Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 12

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 12
fSFIRÐINGUR 12 Ávallt fyrirliggjandi allar fóðurtegundir fyrir: kýr, sauðfé, svín, alifugla og hesta. Auk þess steinefnablöndur og saltsteinar. SÍS-FÓÐUR FYRIR ALLAN BÚPENING ÞÚ HEFUR ÞAÐ í HENDIÞÉR -góða fóðrun búpeningsins gefirðu fóðrið fró okkur Samband ísl. samvinnufélaga Innflutningsdeild Holtagörðum Rvík Sími 81266 Kaupfélögin um allt land almennilega kallaður „gamli harði vetur.“ (Þessi vetur hefur einnig verið nefndur „Lurkur.“ Þá formyrkvaðist sól og tungl um haustið fyrir. í sjövikna fardögum var genginn ís úr Steingrímsfirði og á Vatnsnes. Á Hjalla- sandi var sjaldan eða aldrei á sjó komið um veturinn, fram á mið var lagnaðarís. Nær graslaust um sumarið. Lögðust í eyði yfrið mikil jarðagóss um allt landið. Þá var ég 5 vetra. Um slikt ár finnast engir annálar, síðan landið var kristnað, að svo hart hafi verið. í fardögum var sjóís riðinn frá Kambs- nesi að Skoravik í Hvamms- firði. Anno 1603. Vetur daða- góður til veðráttu, svo fitn- uðu peningar, þar þeir voru eftir jól. Aldrei hefur skeð hér á landi slíkt mannfall sem þá af hungri, svo það er ógnar- legt, hvað fólkið hefur mér þar af sagt, sem það mundi. Það finnst prentað í einum formála herra Guðbrands, að 600 fólks hafi af vesöld dáiþ í Skagafjarðarsýslu. Þá voru seld jarðagóss í landinu með afföllum, og fengust þó ekki seld sem þurfti. Þá var frá- bær þjófnaður í landinu og ránsháttur úr hófi. Hryggi- legt er að heyra slíkt tilfelli, sem þá skeði af hugnursneyð í landinu. Þessi vetur í Þór- hallaspá heitir Píningur. Fólkið breiskti við eld sér til matar bein úr haugunum og forna skó, og annað þvílíkt. Fiskur var þá og lítill við sjóinn. Menn sumir sem til sjóar fóru, höfðu ei annan mat með ser, en steiktu nokkuð af nautshúðum á kveldum. Anno 1604-1605. Veit ég ekkert annálað, nema stórt hallæri og þjófnaður. Anno 1634. Vetur mjög harður og graslítið sumar. Þá gekk upp kringum landið svo magur fiskur, að enginn man slíkt. Þá var mannfall fyrir norðan og sunnan. Anno 1637. Sást niður úr fiskleitum þeim djúpustu og til lands, vestur fyrir vikum og Tálknafirði, fertugt djúp, sást hver gimburskelin og kletturinn í sjónum. Mönn- um sýndist á djúpinu svo grunnt, að standa mundi skipið, en þá var 35 faðmar, þá rennt var. Þá rak fyrst þá orma, sjó- orma, sem sumir kalla hala- fisk, undurmarga á Vstfjörð- um, en síðan hefur rekið hér og hvar um landið, einkum i Vestfirðingafjórðungi undur af þeim. Halinn á þeim var sem akkersfleygur aftan, kjapturinn mjög víður, með öngum fram úr hausnum, og þá í þá var tekið, duttu öll innyflin fram um kjaptinn, KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA ÞINGEYRI Öskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þakkar viðskiptin á líðandi ári. Koupiélag Dýrfirðingu - ------i Sjukrasamlag ísafjarðar óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsældar og heilbrigðis á komandi ári. Blaðið ísfirðingur * Oskar lesendum sínum og öðrum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. svo skrokkurinn var eftir tómur. Anno 1643. Spurðust hingað stríðstíðindi fyrst. Þá sá ég með 7 öðrum undar- lega í loptinu fljúga manns- mynd glóandi, gekk höfuðið á undan, var mjög bjart, sást í heiðviðri í sólskini um mið- aftansskeið. Ég var þá stadd- ur í Bjarneyjum. Anno 1646. Góður vetur. Lágu her um veturinn Danskir á Stapa og þeir af Vogaskipinu og á Patreks- firði. Þá var stirt vor fram að hvítasunnu. Þá kom bati með náttdöggum og þerrum. Varð mikið grasár og nýttist alstaðar vel hey, og mjög gott sumar. Fiskiár gott og nýttist vel. Æskilegt haust. Þítt og þurrt vetrarfar hið besta fram á jól, svo í manna minni elstra hefur ekki svo gott árlag verið. Það sumar fyrir alþing sást blóðlitur á Öxará tvisvar sinnum af prstinum og heimamönnum á Þingvelli. Item 2 stjörnur, óvanalegar, um hautið i fullu austri, bjartar. Þá kom út á Evrarbakka allur viður til Skálholts- kirkju á því sumri. kostaði 500 dali.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.