Ísfirðingur - 15.12.1978, Page 10
10
ÍSFIRÐINGUR
Fcrðamálaráð íslands hcf-
ur nýverið látið gera, í land-
kynningarskyni, 4 ný vegg-
spjðld með land.slagsmynd-
um frá íslandi.
Veggspjöldin hannaði
Auglýsingastofan h.f, en ljós-
myndirnar eru eftir Gunnar
Hannesson, Martin Chill-
maid og Sigurgeir Jónasson.
Litgreiningar og prentun
annaðist Kassagerð Reykja-
víkur, en veggspjöldin voru
gerð í allstóru upplagi.
Ferðamálaráð mun dreyfa
veggspjöldum þessum víða
um heim, til ferðaskrifstofa
og annarra aðila, er halda
uppi kynningarstarfsemi, svo
og hafa samvinnu við aðra
erlenda og innlenda aðila
um dreyftngu. Sölustofnun
lagmetis hefur keypt veru-
legt magn af veggspjaldi því,
er sýnir Vestmannaeyjar og
fiskiskipin þar, og mun nota
það við kynningu og sölu á
framleiðsluvöru sinni erlend-
is. Fyrirhugað er einnig að
Flugleiðir kaupi hluta af
upplaginu til notkunar við
kynningarstarfsemi sína.
Þá er nýlokið fyrsta á-
fanga af skreytingu salar-
kynna flugstöðvarbyggingar-
innar á Keflavíkurflugvelli,
er Ferðamálaráð hefur geng-
ist fyrir í samráði og sam-
vinnu við Varnarmáladeild
Utanríkisráðuneytisins og
Flugleiðir. í þessum fyrsta
áfanga hafa verið hengdar
upp fjölmargar stækkaðar
ljósmyndir í lit frá ýmsum
stöðum á landinu og þær
lýstar með ljóskösturum. Þá
er unnið að samræmingu á
leiðbeiningaskiltum á saln-
um og fleiri framkvæmdir
eru fyrirhugaðar í því skyni
að gera salinn vistlegri og
miðla unt leið farþegum sem
um hann fara, fróðleik um
land og þjóð.
Þess má geta að í undir-
búningi eru nokkur önnur
verkefni, þar sem Ferða-
málaráð annast hönnun og
gerð kynningargagna í sam-
ráði við aðra aðila i því skyni
að fá fram hentug gögn á
sem hagkvæmustu einingar-
verði. Er skrifstofa Ferða-
málaráðs ávalt reiðubúin að
eiga viðræður um samstarf
við aðila, er þurfa á slíkum
kynningargögnum að halda.
BBAÐFBTSTIHUS
PATBEKSFJABÐAB
PATREKSFIRÐI
Óskum starfsfólki okkar
og viðskiptamönnum
gleðilegra jóla, árs og friðar,
og þökkum jafnframt
samstarf og viðskipti
á líðandi ári.
HRAÐFRYSTIHÚS PATREKSFJARÐAR HF.
Fréttatilkynning frá
Feröamálaráði íslands
POLLINN HF.
óskar öllum
viðskiptavinum
sínum gleðilegra
jóla og farsæls nýárs
og þakkar viðskiptin á liðna árinu.
PÓLLINN HF
bala hjá Brynhildi og lagði
þau þar í kreólín-upplausn
áður en ég fór að spretta
þeim í sundur. En ég fékk úr
þeim föt á báða drengina,
Hávarð og Lárus.
Eins og góðir englar
með frið og gleði___________
Bryndis veiktist í fæti.
Þetta var þegar Vilmundur
Jónsson var nýlega kominn
til ísafjarðar. Hann var
nokkuð umdeildur. Ég hafði
heyrt ýmislegt um þá sem
kallaðir voru bolsévikkar og
var ekki hrifin af þeim. Svo
mikið hafði ég heyrt um guð-
leysi þeirra og slæma siði. Ég
vildi því helst ekki þurfa að
srrkjn neitt til Vilmundar.
Um þetta leyti var á ísa-
firði skoskur trúboði sem
Nisbet hét. Hann var jafn-
framt læknir. Ég held hann
hafi tilheyrt einhverjum sér-
trúarflokki og hann hafði dá-
lítinn söfnuð um sig. Ég fékk
hann til að líta á telpuna.
Hann sagði að meinið væri
beinverkjabólga og helst
þyrfti að taka fótinn af.
Hann skar samt í þetta
mein. Það fór illt í skurðinn.
Þá var köld nótt og löng
uppi á hanabjálka.
Nisbet sagðist hafa beðið
Vilmund að vitja barnsins.
Það liðu þrir dagar. Ég var
að bölva Vilmundi fyrir
svikin. Guðbjörg systir mín
sagðist vera viss um að Nis-
bet hefði aldrei nefnt við
hann að koma. Svo kom þar
að hún sagði:
-Ég fer og sæki hann Vil-
mund.
-Þú sækir hann ekkert,
kallaði ég. En Guðbjörg fór.
Vilmundur og Kristín
kona hans komu bæði. Þau
komu á hverjum degi en ég
átti ekkert að bjóða þeirn.
Einu sinni voru börnin að
borða hafragrautinn nteð
súru skyri og slátri. Þá sagði
Vilmundur.
-Ég sé þú gefur börnunum
þínum hollan mat. Viljir þú
eitthvað gefa okkur skaltu
láta okkur hafa súrblöndu að
drekka.
Þau drukku stundum súr-
blöndu hjá mér hjónin og
sögðu að það væri góður
drykkur.
Svo kom að því að Vil-
mundur sagði mér að koma
með telpuna up|3 á Sjúkra-
hús. Þá sá ég að verkfærin
voru svikalaust soðin í stóra
pottinum. Kristín sá um
það. Svo voru þau bæði yfir
telpunni meðan á aðgerð
stóð. Vilmundur hreinsaði af
sköflungnum lausar og hálf-
dauðar beinflísar. Hann var
yndislega fallegur þegar
hann sýndi mér þetta.
En nú var þeim hjónun-
um ekki til setunnar boðið.
Kona var í barnsnauð úti í
Hnífsdal og þangað voru
þau að fara. Telpan var
naumast vöknuð en hún var
lögð í rúm í hlýju og góðu
herbergi. Vilmundur sagði
mér að leggja mig hjá henni
en ég yðri að hafa opið svo
að herra og frú kæmust inn
til okkar þó að áliðið kynni
að verða þegar þau kæmu úr
Hnífsdal.
Það var hörkubylur og ó-
færð og þá voru engir bílar.
Þetta var erfið fæðing þó að
allt færi vel. Klukkan var
orðin þrjú um nóttina þegar
þau Vilmundur og Kristin
komu inn á ísafjörð. Það var
þá þeirra fyrsta verk að vita
hvernig Bryndísi litlu liði.
Hún vaknaði og lauk upp
bláum augum. Hitinn var
ekki nema 5 kommur.
Þetta var ógleymanleg
stund. Hjónin komu fann-
barinn og alsnjóuð úr hríð-
inni. Það var eins og góðir
englar kæmu með frið og
gleði.
H.Kr.