Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 8
8 I6HRÐINGUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Frásagnir um víkinga- skap og skörungsbrag Stundum er lalaó wn víkingaskap. I 'ió tölum líka um ádmuUegar sögur af fornkonum sem voru slíkir skörungar m) gen) m) sögur þeirra fyrnast ekki. Mikið skap er mikil gjöf og geð/eysi er aumingjaskapur. En allt kann sá er hófið kann og af skapofsa og hófleysi fara ýmsar sögur ug sumar hörmulegar. Eigi menn mikið skap ug kunni m) stjórna verða þeir mikilmenni og oftast gafurnenn. Geðríku fólki verður ýmiskonar mótla ti meira á/ag en þeim sem skapminni eru. Þessi alkunnu hfssannindi voru mér rik í huga eftir að hafa talað viðjensinu Guðmundsdótlur ifyrsta sirin. Einu sinni þegar hún hafði sagt I ’ilmundi laknifrá einum þa tti œskureynslu sinnar sagði hann. -Þú erl slerk. Jensina min. en parna hefurðu verið komin nálœgt þvi að hrjálasl. Slik örlögfylgja rniklum skapsnmnum. Atökin verða svo tryllt og hamslaus að mikinn slyrk þarf lil að þola. Saga Jensinu er sagá um vikingaskap og skörungshrag eins og gefið hefur konum mesta reisn ifornum sögum. Hér fara á eftir einstök atriði úr minningum hennar eins og hin sagði mér þessi brol. Jensina Guðmundsdóttir erferdd i Sleingrimsfirði en fluttist ung ti/ Bo/ungarvikur. Á gamlársdag 1904 giftust Guðhjartur Jón Guð- mundsson yngismaður i Bolungarvik 25 ára og Jensina Guðmunds- dóttiryngisslúlka 23 ára. Guðbjartur varfrá Tannanesi i Önundar- firði. Halldór Kristjánsson Þegar Hávarðína hvarf Guðbjartur var æðsti templar í stúkunni Hörpu í Bolungarvík. Ég var þar varatemplar og i dróttseta- sæti við lilið mér var kona sem hét Hávarðina Hávarð- ardóttir. Við vorum oft að hekla eitthvað á stúkufund- um og hjálpuðum þá hvor annarri að taka upp mynst- ur. Hávarðina var gift Vald- imar Samúelsyni. Hann var ekki í stúkunni og var oft utan heimilis á kvöldin og sat þá löngum við spil með félögum sínum. Nú var það um fyrstu vetrarhelgina að fundur var í stúkunni og Hávarðina kom ekki. Hún var þó alltaf vön að sækja fundi. Veður var vont, hvasst og snjókoma. A heimleiðinni var eg alltaf að hugsa um Hávarðínu og tala við Guðbjart um að hún hefði ekki komið og hvað kynni að valda. Daginn eftir var betra veður. Ég átti þá leið milli húsa og mæti þar Valdimar Samúelssyni. Hann var grát- inn og niðurbrotinn. Ég spurði hann hvað væri að. -Hún Hávarðina er týnd og við finnum hana hvergi. -Hún kom ekki á fundinn, sagði ég. -Nei sagði hann. -Varst þú ekki heima hjá börnunum? -Nei, hún bað fyrir þau hjá systur minni. En nú er ég ráðalaus. Ég fæ engan til að taka drenginn. Hún Margrét á Hreggnasa ætlar að hafa hann þangað til á morgun. Ég brá mér heim að segja Guðbjarti þessi tíðindi og spyrja hann hvort við ættum ekki að taka Hávarð litla. Hann sagði að það gæti ég ef ég vildi. Ég fór þv’í til Valdi- mars og sagði honuin að við ætluðum að taka drenginn að okkur. En þar sent veður var ekki gott og hann átti gistingu lofaða létum við það bíða til næsta dags að sækja hann. Ég hafði aldrei að Hregg- nasa komið. En um nóttina dreymir mig að 'eg korni þar inn. Þá þykir mér Hávarðina liggja þar líkt og á líkbörum við gaflinn en þó þótti mér hún vera lifandi. -Þú komst ekki á fundinn, segi ég. -Nei, ég fór annað. En farðu nú upp. Drengurinn er þar. Þá þótti mér ég fara upp hvítskúraðan stiga og lyfta hleranum upp með höfðinu eins og venja var. Þegar ég var komin upp í loftsgatið svo að ég sá upp var þar lítill drengur í brúnum fötum sem kom til mín. Þá vaknaði ég- Þegar ég kom að Hregg- nasa daginn eftir til að sækja Hávarð litla voru húsakynni þar eins og í draumnum. Það var ekkert rúm við gafl- inn niðri þar sem mig drevmdi Hávarðinu. En stig- inn var eins, hlerinn og drengurinn. Hann var á sama stað og alveg eins klæddur í vökunni og í dráumnum. I kirkjubók Isafjaröarpresta- kalls er bætt aftan viö látna kvenkyns áriö 1906 þessum upplýsingum. Dáin 25. október. Hávarðina Hávaröardóttir, gift kona á Grundum. Greftunardag- ur er ekki skráöur. Hávarður litli ólst upp hjá þeim Jensínu og Guóbjarti. Þeim fæddust þrjú börn og þau fluttu til ísafjaröar. Eldri sonur þeirra ólst upp hjá ömmu sinni en Lárus sem fædd- ist 1913 og Bryndís fædd 1915 voru hjá foreldrum sínum ásamt Hávarði. Þegar næst segir frá leigöu þau hjá Jóni Þorkel Ól- afssyni húsasmið og Elínu konu hans. Vélbáturinn Hrólfur týnist_____________________ Veturinn 1916 réði Guð- bjartur sig á vélbátinn Hrólf sem þeir Helgi Sveinsson bankastjóri og Jóhannes kaupmaður áttu. Hrólfur fór suður á vertíð eins og þá var títt um bátana frá ísafirði. Þeir veiddu þá og lögðu upp aflann syðra. Ráðgert var að Hrólfur kæmi vestur fyrir páskana. Á skírdag er barið að dyr- um hjá mér. Þá eru komnir tveir Bolvíkingar sem verið höfðu á Hrólfi uni veturinn en komu nú frá Reykjavík með Botníu. Þeir höfðu flýtt sér vestur svo að þeir næði i tæka tíð í annað skiprúm. Þeir voru með kveðjur frá Guðbjarti og pakka til mín frá honum. Hann taldi að betur færi um pakkann með þeim en sér af því að Hrólfur átti að flytja olíufarm vestur. Það setti að mér svo furðu- legan óhugnað að ég gat alls ekki tekið við pakkanum. Mér fannst blátt áfram að ég ætti að taka á líki en á þeim árum var ég mjög líkhrædd. Mér vildi það til að Elín var nærstödd. Hún spurði hvaða vitleysa væri í mér en ég bað hana að opna pakkann. Þar voru föt á börnin og mig og bréf frá Guðbjarti. Hann sagði þar að þeir hefðu hlað- ið bátinn af olíutunnum og myndu koma til ísafjarðar á laugardag. Svo leið föstudagurinn en á laugardaginn var versta veður. Mig dreymdi um nóttina að ég væri komin að kerinu í Grímsnesi. Auðvitað þekkti ég það ekki þá, því að ég hafði aldrei að því komið, en þegar ég sá það fyrst löngu síðar, - það var 1930 - þá þekkti ég það aftur. Það var skuggalegt að sjá niður i ker- ið í draumnum. Þar sá ég jafnmarga menn og skipverj- ar á Hrólfi voru. Ég þekkti Guðbjart þarna og þá aðra sem ég vissi slík skil á af skipshöfninni. Þessir menn voru allir ríðandi á hvítum hestum og þeir riðu hver eftir öðrum þrjá hringi kringum vatnið í kerinu en síðan sneru þeir að vatninu og hurfu hver af öðrum nið- ur íþað og við það vaknaði ég- Ég átti ekki von á að sjá Guðbjart lifandi eftir það. Bjarni Bárðarson í Bol- ungarvík kom til mín. Hann sagði mér að Hrólfur hefði sennilega leitað i landvar og skilaði sér bráðum heill á húfi. Ég sagði honum að það væri ekki. Og þegar hann ætlaði enn að vekja mér von- ir þoldi ég það alls ekki. Ég varð svo reið að ég rak hann beinlínis út. Það var gott veður um og eftir páskana og vonir manna um að Hrólfur skil- aði sér kulnuðu fljótlega úr. Jón Þorkell og Élín sögðu mér að ég mætti hafa hús- næðið leigulaust fram á ERU ÞEIRAÐ FÁ’ANN í kolmunnatrollið frá HAMPIÐJUNNI ? HAMPIÐJAN H.F. setti upp eitt þeirra trolla, sem notuð voru við tilraunaveiðarn- ar sl. sumar á n.s. Grindvíkingi. Umsögn Magna Kristjánssonar, skipstjóra, hljóðaði á þá leið, að varpan reyndist veiðin, traust og auðveld í meðförum. Þessi niðurstaöa er árangur fyrri reynslu, en undangengin 3 ár hafa menn HAMP- IÐJUNNAR fylgst náið með þróun tækni við kolmunnaveiðar við Færeyjar, Suð- ureyjar og Island, og síðast, en ekki síst, séð um lagfæringar og breytingar á ýms- um kolmunnatrollum, sem hér hafa verið notuð. Setjum upp kolmunnatroll og höf- um fyrirliggjandi varastykki. — Pantið tímanlega fyrir næstu vertíð. HAMPIÐJAN HF

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.