingu. Lausnarorðið sem margur mað- urinn hefur tekið sér í munn, að skipta um gjaldmiðil og taka upp evru, er skýjaborg sem leysist upp þegar sólin fer að skína. Fyrir sjálfstæða víkinga eins og Ís- lendinga skiptir engu máli hvaða gjaldmiðill er notaður. Við munum halda áfram að spila það fjár- hættuspil sem leikið hefur verið í ís- lensku þjóðfélagi undanfarna ára- tugi. Hluti þjóðarinnar er sjálftökulið á verðmætasköpun þjóðarinnar sem er ekki reiðubúið til að samþykkja jöfnun lífskjara í þessu litla sam- félagi. Kom þetta skýrt fram í 64.000.000 kr. launagreiðslum til eins af útrásarvíkingunum. Aðrir íslensk- ir víkingar vilja einnig fá stóran bita af kökunni og berjast grimmt til að ná sínum markmiðum. Aðrir þjóð- félagsþegnar fylgja svo á eftir í lífs- gæðakapphlaupinu og endirinn verð- ur að stjórnendur landsins hafa engin tök á að halda verðgildi þess gjald- miðils sem við notum sem fast hlut- fall af öðrum gjaldmiðlum. Í ljósi þessa skiptir engu máli hvort evra – dollar – DM – eða norsk króna verður gjaldmiðill. Við náum aldrei tökum á fjármálavandanum nema geta komið okkur saman um réttláta skiptingu hinnar svokölluðu þjóðarköku sem er þau verðmæti er þjóðfélagið í heild sinni aflar. Það verður að afleggja misbeitingu stjórnvaldsins í landinu á útdeilingu verðmætanna og stöðva sjálftökuliðið í ríkisgeiranum. Ef við ekki getum komið okkur saman um hvaða tekju- skiptingarhlutfall eigi að vera á milli hinna ýmsu starfsstétta skiptir engu máli hvað gjaldmiðill okkar heitir. Frjálshyggjuliðið verður að sætta sig við að græðgi einstaklinga innan þeirra raða kemur í veg fyrir sátt í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn verður að koma böndum á það lið sem telur sig geta fengið allt frá samfélagin án þess að leggja nokkuð af mörkum. Ef það er rétt að komnir séu fram þrír ættliðir sem lifað hafa á samfélags- bótum og lifi viðunandi lífi með svartri vinnu sem íhlaup verður að stöðva slíkt. Svo lengi sem ekki er samstaða um skiptingu lífsgæða sem þjóðfélagið getur boðið upp á verður barist um verðgildi gjaldmiðilsins. Af ofanskráðu er það krafa að birt verði opinberlega fyrir allan landslýð hvað varð um umræddar fjárhæðir sem talið er að hafi horfið vegna Ice- save-hneykslisins. Var þessum peningum, sem hafa horfið úr Icesave-hneykslinu, stolið? Hve stórum hluta af fjárhæð Ice- save-reiknings var ráðstafað á Ís- landi? Hve stór hluti af upphæðinni lenti í gráðugum stjórnendum Landsbank- ans og annarra útrásaróreiðumanna? Hve stór hluti af Icesave- fjárhæðinni lenti sem lán til íslensks almennings, hins almenna borgara, ekki útrásarvíkinga? Þegar almenningur gerir sér þetta ljóst, ef stjórnvöld ljúga ekki og bera aðeins hálfsannleika á borð eins og raunin hefur verið síðustu mánuði, verður auðveldara að taka ákvörðun um hvað gera eigi. Ráðamenn hafa forðast að minnast einu orði á hvað varð um peningana nema á óskiljanlegu rósamáli. Ef peningarnir voru lánaðir án fullnægjandi trygginga er um þjófnað stjórn- enda bankans að ræða og slíkar gjörðir geta ekki verið á ábyrgð al- mennings þar sem um hlutafélag var að ræða. Svari stjórnvöld ekki spurningum um hvað varð um peningana eru þau samsek í því svínaríi sem átt hefur sér stað varðandi umrætt sukk sem átti sér stað í Landsbankanum. Ef áfram heldur sem horfir í óráð- síu íslenskrar ríkisstjórnar verður næsti gjörningur þeirra að greiða spilaskuldir fyrir útrásarvíkinga sem fara til Las Vegas, Reno eða Atlantic City til að slá um sig þar með vonar- glætu í augum að þeir vinni stórar fjárhæðir í spilakössunum. Góðir Íslendingar, við greiðum þær skuldir sem sannanlega voru teknar að láni til uppbyggingar ís- lensks velferðaríkis. Engar aðrar skuldir eru á ábyrgð þjóðarinnar. Skuldir óheiðarlegra bankastarfs- manna og óráðsía og græðgi stjórn- enda bankans kemur þjóðinni ekki við hvað varðar ábyrgð á greiðslum og þeir verða sjálfir að greiða það sem þeir hafa á óheiðarlegan hátt lát- ið hverfa. Ef Íslendingar eru ábyrgir fyrir gjörðum starfsmanna Landsbankans og eigenda hvað varðar hvarf pening- anna er það spurning hvort Íslend- ingar séu ekki ábyrgir fyrir gjörðum íslenskra eiturlyfjasmyglara vítt og breitt um heiminn. Er það ef til vill svo að svínin eru jafnari en aðrir skepnur eins og getið er um í frægri sögu? Icesave Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson »Eru Íslendingar ábyrgir fyrir gjörð- um eiturlyfjasmyglara vítt og breitt um heim- inn? Höfundur er fv. skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.