Monitor - 15.04.2010, Side 8

Monitor - 15.04.2010, Side 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Franska bölvunin Það er ekkert nýmæli í Eurovision að lönd sendi lög á tungumálum, öðrum en ensku, sem hafa ekkert með landið sjálft að gera. Lettar hafa til dæmis sungið á ítölsku og Rúmeninn Mihai söng lagið Tornero að miklu leyti á ítölsku árið 2006 með eftirminnilegum hætti. Þá hafa Belgar og Hollend- ingar þrisvar hreinlega skáldað upp tungumál, enda engum til framdráttar að syngja á flæmsku. Við Íslendingar grípum til þessa ráðs í fyrsta sinn nú í ár og sendum lag sem ber franskan titil sem hefur verið nokk- uð vinsælt í þessum efnum. En þar tókum við kannski óþarfa áhættu því dæmin sýna að franskan er alls ekki ávísun á velgengni. Nær öll lög sem bera franskan titil hafa nefnilega goldið afhroð síðustu ár. Nýjasta dæmið er óperusmell- urinn La Voix sem Svíar sendu í fyrra og bundu mikla vonir við. Lagið komst reyndar í úrslit en hafnaði í 21. sæti, sem er versti árangur Svía frá árinu 1993 og næstversti árangur þeirra frá upphafi. Kýpverjar hafa tvisvar brennt sig á frönskunni. Fyrst árið 2007 með hinu stórgóða lagi Comme ci comme ca, sungið á frönsku af söngkonunni Evridiki sem hafði keppt tvisvar áður með ágætum árangri. Í þetta sinn fór hún þó heim hvekkt með skottið á milli lappanna eftir forkeppnina. Næsta framlag Kýpverja hlaut einmitt sömu örlög en það bar titilinn Femme fatale, sem er jú franska. Eitt þekktasta dæmið í brans- anum er þó sorgarsagan af Kate Ryan sem fór fyrir Belgíu árið 2006 með lagið Je t’adore, sungið á frönsku og ensku. Lagið þótti sigurstranglegt og átti eftir að fá töluverða spilun víða um Evrópu, meðal annars á Íslandi. En öllum að óvörum mistókst Kate að komast í úrslit. Eurovision-heimurinn fékk nett áfall og síðan þá er sagt að það lag sem geldur ósanngjarnasta afhroðið hafi hlotið „Kate Ryan-verðlaunin“. Þessar upplýsingar hefðu því kannski komið sér vel áður en við kusum okkar ágæta framlag. Það eru þó undantekn- ingar á öllum reglum og óþarfi að vera of svartsýnn. En það er ágætt að vita að ef við lendum illa í því í Ósló þá er það ekki okkur eða laginu að kenna, heldur helvítis frönskunni. haukurjohnson@monitor.is 7 vikur í EurovisionStílhreint og snyrtilegt EMIL GUNNAR GUNNARSSON Nemi á fjórða ári í Verzló. Fyrstu sex: 19.10.90. Hvað fílar þú mest í tísku um þessar mundir? Ég fíla mikið svona gamaldags og stílhreint. Að vera frekar snyrtilegur í tauinu. Hvaða flík keyptir þú síðast? Ég keypti bláa slaufu í Sautján fyrir úrslitin í Gettu betur. Hún var greinilega ekki til happs, því Verzló tapaði. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég verð eiginlega að segja nærbuxurnar, sérstaklega Björn Borg-nærbuxurnar mínar. Einfaldlega af því að það er ekkert betra en að vera heima hjá sér á nærbuxunum. Uppáhaldsmerki? Segjum Cheap Monday. Ég held að ég eigi alveg fernar svoleiðis buxur. Notar þú snyrtivörur? Bara hefðbundnar, rakspíra og rakakrem og slíkt. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Hermannabuxum. Hvaða tónlist hlustar þú mest á? Allt frá ljúfum tónum Kings of Convenience til Justice. Um þessar mundir er ég helst að hlusta á nýjasta diskinn með Gorillaz, Plastic Beach. Ég er búinn að vera með hann í bílnum viðstöðulaust í viku. Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? Það er klárlega Forrest Gump. Hún verður betri með hverju árinu, eftir því sem maður lærir meira um söguna og áttar sig betur á því hversu mikil snilld þessi mynd er. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er að fara í útskriftarferð til Costa del Sol. Svo ætla ég bara að slappa af. Ég er ekki kominn með vinnu ennþá, en það er eitthvað í spilunum. Myndir/Allan Sálin er í hljóðveri og vinnur að nýrri plötu Sálin hans Jens míns á Nasa „Við ætlum að reyna að gera það sem við höfum oft gert, að reyna að finna nýja fleti á þessari popptónlist okkar. Við ætlum að vinna með Stórsveit Reykjavíkur þannig að það verður mikill lúðrablástur, líkt og verið hefur, en núna förum við vonandi langt yfir strikið,“ segir Guðmundur Jónsson gítarleikari Sálarinnar um væntanlega plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. „Þetta er svolítið flókin tónlist og við erum að takast á við mjög skemmtilega hluti,“ segir Guðmundur sem telur mikilvægt að hljómsveitin sé sífellt að gera ferska hluti. „Það er að minnsta kosti ein af ástæðunum fyrir því að ég er í þessari hljómsveit. Við erum að finna upp hjólið aftur og aftur og erum duglegir að fara í allskonar áttir með tónlistina okkar. Við erum samt með okkar einkenni sem við losnum ekkert við og viljum ekkert losa okkur við,“ segir Guðmundur. Sálin heldur tónleika á Nasa á laugardags- kvöldið og mun sveitin fá nýtt nafn þetta kvöld sem er tileinkað liðsmanni bandsins. „Jens er í miklu uppáhaldi hjá okkur í Sálinni. Hann er okkar Ringo Starr og hefur verið endalaus uppspretta skemmtilegheita alveg frá því hann byrjaði í bandinu. Af því tilefni viljum við tileinka honum þetta kvöld og skýra hljómsveitina Sálin hans Jens míns þetta eina kvöld.“ RAKAKREM „Græðandi og sneisafullt af vítamínum.“ 2.290 kr. Body Shop DUNLOP TASKA „Rúmgóð og svöl.“ 1.490 kr. Sautján BOBBIE BURNS SKÓR „Léttir og þægilegir.“ 8.990 kr. Gallerí Sautján SOLID BUXUR „Drapplitað kemur sterkt inn í sumar.“ 12.990 kr. Gallerí Sautján SVITAEYÐIR „Maca root sem inniheldur aloe vera-gel.“ 1.290 kr. Body Shop DIESEL BELTI „Töff belti gerir góðar buxur betri.“ 8.990 kr. Gallerí Sautján STURTUSÁPA „Fyrir húð og hár frá Of A Man.“ 1.490 kr. Body Shop SÓLGLERAUGU „Ekki bara fyrir Stevie Wonder.“ 1.990 kr. Gallerí Sautján SOLID SKYRTA „Fyrir bæði hversdagsleg og fínni tilefni.“ 7.990 kr. Gallerí Sautján SOLID V- BOLUR „Klassík undir hvaða flík sem er.“ 2.990 kr. Gallerí Sautján EURO-HAUKUR ER DÓSENT Í EUROVISION Emil Gunnar fílar gamaldags lúkk og er tilbúinn fyrir sumarið. GUMMA OG STEBBA ÞYKIR VÆNT UM JENS OG TILEINKA HONUM NÆSTU TÓNLEIKA

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.