Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 5
SlAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VES7FJAR0AKJ0RD6MI 28. árgangur. Isafjörður, í desember 1978. 28.-34. tölublað. IMMANUEL Kom þú meö dag á dimma jörö, þín væntir öll þín veika hjörö. Lækna þrautir og þerra tár, græö þú Kristur, öll dauðans djúpu sár. Ó, fagniö nú; Immanúel mun fæöast sínum ísrael. (Latneskur sálmur- Endurkv. ajSigurbirni Einarssyni, biskup.) Mattheus guðspjallamaður rifjar upp í jólaguóspjalli sínu spádóm Jesaja um fæöingu hins fyrirheitna Guö sonar. Þar segir: Sjá, meyjan mun þunguð veröa og son ala, og nafn hans munu menn kalla IMMANÚEL, sem er útlagt: Guö er meó oss. Hann hrærir meö þeim oröum hinn ómþunga streng hinna gyðinglegu fyrirheita um fæöingu konungsins, þess er ríkja muni yfir Guós lýö til eilífðar. Þessi þjáöa þjóö, sem aðeins naut vegs og frelsis í um þrjár aldir, þráói komu hans, sem reisa mundi hag hennar viö. Þráin vaknaöi aö verulegu marki á þeim tíma, sem þjóöin mátti þola herleiöingu til framandi lands og óx á öldum yfirgangs granna hennar aö því marki aö hún setti alla von sína og traust á þetta eina fyrirheit í fyllingu tímans. Immanúel, Guö er meö oss. Trúin á þetta hafói löngum veriö styrkur og huggun gyðingaþjóðarinnar og nú er hann fæddur, sem er sjálfur fylling þessa nafns, Immanúel. Þetta er einnig inníhald jólaboöskaparins. Guö er meö oss. í atburðum þeirra skynjum viö einmitt þetta, aö viö erum ekki yfirgefin til þess aö lúta eigin örlögum eins og tilviljunin safnar þeim aö höföi okkar, heldur er Guö meö oss. í myrkri íslenskrar vetrarnætur sækir oft aö okkur vofa vonleysis og einsemdar og fyllir okkur vanmætti aö ráöa viö vanda daganna. En í þessu myrkri skín mikið Ijós. Jólin boöa okkur aö viö erum ekki yfirgefin og ein. í dag er fæddur Drottin Kristur. Gleöin sanna, Guö í manni, hjá þér er. Guö hefir vitjaö lýös síns. Nú nálgast jólahátíöin bæinn þinn. Þú opnar dyr hans og berö inn mikinn varning, en beröu meö því jólin inn í hús þitt? Ég óska þér þess, hvar, sem þú býrö viö vestfirska strönd, aö þú fáir einnig borið inn í hús þitt gleði þess, sem veit hvílíkur fögnuöur er í því fólginn aö Guö sé meö oss. Ég óska þér gleðilegra jóla, friöar og hamingju á ókomnum dögum. Guö er meö þér. Immanúel. il fll |p m m WS

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.