Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VERKFRÆÐINGAR, tæknifræð- ingar, arkitektar og verktakar eru í hópi þeirra sem ætla að setjast á skólabekk hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands nú í febrúar, en um- talsverður áhugi hefur reynst vera fyrir tveggja anna námsbraut í framkvæmdaferli mannvirkja- gerðar sem þá verður hleypt af stokkunum. Náminu er ætlað að auka sérþekkingu þeirra sem starfa við mannvirkjagerð, sem og raunar allra þeirra sem starfa við ráðgjöf og bera ábyrgð á ráðgjaf- arsamningum, ráðningu hönnuða, útboðum, gerð útboðsgagna, samn- ingum við verktaka, fjármögnun verkefna og áhættugreiningu inn- an fyrirtækja og stofnana. Kviknaði yfir kaffibolla Ein þeirra sem þarna ætla að setjast á skólabekk er Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt hjá Eflu. Er hugmyndin að náminu raunar komin frá henni sjálfri og vinkonu hennar, Ragnheiði Aradóttur arki- tekt. Þær leituðu síðan til EHÍ og hefur námið verið rúmt ár í þróun. „Við vorum að spjalla saman yfir kaffibolla eftir að kreppan skall á um það hvað arkitektar gætu gert,“ segir Sigríður. Sjálf fór hún í við- skipta- og rekstrarhagfræðinám hjá Endurmenntun er atvinnustaða arkitekta var erfið 1994 og telur hún það hafa breikkað starfsvið sitt. Niðurstaða þeirra vinkvenna var að m.a. mætti bæta þekkingu á lagalegu hliðinni hjá þeim sem starfa við mannvirkjagerð. „Það er verið að gera samninga, útboðsgögn og ráðleggja um hvaða leiðir eigi að fara. Sá sem ráðin gefur hefur síðan kannski ekki fullan skilning á mál- inu og það getur haft miklar afleið- ingar í för með sér ef hlutirnir eru túlkaðir vitlaust,“ segir Sigríður. Auk áherslu á ráðgjafarsamn- inga, verksamninga, útboð, opinber innkaup og bótaskyldu er athyglinni einnig beint að fjármálunum. Sigríð- ur telur það ekki síður mikilvægt. „Það er verið að ala okkur upp í ábyrgðinni,“ segir hún. „Í dag er oft verið að gera frumkostnaðaráætlun á einni forsendu, síðan er gerð kostnaðaráætlun fyrir hönnun og út- boð, svo dæmi sé tekið. Það er mik- ilvægt að þetta sé allt tekið saman og að frumkostnaðaráætlun standist allt til loka verksins.“ Þannig þurfi t.a.m. að taka áhættu inn í útreikn- ingana strax á frumstigi. Námið ætti því gefa þeim sem að framkvæmdum koma færi á að byggja sig upp og vera færari fag- menn er kreppu lýkur. „Það er líka mikilvægt að þarna komi saman fjölbreyttur hópur fólks svo þróa megi skilning á milli stétta og við förum öll að tala sama málið.“ Fái færi á að byggja sig upp sem færari fagmenn Morgunblaðið/Ómar Húsbygging Mannvirkjagerð er vandasamt ábyrgðarverk. Í HNOTSKURN »Framkvæmdaferli mann-virkjagerðar er tveggja anna nám sem hægt er að sækja meðfram vinnu. »Námið samsvarar 24 ein-ingum á háskólastigi. Mikill áhugi á nýrri námsbraut Endurmenntunar Háskólans SALA slitastjórnar SPRON á lausafjármunum úr þrotabúi spari- sjóðsins gekk vonum framar um helgina. Fyrir opnun á laugardag hafði biðröð myndast fyrir utan geymsluhúsnæðið á Kjalarnesi þar sem salan fór fram. Vörurnar sem voru til sölu voru ýmsar skrif- stofuvörur, tölvur og raftæki, auk húsbúnaðar sem hafði verið not- aður í útibúum SPRON á höf- uðborgarsvæðinu. Að sögn Magnúsar Steinþórs Pálmarssonar, ráðgjafa hjá slit- astjórn SPRON, gekk salan mjög vel. „Það seldist nánast allt og megnið af vörunum kláraðist strax á laugardag. Það var jafnvel reynt að stöðva auglýsingar fyrir sunnu- daginn.“ Magnús segir að alls konar fólk hafi mætt og sumir hafi jafnvel gert sér sérstaka ferð utan af landi. „Þetta voru til dæmis atvinnurek- endur og félagasamtök sem voru að kaupa húsgögn inn í starfsemi sína. Þarna var fólk að kaupa stóla inn í félagsheimili og þess háttar.“ kjartan@mbl.is Morgunblaðið/Golli Mikill áhugi á þrotabús- sölu SPRON MIKIL hækkun varð á gjaldi fyrir af- lestur röntgenmynda af mjöðmum og olnbogum hunda hjá Hundarækt- arfélagi Íslands (HRFÍ) þann 6. jan- úar sl. Samkvæmt nýrri gjaldskrá fé- lagsins sem tók gildi um áramótin var þetta gjald 4.500 krónur en það var svo hækkað í 13.500 krónur fáeinum dögum síðar. Gjaldsins er krafist fyrir aflestur mjaðma- og olnbogamynda en það er 8.500 krónur ef aðeins er lesið úr mjaðma- eða olnbogamynd. Valgerður Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri HRFÍ, sagði að sú breyting hefði orðið að nú kostaði sér- staklega að lesa úr hverri mynd. Ákvörðun hefði verið tekin um það í Noregi þar sem lesið væri úr mynd- unum. Verðhækkunin stafaði þó að- allega af óhagstæðri gengisþróun ís- lensku krónunnar gagnvart þeirri norsku. „Þeir taka 250 NKR fyrir eina mynd og 450 NKR ef lesið er úr báð- um myndum. Við tökum rúmar 700 krónur í umsýslugjald fyrir eina mynd og 1.200 kr. fyrir tvær. Svo leggst virðisaukaskattur ofan á. Því miður búum við við svona hrikaleg kjör út af gjaldmiðlinum okkar,“ sagði Valgerður. Hún sagði að norsku dýra- læknarnir sem önnuðust aflesturinn væru sérhæfðir og viðurkenndir af hundaræktarfélögum á Norð- urlöndum. Gerðar eru ákveðnar heilsufars- kröfur til margra hundategunda, t.d. svonefndra retriever-hunda. Til þeirra heyra vinsælar tegundir á borð við Labrador retriever og Golden ret- riever. Greinist hundur úr þeim flokki með mjaðma- og eða olnbogalos upp á D- eða E-stig fást afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. A-stig merkir að hundur sé laus við los í liðum og B- stig að það sé smávægilegt. Séu báðir foreldrar hvolps af fyrrgreindum teg- undum greindir með C-olnboga eða -mjaðmir fær hvolpurinn ekki ættbók. gudni@mbl.is Verðið þrefaldaðist Morgunblaðið/Ingó Hraustur Mjaðmagrind í heil- brigðum Labrador-hundi.  Röntgenmyndir af mjöðmum og olnbogum hunda hafa hækkað verulega í verði  Rukkað fyrir hverja mynd Félagsdómur hefur sýknað ís- lenska ríkið i máli sem Lands- samband lög- reglumanna höfðaði vegna ágreinings um framkvæmd kjarasamnings lögreglumanna. Lögreglumenn töldu að einhliða ákvörðun lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu um að setja reglur um vinnutilhögun fælu í sér brot á kjarasamningi. Þeir töldu að lögreglumönnum, sem starfa við rannsóknardeildir lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu, bæri ekki skylda til að fara eftir reglunum. Þá töldu þeir að lögreglumenn, sem náð hafa 55 ára aldri, ættu að vera undanþegnir bakvaktaskyldu á næturvinnutíma. Ennfremur var ágreiningur um hvernig ætti að taka á því þegar lögreglumenn þurfa að vinna á hvíldardegi. Félagsdómur féllst ekki á kröf- ur Landssambands lögreglumanna og sýknaði ríkið. Málskostnaður var felldur niður. Lögreglumenn töpuðu máli í félagsdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.