Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 13

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 13
13 Frétt frá Hrafnseyrarnefnd í tilefni af hundruðustu ártíð Jóns Sigurðssonar, seni er í desember lí)79, hefur Hrafnseyrarnefnd látið slá minnispening, sem nú er boðinn til sölu. Minnispen- ingurinn verður seldur í öll- um ríkisbönkunum, spari- sjóðum á Vestfjörðum og myntsölum í Reykjavík. A- góði af sölu peningsins á að renna til framkvæmda á fæð- ingarstað forsetans, en um þær er einkum þetta að segja: Á sínum tíma var ráðgert að byggja á Hrafnseyri hús, sem átti að vera prestsetur og barnaskóli með heimavist fyrir börn úr sveitum beggja megin Arnarfjarðar. Meiri hluti þessa húss var byggður. Síðan hafa mál skipast svo, að prestakallið er sam- einað öðru og skólamál leyst á annan veg en þá var hugs- að. Hrafnseyrarnefnd er nú að láta ljúka byggingu hússins og er viðbótin komin undir þak. í nýja hlutanum er kap- ella, sem jafnframt er þó miðuð við almenn funda- höld. En jafnframt þessu er stefnt að jsví að koma upp á Hrafnseyri minjasafni um Jón Sigurðsson og lífsstarf hans. Er ætlast til, að þess- um framkvæmdum verði lokið 17. júní 1980. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON: Sjómannabragur Sjómannadagurinn í Bolungarvík 1. júní 1975 Lag: Lina Langsokkur Söngmaður: Karvel Pálmason Viðlag: Nú syngja menn og svalla. og sjómenn eiga þennan dag. Þeim gæfan glatist varla. - Þeim gangi allt í hag! Þá byrjar þessi bragur. Nú brosir röðull fagur. Nú halda skip til hafnar. Já, hvað skyldi nú að? Nú skarta skvísur allar og skuttogarakallar. Og fræknir bátaformenn þeir fara nú af stað. Menn gleyma sjó og seltu og svellkulda og veltu. Það hitar eflaust höldum að hallast meyjum að. í Vík er vaskur lýður og víða svanni fríður Það getur verið gaman að gantast ögn við þær. Við kennum ýmsa kappa, ei karla lina og slappa. Nú skal þá trausta telja og tölta svo af stað. Á hafsins bylgjum breiðum er bysna oft á veiðum. Á Sólrúnu er ötull hann Einar Hálfdánsson. Jón Eggert furðu iðinn fer út á köldu miðin með gamla Guðmund Péfurs og góða háseta. Með Jakob Valgeir veður, um velli hafsins treður. Þar finnum mann einn frækinn: Finnboga Jakobsson. Og garpur Guðjón iðinn fer geysioft á miðin á Hugrúnu: - svo heitir eitt herlegt línuskip. Þá kemur dýra daman. - Á Dagrúnu er gaman með Hávarði og Vilía: Þeir veiða þar í gríð. Guðbjarti stjórnað getur vel garpurinn hann Pétur. Til Stranda skarpur skeiðar með skemmtiferðamenn. Tveir auka auð og framann: - Þeir eiga báta saman og gera út Neista og Geirólf Gummi og Raggi Jakobsson. Á Sædísi Villi siglir, Þótt sjóinn þyngi og yggli Hann sækir sína staura og sagar rekavið. Á Þóri Dan er drengur, og dável knörrinn gengur. Með garpinn Ömar geisist hann Gunnar Egilsson. Með Haflínu er Oli, Þótt oft af norðri gjóli. Hann var á rækju i vetur og víða sigldi um Djúp. Einn maður Mammon háður, á Minni-Flosa áður, Á Guðnýju fer greiður Jón garpur Pétursson. Einn fýr má fullvel muna, sem fiskar grásleppuna. Og Kristján Þorgils keyrir af krafti Ásdísi. Og maður Magnús heitir, og mannsins kona beitir. Af röggsemd rækju veiðir og ræður Arnþóri. Og Hrímnir hækkar metin og heldur senn á netin. Með gnoð fer garpur Diddi fyr’ Guðmund Rósmundsson. Og seggir hæla Sverri, er sínum stýrir knerri. Með Árna Gunnlaugs ötull fer enn á línuna. Nú syngja menn og svalla, og sjómenn eiga þennan dag. Þeim gæfan glatist varla. -Þeim gangi allt í hag. Bolungarvík

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.