Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 21
✝ Hörður Þórð-arson fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1931. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi föstudaginn 15. janúar 2010. For- eldrar hans voru Magnea Vilborg Magnúsdóttir, f. 6.8. 1888, d. 7.9. 1959, og Þórður Jónsson, f. 21.9. 1893, d. 7.9. 1962. Systkini Harðar eru Helga Ingibjörg, d. 1995, Þórður, d. 1995, Magnea Vil- borg, d. 2007, Guðlaug Mar- grét, búsett í Bandaríkjunum, Ágústa, d. 2006, og Mjöll gift Ólafi Steinari Björnssyni, bú- sett í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Harð- ar er Sigríður Sóley Magn- úsdóttir, f. 14. mars 1929, frá Lágu-Kotey í Meðallandi. For- eldrar hennar voru Magnús Sigurðsson, d. 1983, og Jónína Margrét Egilsdóttir, d. 2001. Börn Harðar og Sigríðar Sól- eyjar eru: 1) Margrét, f. 1952, gift Svavari Magnússyni. Dæt- ur þeirra eru a) Ása Sóley, f. Maður Helgu er Hallgrímur Th. Björnsson og eiga þau eina dóttur. Valur á einnig soninn Björgvin. 5) Hrönn, f. 1961, í sambúð með Júlíusi Hjörleifs- syni. Hrönn á tvo syni með Hermanni Bjarnasyni, a) Arn- ór, f.1983, b) Þórður, f. 1991. Börn Júlíusar eru Kolbrún og Jökull. 6) Hörður, f. 1962, kvæntur Margréti Dóru Árna- dóttur. Börn þeirra eru a) Vil- borg, f. 1988. Sambýlismaður hennar er Heiðar Karl Ragn- arsson, b) Dagný, f. 1993, c) Þórður, f. 1999, d) Jósefína Hrönn, f. 2002. 7)Þórður, f. 1964, d. 15. desember 1985. 8) Svanhildur Ólöf, f. 1966, gift Þorfinni Hjaltasyni. Dóttir þeirra er Karen Mjöll, f. 2000. Svanhildur Ólöf á 3 börn með Jóhanni Sæmundi Pálmasyni, a) Pálmi, f. 1988. Sambýliskona hans er Gyða Rós Freysdóttir, b) Hörður, f. 1991, c) Ásdís, f. 1995. Synir Þorfinns eru Fann- ar Þór og Þorfinnur Gústaf. Hörður starfaði sem verka- maður allt sitt líf. Hann tók einnig virkan þátt í verkalýðs- baráttu og sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir verkamanna- félagið Dagsbrún. Hörður verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag, mánudaginn 25. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 1975, b) Kristín, f. 1978. Maður Kristínar er Magnús Ómarsson og eiga þau tvö börn. c) Lilja, f. 1986. 2) Helga Magnea, f. 1953, gift Hafliða J. Hafliðasyni. Börn þeirra eru a) Haf- liði Hörður, f. 1978. Kona hans er Ingibjörg Jóns- dóttir og eiga þau tvær dætur, b) Sigríður Sóley, f. 1979. Maður hennar er Óli Már Ólason og eiga þau tvo syni, c) Þórður, f. 1986. Sambýliskona hans er Helen Dögg Snorradóttir, d) Harpa Rut, f. 1991. 3) Inga Mjöll, f. 1955, gift Guðlaugi Þór Ásgeirssyni. Inga Mjöll á dótturina Bryndísi Soffíu, f. 1985, með Jón Ólafi Geirssyni. Synir Guðlaugs eru Bjartur og Hlynur. 4) Guðný, f. 1956, gift Val Emilssyni. Dætur þeirra eru a ) Elín, f. 1991, b) Katrín, f. 1994. Guðný á tvær dætur með Hafliða M. Guðmundssyni, a) Dagbjört Inga, f. 1974, og á hún tvö börn, b) Helga, f. 1981. Kveðja frá börnum Ekki grunaði okkur pabbi þegar þú fórst inn á spítalann á nýju ári að þú yrðir dáinn tíu dögum síður. Okkur grunaði þó og þig örugglega líka að veikindi þín væru alvarleg. En þú varst hörkutól af járnkarla- kynslóðinni og læknar voru eitthvað sem þú hafðir engan áhuga á að vera í samneyti við. Við vorum hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og gleymum aldrei er þú notaðir síðasta andartak lífs þíns til að segja bless við okkur. Við eigum eftir að sakna þín pabbi og það verður skrýtið að koma í Hábergið og hafa þig ekki þar. Afabörnin hafa misst mikið, þú varst óþreytandi að fíflast með þeim og leika við þau. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum og varst fastur fyrir en þú hafðir stórt hjarta og máttir ekkert aumt sjá. Þið mamma bjugguð okkur gott heimili þar sem við nutum hlýju og ástúðar, heimili sem var öllum opið, frændum, frænkum og vinum okkar allra. Og þó að við systkinin séum ekki sam- mála um allt þá er einhugur í okkur um að láta mömmu líða vel, það hefðir þú viljað því hún var þér meira en allt. Við þökkum þér fyrir allt, elsku pabbi, farðu í friði og Guð geymi þig. F.h. systkinanna, Hörður. Mig langar til að minnast tengda- föður míns til margra ára. Sérstak- lega þó eins og ég man eftir honum með syni mína báða eða annan á knénu kveðandi rímur sem virtust renna upp úr honum jafnhraðan. Þegar við Hrönn hófum búskap ef svo má kalla með tilkomu Arnórs, eldri sonarins, völdum við að búa nálægt afa og ömmu af þeirri ein- földu ástæðu að þar var hægt að fá hjálp og pössun. Mér varð strax ljóst að barneignir voru ekki á með- færi ungra hjónaleysa og í raun stórfjölskyldumál, enda opnuðust þarna fyrir mér þau gildi sem hald- ið hafa íslensku þjóðinni við líf um aldir, en það er samhjálpin þegar á reynir. Ég kynntist þar eins og nokkrir ungir menn á undan mér að Hörður, eins og nafnið bendir til, bar vissulega með sér hörku yf- irborðsins líkt og sá steinn sem haf- ið hefur barið um ævi, en grunnt var niður á kviku eins og alþekkt er um íslenskt berg. Þarna komst upp um barnagælu og brjóstgæði sem bauð upp á það að heimili hans og Siggu var okkur opið og heimilt hvenær sem hentaði og nauðsyn bar til eftir að við kjarnafjölskyldan fór- um utan. Þaðan af lá leiðin oftast heim í Háberg í fríum jafnt sumur sem vetur. Alltaf skyldum við þar búa og borða, og brátt varð þetta Elsku afi, mér finnst eins og ég sé að upplifa vondan draum, og ég bíð eftir að vakna. En það er víst ekki raunin, það er komið að kveðjustund. Og afi, ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að kveðja þig. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um þig er „Jobbi skítur“ því þú varst svo ótrú- lega fyndinn. Þú gast alltaf komið manni til að hlæja með hinum ýmsu sögum eða bara með því að gera grín að látunum í „kellingunum“. Ég ætla rétt að vona að ég hafi erft eitthvað af persónuleika þínum og styrk, því afi, þú varst bestur, svo einfalt er það. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér í sætinu þínu í Háberginu, sem var og mun alltaf verða þitt. Elsku afi, hvar sem þú ert vona ég að þú hafir það gott, og ég veit að kunnugleg andlit hafa tekið vel á móti þér. Elsku amma, mamma og öll þið hin. Ég hugsa til ykkar allra og vildi að ég gæti verið hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku afi minn, mig langaði að kveðja þig með þessari vísu sem mér finnst eiga vel við núna: Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Takk fyrir allt elsku afi minn, ég veit við eigum eftir að sjást aftur, einn daginn. Þangað til næst. Þín Lilja. Elsku afi Hörður. Þegar pabbi sagði okkur frá því að þú værir veikur og það væri al- varlegt, trúðum við því ekki því þú hefur alltaf verið svo sterkur og þrjóskur að þú hefur aldrei þurft á læknum að halda, hefur alltaf verið svo duglegur. Þetta var allt svo óraunverulegt og er enn. Skrítið að koma í Bergið og hafa engan afa sitjandi inni í stofu í sínu sæti. Það er allt svo hljótt, það vantar hávað- ann þegar þú hlustaðir á útvarpið og varst með sjónvarpið hátt stillt. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til þín og ömmu og litla voff- ans, hennar Týru, sem kom hlaup- andi á afturfótunum eftir ganginum á móti manni. Okkur var alltaf tekið með opnum örmum og stjanað var í kringum okkur. Sérstaklega mun- um við eftir því þegar þú varst að segja okkur brandarana þína og spjallaðir við okkur um allt á milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo góður við okkur, enda gætum við skrifa óteljandi blaðsíður til þín hvað þú varst yndislegur maður í alla staði. Það er sárt að hugsa út í það hvað þú varst tekinn of fljótt frá okkur, við verðum að hugsa það þannig að núna sért þú kominn á góðan stað og finnir ekki fyrir nein- um sársauka. En, afi, við vildum minna þig á að okkur þykir enda- laust vænt um þig og eigum eftir að hugsa mikið til þín. Við erum þakk- lát fyrir þær stundir sem við höfum átt með þér og höldum fast í þær minningar. Við pössum ömmu og Týru fyrir þig. Guð geymi þig, gullið okkar. Þín barnabörn, Vilborg, Dagný, Þórður, Jósefína Hrönn. Við fráfall Harðar mágs míns koma margar góðar minningar upp í hugann. Ég kynntist Herði árið 1954 þegar ég hóf sambúð með Mjöll systur hans. Þau voru yngst í sjö systkina hópi, tveggja bræðra og fimm systra, og afar samrýnd, voru saman nokkur sumur í sveit vestur á Mýrum og á Skeiðum og í Flóanum. Alltaf hefur verið gott og náið samband milli þeirra. Hörður bjó alla tíð í Reykjavík utan tíma- bils fyrir og í byrjun stríðs þegar fjölskyldan bjó í Grindavík. Þórður faðir hans, sem var vélsmiður í Vél- smiðjunni Hamri, var fenginn til að setja upp vélar í frystihús sem verið var að stofna þar og koma því af stað. Það var hjá þeim systkinum skemmtilegur tími. Fjölskyldan settist svo að inni í Túnum þegar hún fluttist aftur til Reykjavíkur. Skólaganga Harðar var ekki löng, eftir að barnaskóla lauk fór hann út á vinnumarkaðinn. Hörður var starfsmaður Hitaveitunnar mörg fyrstu árin. Hann var bílstjóri hjá Sænsk-íslenska frystihúsinu í nokk- ur ár, síðan hjá Hafskip meðan það var til, en varð svo starfsmaður Togaraafgreiðslunnar, síðar Fisk- markaðarins, á Faxagarði í mörg ár. Hann varð svo aftur starfsmað- ur Reykjavíkurborgar við ýmis störf þar til að hann hætti vinnu um sjötugt. Hvar sem hann vann var Hörður vel liðinn af yfirmönnum og samverkafólki, var eftirsóttur til vinnu. Hann var trúr sannfæringu sinni, hafði sína skoðun á hlutunum og stóð fastur á því sem hann tók afstöðu til. Félagsmál launþega voru Herði ofarlega í huga. Hann var virkur félagi í Dagsbrún, lét sig málefni félagsmanna miklu skipta og var lengi trúnaðarmaður félags- ins á vinnustað. Sat fundi trúnaðar- manna víða um land. Það var Guð- mundur J. Guðmundsson sem var hans maður þegar kom að réttinda- og kjaramálum verkafólks. Hörður var frekar til vinstri í pólitíkinni, fylgdist afar vel með á þeim vett- vangi. Hörður hafði gaman af að fylgjast með fótbolta, ekki síst hin síðari ár eftir að vinnu lauk. Ég held að það hafi nú verið KR sem var hans félag hér heima, því þótt Sigga og hann hafi flutt í Breiðholt- ið fyrir meira en 30 árum var það Vesturbærinn sem var hans staður. Hann fylgdist líka vel með enska boltanum eftir að hann hætti að stunda vinnu. Það var oft fjör í kringum Hörð, hann var mikill gleðimaður og var hrókur alls fagn- aðar í fjölskylduboðum, fjölskyldan afar fjölmenn, tengdabörn og af- komendur líklega eitthvað um 50 talsins. Það var því oft kátt í kotinu og mikið fjör á heimili þeirra hjóna á Meistaravöllunum og í Háberginu. Alltaf opið hús. Barnabörn utan af landi dvöldu oft hjá afa og ömmu vegna skólagöngu hér í Reykjavík þeim til mikillar ánægju. Þau fylgd- ust vel með sínu fólki, hvernig börn- unum gekk í leik og starfi og í skól- anum og börnin öll afar hænd að ömmu og afa. Margar og skemmti- legar voru ferðirnar sem við fórum í sveitina, Sigga og Hörður með allan hópinn sinn og oftar en ekki var Doddi frændi með. Margar þessara ferða gleymast ekki. Harðar er sárt saknað af öllum. Við hjónin óskum Herði góðrar ferðar og heimkomu og Guðs blessunar og sendum Siggu og fjölskyldunni allri innileg- ar samúðarkveðjur. Mjöll og Ólafur. Við Hörður kynntumst árið 1980 þegar við urðum nágrannar í efra Breiðholti. Fjölskyldur okkar fengu úthlutað hvor sinni íbúðinni í par- húsi frá framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar í Reykjavík. Sam- gangur var því nokkur þar sem íbúðir okkar lágu hlið við hlið. Fljótlega eftir að við höfðum komið okkur fyrir stóðum við saman að því að girða í kringum húsið okkar ásamt öðrum nágrönnum nærliggj- andi húsa. Þetta samstarf stóð með ágætum enda voru frumbyggjarnir vanir að taka til hendinni. Síðan stóðum við Hörður saman að því að byggja eina hæð ofan á parhúsið okkar og tókst það samstarf einnig vel. Þó að ég skaffaði bara sjálfan mig í samstarfið en Hörður væri með syni sína og tengdasyni í fram- kvæmdunum fann ég aldrei fyrir neinni óánægju með það. Hörður hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Hann var verkalýðs- sinni og var með sínar skoðanir nokkuð langt til vinstri. Við höfðum það fyrir leik okkar í milli að gera hvor öðrum upp skoðanir. Þegar aðrir heyrðu til ásakaði ég hann um „rauðliðaskoðanir“ og á móti fann Hörður það upp hjá sjálfum sér að ég væri framsóknarmaður. Verra gat það ekki verið að hans mati. Það var mikil ögrun að lenda í orða- skaki við Hörð því hann var orð- hvass og oft orðheppinn og lét eng- an eiga neitt inni hjá sér. Eftir góða rimmu okkar í milli þar sem Hörður hafði alltaf betur hlógum við báðir og gerðum að gamni okkar. Þessi leikur okkar hélst í áratugi. Parhúsið okkar var hvítt að lit en þakið blátt. Þetta þótti Herði ekki gott til afspurnar þar sem það gæfi ekki rétta mynd af stjórnmálaskoð- unum íbúanna. Við ræddum málið um hríð og sættumst á KR-litina enda báðir gamlir Vesturbæingar. Veggirnir fengu að halda sínum hvíta lit en þakið og gluggar voru málaðir svartir. Ég tel mig hafa verið afskaplega heppinn með Hörð og fjölskyldu hans sem nágranna. Aldrei kom upp neitt vandamál í samskiptunum öll þessi ár sem ekki var hægt að leysa. Hörður hafði alltaf unnið lík- amlega vinnu og síðustu ár mátti sjá að hreyfigetan minnkaði. Fjöl- skylda Harðar stóð þá enn þéttar saman. Áberandi var hvað Hörður sonur hans og Hafliði tengdasonur voru hjálpsamir gamla manninum og óþreytandi í að inna af hendi alls kyns viðvik. Ekki er hægt að láta þess ógetið hve Hörður var vel giftur. Sigríður kona hans er mjög vönduð kona, sí- vinnandi með afskaplega blíða framkomu. Maður getur vel ímynd- að sér að það hafi stundum þurft kænsku í samskiptunum við Hörð þegar sá gállinn var á honum, en ég gat ekki séð annað en samband þeirra væri gott og Sigríður hafi stjórnað heimilinu á afar farsælan veg. Það var eftir því tekið hvað fjölskyldan átti góð samskipti við nágranna sína og alltaf þegar veður leyfði komu nágrannar í spjall á stéttina hjá þeim hjónum. Börnin mín tengdust barnabörnum þeirra traustum böndum sem hefur haldist fram á þennan dag. Nú þegar ég kveð vin minn Hörð Þórðarson vottum við Ólöf Elfa kona mín Sigríði, börnum þeirra, mökum og afkomendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Harðar Þórð- arsonar. Jón Egill Unndórsson. Hörður Þórðarson HINSTA KVEÐJA Elsku afi við söknum þín mjög mikið, það var alltaf gam- an að koma í Hábergið til ykkar ömmu, þú sagðir okkur sögur og fíflaðist með okkur og amma gaf okkur nýbakað með kaffinu. Nú ertu kominn til Þórðar frænda sem passar þig fyrir okkur, við munum passa ömmu vel fyrir þig. Kær kveðja, Pálmi, Hörður, Ásdís og Karen Mjöll. sem annað heimili okkar, en bú- skapurinn í útlöndum meira eins og langt úthald í veri. Svo sjálfsagt þótti þetta að enginn ætlaðist til þakklætis á þessum árum, en þess þá frekar ber að þakka fyrir sig á þessari stundu þegar við sjáum eftir slíkum höfðingja. Einu sinni þegar við fjölskyldan ásamt fleirum stóðum á þilfari á ferjunni milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar með synina og frænku eina litla, sem vissulega líka þekkti Hörð sem „afa í Hábergi“, eins og mörg önnur börn gera þó óskyld séu, sagði hún uppfull af prinsessudraumum þegar bar við Kronborg-kastala: „Þarna er prins- essuhöll og þarna ætla ég að búa þegar ég verð orðin stór.“ En þá svaraði að bragði frændi hennar Þórður þriggja ára gamall og benti í átt til Svíþjóðar með háhýsum og reykspúandi verksmiðjum sínum: „En þarna er Breiðholtið og þar ætla ég að eiga heima þegar ég verð orðinn stór!“ Sá stutti vissi sannarlega hvar hann vildi eiga heima og var ekki búinn að missa sambandið við veruleikann, þótt landafræðin væri svolítið á reki. En við getum þakkað Herði og Siggu að drengirnir finna sig heima á Ís- landi jafnt og í útlöndum. Hörður afi var af þeirri kynslóð sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, en erfiðaði fram í myrkur og miðja nótt við að koma verðmæt- um á land og við að sjá farborða sí- vaxandi barnaskara. Þótt ólíku sé saman að jafna þá og nú, megum við læra af svona manni að kvarta ekki og kveina yfir hverju sem er. Vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hermann Bjarnason. Manstu hve gaman, er sátum við saman í sumarkvöldsins blæ? Sól var sest við sæ, svefnhöfgi yfir bæ? Ég man það og gleymi því aldrei. Þið amma eruð frábærar manneskj- ur. Manngæska og virðing eru orð sem koma upp í hugann. Að hafa fengið að búa hjá ykkur og njóta ykkar leiðsagnar eru mikil forrétt- indi. Við áttum svo margar góðar stundir saman, stundir sem hafa mótað mig að mörgu leyti. Öll sú já- kvæðni og stuðningur sem maður fann fyrir þegar maður var hjá ykk- ur var og er ómetanlegur. Mér fannst svo skemmtilegt að heyra, þegar ég hafði verið með vini mína í heimsókn hjá ykkur í Háberginu, hvað öllum leið vel í ykkar nærveru. Heimsókn ykkar austur og sam- verustundir í seinni tíð lifa vel og lengi. Þín verður sárt saknað og afi, við munum alltaf minnast þín og elska þig. Hafliði Hörður. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.