Monitor - 15.04.2010, Page 19
SÖNGLIST
Borgarleikhúsið, litli salur
17:30 og 20:30 Sönglist er söng- ogleiklistarskóli sem starf-
ræktur hefur verið síðan 1998 fyrir ungt fólk.
Kennd eru undirstöðuatriði í söng og leiklist.
DANSTVENNAN TAKA #2
Hafnarfjarðarleikhúsið
20:00 Á dagskrá eru verkin 900 02og SHAKE ME en bæði verkin
voru sýnd við góðar viðtökur áhorfenda fyrr
í vetur og því hefur verið ákveðið að efna til
örfárra endursýninga.
MARGRÉT EIR Í
SÖNGLEIKJASTUÐI
Menningarmiðstöðin, Eskifirði
20:00 Söngkonan Margrét Eir ferí ferð í kringum landið og
syngur lög úr söngleikjum á borð við Cabaret,
Les Misarables og Jesus Christ Superstar. Með
Margréti verða þeir Matti Kallio sem spilar
á píanó og harmónikku og Ágúst Ólafsson
barítónsöngvari.
HÆNUUNGARNIR
Kassinn, Þjóðleikhúsinu
20:00 Nokkrir kjúklingar á tilboðs-verði hverfa úr frystikistu í
fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk
á eftir sér. Eggert Þorleifsson hefur fengið
mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki
hins óútreiknanlega djassáhugamanns,
Sigurhans. Hænuungarnir eru annað verk
Braga Ólafssonar fyrir leiksvið.
FAUST
Borgarleikhúsið
20:00 Það eru liðin fjörutíu ár síðanFaust fór síðast á leiksvið á
Íslandi en nú gefst áhugasömum tækifæri
til að berja sýninguna augum í Borgarleik-
húsinu. Í þetta skipti er leikstjórn í höndum
Gísla Arnar Garðarssonar en það er enginn
annar en Nick Cave sem sér um tónlistina í
sýningunni ásamt Warren Ellis.
FÓTBOLTA PUB QUIZ
SAMMARANS
English Pub
20:00 Vefsíðan sammarinn.comstendur fyrir pub quiz þar
sem aðeins er spurt um efni sem tengist
knattspyrnu. Að þessu sinni er gestaspyrill
enginn annar en Valtýr Björn Valtýsson og
þemað verður ítalski boltinn.
HARÐKJARNATÓNLEIKAR
Dillon
21:00 Það verður boðið upp áíslenskan harðkjarna í hæsta
gæðaflokki þegar At Dodge City, Gordon Riots
og Chino leiða saman hesta sína á dúndrandi
háværum tónleikum.
19
fílófaxið
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Monitor
TÓNLEIKAR, LEIKHÚS, SÝNINGAR, ÍÞRÓTTIR, UPPISTAND, PUBQUIZ, TRÚBADORAR OG ALLT ANNAÐ
fimmtudagur
Íslenski landsliðsmaðurinn, Pavel
Ermolinski, hefur komið eins og
stormsveipur inn í lið KR-inga sem
tekur á móti Snæfell í oddaleik í
undanúrslitum Íslandsmótsins.
Hann segist ekki geta kvartað undan
viðtökunum í Vesturbænum. „Mér hefur
verið tekið eins og ég sé uppalinn í KR,
týndi sonurinn jafnvel. Það er frábært
fólk í KR og langbesta umgjörðin í
deildinni,“ segir Pavel sem var orðinn
þreyttur á lífi atvinnumannsins eftir
langa og erfiða dvöl á Spáni.
„Ég hef verið mestmegnis einn og svo
var ekkert búið að ganga frábærlega
á vellinum þannig að það var frábært
að geta komið heim og fengið
leiðtogahlutverk í jafngóðu liði og KR,
og ofan á það að geta eytt tíma með
fjölskyldu, vinum og kærustu,“ segir
Pavel og bætir við: „Ég hefði gengið af
göflunum á einhverjum tímapunkti,
þetta var bara orðið það leiðinlegt og
erfitt. Ég var hættur að hafa gaman af
körfubolta og kom heim til að brenna
ekki út 23 ára. Hér líður mér frábærlega
og ég hef sjaldan verið jafnglaður.“
Dómarinn talaði ensku við mig
Einhverjir halda að Pavel sé þriðji
erlendi leikmaðurinn í herbúðum KR-
inga en þrátt fyrir að báðir foreldrar
hans séu rússneskir, er hann sjálfur
íslenskari en malt og appelsín, enda
fæddur og uppalinn hér á landi. „Í fyrsta
leiknum sem ég spilaði í janúar byrjaði
einn dómarinn að tala við mig á ensku.
Ég hló nú bara og benti honum á að ég
talaði íslensku.“
Pavel er með nokkrar skrýtnar venjur
sem hjálpa honum að komast í rétta
gírinn andlega. „Ég þarf að reima skóna
nokkrum sinnum fyrir leik, og það fer
eftir því hvort ég byrja inni á eða út af
hvenær ég geri það. Svo þarf ég að fá
mér vatn ákveðið oft fyrir leik og stíg
oftast með sama fæti inn á völlinn.
Þetta er eiginlega hálfgerð geðveiki.“
Vildi ekki brenna út 23 ára
ODDALEIKUR Í KÖRFUBOLTA
DHL-höllin
19:15
15
apríl
Ágúst Bent Sigbertsson,
dagskrárgerðar- og tónlistarmaður
Fimmtudagur: Les Monitor, ég er í
því, monta mig. Spila á Borgóballi á
Nasa. Fílaða.
Föstudagur: Tökur fyrir Steindann
okkar sem hefst 30. apríl á Stöð 2.
Spennandi. Pöddur í maganum.
Sjúss slær á taugarnar. Gemmér.
Laugardagur: Klippi grín í þáttinn.
Ég vil ekki vinna ég vil bara drekka
drykk. Danni Deluxxx er á Prikinu.
Sunnudagur: Sund, en bara í
korter, lengur en það er lúðalegt.
Kærastan mín hún Þórunn Antonía
syngur Leonard Cohen lög á
Rósenberg. Indælt.
Frábær helgi, ef samt semi viljað
vera bara heim að spila COD.
Okei bæ.
Helgin mín
PAVEL ERMOLINSKI KANN VEL
VIÐ SIG Í VESTURBÆNUM
BENT HEFUR Í NÓGU AÐ
SNÚAST UM HELGINA