Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 9

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 9
ÍSFIRÐINGUR 9 haustið en þá þvrftu þau þess með til annars. Ég þáði þetta góða boð og var því áhyggjulaus af húsnæði fyrstu vikurnar nteðan ég var að átta mig á því hvernig komið var fyrir mér. Rauði bekkurinn___________ Fyrir jólin 1915 höfðum við fest kaup á rauðum sófa. Hann átti að kosta 60 krón- ur. Við borguðum 30 krónur þá strax en 30 átti að borga þegar Guðbjartur kæmi af vertíðinni. Ég var hrifin af þessum legubekk, því að auk þess sem gott var að hvílast i honum þótti mér hann eink- ar fallegur. Svo er það einn dag að kaupmaðurinn sem seldi bekkinn er kominn. -Ég þykist vita, segir hann, að þú hafir ekki ráð á að borga þennan bekk og því er ég kominn að sækja hann. Ég spurði hvernig hann gæti vitað það en það stoð- uðu engin orðaskipti. Hann tók bekkinn og fór með hann. Það gat ég ekki sætt mig við og í vanmáttugri geðshræringu fór ég niður og sagði Jóni og Elínu frá þessu. -Er hann farinn með bekk- inn? sagði Elín. Farðu á eftir honum Jón og taktu hann af honum. -Ætli ég þyki hafa rétt til þess? sagði Jón. Annað væri hvað ég hefði getað hefði ég vitað af þegar hann var að fara. Þar með var þessi legu- bekkur og hýbýlaprýði horf- inn mér og þar með þær 30 krónur sem greiddar höfðu verið fyrir hann. Jensína leigði um tíma hjá kaupmannshjónum. Hún vann stundum viö sauma í heimahús- um en geröi annars hvaö sem til fé|l. En fljótlega sagöi kaup- mannsfrúin henni upp húsnæö- inu. Ekki vissi Jensína hvaö þar iá til grundvallar, en talið var aö frúin óttaöist stundum aó eigin- maöurinn liti í aðrar áttir. En nú segir Jensína frá. Húsvillt á götunni_________ Þegar ég kom frá saumun- um hjá Matthildi var búið að bera dótið mitt út. Það var í skaflinum og frúin sagði að ég yrði ekki lengur í sínu húsi. Þá vissi ég ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég lagði af stað með börnin. Drengirnir gengu við hlið mér en telpuna bar ég. Þetta var yndislega fagurt kvöld. Tunglskinskvöldin á ísafirði þegar snjór er á jörðu eru óviðjafnanleg. Skuggarn- ir og litbrigðin á Gleiðar- hjalla eiga heillndi töfra. Mér kom í hug það sem Guðmundur Guðmundsson kvað: Ifiidini fjiill/i bhirrn /mr fnyrHr alilati kiilil í siilurn hutnru hiirru á huldnn í;('k)íi uöhl seni hvtur hlysin h/iku uni hládimm klettaskön) en kvöldsins geislar kviku og kyssu Isafjön). Þegar ég gekk fram hjá húsi Jóns Eyjólfssonar gullsmiðs og Brynhildar Maack konu hans tók ég eftir að engin tjöld voru fyrir glugga uppi á loftinu. Mér datt í hug að þarna væri e.t.v. autt herbergi sem ég kæmist fyrir í með börnin. En ég hafði mig ekki í það að gera vart við mig og hélt áfram göngunni. Eins og oft- ar þegar mér fannst ég eiga eitthvað erfitt varð mér það fyrir að fara með einhver ljóðmæli sem ég kunni. Ég sneri við aftur að húsi Jóns Eyjólfssonar. Ég fór með sálminn: Áhendur fel þú honum:. Þig vantar hvergi vegi, þig vantar aldrei mátt, þin bjargráð bregðast eigi til bóta á einhvern hátt. Þitt starf ei nemur staðar, þin stöðvar enginn sþor af himni er þú þér hraðar með hjálp og likn til vor. Min sál þvi örugg sértu og sel á guð þitt traust. Hann man þig, vis þess vertu og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mœðist litla hrið. Þér innati skamms mun skina úr skýjum sólin blíð. Hótel Loftleiðir býður sérstakt verð á glstingu að vetri til, tveggja manna her- bergi á 4.100.- kr. og eins manns á 2.100.-. Þar gefast fleiri kostir á að njóta hvíldar og hressingar en annars staðar: allar veitingar, hægt að snæða í veitinga- sal eða veitingabúð - fara í sauna bað og sund. Og innan veggja hótelsins er verslun, snyrti-, rakara- og hárgreiðslustofa. Strætisvagnaferðir að Lækjartorgi. Njótið þægilegrar dvalar og hagkvæmra kjara. r HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Gisting í Reykjavík -sérstakf vetrarverð Það stóð heima að um leið og ég hafði sleppt siðasta orðinu var ég komin að dyr- unum hjá Jóni Eyjólfssyni. Ég herti upp hugann og kvaddi dyra. Brynhildur kom til dyra og sagði: -Er það ekki hún Jensína, systir hennar Guðbjargar minnar sem þvær fyrir mig? Ég sagðist vera húsvillt og spurði hvort hún gæti leigt mér herbergi. Þá kallaði hún inn. -Jón Eyjólfsson. Má ég ekki leigja henni Jensínu herbergið sem er autt uppi? Jón taldi það vera - og þar með var ég komin i hús hjá góðu fólki. Sveitin vildi hjálpa Sjálfsagt hefur verið gert ráð fyrir því að eignalaus ekkja með þrjú börn færi á sveitina. Á þeim árum tók það mörg ár að vinna sér sveitfesti. Framfærslusveit mín og barna minna var framfærslusveit mannsins míns. Það var fæðingarsveit hans, þvi að hann hefði ekki vertð heimilisfastur utan hennar svo lengi að hann yrði sveitfastur. Hins vegar var gengið út frá því að dvalarsveit annaðist óhjá- kvæmilegar greiðslur í bili til að halda líFi í fólki. Oft urðu deilur milli sveitarstjórna á þeim árum og mörg bréf skrifuð um framfærslu- skyldu. Það reyndi yfirleitt hver sem betur gat að verjast sveitarþyngslum. Elías Pálsson kom til mín með peninga frá bænum. Ég viidi þá ekki og hann fór með þá. Mosvallahreppi hef- ur víst verið skrifað. Maður þaðan kom og sagði að búið væri að ráðstafa drengjun- um. En af því að vitað væri að ég kynni að sauma væri ætlast til þess að ég gæti haft telpuna hjá mér. Ég sagðist ekki vita né vilja vita um hvað hann væri að tala. Ég hafði ekki sagt mig til sveitar. Sjálfsagt má taka svo til orða að ég hafi rekið hann út, þennan mann, sem kominn var í lögmætum erindum fram- færslusveitar okkar til að segja mér hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hjálpa okkur til að lifa. Eftir á varð ég hugsandi. Hafði ég ráð á þessu stór- læti? Hvað átti ég? Hvernig gæti ég unnið fyrir mat handa börnunum mínum og nauðsynlegum fatnaði? Hvað væri nú framundan? Hafði ekki skapið hlaupið með mig í gönur? Happ ber að höndum Það voru myrkar hugsanir sem sátu um mig næst þegar barið var að dyrum. Þar var þá Jón Eðvald kominn. Hann sagði mér að útlent skip lægi við bryggju og myndi fara síðdegis næsta dag. Skipstjórinn þyrfti að fá þveginn fatnað af skipshöfn- inni, rúmföt og kroppatau. Sæi ég mér fært að gera þetta? Það myndi verða vel borgað Ég tók þessu eins og hverju öðru stórhappi. Auð- vitað varð ég að fara til Brynhildar og fá leyfi henn- ar, því að ég gat ekki þvegið annars staðar en á hennar eldavél. Brynhildur ætlaði ekki að spilla þessu tækifæri fyrir mér. Og ég lét færa mér þvottinn. Það var meinleysisveður, snjókoma og frost. Ég hafði áhyggjur af hvernig gengi að þurrka þvottinn. Engin ráð hafði ég önnur en hengja hann í hjailinn hennar Bryn- hildar. Þetta var að miklu leyti jerseynærföt. En allt fór vel. Frostið linaði, snjókom- an hætti og það varð mátu- legí kul til að vera góður hjallaþurrkur. Ég gat skilað þvottinum þurrum eftir há- degið. Jón Edvald færði mér greiðsluna 30 kr. Hann sagð- ist hafa sagt skipstjóranum að fátæk ekkja hefði þvegið fyrir þá. Þá bað skipstjórinn hann að færa ekkjunni föt, sem hann hafði einhvern- tíma keypt á bazar en aldrei farið í, ef hún gæti gert eitt- hvað upp úr þeim. Fötin voru úr ágætu efni óslitin, tvíhneppt, ög því efn- ismikil. Ég var samt dálítið hikandi að taka við þeim vegna ótta við að leynast kynni á þeim einhver óholl- usta, fransós eða eitthvað. Og ég fékk lánaðan stóran

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.