Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 11

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 11
ÍSFIRÐINGUR Úr Eyrarannál og Ballarárannál .11 Hófundur Eyrarannáls Magn- ús Magnússon, sýslumaður á Eyri í Seyðisfirði N.Is., var ó- venjulega mikúl iðju- og af- kastamaður við ritslörf og er Eyrarannáll talinn meðal merk- ustu annála okkar. Hann var fœddur að Haga á Barðaströnd haustið 1630. Honum var veitt Isafjarðarsýsla 5. júli' 165.3, þá aðeins 23 ára gömlum. Sama ár kvongast hann Ólöfu Guðmunds- dóttur, Ásmundssonar, frá Stor- holti i' Dalasýslu. Var Ólóf þá 17 vetra, sögð stórglœsileg og úrvals kvenkostur. Þá um hautið flylja þau að Eyri i' Seyðisfirði. Þar andaðist Ölöf 6. október 1684, eftir meira en 30 ára hjúskaþ. Þau eignuðust 3 börn, sem uþþ komust. Magnús lifði konu si'na í 20 ár, en hann andaðist 1704, 74 ára gamall. ÚR EYRARANNÁL: 1645. Kom seint sigling til íslands og ekki neitt skip í ísafjarðarsýslu. Brotnuðu skip danskra í Kumbaravogi hér við hafnir. Rifsskipið komst á Patreksfjörð og lá þar um veturinn, sigldi fram um vorið, en lestist þá undir veturinn á eyrinni fyrir neð- an Botn í Patreksfirði, en fiskur mestallur skemmdist af sjó, sem inn í skipið kom, hvar af ísletiskt fátækt fólk hafði gagn, sem hann þang- að sótti sér til atvinnu. í skipinu fél! út og að um veturinn, gátu það þó bætt og sigldu um páskaleyti. 1658. Rak stóran skips- flaka eður prámu í Ófeigs- firði. Spruttu sóleyjar í síð- ustu viku vetrar. Vor gott. Vott sumar og kalt. 1660. Kom Henrik Jens- son, danskur, með kongsbréf upp á kaupskaparhöndlun í Patreksfirði, Bíldudal, Skut- ulsfirði og Dýrafirði, hvar hann 2 skip fragtaði, og brotnaði hans stærra skip í framsiglingu við Jótlands- skaga og komust ei af utan 2 menn, hvaraf hann fékk mikinn skaða. Var þá góð kauphöndlun hér á höfnum. 1666. Komu danskir síðla hingað til lands vegna stríðs. Á Dýrafjörð og Skutulsfjörð komu tvö skip um höfuð- dagsleyti og tapaðist annað tómt, þá það ætlaði að sigla inn á Dýrafjörð, og hefur hvorki til þess sést eður spurst síðan. Steytti danskt skip í Rifi og komst fólk allt til lands af, en skipherrann synti í land og dó nokkru síðar. 1699. Vetur stiðrur eftir jólin og gekk harðindi að flestöllu fólki, sem ei var bet- ur en svo fyrir komið. Varð víða hér vestra mikill pen- ingafellir og fáheyrður hesta- dauði úr öllum nálægum sveitum það til spurðist, og heitir þessi vetur Hestabani. Kom góður bati föstudaginn langa. Grasár í meðallagi, en sumarið nytjaðist illa sökum votviðra. Vetur til jóla í besta máta með miklum hlákum. 1671. Brotnaði franskt hvalaskip í hafís á landsbrún og hleypti svo til skipbrots upp í Spákonufellshöfða og komust allir 50 af, hverjir að silgdu með hollenskum fisk- urum, er voru 8 á skipi, lofandi þeim 1500 ríkisdöl- um með nokkru af góssinu, en mikið lýsi skal þar enn eftir liggjandi vera. En þó ófriður milli Franskra og Hollenskra. En skipið seldu þeir dönskum eftirliggjara, með öllum stengjum, fyrir 14 rd. 1680. Páll Torfason dæmdur frá sinni búslóð og missti hálfa ísafjarðarsýslu, fyrir meðkenndan kaupskap við engelskan skipherra á 2 snærum í sinni nauðsyn, og eftir herra landsfógetans skikkun var allt hans góss upp skrifað og það registur með norðanskipum fram sent. Komu danskir í allar hafnir fyrir vestan fyrir far- daga, sögðu gott árferði úr Danmörk, og nokkra friðar- stilling milli Danskra og Svenskra um stundasakir orðna. Tóku þeir Dönsku Skut- ulsfjarðarskip, þá þeir inn á Djúpið sigldu fyrir Bolung- arvík, hollenskt ófríhöndl- araskip, hét skipherrann Claus, hvert þeir með sér inn á höfnina fiuttu, og skip og góss á Tunguþingi til prís dæmt (þ.e. dæmt upptækt sem herfang) og síðan til Bessastaða fært, og það ár síðar framsent með hesta. Húsavíkurskip tók og annað ófríhöndlunarskip, en holl- enskt hvalaskip tók það af þeim aftur. Komu 3 dönsk stríðsskip á Skutulsfjörð, sem áttu að taka ófríhöndlara við landið. Endurbættar Dönskubúðir á Skutulsfjarð- areyri. 1683. Með því nýja ári harðnaði veðurátta með hreggviðrum og stórfrostum með fjúkum á milli, svo víð- ast um landið urðu vegir og ár ófærar hvar fyrir úti- gangspeningar fordjörfuðust stórksotlega og í flestum stöðum dóu. Frá enduðum þorra til krossmessu voru oft- ast fjúk með frostum og jarð- leysum, svo í fiestum stöðum varð heylaust á páskum, og margir misstu sína fríða pen- inga af nautum og sauðum og hestum, svo við ísafjarð- ardjúp sem annarsstaðar, og sökum harðinda og veðráttu komust skip ei til sjóar fyrr en á krossmessu, en fiskur nógur fvrst framan af, en í minna lagi þá upp á leið. Sumar mjög gott og þerri- samt, svo hevskapur nýttist mjög vel. Um vorið komu upp úr hafís fjórar löngureiðar: 1 í Skáladal, 1 á Straumnesi, 1 á Steig og 1 á Höfðaströnd. Haustið og vetrarfar til átta- dags gott með miklu fiskiríi. 1694. Var veðuráttufar mjög hart, með miklum frostum frá áttadegi, og nær fram að sumarmálum, svo að útigangspeningur hafðist illa við, bæði hér á sveitum og í öðrum fjórðungum lands, helst norðanlands norðarlega og fyrir austan og sunnanlands suðarlega. Og harðindi upp á matvæli í víðustum stöðum, þar fisklít- ið víða var. En fiskirí var þannan vetur í meðallagi, en hafís mikill var á reki kring- um ísland, svo norðankaup- för komust ei til sinna hafna, hvar fyrir Húsavíkurskip lagði inn á Dýrafjörð á Þing- eyri og lágu þar nær viku. Þessi hafís byrgði og inni 3 hollenskar fiskiduggur á Dröngum á Ströndum og 2 í Trékyllisvík, hverjar ei út komust fyrr en á miðsumri og þá að mestu kostlausir orðnir. Um sumarið kom franskt stríðsskip á Vatneyri í Pat- reksfirði, þess kapteinn var Jóhannes Disipar, er lengi hafði verið havlveiðamaður hér við land. Hann hafði tekið 2 engelsk skip, er komu frá Vestindien, hlaðin með sykur, tóbak og aðra dýr- mæta vöru, og sigldi með þau inn á fyrrnefnda höfn, Vatneyri. Nokkrar engelskar fiskiduggur lágu um þennan tíma á Tálknafirði, hverjar þeir fyrst rændu og tóku alla fragt af þeim og í sín skip innlögðu, og settu síðan eld upp á þessar duggur, létu þær svo logandi sigla út af Tálknafirði, hverjar svo upp- brunnu til sjómáls og botn- arnir síðan aftur á land ráku, og var gert vogrek. En fólk- inu slepptu þeir nær nöktu á land, hver síðan sér í skip kom hingað og þangað til í næstu höfnum. Ur þessum miklu hafisum rak í kringum Strandir frá Aðalvík og að Gjögrum 9 stórhveli, hvar af sumir lif- andi á land hlupu, en suma dauða upp rak, hvar á meðal 4 hlupu á land í Fljótum, 3 á Almenningum, 1 á Látrum, 1 á Gjögrum, er í hafís drep- ist höfðu. Höfundur Ballarárannáls Pet- ur Einarsson, lögréttumaður á Ballará, varfœddur 1597. Hann tók við umboði yfir hálfri Dala- sýslu haustið 1625, en á árinu 1627 var hann kjörinn lögrétlu- maður og þvi' starfi hélt hann til duaðadags, eða i' 39 ár. Pétur kvœnlist 16. október 1619 Sig- n'ði Gi'sladóttur þrests í Hvammi og áttu þau 2 börn, er uþþ komust. Sign'ður andaðisl 1658. Siðari kona Péturs var Guðrún Guðmundsdóltir, en henni kvœnl- ist hann 1663. Ekki er þess getið að þau hafi átt börn. Pétur lög- réllumaður andaðist á Ballará 1666, lœþlega sjötugur. ÚR BALLARÁRANNÁL Anno 1602. Það haust voru héluföll og frost fram að Magnúsmessu. Þá kom fjúk og jarðbönn með hallæri og harðindum, svo þá var svo harður vetur um allt landið, eð enginn kann af slikum að segja né séð af skrifað, síðan ísland byggð- ist. Kolfellir um allt landið, svo að margir misstu allt hvað þeir áttu. Hestar stóðu dauðir af frosti á Reykjanesi. Þá var enginn gróður á Jóns- messu um vorið. Sá vetur er GAMMATOX BAÐLYF s5> ^ Gammatox baðdult inniheldur 20.2% w/v gramma BCH ásamt rotvarnarefni sem varnar því aö skaðlegir sýklar vaxi í baðleginum. Baðduftinu má blanda í hreint vatn hvort sem i því er mikið af kalksöltum eða ekki. Lyf þetta er ætlað til að eyða sníkjudýrum (lús og maur) á sauðfé, en einnig má nota þaðtil aðeyða sníkjudýrum á hrossum og geldneytum. Lyf þetta er selt i pökkum (453 gr.) og er sérstak- lega ætlað tilböðunarsauðfjár.en málíka notatil sótthreinsunar á fjárhúsum og öðrum vistar- verum þar sem sauðfé er geymt. Úr lögum um sauðfjárbaðanir Úr 1. gr. Sérhverjum þeim, er sauðfé eða geitfé hefur undir höndum, hvort heldur er eigin fé eða fóðrafé, er skvlt að láta fram fara böðun á því til að útrýma kláða og öðrum óþrifum. samkvæmt því, sem fvrir er mælt í lögum þessum. 2. gr. Böðun skal fram fara hvorn vetur milli I. nóv. og 15. mars, þóaldrei fyrren lokiðer haustslátrun ogaldrei fyrr en fé er komið á hús. nema sérstakar aðstæður mæli með slíku að dómi eftirlitsmanns og yfírdýralæknir samþvkki. Ákvæði til bráðabirgða. Böðun samkvæmt 2. gr. laga þessara skal fram fara fyrsta sinn veturinn 1978-1979. Samband ísl. samvinnufélaga Innflutningsdeild Holtagörðum Rvík Sími 81266 Kaupfélögin umalltland

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.