Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan „besta leiksýning ársins“, Mbl, GB Faust (Stóra svið) Fim 28/1 kl. 20:00 4.K Fim 11/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 20:00 5.K Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Fös 5/3 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 21:00 6.K Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Aukas Fös 5/2 kl. 20:00 7.K Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Aukas Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas Lau 20/3 kl. 20:00 í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Mið 27/1 kl. 19:00 aukas Lau 13/2 kl. 19:00 Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Fös 12/3 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Góðir íslendingar (Nýja svið) Fös 29/1 kl. 20:00 3.kort Fös 5/2 kl. 20:00 5.kort Lau 30/1 kl. 20:00 4.kort Lau 6/2 kl. 20:00 Undir yfirborðinu býr sannarlega þjóð sem á sér ýmis leyndarmál. Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 6/2 kl. 14:00 frums Lau 13/2 kl. 12:00 Sun 14/2 kl. 14:00 4.K Sun 7/2 kl. 12:00 Lau 13/2 kl. 14:00 3.K Sun 21/2 kl. 12:00 Sun 7/2 kl. 14:00 2.K Sun 14/2 kl. 12:00 Sun 21/2 kl. 14:00 5.K Söngvaseiður (Stóra sviðið) Lau 30/1 kl. 14:00 Lau 6/2 kl. 14:00 aukas Sun 31/1 kl. 14:00 Sun 7/2 kl. 14:00 síðasta sýning Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í febrúar Djúpið (Nýja svið) Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Lau 6/2 kl. 22:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Bláa gullið (Litla svið) Mán 8/2 kl. 9:30 Mið 10/2 kl. 11:00 Mán 15/2 kl. 11:00 Mán 8/2 kl. 11:00 Fim 11/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 9:30 Þri 9/2 kl. 9:30 Fös 12/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 11:00 Þri 9/2 kl. 11:00 Fös 12/2 kl. 11:00 Mið 10/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 9:30 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Fjölskyldan HHHH GB, Mbl Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 30/1 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 26/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Lau 13/2 kl. 19:00 Ný sýn Lau 27/2 kl. 19:00 Ný sýn Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Ný sýn Ósóttar pantanir seldar daglega ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is LÍKT og í undanúrslitunumsté Wistaria fyrst á sviðiðog frá fyrstu sekúndu varkeyrslan hnökralaus. Sveitin er orðin virkilega góð og ástríða meðlima fyrir því sem þeir eru að gera augljós. Gítarsóló, söngur, melódískir kaflar og níð- þungir, allt var þetta geirneglt. Úti- dúr var næst á svið og varla hægt að finna ólíkari sveit. Tónlistin var- færnisleg og þekkileg; kaffihúsa- kammerpopp í ætt við Hjaltalín. Engu að síður vantar eilítið upp á að þetta smelli hjá sveitinni en ég á ekki von á öðru en það finnist fyrr en síðar. Ramminn er a.m.k. fyrir hendi. Furðutónlist var fyrsta orðið sem kom í hugann þegar Mikado hóf leik. Nett progg í gangi, víraðar kafla- og taktskiptingar og mjög áhugaverðar hugmyndir búa í laga- smíðunum. Seinna lagið, óðurinn til Stevies Wonders, var bráðvel heppnað, fallegt og melódískt með flottri stígandi undir lokin sem minnti ekki lítið á Sigur Rós. Mjög efnileg sveit. Bárujárn er frábær hljómsveit og ævintýraleg hanter- ing hennar á brimrokki er einkar fýsileg. Engu að síður fannst mér sveitin ekki finna sig í þessari keppni. Snæfellingarnir í Endless Dark komu svo, sáu og sigruðu næsta örugglega. Það er magnaður andi í þessu bandi; allir sem einn voru meðlimir á fullu spani og sal- urinn spratt upp eins og fjöður við lætin. Orkan af sviðinu var áþreif- anleg, söngvarinn, Viktor Sig- ursveinsson, er hreint út sagt ótrú- legur og allt small þetta glæsilega saman. Tónlistin er „screamo“/ „metalcore“/„post hardcore“, nokk- urs konar síð-harðkjarnarokk, sem er til muna hlustendavænna en móðurgeirinn. Þannig skiptast á söngvænir, melódískir kaflar og ofsafengnari eins og hendi sé veif- að. Nögl lauk svo kvöldinu og kom sömuleiðis ákveðin til leiks; henti diskum út í sal og klappaði og stappaði. Sveitin er þétt og vel spil- andi og mikið stemningsband. Leikar fóru svo þannig að í þriðja sæti hafnaði Útidúr, annað sætið fór til Wistaria en sigurvegari var Endless Dark og var hún einkar vel að þeim sigri komin. Gangi ykkur vel úti í Lundúnum strákar! Öfganna á milli Sigur Endless Dark, sem á varnarþing á Ólafsvík og í Grundarfirði, sigraði örugglega í Global Battle of the Bands. Það gekk mikið á á sviðinu. Sódóma, Reykjavík Global Battle of the Bands Úrslit hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands, haldin í Sódómu Reykjavík föstudaginn 22. janúar. Wist- aria, Útidúr, Mikado, Bárujárn, Endless Dark og Nögl kepptu um sæti í úrslita- keppninni, sem fram fer í London í apríl. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST JÓLAJÓSMYNDAKEPPNI mbl.is og Canon lauk 6. janúar síðastliðinn, en alls bárust um tvö þúsund myndir í keppnina frá nærfellt sex hundruð ljósmyndurum. Besta myndin var valin Jólabarn eftir Kristján Unnar Kristjánsson og hlaut hann að laun- um Canon EOS 1000D D-SLR- myndavél. Í öðru sæti varð myndin Engill við Hvítá eftir Olgeir Andr- ésson, sem hreppti Canon Ixux 95 IS-myndavél, og Jólarokkari eftir Helenu Rut Stefánsdóttur hlaut þriðju verðlaun sem voru Canon PIXMA iP4700-ljósmyndaprentari. Sigurvegarar í Jóla- ljósmyndakeppni mbl.is 2. verðlaun Engill við Hvítá eftir Olgeir Andrésson. 3. verðlaun Jólarokkari eftir Helenu Rut Stefánsdóttur. Morgunblaðið/Heiddi Sigurvegararnir með verðlaunin Kristján Unnar Kristjánsson fyrir miðju og Olgeir Andrésson t.v. Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Sense, dreifingaraðila Canon-neytendavara á Íslandi, heldur á verðlaunum Helenu Rutar Stefánsdóttur sem átti ekki heimangengt. 1. verðlaun Jólabarn eftir Kristján Unnar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.