Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 16

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 16
16 /■ ISFIRÐINGUR 0 Samvinnuskólinn 60 ára - Samvinnuskólinn að Bif- röst er 60 ára á þessu ári. Síðasta hefti Samvinnunnar er helgað þessu merkisaf- mæli skólans. Þar er mikinn fróðleik að finna unt þessa virtu og merku stofnun. í ágætri ræðu sem Kjartan P. Kjartansson, formaður skóla- nefndar Samvinnuskólans flutti í tilefni afmælisins, og sem birt er í Samvinnunni, segir hann m.a.: ,,Á sextugsafmæli Sam- vinnuskólans er skylt að minnast þakklátum huga þeirra ágætu skólamanna, lífs og liðinna, sem veitt hafa skólanum forstöðu öll þessi ár, og því fjölmenna kenna- raliði, sem lagt hefur gjörfa hönd að verki við að ávinna skólanum þann góða orðstír, sem af honum fer. Lengi býr að fyrstu gerð og því er ekki óeðlilegt á svona tímamótum, að svip- ast sé um til baka til þeirrar tíðar er skólinn var stofnsett- ur, hverjir voru þá í farar- broddi og hvaða hugmyndir þeir höfðu um skyldur skól- ans og framtíðarverkefni.Það er líka ánægjuleg tilviljun, að skólinn skuli stofnsettur sama árið og ísland öðlaðist sjálfstæði sitt á ný og varð fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danmörku. Þetta er táknrænt og merkir von- andi að skólinn fylgi ávallt frjálsu landi. Þá er ekki síður merkilegt að þessi félags- málaskóli er fyrstur sinnar Jónas Jónsson frá Hriflu 1918—1955 tegundar i heiminum, og það þrátt fyrir þá staðreynd, að í öndvegislandi eins og Bretlandi voru kaupfélög um 40 árum fyrr á ferðinni en hér á íslandi. Að öllum öðrum góðum samvinnumönnum ólöstuð- um ná fullyrða, að frum- kvöðull skólastofnunarinnar hafi verið sá hugsjónafrjói Jónas Jónsson frá Hriflu, og síðan fylgdi skólanum það lán, að hann fór með skóla- Séra Guðmundur Sveinsson 1955—1974 stjórn Samvinnuskólans á fjórða tug ára. Þessi fjölhæfi en stórbrotni skólastjóri markaði skólanum strax stefnu og ávann honum það álit sem hann hefur jafnan búið við síðan. En Jónas plægði ekki akurinn einn, því nánustu samverkamenn hans að skólastofnuninni voru þeir Hallgrímur Krist- insson, forstjóri Sambands- ins, sem Jónas er talinn hafa metið mest allra sinna vina, og sá lífsreyndi og gagn- merki bóndi Sigurður Jóns- son frá Ystafelli, sem varð ráðherra rösku ári fyrir skólastofnunina. Þeim fylgdi harðsnúin sveit urvals- manna, sem var í þann mund að taka við forystu í samvinnuhreyfingunni, og urðu þeir allir landskunnir menn. ...En þjóðarsaga fæst ekki af einum manni og það á einnig við um Jónas og þennan skóla. Orlagavaldar skólans fram til þessa hafa einnig verið þeir séra Guð- mundur Sveinsson, skóla- meistari og núverandi skóla- stjóri Haukur Ingibergsson, ásamt þeim stundarskóla- stjórum dr. Þorkeli Jó- hannessyni, síðar háskóla- rektor, og séra Sveini Vík- ingi, sem leystu fastráðna skólastjóra af um nokkurn tíma vegna ráðherradóms Jónasar og fræðiiðkana séra Guðmundar. Allir þessir mikilhæfu lærdómsmenn hafa skilað, hver fyrir sig, skólanum á aukinni frama- braut og fyrir það er skóla- nefnd og samvinnuhreyfing- in þeim innilega þakklát. Þá erum við líka þakklát kenn- urum og öðru starfsliði sem við skólann hafa erfiðað langan dag, svo og öllum nemendum hans sem í þjóð- lífi hafa kynnt skólann með drengskap og dugnaði.“ Samvinnuskólinn að Bifröst

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.