Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 6
fSFIRÐINGUR 6 Sigurvin Einarsson Þess hefir oft gætt í opin- berum umræðum og ekki síður í samræðum manna á milli, að ekki séu allir jafnir fyrir lögunum eins og það er kallað. Þá er einkum átt við það að þeir, sem mikils mega sín að áhrifamætti eða efna- hag, sleppi betur frá refsi- vendi laganna en hinir, sem minni máttar eru. Að sjálf- sögðu fer þetta mjög eftir réttarfari og réttarvitund manna á hverjum tíma, en í þeim efnum hafa orðið stór- stígar framfarir á íslandi síð- an þjóðin fékk fullveldi. Þótt vitna megi til galdra- brennualdarinnar, skal hér ekkert dæmi dregið fram úr því niðamyrkri grimmdar og vitfyrringar, heldur tiltölu- lega meinlaust dæmi af jafn- réttismati yfirvalda á þeim einveldistímum. Það var árið 1680 að átján ára piltur kom til náms í Skálholtsskóla. Það var Jón sonur séra Magnúsar Jóns- sonar á Kvennabrekku í Döl- um og konu hans Guðrúnar Ketilsdóttur prests i Hvammi. Ekkert skorti á námshæfileika prestssonarins frá Kvennabrekku, enda var hann af gáfumönnum kom- inn og fékk hann lofsverðan vitnisburð 1683 hjá Þorði biskupi Þorlákssyni. En það SIGURVIN EINARSSON: Hulinn verndarkraftur sama ár eignast Jón son með stúlku í Dölunum, Katrínu Snorradóttur á Hnappstöð- um i Laxárdal. A þeirn tím- um var tekið hart á þeini brotum og varð prestsonur að gjalda fyrir þá yfirsjón. Refsinging sem Jón Mag- nússon fékk var sú, að hann var sviptur rétti til embættis. Þetta var harður dómur fyrir prestssoninn, sem var að læra til prestsembættis, en ekki þýddi að deila við dóm- arann. Jóni var þó ekki vikið úr skóla og ekki hætti hann námi af sjálfsdáðum. Það er eins og hann sjálfur eða að- standendur hans hafi hugsað sem svo: „Kannske Eyjólfur hressist“. Það kom líka fljót- lega að því að Eyjólfur hresstist. Skömmu eftir að Jón hafði lokið námi eða árið 1687, fékk hann fulla uppreisn og þar með rétt til prestsembættis. Synd hans var fyrirgefin og hann á grænni grein eins og ekkert hefði í skorist. Það stóð held- ur ekki á embættinu því að á næsta ári fær hann konungs- veitingu fyrir prestsembætti i Hjarðarholti í Dölum, ná- grannaprestakalli föður síns. Nú virtist ekkert vera til fýrirstöðu að prestssonurinn frá Kvennabrekku yrði vígð- ur til embættis sins að Hjarðarholti. En þá skaut upp óvæntri hindrun. Vænt- anleg sóknarbörn Jóns Magnússonar risu upp með mótmæli gegn því að hann yrði vígður prestur þeirra. Þau töldu sig þekkja nógu vel piltinn frá Kvenna- brekku og kærðu sig ekkert um hann sem sálusorgara sinn. Og svo var barnsmóðir hans þar í sveitinni. Þetta mun prestssyninum hafa þótt kaldar kveðjur og nokkrum heilabrotum hefir þetta valdið hinum konung- legu yfirvöldum. Það varð því töf á því að Jón fengi vígslu. En eftir nokkrar vangaveltur komust þó vald- hafarnir að þeirri niður- stöðu, að hinum tilefnislau.su mótmælum Laxdæla skyldi ekki ansað, en Jón vígður að Hjarðarholti. Var svo gert 1689, eða ári síðar en ætlað var í fyrstu. Fáum sögum ferafhinum nývígða klerki í Hjarðarholti næstu árin. En níu árunt síðar, eða 1698, ber þó nokk- uð til tíðinda á ævibraut séra Jóns, sem þá var kvongaður virðulegri hefðarkonu. Hann eignast erfingja í annað sinn, en þó ekki með eiginkon- unni. Nú syrti í álinn fyrir presti. Hvað var það þótt ógiftur skólasveinn misstigi sig á móts við þetta að kvongaðan prestinn skyldi henda slíkt. Þung var refs- ingin fvri'r hið fyrra brot, þótt vel hafi úr ræst, en nú yrði refsingin að sjálfsögðu þyngri. Eftir hæfilega umhugsun yfirvalda var dómur felldur yfir séra Jóni. Hann skyldi sviptur kjóli og kalli og hverfa á brott frá Hjarðar- holti. í maílok næsta ár yfir- gaf svo hinn brottrekni prest- ur staðinn og hafa Laxdælir sennilega grátið hann þurr- um tárum. Séra Jón fiuttist þó ekki langt frá sveitungum sínum. Hann lét sér nægja að fiytjast niður í Búðardal og setjast þar að. Telja má víst að ýmsir Dalamenn hafi fundið til með séra Jóni, eins og nú var komið högum hans. En hann var enginn niðurbrotinn maður þrátt fyrir þetta, öðru nær. Hann hafði heldur ekki ástæðu til að vera það. Hann lumaði á vitneskju um næsta áfanga á ferli sínum, sem fæstum var kunnugt um. Og það kom brátt í ljós hver hann var. Réttum tveimur mánuðum eftir hann kvaddi Hjarðarholt við litla sæmd var honum veitt nýtt em- bætti og öllu virðilegra en hið fyrra. Hann varð sýslu- maður í Strandasýslu. Rögn- valdur Sigmundsson sýslu- maður Strandamanna, mik- ill vinur séra Jóns, stóð upp úr embætti sínu í þágu hans, svo að hann fengi embættið, en gerðist sjálfur bóndi í Fagradal. Margan manninn mun hafa grunað að þessi hrossakaup hafi varla farið fram án vitundar, eða frum- kvæðis viðkomandi yfirvalda. En klerkurinn fyrrverandi hafði hlotið notadrjúgan sess og fyrri syndir gleymdar og grafnar. Ekki þótti yfirvöldum að verðleikum Jóns Magnús- sonar væru nógu mikill sómi sýndur með sýslumannsem- bættinu einu. Á næsta ári. árið 1700, gerði lögmaður hann að lögsagnara sínum í Dalasýslu og þar með var Jón orðinn tvöfaldur em- bættismaður. Sat hann í Búðardal næstu árin og hefir varla unað hag sínum lakar en í Hjarðarholti. Árið 1707 varð enn nokk- ur breyting á högum Jóns sýslumanns. Að frumkvæði lögmanns fékk hann sýslu- skifti, sleppti Strandasýslu en varð sýslumaður i Dala- sýslu. Þar með er hann orð- inn konunglegt yfirvald allra Dalamanna. Varð nú varla hærra komist að sinni. Þessi dýrð stóð þó ekki lengi. Á næsta ári, þ.e. 1708, brýt- ur hann boðorðin í þriðja sinn og eignast erfingja utan hjónabandsins. Hamingjusól hans hafði skyndilega for- myrkvast og refsivöndur lag- anna á lofti. Nú varð dómur- inn yfir Jóni sýnu harðari en áður eins og við mátti búast, enda ákvæði Stóradóms ótví- ræð í þessum efnum. Jón var sviptur sýslumannsembætt- inu, gerður brottrækur úr héraðinu og það sem verra var, hann var dæmdur til húðláts. Illa var nú komið fyrir prestinum, lögsagnar- anum og sýslumanninum að eiga nú að kaghýðast eins ogjón Hreggviðsson. Ekki var undankomu auð- ið. Jón varð að láta af sýslu- mannsembættinu og hverfa brott úr Dölum. Settist hann að á Ásgeirsá í Húnaþingi, sem var séreign konu hans og tók sér fyrir hendur að kenna skólanemendum. En hvað um hýðinguna, sem var kjarni refsingarinnar? Þar kom konungsvaldið til skjal- anna og leysti Jón undan þeirri raun af miskunsemi sinni. Þar með var sárasti broddurinn brotinn af refs- ingunni og gat hann nú and- að léttar. Það segir fátt af Jóni næstu árin, er hann stundaði búskapinn og kennsluna á Ásgeirsá. En árið 1717 rofar enn til í lofti. Þá fær Jón eitt embættið enn, hann verður klausturhaldari á Reyni- stað í Skagafirði. En það fór eins og oft áður að gæfan reyndist hverful. Árið eftir varð hann að sleppa þessu síðasta embætti sínu, þar sem hann hafði ekki ráð á að setja veð fyrir afgjaldi klaust- ursins. Enn verður Jón að hrekjast úr stað og fiuttist nú að Sólheimum í Sæmundar-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.